Wednesday, December 31, 2003

Hvað er aumkunarverðara en fastur jeppi


Ég fékk alveg óvænta skemmtun í gærkvöldi þegar ég var að keyra niðri í miðbæ og lenti á eftir Pajeró "jeppa" sem var ekki með eða var með bilað framdrif. Reyndar hef ég bílstjórann grunaðan um að hafa ekki kunnað að setja hann í drifið. En hann rann fram og til baka ofan í öllum skorningum og var farinn að stefna ískyggilega mikið á 5 milljón króna Reinsróver dæmi þegar ég og aðstoðarökumaðurinn (já það þarf sko 2-3 til að keyra Pajeró í hálku) vorum farinr að ýta blessaðri drossíunni. Hehe okkur Ventó fannst þetta meira en fyndið!

Var síðan vakinn upp með þeim ósköpum að allt í einu birtist dularfullt par haldandi á stóru kústskafti fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá mér. Mér datt náttúrlega allur ketill í eld enda áleit ég fyrst að um galdrakarl og kerlingu væri að ræða en svo var þó ekki. Voru þau skötuhjúin reyndar íklædd brunavarðabúningum og komin til þess að hreinsa grýlukerti og snjóhengjur af þakinu hjá mér. Ja það getur sko borgað sig að búa í slömminu niðri í bæ. Það er ekki bara verið að skafa göturnar hérna heldur líka eru húsin skafin að ofan!

En núna þarf maður líklega út til að kaupa nokkra skotelda ..... stóra ...... svaðalega stóra!

Tuesday, December 30, 2003

Var að lesa

Um víðerni Snæfells, eftir Guðmund Pál Ólafsson

Ein af þeim ágætu bókum sem ég fékk í jólagjöf og líklega sú eina sem ég hef þrek til að lesa spjaldanna á milli

Hinar bækurnar reyndar voru svona meira til að skoða og glugga í. Ein mjög svo fróðleg timburhúsabók og síðan einhver dýrafræði eftir Davíð Attenboró. Efast um að ég nenni að lesa hana mikið og hmmm hefði kannski átt að skipta henni. A.m.k. langaði mig ekkert í hana.

En víðerni Snæfells er skyldulesning fyrir alla réttþenkjandi menn og kanski reyndar sérstaklega hina sem eru ekki jafn mikið réttþenkjgandi. Og síðan óþarft að taka fram að konur eru auðvitað líka menn!

Monday, December 29, 2003

Sknjór og stórrhríð ... jibbííí


Á dauða mínum átti ég von en ekki því að verða veðurtepptur heima hjá mér í miðbæ Reykjavíkur þegar til stóð að fara á stúfana í skíðaleiðangur. Miðað við hrakfarirnar sem ég sá að nágranni minn lentí í úti á bílastæði þá sýnist mér að ef ég ætli í umræddan skíðaleiðangur þá þyrfti ég að fara á gömluskíðunum til að kaupa þau nýju. Ég myndi svo láta skrúfa gömlu bindinarnar af á meðan ég biði eftir því að þær nýju væru skrúfaðar á. Síðan færi ég til baka nýskíðaðaður!

En núna er líklega rétti tíminn til að vera bara heima, éta dálítið af hangikjöti og fara yfir próf!

Já annars, fór á skíði í dag

Upp í Bláfjöll og eins og þeir sem þekkja mig geta látið sér detta í hug þá voru það plampskíðin. Varð reyndar bara endalaust plamb afturábak og áfram. Reyndar fullmikið afturábak því brójinn sem var með mér skildi mig bara eftir á meðan ég var að bækslast áfram (er annars nokkuð x í bæxlast, nei það væri of mikil snilld ;-) og rann minnst hálfan metra afturábak fyrir hvern heilan sem mér tókst að paufast áfram. Við nánari eftirgrennslan á rifflum undir miðjum skíðunum sem eiga að koma í veg fyrir þetta bakskrið kom í ljós að þær hafa orðið eftir einhvers staðar uppi á Oki líklega (þangað var sko síðasta "alvöru" skíðaferð) eða einhverjum öðrum ólukkans skaflinum sem ég hef arkað á liðnum árum. Eða kannski nánar tiltekið þá hafa þær dreifst víða. Reyndar var sett fram sú ófrumlega kenning að það væri einhver gamall vax rennslisáburður í rifflunum. Jú það gæti alveg hugsast en annars, hvaða rifflum?
Niðurstaðan varð sú að að ég hafi um fimm kosti að velja:

1. Hætta á skíðum og öðru óþægilegu útisporti en snúa mér þess í stað að hannyrðum

2. Fara að leggja almenn meiri áherslu á hannyrðirnar og finna mér skíðafélaga sem eru svona meira fyrir almenn rólegheit. (þá gætu sko gömlu beyglurnar dugað áfram)

3. Sætta mig við það að ég hafi náð að breyta riffluðu skíðunum í fyrsta flokks áburðarskíði og fara bara að juða áburði á þau.

4. Fræsa rifflur í skíðin

5. Fara á stúfana og nota jólagjafasjóðinn úr vinnunni minni til að versla eitt stykki svona:

Sjá nánar hér.


Stundum er sagt að sá á völina sem á kvölina. Skil það nú reyndar ekki, mig langar mest til að eiga Völuna og sé ekki neina kvöl í því - en það stendur ekkert til boða er það. Af þessum kostum þá er sá númer 3 og 4 mest spennandi en einhvern veginn held ég að ég taki kost númer 5 og breyti bara gömlu skíðunum í skíðasleða. Það eru því töluverðar líkur á því að ég sjáist í Nano... ég meina Útilífi í Kringlunni á morgun mánudag þar sem ég er búinn að lýsa yfir aðgerðaleysi í vinnunni millijóla og nýárs. Sá annars auglýsingu frá Útilífi þar sem þeir voru að guma af gönguskíðum á verði eitthvað frá þúsund og eitthvað. En einhvern veginn grunar mig að það séu ekki alveg eins gönguskíði og ég er á höttunum eftir.

Annars í Bláfjöllunum. Það var ógeðislega kalt og frekar lítill snjór. T.d. ekki hægt að fylgja ljósastaurunum á göngusvæðinu með góðu móti. Og síðan sakir þessa bakskriðs hjá mé þá var ferðin frekar snubbótt. Það var ekkert gaman hjá mér að paufast þetta og ekkert gaman heldur hjá brójanum að þurfa að bíða eftir mér í 10 mínútur á 5 mínútna fresti eða þannig!

Sunday, December 28, 2003

Aumingjablogg


Ég er að hugsa um að fara að þróa bloggið mitt í aumingjablogg. Núna er heil vika síðan ég setti ukkvað hérna inn síðast og næst þarf ég að láta líða eitthvað lengrí tíma. Já svona rúma viku. 10 daga eða kannski 11 daga, það væri enn betra. Síðan gæti ég sett eitthvað inn rétt eftir það svona kannski eftir hálfan mánuð héðan í frá. Þá væri komið lang fram í janúar. Síðan læt ég ekkert heyra í mér fyrr en í lok mánaðarins þegar allir verða farnir að halda að ég sé alveg hættur að blogga. Já þetta verður alveg svakalega spennandi. Nei annars ætli það. En jólin voru fín.

Þorláksmessa
Mjög hefðbundið. Keypti einhvern helling af jólamat. Hnakkreifst við Ralldiggni systur mína. Hætti að rífast við hana og svo var farið í bæinn að klára að kaupa jólagjarnar. Allt svakafínt!

Aðfangadagur
Ennþá meira hefðbundið. A.m.k. hjá mér. Hin árlega íslenska messa hjá prestinum sem tónaði að venju eins og ég veit ekki hvað. Síðan var snædd hin árlega gæs sem endaði reyndar á því að vera svolítið mikið elduð. En góð samt.

Fékk kynstrin öll af bókum í jólagjöf en verð líklega að grípa til þess óyndisúrræðs að nota einhverja bókina í klæði til að ég fari ekki í jólaköttinn því aldrei þessu vant fékk ég enga mjúka pakka. Jú annars, ætli ég geti ekki notast við svuntuna sem ég fékk frá vinnunni minni til að forðast kattarófétið.

Jóladagur
Óttalegur letidagur. Hangikjötsát og bóklestur.

Annar í jólum

Alveg frábært að þessir dagar heiti allir eitthvað. Eitthvað annað en svona venjulegur fimmtudagur sem heitir ekkert sérstakt. Hvernig væri nú að fara að kalla alla daga eitthvað héðan í frá. T.d. gæti dagurinn á morgun heitið Jónatan.....


Fór fyrst á skíði og tjaldaði síðan því sem til var og hélt mína árlegu lundalegu jólaveislu. Annars skil ég þetta eiginlega ekki. Ískápurinn var sneisafullur af mat þegar ég byrjaði að elda. Ég held að ég hafi tekið allt út úr honum og eldað það með tilþrifum. Síðan sá ég ekki annað en allir hefðu étið á sig gat. Samt voru afgangarnir sem ég henti jafn miklir og það sem ég eldaði. Síðan þegar ég var búinn að ganga frá nýtilegu afgöngunum í ísskápinn þá var hann ennþá úttroðnari en hann var þegar ég byrjaði að elda.


Já og auðvitað, gleðileg jól

Sunday, December 21, 2003

Brrrr kalt, kalt

Einhvern tíman um daginn var ég með óráði og sett inn á bloggið mitt óskir um meiri snjó og mikinn kulda. Mér finnst að nú sé að verða ´nóg komið. Reyndar datt mér einhver gömul spaugsaga í hug.


Það var einhvern tíman fyrir einhverjum árum síðan að í einhverju hræðilegu kuldakasti var sagt að frost hefði mælst 30 gráður á Grímstöðum á fjöllum.

Fréttamanni á útvarpinu þótti þetta merkilegt og hringdi norður og svaraði einhver strákur í símann. Fréttamaðurinn kynnti sig og spurðu síðan hvað kalt hjá þeim.

Stráksi sagði fréttamanninum að bíða aðeins og kom síðan aftur og sagði að það væri 5 gráðu frost.

Núnú sagðu fréttamaðurinn, það var einhver að halda þvi fram að það væri 30 gráðu frost hjá ykkur, það hefur þá bara verið einhver vitleysa enda ólíklegt að það geti orðið svo kalt.

Ha, sagði strákur, varstu að meina hvað væri kalt úti?


Ég hef nú annars ekki grun um að þessi saga eigi við mikil rök að styðjast en mér hefur dottið hún nokkrum sinnum í hug síðustu daga þegar það hefur verið frekar kalt úti og þá um leið vegna ofnaleysis frekar kalt líka inni hjá mér. Í baráttu minni til að koma hitastiginu upp í lögbundnar 20 gráður hef ég brugðið á alls kyns ráð eins og að kveikja á bakarofninum án þess að vera beinlínis að vera að fara að baka.

Fann annars heillaráð. Fór út í brunagaddinn trefils- og húfulaus. Þegar ég kom heim aftur var sem eyrun á mér væru að brenna og alveg funhiti um alla íbúð.

En ég á nú samt von á að það fari að hlýna eitthvað svona einhvern tíman á næstunni.

Friday, December 19, 2003

Já já ....

Ég hef á tilfinningunni að einhverjum finnist þetta dálitið fyndið!¨

Bunson jpeg
You are Dr. Bunson Honeydew.
You love to analyse things and further the cause of
science, even if you do tend to blow things up
more often than not.

HOBBIES:
Scientific inquiry, Looking through microscopes,
Recombining DNA to create decorative art.
QUOTE:
"Now, Beakie, we'll just flip this switch and
60,000 refreshing volts of electricity will
surge through your body. Ready?"

FAVORITE MUSICAL ARTIST:
John Cougar Melonhead

LAST BOOK READ:
"Quantum Physics: 101 Easy Microwave
Recipes"

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
An atom smasher and plenty of extra atoms.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

Frá Stínu

Tuesday, December 16, 2003

Aragorn


aragorn
Congratulations! You're Aragorn!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla
Frá Stínu

Og nei, ég svindlaði ekkert!

Monday, December 15, 2003

Núna er ég loksins orðinn matvinnungur á mínu heimili

Bauð famigliunni í mat, lét hana elda helminginn af matnum fyrir mig en fékk að launum þessar líka rosalega góðu mömmulegu smákökur til að maula með gestum og gangandi. Núna er ég því orðinn vel birgur af smákökum bæði með gómsætu mömmubragði og líka þessu hefðbundna Kexsmiðjubragði sem fæst í Hagkaup.

Sunday, December 14, 2003

Nýja gæludýrið mitt

Ætti kannski að líta það sem nýja kærustu því við erum búin að vera að kyssast í allan dag. Er reyndar alveg ferlega slappur. Gat reyndar fljótlega spilað Gamla Nóa og síðan Líi-leppa-lú sem er gamla hlé lagið í Ríkisútvarpinu. Áttaði mig síðan á því til mikillar gleði að ég það er tiltölulega einfalt að spila á þetta yfir gamlan eyðisand. Þetta er því allt að koma en ég óttast reyndar að það sé langt í land með að ég spili neitt af þessu almennilega. En hvað um það. Ef ég spila nógu hátt á þetta þá get ég kannski hefnt mín á granna mínum á hæðinni fyrir neðan sem var vanur að halda heimsins háværustu partý einhvern tíman seinni hluta nætur.

Missti svo af Saddam fréttunum í hádeginu


Af því að ég rakst á of athyglisverða bloggfærslu eða öllu heldur söguna um Stein sem allir verða að lesa!
Eins konar vasaútgáfa af Englum alheimsins sem allir verða reyndar líka að lesa.

Alveg er ég bit, þeir náðu Saddam


Ég verð að játa að ekki átti ég nú von á þessu. Áður en þeir náðu ómenninu Saddam þá voru tvö vandamál sem Búss og Bler stóðu frammi fyrir. Að ná Saddam og finna öll gereyðingarvopnin, nú já fyrir utan það að það er allt í klessu og kaldakoli þarna eftir þá sjálfa.

Vonandi verður þetta þá til þess að þeim tekst að koma ástandinu í landinu eitthvað fram á við eða helst hætt að skipta sér af því. Að minnsta kosti þá hlítur það að vera jákvætt að Saddam kemst varla aftur til valda úr þessu. Það skiptir væntanlega mestu máli í þessu að það takist að koma Írak úr þessu kaldakoli sem landið er í eftir þá alla þrjá, Búss, Bler og Saddam.

Núna fer kannski að vera spennandi að vita hvort þeir finna þessi gereyðingarvopn sem þeir eiga ennþá eftir að finna. Það hefði reyndar átt að vera auðveldara að finna gereyðingarvopnin heldur en einn mann sem felur sig í holu ofan í jörðinni og getur látið fara lítið fyrir sér. Enda hef ég aldrei haft mikla trú á því að þessi vopn séu þarna neins staðar.

Saturday, December 13, 2003

Að ég geti verið eins og Clinton



Það sagði að minnsta kosti þessi "stjörnuspá". Sem ég sá á
Heljarblogginu.

En þetta er reyndar ekkert svo rosalega vitlaus lýsing á mér!
Og svo er ég auðvitað meira en feginn að hafa ekki verið líkt við Búss!

Óttaleg ótíðindi


Heyrði þessui hræðilegu sorgartíðindi í fréttum í morgun. Skil bara ekkert í fréttastofunni að hafa haft þessar stórfréttir fyrir aftan miðjan fréttatímann. Hann aumingja Keikó er bara dáinn og er núna aðal umræðuefnið einhvers staðar hvort hann fái að hvíla í votri gröf eða verði grafinn á þurru landi. Þetta er auðvitað stórmál með útför hans og sanngirnis mál að hann verði grafinn á Íslandi. Ég sé alveg fyrir mér að hann verði grafinn í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Það hlítur að minnsta kosti að vera nóg pláss þar fyrir hann enda hefur hann ekki verið notaður lengi. Svo mætti kannski skrifa einhverja skáldsögu um það að þar hafi ekki verið grafinn íslenskur hvalur heldur norskur leir. Nema hann verði núna notaður í kjötbollur eins og einhver sagðist vilja þegar þotan var að skutla blessaðri skepnunni til Vestmannaeyja.

Hin ótíðindin eru reyndar mun alvarlegra mál en dauði eins hvals. Mér varð það nefnilega á að fara að fletta föstudagsmogganum og þá rak mig í rogastans. Fyrir svona 30 árum þegar ég var að læra að lesa þá voru myndasögur í Mogganum. Þar var X-9 minnir mig að njósnarinn hafi heitið. Sakir æsku og vanþroska þá las ég aldrei mikið um X-9 en þeim mun meira um hana Ljósku og manninn hennar, Ferdinand og síðan smáfólk. Svona hægt og rólega síðustu 20 árin kannski þá hefur þetta aðeins þróast. X-9 datt fljótlega út og eitthvað annað kom í staðinn. Eitthvað dýraglens og kötturinn Grettir. En þessi föstudagsmoggi olli mér alvarlegu áfalli. Það var enginn Ferdinand, það var engin Ljóska og það var ekkert smáfólk. Það var einhver litprentaður hryllingur þarna, annars vegar um Lukkulála (sem reyndar getur verið ágætur) og svo eitthvað grín úr dýraríkinu sem ég er búinn að gleyma hvað var. Hvort tveggja svo langt að ég lagði alls ekki í að lesa það. Það endar kannski með því að ég verði að fara að kaupa DV til að fá einhverjar kunnuglegar myndasögur. Þessar litaklessur þarna í föstudagsmogganum eru að minnsta kosti algjörlega óásættanlegar.

Annars er ég bara kátur. Búinn með haustúttektina mína og lifði hana ágætlega af. Búinn að kenna það sem ég er að kenna í Endurmenntun og þá bara kominn í jólafrí í huganum. Verslaði mér hljóðfæri áðan sem ég get síðan dundað mér að verða lélegur að spila á. Þarf bara að ná að geta spilað eitthvað eins og Gunnsi og helst líka Icelandic cowboy eins og Vigdís.

Thursday, December 11, 2003

Geisp, stundum verður maður bara of þreyttur


Þegar maður er búinn að vinna fram yfir miðnætti hálfa vikuna, búinn að lóðsa galdrakaddlinn um húsið í allan dag og búinn að farast úr áhyggjum yfir námskeiði sem ég er með á laugardaginn þá er eiginlega bara skiljanlegt að maður verði hálf þreyttur. En þetta gekk ekkert alilla og námskeiðið reddast líklega í horn þannig að ég sef líklega fram úr hófi fast núna í nótt.

Wednesday, December 10, 2003

Frostwagen Ventó
Í morgun skildi ég loksins af hverju allar þessar hurðir eru á bílnum mínum. Fyrst var ekki hægt að opna neina. Síðan tókst mér að opna aðra afturhurðina. En í hrifningu yfir því þá lokaði ég henni auðvitað aftur hið snarasta og þá tók hún ekki í mál að opnast aftur. Síðan eftir langa leit þá fann ég farþegahurð sem er beint á móti hurðinni sem ég nota yfirleitt til að komast inn í bílinn og þar komst ég inn. Klöngraðist yfir gírstöng og handbremsu og þið megið vita að það var ekki góð lífsreynsla. Setti bílinn síðan í gang, fann sköfuna (sem er reyndar bara gömul kasetta) og fór síðan sömu leið til baka aftur. Skóf rúður hátt og lágt með kasettunni góðu og klöngraðist síðan inn í bílinn aftur sömu leið. Reyndi að beita brögðum á leiðinni í vinnuna og lét miðstöðina blása heitu lofti á hurðarófétið en það dugði ekki til. Ég þurfti aftur að príla yfir í farþegasætið til að komast út úr bílnum aftur.

Tuesday, December 09, 2003

Það var þoka í Laugunum - eða kannski frekar fyrir ofan Laugina
Tók á mig rögg eins og stundum áður og skeytti því engu að um hættuslóðir væri að fara og hélt ótrauður í skokktúr um Laugardalinn í hádeginu í dag. Það var auðvitað algjör snilld eins og úllíngarnir myndu segja.

Síðan var alveg ótrúlega skrýtið að fara í sund á eftir því það hvildi svartaþoka yfir allri lauginni. Á meðan ég synti þá mætti ég alls kyns furðuverum sem birtust skyndilega út úr þokunni, rétt strukust við mig og voru svo horfnar. Fann fljótlega út úr því að til að geta séð sæmilega fram fyrir mig og komið í veg fyrir alvarlega árekstra þá þurfti ég að horfa neðansjávar, eða neðanlaugar kannski frekar. Það var nefnilega hægt að sjá fólkið spriklandi undir yfirborði vatnsins en um leið og hausinn á manni var kominn uppúr þá sást ekkert nema niðadimm þokan. Þetta var bæði ótrúlegt og æðislegt í senn.

Síðan þegar ég var búinn að synda og sitja smástund í heitapottinum (svona rétt til að verða of seinn á fund í vinnunni minni) og stóð svo uppúr þá rauk úr mér eins og um stóralvarlegan eldsvoða væri að ræða. En nei þetta var bara gufan.

Annars var þessi þoka í Laugunum líklega bara önnur hlið á því að í morgun þegar ég kom út þá skóf ég allar rúður vel og vandlega. Þegar því vandaverki var loksins lokið þá var hélan komin aftur á rúðuna sem ég skóf fyrst. Varð það til þess að fyrstu metrarnir voru svona frekar keyrðir eftir minni. Sem sannaðist þá líka að er ekki alveg ónýtt sem betur fer.

Sunday, December 07, 2003

Ég var farinn að halda að bloggerinn væri ónýtur og ég myndi aldrei aftur geta gert nokkurn skapaðan hlut við bloggið mitt
Hann hefur nefnilega gefið mér eintómar errormeldingar í hvert skipti sem ég hef ætlað að blogga blogg í dag.

Er nefnilega búinn að vera hroðalega duglegur þessa helgi. Ósköpin hófust í gær þegar ég ákvað að hengja upp folijólaljósin mín. Sá þá mér til mikillar skelfingar að gluggarnrir sem ljósin áttu að fara í voru fram úr hófi skítugir. Ryk og drulla liðinna mánuða lá í gluggakistunum og því þörf á ærlegri hreingerningu. Það voru sóttar tuskur og alls kyns hreinsiefni og auðvitað langur og góður stigi. Síðan eftir mikla mæðu var búið að þrífa líklega alla 40 gluggana að innanverðu. Rigninin verður að sjá um að þrífa þá að utan að þessu sinni. Nú jólaljósin voru síðan drifin upp eins og má sjá hér.

Á næstu dögum eða í versta falli um næstu viku verður síðan lokið við herlegheitin og sett grílukertaljós á svalirnar og svona alls konar flott. Er meira að segja að velta fyrir mér að troða ljósum á stóra askinn fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Gæti orðið hroðalega flott. Eða kannski bara hroðalegt. Veit það ekki alveg. Held að það yrði bara flott.

AF öðrum afrekum helgarinnar má nefna gerð prófs fyrir elskulega nemendur mína í Endurmenntastofnun HÍ. Þeir eiga von á einhverju skemmtilegu frá mér eftir tvær vikur!

Já og gleymdi að nefna það. Það eru að fara að koma jól. Komin alls konar hátíðleg og óhátíleg jólamússík í grægjuna mína. Kaupti meirasegja þrjá fólijóladiska í dag. Einn ferlega væminn slappann blásaradisk á 790 kall eða eitthvað. Síðan einn svona simfónískan dáltið hátíðlegan og svo einn frábæran með Þremur á palli. Enda hafa þau ekki gert neitt mikið af því að klikka!

Saturday, December 06, 2003

Vona að það verði hægt að halda áfram að skokka í Laugardalnum
Sá frétt á Moggavefnum um að ráðist hefði verið á konu sem var að skokka niðri í Laugardal. Þetta er náttúrlega stóralvarlegt mál en einhvern veginn var þetta líka dálítið kómísk lýsing. Hún var búin að skokka í svona 40 mínútur og þá væntanlega eitthvað milli 5 og 10 km og kom ekki einhver aulagaur skröltandi á eftir henni strax orðinn móður og másandi og þegar hann ætlaði að ráðast á hana þá bara lúskraði hún á honum. Hann sá auðvitað sitt óvænna og hundskaðist burt. Vona bara að þetta komi ekki í veg fyrir skokk í Laugardalnum því það er svona yfirleitt með því frábærara sem hægt er að gera!

Annars hef ég stundum verið að hugsa þegar ég fer út að skokka hvort þetta gæti gerst að einhver færi að ráðast á mann örþreyttan eftir að hafa skokkað bæinn þveran og endilangan. Vona nú eiginlega að slíkt fari ekki að gerast enda ekki eftir miklu að slægjast hjá skokkara a.m.k. ekki í peningamagni þar sem maður skokkar nú yfirleitt ekki með mikil auðæfi á sér.
Sumir geta lagst lægra en aðrir!
Ég játa að mig hefur oft langað til að fá meiri heimsóknir inn á bloggið mitt en svona lágt hefur mér aldrei dottið í hug að leggast!

Er ekki einhver hallæris Steini farinn að blogga á slóðinni http://haltukjafti.blogspot.com/ eitthvað aulalegt fokking blogg svo ég noti orðalag höfundarins sem er sko alls ekki blogg dauðans sem átti að vera þarna. Held að ég verði að fara að uppfæra linkalistann minn hér til hliðar þar sem ég ætlaði mér ekkert að linka á þennan laumu bloggara!

Kíkti síðan á kommentin sem eru í kommentakerfinu hans og greyið, ég er eiginlega viss um að hann er bara að spjalla þar við sjálfan sig undir ótal misgáfulegum nöfnum. Ég á eiginlega ekki orð. Þetta er eiginlega bara fyndið!

En mæli ég þá frekar með almennilegu orginal bloggi sem ég var rétt að sjá í skilaboðakerfinu mínu. Er nefnilega ekki Páll Ásgeir farinn að blogga! Mæli eindregið með því enda er hann með skemmtilegri pennum sem ég hef komist í kynni við. Held að ég uppfæri linkalistann minn hið snarasta úr því að ég þarf greinilega að gera heilar tvær breytingar á honum!
Hvað getur tveggja metra hundur gelt lengi?
Mikið afskaplega verð ég feginn þegar hann nágranni minn partýhaldarinn á hæðinni fyrir neðan með hundinn flytur í burtu! Þegar ég vaknaði eldsnemma í morgun við kröftugan söng sheffer hundsins hans þá fór ég að hugsa hvað svona hundur gæti gelt lengi. Þetta var ekki mjög vísindaleg könnun en ég held að hann hafi verið geltandi svona um kl. 7 í morgun og hann gelti til svona klukkan 10. Nei þetta voru nú bara þrír tímar og megnið af þeim á svona sæmilega ásættanlegum vökutíma fyrir vinnandi fólk þannig að ég á líklega ekkert að vera að kvarta. Það ætti reyndar hundurinn að gera.

En sá serbneski á fyrstu hæðinni er búinn að segja mér að þeir félagar (þ.e. partýhaldarinn og hundurinn hans) muni flytjast í burt héðan í febrúar. Einhvern veginn held ég að enginn íbúi þessa húss eða næstu húsa eigi eftir að sakna þeirra neitt sérstaklega!

Friday, December 05, 2003

Ég segi nú bara vá !!!

Í boði lesblind.com er mér sagt á mar.anomy.net



Ætli það sé annars dæmigert fyrir lesblindu að vefurinn lesblind.com skuli vera á slóðinni lesblind.is ?
Fékk ég ekki verkfræðingabrandara frá Davíð í morgun til að létta mitt geð!

Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo:

"Þvímiður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður".

--"En en, ég er verkfræðingur..."

"Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !".

Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.

Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis.

Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni.

Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."

Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það".

Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".

"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig !"

"-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."

Wednesday, December 03, 2003

The F-test
Hvað eru mörg "F" í þessum texta?


FINISHED FILES ARE THE RE-
SULT OF YEARS OF SCIENTIF-
IC STUDY COMBINED WITH THE
EXPERIENCE OF YEARS



Ætti ekki að vera erfitt að Finna þessi F þarna!
En mér tókst það samt ekki fyrr en í annarri tilraun eftir að ég hafði séð svarið!

Monday, December 01, 2003

Er skemmtilegast að versla í Hagkaup?
Mér fannst það reyndar einu sinni og finnst það kannski einhvern tímann en næst ætla ég að mæta með eyrnatappa þegar ég fer þangað. Nú kemur nefnilega nöldur. Þeir sem ekki vilja lesa nöldur, vinsamlegast smellið hér! Þeir sem ennþá eru að lesa: Ég var búinn að vara ykkur við.


Hvurnin er hægt að vera svona ósmekklegur eins og sá sem ræður yfir hátölurunum í Hagkaup í Skeifunni. Þetta er of hátt og þetta er ósmekklegt lagaval. Hverjum dettur í hug að maður vilji heyra endalausa jólaskemmtunartónlist á meðan maður er að spekúlera í hvort betra sé að kaupa basiliku eða kóríander á kjúklinginn? Hvað gerir maður þegar maður er búinn að heyra jólasveina ganga um gólf og búinn að heyra um sigga á síðum buxum og drengi að skoppa gjörðum og stúlkur að vagga brúðum eða hvað þetta er? Það er allt í lagi að heyra einhver jólalög af og til fyrir jól en það má ekki alveg drepa mann samt strax. Það er nú bara fyrsti desember ennþá sko. Og hvað gerði minn? Jú hann gafst upp, keypti hvorki ferkst kórínander né basilku og fann bara næstu röð sem virtist vera sæmilega stutt.

Þar síðan ruddist auðvitað fram fyrir mig eitthvað stórundarlegt par sem var að gera stórinnkaup með tvö brauð, eitt smjörstykki og tvo sjampóbrúsa og síðan álíka marga pilsnera. Og þessu furðufólki tókst að vera hálftíma að átta sig á því hvernig það ætlaði að skipta þessum stórinnkaupum upp í alls konar minni innkaup. Fyrst borgaði konan svo báða pilsnerana og síðan svona um það bil helminginn af öllu hinu sem þau voru að kaupa. Síðan tókst manninum að vera alveg ótrulegan tíma að komast að því hvernig hann ætlaði að borga sinn hlut af þessu.

Og á meðan á öllu stóð þá voru jólasveinarnir reyndar hættir að ganga um gólf og í staðinn komið eitthvað úr Grís. Jú það var reyndar dálítið skárra en mig langaði ekkert sérstaklega til að fara að dansa grís þarna á meðan ég var að bíða. Og næsta lag. Þá gat ég næstum því öskrað. Hefði annars að spyrja einhvern hvort þetta væri söluátak fyrir eyrnatappa eða tilraun til heimsmets í ósmekkleika. Var þá ekki farið að spila Heims um ból rétt eins og jólin væru komin. Það lá við að ég gæfist upp og strunsaði bara út. En nei ég var of svangur til þess.

Það sem reyndar er stórundarlegast við þetta allt saman er að líklegast er þetta allt saman útpælt til að láta fólk kaupa meira. En nei, einhvern veginn er ég að fjarlægjast þennan undarlega meirihluta íslendinga sem finnst skemmtilegast að versla í Hagkaup.


Svo er ég kominn með samviskubit yfir að hafa guggnað á að bjóða til mín í mat á kvöld. En það var kannski eins gott að ég hætti við þetta þar sem það er auðvitað ekki góð kurteisi að gefa fólki ekki að borða fyrr en klukkan er langt gengin í níu eða jafnvel farin að ganga tíu.

Síðan svo ég hætti nú allri geðvonsku, þá er allt í lagi að það komi fram að ég er búinn að hengja upp fyrsta jólaljósið mitt. Sjálfa jólastjöggnuna fallandi af himnum frá!
Matseðill dagsins:
MÁNUDAGUR 01/12
PAPRIKUSÚPA
HAKKA BUFF LINDSTRÖM MEÐ KARTÖFLU MAUKI OG LAUKSÓSU

Ekki skil ég nú hvað þessi Lindström hefur gert af sér að hafa endað sem hakkabuff á pönnunni hjá honum Tobba!
Vona bara að hann hafi ekki verið mjög seigur.

Sunday, November 30, 2003

Æfintýralandið uppi í Heiðmörk - Norðurljósabíó og allt
Lufsaðist loksins á skíði upp í Heiðmörk og ég sver það að Heiðmörkin hefur engu gleymt frá í fyrra. Ég er reyndar ekki frá því að trén hafi bætt við sig svona eins og 20 sentimetrum hvert fyrir sig. Það var snjór út um allt og búið að kveikja á tunglinu sem lýsti útum allt. Það var verið að sýna spennumynd í norðurljósabíóinu með alveg svaka flottum bardagatriðum sem náðu yfir allan himininn. Matrix má sko fara að vara sig! Og þarna var hver stórstjarnan á eftir annarri. Sumar voru í Kassíópeu en aðrar óku um í Karlsvagninum. Pólstjarnar var auðvitað á toppnum á þessu öllu saman!

Fyrir þá sem hafa aldrei farið upp í Heiðmörk yfir höfuð þá er um að gera að drífa sig. Og ekki síður fyrir þá sem hafa bara komið þangað við svona venjulegar grænar sumaraðstæður. Vetur í Heiðmörk er eitthvað það flottasta sem hefur sést! Það er ekkert skilyrði að vera á skíðum en það hjálpar samt aðeins. Af öðrum búnaði er mælt með námumannaljósi á hausinn á sér en það er ekkert skilyrði sérstaklega ekki ef maður er bara að labba!
Loxins horfði ég á The Matrix
Einhvern tíman fattaði ég að skortur minn matrixmyndaglápi væri alvarleg vandamál. Eftir að hafa sníkt myndir 1 og 2 á DVD frá Kristjáni hennar Ralldiggnar þá var glápt á herlegheitin um helgina. Já liggjandi undir teppi glápandi á Matrix, hvað getur verið betra. Jú gera eitthvað annað undir teppinu hahahaha.

En þessar myndir. Jú þær eru ágætar og hugmyndafræðin á bakvið þær ágæt en ég verð nú samt eiginlega að játa það að ef ég hefð verið að gera þessar myndir þá hefði ég látið eina mynd duga og stytt þessar hálftímalöngu bardaga og kappaksurssenur niður í svona tveggja mínútna búta. Það er hálf þreytandi að horfa tímunum saman á bíla fljúga í loftköstum á einhverri hraðbraut eða fólk svífa um loftinu, verða að vaxi, áli og holdi til skiptis, beygja sig frá byssukúlum og fljúga milli háhýsa eða landshluta ef svo ber undir. Kostur að þetta DVD dót er með góða hraðspilun. Þess utan hin besta skemmtun.

Skondið að horfa á myndirnar hvora á eftir annarri og sjá að í fyrr þýðingunni var Matrix þýtt sem Draumheimur minir mig en í þeirri seinni sem Fylkið. Sá ekki hvort Halli vinur minn þýddi aðra hvora en varla þá síðari því sá sem þýddi Matrix sem Fylki hlýtur að hafa farið í linulega algebru aðeins of oft!
Gleði, sem breytist reyndar stundum í ógleði
Well, jólagleði vinnunar minnar loksins afstaðin. Eftirköstin dagin eftir afstaðin - nei það voru ekki þannig u..köst heldur bara svona smá slappur fram undir hádegi, sem varð reyndar ekki fyrr en um kvöld enda á hverju er von þegar maður skrönglast ekki heim fyrr en undir morgun.

Síðan alveg ótrúlea fyndið. Það spurðist nefnilega út á fimmtudaginn að þetta yrði að nær áfengislaus kemmtun með bara einum vesælum bjór á mann (með vesælum bjór er átt við dvergabjór eins og var notaður einu sinni til að kveðja Jón Frey en hefur ekki verið notaður síðan nema allir hafi verið á bíl). Þannig að á fimmtudaginn var leitað í öllum fjárhirslum starfsmannafélagsins og loks fannst péningur fyrir alveg tveimur stórum bjórum fyrir hvern og einn. Síðan bættist við tveggja bjóra skammtur frá fyrirtækinu og þá virtist þetta nú ástandið ætla að verða skemmtanahæft.

Enda var það þannig þegar ég kom á vinnustaðinn rétt fyrir kl. 5 á föstudeginum þá var allt fljótandi í bjór og allir í óða önn að fylla alla vasa af guðaveigunum. Og enda eins gott að hafa einhverja ballest því farartæið var gulur tveggja dyra spotbíll í eigu borgarstjórans, með öðrum orðum dödó (ókei Stína, dædó ef þú vilt frekar hafa það þannig). Annars var nú næstum því mest gaman í strætónum a.m.k. ekki hvað síst. Enda ekki von á góðu þegar ég og Gunnsi tökum það að okkur að láta eins og fífl eftir tvo bjóra!

Skemmtunin var fín fyrir utan það að maturinn var bæði frekar smátt útilátinn á litlum kökudiskum og ekkert sérstaklega góður. En með útsjónarsemi þá tókst mér nú samt að fá svona aðeins í minn svanga maga. Skemmtiatriðin voru fín og sérstaklega fólij´lagjöfin sem ég fékk, takk Lísa ég er búinn að vera í byssuleik alla helgina til að æfa mig fyrir mánudaginn.

Og ætli maður hafi síðan ekki farið á pöbb á eftir. Þó þetta hafi verið í Hafnarfirði þá fórum við samt á næsta bar. Sem reyndar var auðvitað ekki næstur heldur einna lengst í burtu en það var að minnsta kosti hægt að ganga heim þaðan. Og síðan fannst mér reyndar líka að það hefði mátt kalla barinn hinsegin bar þar sem ég virtist á tímabili vera kominn í alvarlegan minnihluta. Það stafaði reyndar kannski af því hvaða fólki ég kom með á barinn. En þetta var bara gaman og ágætur félagsskapur. Og einhvern tíman undir morgun þá rölti ég heim á leið og ekki orð um það meir :-( eða :-) eða 8-) eða bara eitthvað.....

Wednesday, November 26, 2003

Vottamisteikameika
Hvað ég sé djövulins (sorry) eftir að hafa ekki bara puðrað mér á skíði núna áðan með systurinni sem reyndi að draga mig með sér en fór að lokum bara ein. Ég sitjandi heima eins og auli að þykjast vera að vinna eitthvað og geri síðan auðvitað eiginlega ekki baun. Nei þessu kvöldi var ekki vel varið!
Mæli með BMW prófinu enda klikkar Ingimar aldrei


BMW E30 325i

http://www.pjus.is/iar/bilar/bmwquiz/


Já, takk, bæði Stína og Ingimar (ef þú villist inn á bloggið mitt sem ég hef þig reyndar grunaðan um...)

Mig hefði nú reyndar meira langað til að fá Bimmann sem hann Ingimar er á sjálfur!

Tuesday, November 25, 2003

Og sknjór
Það varð reyndar ekkert úr skíðaferðinni en ég staðinn þá ímyndaði ég mér bara að ég væri að fara á skíði. Fór í Loppeysu og ullarsokka og út að labba í sknjóum. Nokkuð týpískur ég en reyndar þá guggnaði ég á því að fara að gera engla. Hefði átt það á hættu að vera stungið inn ef ég hefði laggst í snjóinn einn míns liðs baðandi út öllum öngum. Lítur alltaf einhvern veginn út fyrir að vera minna rugglað eða aðeins öðruvísi ef maður er með eikkurum að fíflast.

Það fer síðan kannski að koma að því að maður skrúfi nögladekkin undir hjólið. Gæti orðið nokkuð hált þegar snjórinn bráðnar. Og það er nú fátt skemmtlegra en að hálkuhjóla.
Það er nú fátt frábærara en snjór
Hvað er nú eiginlega frábærara en það að þurfa að paufast í hálkunni út á næstu bensínstöð til þess að kaupa sér torfærusköfu þannig að maður geti brotist í gegnum klakabrynjuna utan á blílnum. Nema kannski það að sitja heima yfir sjónvarpinu og vera að hugsa um það hvort ekki sé ráð að bregða sér á skíði og skoða hvort hringurinn í Heiðmörkinni sé orðinn skrönglfær og vera þá truflaður með dyrabjöllunni þar sem pósturinn er kominn með bókastaflann frá Lonely Planet sem maður pantaði sér á Amazon. Kannski ætti ég að drífa mig á skíðin og taka bókarskruddurnar með og láta mig dreyma í kuldanum í Heiðmörkinni um hitann í henni Afríku.

Monday, November 24, 2003

Afskaplega er pólitískt þras pínlega leiðinlegt
Hroðalegt grín er þetta að heyra í Kastljósinu Lúðvík og Jón Steinar þrátta um það sem Davíð sagði og gerði. Ég held að það sé sama hvað Davíð gerir vonda eða kjánalega hluti, Jón Steinar getur varið þá endalaust og út í eitt og haldið hverja ræðuna á fætur annarri um hvað Davíð gangi gott eitt til. Alveg á sama hátt og Lúðvík og aðrir munu alltaf gagnrýna allt sem sami Davíð gerir alveg sama hvað það er gott. Þetta er svona kjánaleg svart og hvítt umræða sem gerir eiginlega alla sem að henni koma að óttalegum kjánum. Að minnsa kosti er ekki nokkur leið að taka nokkurt einasta mark á þeim.

Heyrði annars fyndnustu frétt sem ég hef heyrt lengi. Það var verið að segja frá fundi Olís með samkeppnisráði sem kallaðist svona "not meeting" sem átti að fela það í sér að ekkert mátti skrifa niður um fundinn. Nú þessi óskjalfesti fundur var haldinn fyrir hálfu ári eða fyrir eitthvað enn lengri tíma. Og í fréttinni var eiginlega fundargerðin óskjalfesta lesin upp lið fyrir lið. Að minnsta kosti gat sá sem las fréttina lesið af einhverjum blöðum allt sem þarna hafði gerst á fundinum sem var svo leynilegur að hann fór aldrei fram á Grand Hótel minnir mig að það hafi verið.

Sunday, November 23, 2003

Úti á lífinu
Ekki var nú síðasta blogg langt, enda var það bloggað um miðja nótt og maður á ekki að vera að blogga um miðjar nætur og þá allra síst ef maður er búinn að vera að barast hálfa nóttina. Og ég ætla nú ekki að fara að gera eitthvað langlokublogg um hvar hver var að hitta hvern alla nóttina enda hafa slík blogg aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér. Enda hitti ég yfirleitt aldrei neinn þegar ég fer eitthvað svona út. Og þetta var svo sem engin undantekning. Skil þetta yfirleitt aldrei alveg að það er yfirleitt eins og allir hinir þekki alla allst staðar en ég þekki ekki neinn.

Reyndar hitti ég eitthvað fólk sem þekkti mig en ég þekkti ekki. Kemur ekki til af góðu en ég hef einhvern tíman haldið því fram að ég ætti að fá örorkubætur út af ómanngleggni minni. En ég þekkti samt suma sem ég hitti og mér tókst meirasegja að dansa skmá við sætustu stelpuna á svæðinu en svo bara hvarf hún eða kannski hvarf bara ég. Eða við hurfum að minnsta kosti hvort öðru.

En það var bara ágætt úti á lífinu og þökk sé Stebba fyrir að hafa líka verið að láta sér leiðast á laugardagskvöldi en ég var eitthvað hálf syfjaður fram yfir hádegið í dag.
Stjöggnuryk

Friday, November 21, 2003

Tökum öll ofan fyrir Dabba digra, ríka vini litlamannsins
Ég veit nú ekki alveg hvað mér finnst. Auðvitað er út í hött að einhverjir menn sem hafa atvinnu af því að passa peningana okkar fái einhverjar skrilljónir í bónus fyrir það að græða á okkur.

En mér finnst líka dálítið út í hött að sá sem flestu ræður og flestir kjósa sleppi sér algjörlega þegar hann áttar sig á því að einkavæðingin hans þýðir það að hann ráði ekki lengur yfir öllu. Og ég er ekkert rosalega glaður ef það hefur þær afleiðingar í för með sér öll hlutabréfin mín í þessum glæpóbanka þarna fari að snarlækka í verði. Ég á nefnilega alveg stóra summu þarna af hlutabréfum síðan ég skráði mig á einhverri vefsíðu fyrir lagngalöngu um að ég vildi fá að kaupa einhvern slatta af Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur upphaflega. Var reyndar eiginlega búinn að steingleyma þessum hlutabréfum alveg þangað til ég sá mér til mikillar ánægju í einkabankanum mínum að ég á heilar 150 þúsund krónur eða svo af hlutabréfum í einhverju sem heitir því undarlega nafni "Kaupþing-Banki". Ég held að minnsta kosti að það sé þessi banki sem stórgrósserarnir eru að stjórna og ég eignaðist örsmæðarögn í þarna um árið þegar almenningur gat keypt banka á netinu.

En það sem er hallærislegast af öllu er þegar stórgróssérarnir sem stjórna glæpóbankanum koma og segja að þetta sé allt einhver misskilningur. Þeir eigi ekkert eftir að fá þessa peninga. Þetta sé bara það sem væri hægt að selja hlutabréfin á nákvæmlega núna. Eftir fimm ár þegar þeir mega selja verði staðan allt önnur og eiginlega gaf blessaður maðurinn það í skyn að þetta yrði hálf verðlaust þá. Einfaldari skilaboð hef ég ekki fengið lengi [amk. voru SMS skilaboðin sem ég var rétt í þessu að fá ekki einfaldari]: Ég á að selja þessa hlutabréfaræla mína strax á mánudaginn þannig að þeir verði ekki verðlausir með þessum 700 millum sem grósserarnir eru með!

En ég verð samt að segja að þetta er nú samt með því flottara sem forsætisráðherrann okkar hefur gert nokkuð lengi. Sýnir að minnsta kosti að hann er ekki dauður úr öllum æðum.

SMS skilaboðin sem ég fékk annars voru: LEO. KVEIKTI UTI.LJ EN SLÖKKTI I STOFU. ÉG KVEIKTI AFTUR. EKKI BORÐA YFIR TIG? EG GET EKKI VIDRAD TIGMEIRA! KV. TIN VINK.

Torkennilegri skilaboð hef ég aldrei fengið. Þar sem ég er með númerabirti á SMS eins og líklega allir aðrir þá sá ég að þetta var einhver kona frá Hveragerði sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Það sem mér líst samt eiginlega verst á er þetta með að fara út að viðra einhvern og einhver sem heitir Leó. Ætli það séu einhver ljón á vappi í Hveragerði eða hvað??? Og ekki skánar þetta nú þegar maður hugsar um hvað ljónið sé hugsanlega að borða yfir sig af!

Wednesday, November 19, 2003

Þetta var of fyndið
Takk Jakobína fyrir að lát mig hlæja úr mér líftóruna! GRÍN

Monday, November 17, 2003

Mánudagur til matar
Skv. hefðinni bauð ég fjölskyldunni í mat enda fátt annað skemmtilegt hægt að gera á mánudegi. Bjótt var uppá:


Keralakjúklingur í karrí sem átti reyndar upphaflega að vera einhver fiskur
- Mér er sagt að þetta sé ættað frá Indlandi...

2-3 msk taramind mauk, Fæst í Hagkaup með all skonar drasli en ég hef ekki fundið neitt annað
2 msk Túrmerik
1 msk Kummin
1/2 tsk kardimommurduft
1 msk pimiento (allra handa)
2 stk Chilipipar (ég tek fræin úr)
2 þokkalega stórar paprikur
2 þokkalega stórir laukar
200 g frosnar grænar baunir
400 ml Kókosmjólk
2 teningar Kjúklingakraftur í smá vökva
hálfur hvítlaukur
þumalputti af ferskum engifer / ææææææææ ég gleymdio honum víst!!
Olía til að steikja í eftir smekk
Salt svona til að þykjast
Nokkrar kjúklingabringur, eftir því hvað margir eru í mat.

Bringurnar skorna í svona úmlega 2x1 cm bita.

Steiktar á pönnu (eða í pottinum sem þetta endar allt í) og kryddaði með ???
Paprikan og laukurinn (þessi þokkalega stóri, ekki hvítlaukurinn) sömuleiðis.
Hvítlaukurinn hakkaður í hvítlaukspressu
Engiferið saxað smátt eða rifið í tætlur
(NB þeir sem ekki hafa eldað áður úr engifer þá er óþarfi að gera eins og ég þegar ég notaði engifer í fyrsta skipti, það er til siðs að skera börkinn utanaf!

Vökvanum og öllu kryddinu bætt útí og þá þarf þetta væntanlega að vera komið í pott ef ósköpin byrju á pönnu

Bætt við vatni ef ástæða þykir til þangað til þetta verður mátulega blautt/þurrt

Borðað með hrísgrjónum og hugsanlega brauði. Örugglega ágætt að hafa eitthvað grænmetisdót með líka.



Jájá, þetta var ágætt held ég. Enginn fékk neitt mikið í magann eða neit!

Sunday, November 16, 2003

hmmmmmm - popplag í G-moll
HASH(0x87b74e4)
G# minor - You are not totally happy, and you know
it. At least you are trying to do something
about it. You like to think and create to try
and sort out your problems. Keep going the way
you are, and you will soon be on speaking terms
with your demons.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla
Afríka og ný tölva
Það verður líklegast að segjast alveg eins og er að yfirleitt er ég frekar gjarn á að taka dellur. Ósköpin hófust fyrir svona þremu vikum þegar einum vinnufélaganum (eða reyndar tveimur) datt í hug að reyna að gera alvöru úr því að dragnast upp á hæsta fjall Afríki. Reyndar kenni ég of miklum bjórdrukk um vitleysuna en hún hefur nálgast það örlítið að verða að alvöru.

Til að auka enn á áhugann kom Skúli Haukur Fjallavinur með stóru Effi til okkar og hélt fyrirlestur um Afríkuferð Kára. Við fyrirlesturin óx áhuginn hjá sumum en minnkaði hjá öðrum. Minn breyttist svo sem ekkert mikið enda hafði ég séð þetta allt áður. Það sem truflaði mig reyndar mest voru undarlegar hugmyndir aðalskipuleggjarans um að láta blóðskyldleika ráða því hverjir mættu fara með í ferðina. Sé ekki alveg hvað það kemur málinu við hvernig einhver er skyldur einhverjum. Ég er ekkert vanur að velja frændur og frænkur til að fara á fjöll heldur bara almennilegt fólk.

Síðan gerðist það stóralvarlega í síðustu viku að ég fór á fyrirlestur um það sem Fjallaleiðsögumenn hyggjast gera í Afríku á næstu misserum og síðan hef ég eiginlega verið sjúkur. Legið á netinu til að finna einhverjar miðlungsódýrar ferðir til Afríku. Skoðað hvað er til að túrhestabókum um ferðir til Afríku og er að fara að ganga frá feitri pöntun til Amazon. En leiðin liggur sem sagt núna til Afríku og þá helst til Norður-Afríki þar sem risamenni í miðaldakuflum flakka um eyðmerkur með úlfalda í eftirdragi.

Sýnist reyndar að forsendan fyrir því að komast klakklaust af þarna í Afríku sem mig langar að fara sé að kunna dálítið fyrir sér í Frakknesku. Sem reyndar minnir mig á það af hverju ég valdi það tungumál þegar ég fór í FB á sínum tíma. Var bara alveg búinn að gleyma því. En þannig að ef þú kannt eitthvað sæmilegt fyrir þér í frakknesku, hræðist hvorki mig, úlfalda né aðrar óvæntar uppákomur þá er hér með auglýst eftir ferðafélaga til Afríku!

Síðan er þetta reyndar tímamótablogg því það er gert með splunknýrri fartölvu. Enda kominn tími til að fá einhverja uppfærslu á gamla fýsibelginn sem ég var með og gerði yfirleitt ekkert annað en að blása lofti fram og til baka. Það væri kannski hægt að koma gmlu tölvunni í verð sem ryksugu! Ef það er síðan eitthvað af undarlegum stafsetningarvillum í þessu bloggi þá er það bara út af því að ég er ekki ennþá búinn að venjast þessu lyklaborði. Síðan er líka hægt að stilla á svo mikla upplausn á skjánum að það jaðrar við að ég verði lofthræddur við það eitt að horfa á hann!

Wednesday, November 12, 2003

Stundum hefur maður engan tíma til að blogga
En dettur samt eitthvað snjallt í hug.

Það var um daginn þegar ég var að rúnta niður Laugaveginn og sá strætó keyra Lækjargötuna með þennan líka hroðalega reykjarstrór upp úr þakinu. Vá hugsaði ég, ætli það sé kviknað í honum eða hvað eða með úrbrædda vél. Mér finnst nú að strætó ætti að farar að taka eitthvað aðeins til í umhverfismálunum hjá sér. Rétt í þann mun þegar strætóinn var að hverfa úr augsýn í þessum ægilega reykjarmekki þá sá ég að það var eitthvað drasl uppi á þakinu á honum. Var þetta þá ekki mættur á svæðið umhverfisvænsti strætó í heimi, þessi vetnsiknúni og þessi ægilegi reykjarmökkur bara saklaus vantsgufa!

Saklaus?
Vatnsgufa?

Loksins skildi ég hvernig stóð á allri þessari voðalegu rigningu. Það var auðvitað þessi hroðalegi skýspúandi strætó sem bjó til alla þessa hroðalegu rigningu sem helltist yfir höfuðborgarbúa þennan dag.

Nei ég veit þetta er ekkert sniðugt á blogginu lengur þar sem það er löngu hætt að rigna ég mátti bara til!

Þarf svo að bæta við sem enginn trúir:


My life is rated R.
What is your life rated?


Amk ekki ég!

Monday, November 10, 2003

Latur bloggari en samt ekkert svo latur held ég
Búinn að vera ferlega latur að blogga og kemur svo sem ekkert til af góðu. Allt of mikið að gera á öllum vígstöðvum og því miður eru allir vígvellirnir eitthvað vinnutengdir. Var svo ofboðslega gáfaður að taka að mé kennslu hjá Endurmenntun, 40 klst námskeið sem hefst á hinn daginn. Ætlaði að undirbúa það alveg ofboðslega vel í sumarfríinu mínu. Finna góða kennslbók og hvaðeina. En það var einhvern veginn allt of mikið að gera við að stússa í hinu og þessu í sumar þannig að það varð eitthvað minna úr því en efni stóðu til. Er þess vegna búinn að sitja með sveittann skallann við að finna eitthvað gáfulegt og held bara að það hljóti að takast.

En með öðrum orðum þá hef ég haft allt of mikið að gera við eitthvað sem er ekkert skemmtilegt að blogga um en tókst samt að hafa ágætan mánudag til matar núna í kvöld, þriðja kvöldið í röð. Kannski tekst mér að gera þetta að endanlegum vana. Yrði a.m.k. gaman. Ef einhver vill komast í mat hjá mér þá er sko helst að treysta á mánuagana! Núna var eldað Lasagna eftir þessari uppskrift hér, sem varð einhvernveginn svona í mínum meðförum:

Grænmetislasagna
Olívuolía
2 stk laukar (miðlungi stórir)
1 stk eggaldin (í stærri kantinum)
2 stk paprikur (í stærri kantinum)
4 stk tómatar (miðlungs)
2 stk risasveppir, þessir brúnu sem ég man ekki hvað heita en eru rosalega góðir
hálfur hvítlaukur (það eru alvarleg mistök í matargerð að telja hvítlaukinn endalaust í rifjum)
1 rauður chili pipar án fræanna
1 stk dós niðursoðnir tómatar
1 stk dós tómatpurre (svona frekar litlar dósir)
1 msk oregon og svo aðeins meira líka
1 msk basil
1 msk Creola kryddblanda
1 msk Cumin
Slatti af paprikukryddi
Ristaðar furuhnetur
Soyasósa, Blue Dragon
Slatti af grænmetissalti (svona til að sýnast)
2 stórar dósir af kotasæla
250 g ostur
9 lasagna plötur

Allt grænmetið og kryddið steikt á pönnu. Soyasósan líka en kannski ekki paprikuduftið.
Sveppirnir steiktir sér.
Steikt þangað til þetta verður sæmilega lint.

Tekið eldfast mót og það er sett í þessari röð:
Lasagna plötur yfir botninn
Grænmetisjukk
Kotasæla
Ostur
Lasagna
Sveppir
Grænmetisjukk
Kotasæla
Ostur
Lasagna
Grænmetisjukk
Furuhnetur
Ostur

Síðan er stráð meira oregano yfir og góðum slurk af paprikudufti. Ef vill má gusa smá meiri soyasósu yfir. Og loks bakað í 30-40 mín við 180 gráður.

Atthugið einnig að allar stærðir í þessari uppskrift skulu ætíð skoðast eftir smekk hvrju sinni. Og það má líka alveg nota eitthvað annað sem er til í ískápnum ef það er eitthvað til ... í skápnum ... úti í glugga ... eitthvað hlýtur að vera til! [gáta: úr hvaða leikriti er þetta? Reyndar man ég það ekki en það var samt frábært. Og þó ég muni það ekki þá er ekkert að marka það því ég man aldrei hvað leikrit heita. En er sáttur ef ég man eftir að hafa séð þau. Og þetta var eitt af þessum góðu - það man ég þó]


En eins og einhvern tímann var sungið í vísunni um hestinn að "það var sem mér þótti verst að þurfað étaða hrá-átt". Samt var það bara ágætt

Og PS
Ragga, ef þú lest þetta, þá varð mér nú hugsað til þín og Þórhildar. Þín þegar ég var að berjast við að elda þetta og Þórhildar þegar við vorum að borða þetta!

og PSS
Ef einhver sér uppskriftina á síðunnu minni og reynir að elda hana þá er algjörlega nauðsynlegt að setja inn athugasemd um hvernig til tókst!

Friday, November 07, 2003

Morgunlesandi óskast
Það ótrúlega gerist. Ég á örugglega eftir að sakna DV. Get reyndar bara sjálfum mér um kennt. Hef ekki keypt blaðið í svona 15 ár. Næstum ekki síðan það hét Dagblaðið og var í samkeppni við Vísi (að dagblaði). Ég geri fastlega ráð fyrir að blaðið hafi farið á hausinn af því að ég keypti það aldrei.

Annars sakna ég kannski ekki efnisins en mér finnst bara að það eigi að koma út eitthvað síðdegisblað á Íslandi. Og rökin hjá gaukunum sem keyptu blaðið voru alveg frábær. Heyrði þetta í Kastljósi held ég.

Þetta voru tvær svona samverkandi ástæður og hvor annarri gáfulegri fannst mér. Aðalástæðan var sú að fólk væri svo mikið að flýta sér heim eftir vinnu að það kæmi yfirleitt hvergi við og gæti þess vegna ekkert verið að kaupa síðdegisblað. Hann benti á að maður fer ekki nema svona tvisvar til þrisvar sinnum í stórmarkað eða aðra verslun í hverri viku og því gengur þeim ekkert að ná til lesenda með að vera að selja síðdegisblað í lausasölu. Jájá mjög gáfulegt því þetta er alveg rétt. Ég t.d. fer ekki nema svona annan hvern dag í verslun um eftirmiðdaginn og þá oftast eftir vinnu en hins vegar verð ég að játa það að ég fer aldrei út í búð til að kaupa í matinn eða eitthvað áður en ég fer í vinnuna. Ætla mennirnir virkilega að fara að selja blaðið í lausasölu á morgnanna? Sumir lifa í eitthvað öðrum veruleika en ég. Get ekki ímyndað mér að lausasalan gangi vel milli 7 og 9 á morgnana!

Hin rökin voru miklu betri. Það vita nefnilega allir að það les enginn blöð á kvöldin heldur bara á morgnanna og það er ekki hægt að leggja á nokkurn mann að vera áskrifandi að blaði sem er dreift rétt áður en maður kemur heim úr vinnunni. Þeir sem myndu glepjast af því að gerast áskrifendur að slíkum blöðum þyrftu bara að klofa yfir fréttir dagsins áður en þeirr kæmust heim til sín og það vill auðvitað enginn. Jújú, það er kannski eitthvað misjafnt en ég held að ég hafi varla lesið dagblað snemma morguns síðan ég hætti að vinna sem blaðberi sjálfur. Og þegar ég kem heim til mín eftir vinnu þá þarf ég yfirleitt að klofa yfir alls konar gamlar fréttir frá deginum áður. Má sko bara þakka fyrir að þurfa ekki að vera að klöngrast yfir nýjar fréttir. Þær gætu komið mér gjörsamlega að óvörum og svei mér ef ég gæti þá ekki dottið á hausinn og meitt mig. Myndi líklega fara í mál við dónann sem sendi mér blaðið.

En hér með er auglýst eftir tveimur tegundum af fólki. Fólki sem vaknar svo snemma að það hefur tíma til að lesa dagblöð áður en það fer í vinnuna [ég veit reyndar að það eru einhverjir svoleiðis til]. Síðan auglýsi ég eftir hinni undarlegu manntegund sem fer út í búð eldsnemma morguns og kaupir dagblað svona í leiðinni. Og ef einhver getur sameinað báðar tegundirnar í einni persónu mun ég veita vegleg verðlaun! [blogg með mynd um viðkomandi á þessari bloggsíðu sem vonandi einhver les ennþá]

Sjálfur er ég búinn að flokka mig sem B mann. Mig langar til að fá blað sem fer ekki í prentun fyrr en eftir hádegið og er dreift heim til mín rétt áður en ég kem heim úr vinnunni, svona milli 5 og 6. Ég vil fá að upplifa það æfintýri að klofa yfir ferskar fréttir þegar ég kem heim til mín að afloknum vinnudegi. Vona að ég þurfi ekki að fá mér vaktavinnu til þess!
Final Score: -15

Ég meina, hver nennir að svar 350 spurningum um einhver eldgömul úrelt lög.
Sem er auk þess öll úkklensk. Gæti ég fengið að heyra eitthvað íslenskt???

Thursday, November 06, 2003

Davíð Attinborni
Það má svo sem segja að það sé auðvelt að vera vitur eftirá en hvernig í óskupunum datt einhverjum í hug að fá hingað heimsfrægan mann, láta hann flytja yfirmáta áhugaverðan fyrirlestur með ókeypis aðgangi en hafa bara pláss fyrri tvöhundruð manns. Láta síðan Endurmenntunarstofnun HÍ senda á alla sína kontaktlista sem telur örugglega stóran hluta íslendinga til að trekkja að. Ég hafði að minnsta kosti vit á því að fara ekki neitt. Enda hefði maður annað hvort þurft að fara fýluferð eða bíða í að minnsta kosti klukkutíma!

Af hverju var ekki pantað háskólabíó og þá bara selt inn svona fyrir því sem bíóið kostaði ef þetta var spurning um pening.

Ég dreg verulega í efa að fýluferðir séu góðar til að auglýsa bók eða eitthvað annað.

Og síðan sem þú ert örugglega að hugsa, hvað er jólasveinninn að fjasa þetta, heldur hann að það nenni einhver að lesa þetta????

Svar: Já þú nennir greiniliega að lesa þetta því annars værir þú ekki að því. Og af hverju? Það eru tvær ástæður. Sú fyrri er að ég varð allt í einu andlaus og sú seinni er að mig eiginlega langaði en nennti ekki að fara fýluferð!
Fólk í vanda

Þann 30. ágúst sl. lést á líknardeild Landspítalans Vesna Hofmann, 45 ára gömul, eftir 10 mánaða baráttu við krabbamein. Hún var einstæð móðir og lætur eftir sig tvö börn hér á landi, 12 ára dóttur og 21 árs son. Börnin eiga enga ættingja hér á landi, hafa að engu að hverfa í heimalandi sínu Króatíu og engan stuðning af sárafáum ættingjum sínum þar. Móðurforeldrar þeirra eru látnir og þau hafa hvorki samband við föðurforeldra sína né feður.

Systkinin eiga þá ósk heitasta að fá að vera saman og búa áfram á Íslandi. Í ráði er að drengurinn fái forræði yfir systur sinni og er það mál í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur systkinanna sem m.a. er ætlað að aðstoða þau við að halda heimili sínu, lítilli íbúð sem móðir þeirra hafði fest kaup á. Til þess að svo megi verða þarf að grynnka á skuldum sem óhjákvæmilega hlóðust upp meðan á veikindum og sjúkrahússvist móður þeirra stóð og létta þannig greiðslubyrðina.

Forsvarsmenn hópsins eru Þórður Geir Þorsteinsson rannsóknalögreglumaður, Hulda Lilliendahl starfsmaður í sjávarútvegsráðuneytinu og Tatjana Latinovic löggiltur skjalaþýðandi og starfsmaður Össurar hf.

Það væri systkinunum afar sárt að missa heimili sitt í ofanálag við þann óbætanlega missi sem þau þegar hafa orðið fyrir. Auk þess væri mikið tjón fyrir þau að þurfa að flytja úr íbúðinni þar sem þau myndu þá missa ómetanlegan stuðning sem þau hafa af fjölskyldu sem býr í sama húsi.

Til þess að aðstoða systkinin í þessum erfiðu aðstæðum hefur verið hafin fjársöfnun. Opnaður hefur verið reikningur í Búnaðarbankanum nr. 0301-13-250975, kt. 030458-5089. Ábyrgðarmaður sjóðsins er Hulda Lilliendahl.

Það er von stuðningshópsins að með söfnuninni takist að treysta öryggi systkinanna og undirstöður tilveru þeirra sem þau berjast nú svo mjög fyrir.

Tuesday, November 04, 2003

Nú dettur mér gamalt blogg í hug
Stutt og laggott:

Hundslappadrífa - jibbíííí !



Monday, November 03, 2003

Hvernig getur staðið á því að það sé svona kalt
Þegar það er bara tveggja gráðu frost.
Ég hefði getað dáið úr kulda í morgun held ég.
En ég elska hann samt... kuldann sko...

Sunday, November 02, 2003

Mér finnst þetta vera húmor
Fangelsisdómur þinn by asta
Nafn
Hvenær ertu handtekin(n)?April 8, 2043
Hvað færðu margra ára dóm?41
Hvaða glæp fremurðu?Mútar öndum í Tjörninni með ólívubrauði
Hvernig vegnar þér inni?Grætur sárt og sýgur þumal öll árin
Hvernig vegnar þér eftir afplánun?Atvinnuleysi er ekkert slor!
Created with quill18's MemeGen!

En það er svo sem ekkert að marka því mér finnast fáránlegustu hlutir fyndnir!
mánudagur til matar
Rakst á snilldarlegan pólskan málshátt þegar ég var að finna eitthvað til að hafa í matinn á mánudaginn:

Ef fiskur á að bragðast vel verður hann að synda þrisvar í, í vatni, í smjöri og í víni.

Reyndar vel ég nú reyndar yfirleitt einhverja dýrindisolíu frekar en smjörið sem getur samt verið ágætt. Þetta fann ég hins vegar á uppskriftir.is, alveg eins og þessa uppskrift sem ég er að hugsa um að bjóða uppá, gúllassúpa með beikoni. En á þessi ágæti uppskriftavefur rifjaðist upp fyrir mér þegar ég villtist inn á tenglasíðu einhvers fólks sem ég þekki ekki neitt en hefur líklega verið að lesa bloggið mitt eikkurntíman nýlega. There is someone out there I believe!

En annars, líklega verður eldamennskan á mánudaginn eitthvert sambland af þessu gúllasdóti með beikoni og þessu hérna frá Hagkaup. A.m.k. þá ætla ég að hafa seljurót í þessu frekar en kartöfflur og held líka að það verði að vera gúlrætur þarna með. En leist hins vegar vel á beikonið og að hafa cummin í þessu, algjör snilld. Verð bara svangur við tilhugsunina....

Saturday, November 01, 2003

Hinn íslenski óákveðni vindur
Stundum þegar veðrið er eins og núna þá verð ég dálítið undrandi á þessu fyrirbæri sem íslenskur vindur er. Skítkaldur náttúrlega enda náttúran söm við sig þegar það er kominn nóvember.

En ég læt það vera þó hann blási á móti mér þegar ég geng niður Laugaveginn ef hann myndi ekki alltaf blása líka á móti mér þegar ég geng aftur upp Laugaveginn.

Þetta getur varla verið eðlilegt háttalag hjá vindinum að ráðast alltaf á móti manni. Það sem er alundarlegast að fólk sem ég var að mæta það var að velta þessu sama fyrir sér, hvernig vindurinn færi að því að vera alltaf á móti manni. Þessi séríslenski vindur nær nefnilega að blása bæði upp og niður Laugaveginn á sama tíma.

Reyndar þá sá ég við blessuðum margátta vindinum neðarlega á Laugaveginum með því að bregða mér inn í verslun og kaupa mér bara húfu og trefil. Núna má vindurinn blása eins og honum sjálfum sýnist. Ég vef bara mínum trefli betur og meira um minn langa háls og hlæ upp í opið geðið á honum.

Þeir sem venja síðan komur sínar bara í Kringluna missa auðvitað af þessu stórmerkilega náttúrufyrirbæri sem tvíátta vinurinn á Laugaveginum er en kannski er þessi skeinuhætti vindur ástæðan fyrir því að allt er að drabbast niður í miðbænum og þá sérstaklega á Laugaveginum. Þeir sem hafa kynnt sér málið mest vita um ónotað verslunarhúsnæði við Laugaveginn í röðum. Þeir vita líka að verslun er þar orðin hverfandi, væntanlega út af því að þangað kemur ekki nokkur hræða lengur.

Sem ég síðan skil ekki almennilega því að núna þennan Laugardagseftirmiðdag þá var bíll við bíl allan Laugaveginn og gekk bílaumferðin hægar en hjá þeim gangandi, enda eins gott því það voru svo margir gangandi á Laugaveginum að gangstéttirnar dugðu varla til á köflum. Þeir sem voru stopp í bílunum sínum gátu síðan sér til dægrastyttingar fylgst með hundaskrúðgöngu sem marseraði upp og niður verslunargötuna og svo skrúfað niður rúðuna til að hlýða á lifandi tónlistarflutning sem var þarna að minnsta kosti á tveimur stöðum.

Nei eins og einhvern rennir í grun þá skil ég eiginlega ekki þessa umræðu um það að miðbærinn sé ömurlegur, ógeðslegur, hættulegur, leyðinlegur, ónýtur og svo framvegis. Mér finnst hann yfirleitt vera troðfullur af fólki sem kemur þangað til að sýna sig, sjá aðra og kaupa sér eitthvað lítilræði.

Friday, October 31, 2003

Skondin nöfn á glæpófyrirtækjum
Hvað gæti maður ímyndað sér að væri meginstarfsemi fyrirtækjanna Blíðu, Snopppu og Ber-víkur sem voru í fréttum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Einhvern veginn eitthvað vafasamara en útgerð á fiskiskipum.

Thursday, October 30, 2003

Ég hlýt að elska kulda
Eða hvaða aðra ástæðu er hægt að hugsa sér fyrir því að ég ákvað að fara gangandi í vinnuna í morgun og gefa bílnum bara frí. Kalt og hressandi!

Og nei, bíllinn minn var ekki bilaður! ;-)

Wednesday, October 29, 2003

hjálp ég er farinn að halda að ég sé kominn með svona átröskun
Endalaus umræða um fólk sem hugsar um það eitt að borða, hvort það sé of þungt og síðan hvort það sé ekki snilld að æla matnum!

Sko. Ég át þrefaldan skammt af svikinni ýsu í hádeginu í gær hjá Tobba [nei, þið gikkir fáið ekki að vita hvað svikin ýsa er...].

Síðan mallaði ég mér kjúkling um kvöldið heima hjá mér og var búinn að vera hálfan daginn að upphugsa einhverjar snilldiarleiðir til að malla hann. Jú það tókst og ég át hann eða svona eitthað af honum. Síðan var laggst í alls konar svall með pizzasnúðum, kexi, kaffi, kóki, kexi, osti, sultu og bara nefna það, nammi manni nammi mann!!!

Nú síðan í morgun þá var auðvitað kúfaður diskur af dýsætri súrmjólk [er ekki annars yfsylon í dýsætur?] með ennþá sætara súkkulaði múslí ofaná [svona eins og Ralldiggnur litla systir segir að sé sælgæti og nafna hennar át í öll mál þangað til það kláraðist].

Og svo áður en ég gat komist út að skokka í hádeginu [ja, sko, skokkið er til að koma í veg fyrir að ég verði eins og tunna] þá varð ég að fá mér smá hnetur og pizzasnúð. Maginn var bara að deyja úr hungri. Síðan á meðan ég skokkaði þá var hugsað endalaust um þessi þrjú grænmetisbuff sem ég ætlaði að gófla í mig um leið og ég kæmi aftur í vinnuna ég. Sem reyndar brást all hrapalega því það var bara eitt vesælt buff eftir handa mér þegar ég mætti en ég át það þá bara með þeim mun meira offorsi í staðinn. Rop.

Og núna er ég að verða vittlaus af tilhugsuninni um allar leyfarnar sem ég ætla að troða í mig á eftir þegar ég kem heim!


Það eina held ég sem vantar í þetta hjá mér er ælan og að ég verði svona hroðalega mjór eins og þetta átröskunarlið er. Vona bara að ég verði það ekki því ég heyrði síðan líka að þeir kk sem fengju þetta yrðu yfirleitt samkynhneigðir um leið!

Tuesday, October 28, 2003

Ísland og utanríkisstefnan og Færeyjar
Stundum fyrirverð ég mig fyrir að vera þegn hins íslenska ríkis. Þegar vinir okkar færeysku vilja fá að vera alvöru á meðal Norðurlandanna og nýlenduherrarnir dönsku taka það auðvitað ekki í mál, þá birtist framsækin íslensk utanríkisstefna okkar Íslendinga í því að ráðamenn okkar lýsa yfir að þetta sé bara mál Dana og Færeyinga. Við eigum ekkert að vera að blanda okkur í sjálfstæðismál annarra þjóða.

Ég verð eiginleg að játa að ég er ekki alveg að skilja þetta. Til hvers erum við með utanríkisstefnu, ráðherra og hvað þetta allt saman er ef ekki til að hjálpa okkar næstu nágrönnum í sinni sjálfstæðisbaráttu. Er það gæfulegra að við séum að skipta okkur af stríði óðra manna í Írak frekar en að rétta Færeyingum hjálparhönd? Mér er spurn.

Ég held að ég muni ekki nema eftir tveimur tilvikum að íslenska lýðveldið hafi tekið ábyrga framsækna afstöðu í utanríkismálum. Annars vegar í þorskastrínum og svo hins vegar þegar við vorum að hjálpa Eystrasaltsríkjunum við að fá sjálfstæði. Fyrir hvort tveggja held ég að hróður okkar hafi aukist verulega þó það hafi gusta dálítið á meðan á því stóð. Ég held að afstaða okkar núna í þessu máli muni ekki auka hróður okkar mikið. Reyndar ekki frekar en afstaða okkar gagnvart Írak en það er reyndar allt önnur Ella.

En þar sem ég er farinn að blogga um utanríkismál þá stenst ég ekki mátið. þegar Kaninn á vellinum var að seja upp einhverjum hálfum öðrum hellingi af íslendingum í vinnu hjá sér þá heyrði ég útundan mér í fréttunum að einhver framámaður íslenskur þarna suður frá var spurður hvort við íslendingar þyrftum ekki að fara að byggja bara upp einhverja atvinnu þarna sjálfir frekar en að treysta bara á Kanann og jú, framámaðurinn játti því og játaði þar með (að mínu mati) að hann sem framámaður hefði hingað til eingöngu gengið fram í því að við gætum haft sem allra mest út úr Kanagreyjunum sem eru búin að vera þarna í meira en hálfa öld til að verja lýðræðið!

Sunday, October 26, 2003

Óvissuferð
Já ég fór víst í einhverja óvussuferð sem er ekkert svo óviss lengur. Fyrir þá sem vilja vita þá var hún einhvern veginn svona:

Það var farið upp í rútu sem innihélt helling af bjór.

Rútan keyrði austur fyrir Fjall og þar fórum við á hestbak hjá Eldhestum.

Átum samlokur og drukkum bjór.

Sungum Öxar við ána.

Fórum í sund á Hótle Örk og fengum okkur kampavín úr stórum plastglösum.

Fengum okkur snaffs og fórum svo upp í Bláfjöll.

Fengum kynstrin öll af pizzum og drukkum bjór, rauðvín og kók með.

Gátum ekki fengið kalda vatnið til að virka í skálanum.

Drukkum meiri bjór og fórum í smíða og saumaleiki.

Sumir urðu dáltið fullir

Hittum á rútuna aftur sem keyrði okkur í bæinn.

Sumir enduðu á Jensen en aðrir bara einhvers staðar annars staðar og að lokum vonandi allir heima hjá sér.

Held að þetta hafi bara verið ágætlega heppnað þó við hefðum nú hvorki notað teppi né kodda svona almennt.

Thursday, October 23, 2003

Snilld dagsins
Á internetinu er babelfish. Þýðingargrægja sem virkar þannig að maður getur skilið hin undarlegustu tungumál.

En snilld dagsins í eyrunum á mér er "Todo sobre mi madre" úr Almadovar myndinni. Útleggst á Ensku skv. babelfish sem: "Everything on my mother" en heitir líklega á ensku í alvörunni: "All About My Mother".

Og fyrir þá sem hafa ekki séð myndina þá er hún svona "must see" sem væri sko á íslensku "verð að sjá" eða þá á spænskunni: "debe ver" skv. babelfish sko.

Wednesday, October 22, 2003

Greindarskertir ökumenn
Einhvern tíman heyrði ég það að það hefði verið gerð könnun sem sýndi fram á fylgni milli greindar og notkunar á stefnuljósum. Því minna sem ökumenn noti stefnuljós þeim mun minni greind hafi þeir.

Mér datt þetta bara í hug þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun og ég áttaði mig á því hve ofboðslega greindarskertir íslenskir ökumenn eru yfirleitt. Það ætti kannski að hafa almennt greindarpróf sem hluta af ökuprófinu. Kannski þannig að þeir sem ná ekki greind 50 fái ekki að keyra....

Tuesday, October 21, 2003

Óvissuferð
Mér var sagt einhvern tíman fyrir langalöngu að ég myndi aldrei fá að skipuleggja óvissuferð. Og í öllu falli ef ég myndi fara að skipta mér af slíku þá myndi enginn þora að mæta. Vona að það verði ekki raunin þar sem ég er að skipuleggja óvissuferð fyrir starfsmannafélagið núna um helgina. Reyndar bölvað ólán að það er komið svo langt fram á haustið að það verður dálítið erfitt að fara í klettaklifrið í Esjunni í kolniðamyrkri. Nei bara grín ... við verðum með vasaljós þannig að það verður ekkert myrkur.

Væri annars dáltið sniðugt að kjafta öllu um hvað verður gert hérna á bloggsíðunni. Myndi þá sýna mér hver það er eiginlega í vinnunni minni sem les þetta!

En annars, ef einhver lumar á góðri hugmynd um hvað ætti að gera þá væri náttúrlega eitursnjallt að lauma henni til mín!

Monday, October 20, 2003

Reiðir ökumenn
úr dagbók lögreglunnar

Síðdegis á föstudag sá lögregla til manns sem var mjög æstur, öskraði að ökumanni bifreiðar sem þar var, barði á rúður hennar, sparkaði í bílhurðina og hrækti á rúðuna. Að lokum fór hann í bíl sinn, náði í appelsínu og henti henni í bílrúðu fyrrnefndu bifreiðarinnar. Þegar grennslast var fyrir um háttalag mannsins kom í ljós að reiði hans var tilkomin vegna ógætilegs akstur ökumannsins. Að þessu tilefni vill lögregla benda ökumönnum á að gæta varúðar og stillingar í umferðinni.

Sunday, October 19, 2003

Fór í sveitina mína um helgina

Nei ekki alveg hættur að blogga, bara næstum því...


Ætlaði nú eiginlega að fara í spurningakeppni Skýrr sem er alltaf hin besta skemmtun en ég smitaðist af hinni skelfilegu félagsdeyfð sem er að ganga hjá þeim sem eru að vinna þarna í kringum mig og fór hvergi.

Fór þess í stað austur um sveitir með brója mínum og sinntum við skógræktarstörfum við músahúsið okkar. Sáum reyndar enga mús í eigin persónu inni í húsinu en svona smá klór hafði bæst við síðan síðast. Auk þess bankaði eitt músartetur uppá seint um kvöld og krafðist inngöngu. Taldi það líklega algjört svindl að við sætum þarna tveir einir að kræsingum allt kvöldið úðandi í okkur bananasplitti með rjóma og herlegheitum.

En þetta var allt saman bara helvíti fínt svo ég grípi til kjarnyrtar íslensku. Reyndar var veðrið í gær ekki jafn gott og ég hafði vonað, hálfgerður þræsingur miðað við blíðuna sem við höfðum átt von á en samt svo sem ágætt.

Höfðum reynar bara ætlað að vera fram á laugardagskvöld en þegar það var komið myrkru, við farnir að grilla og hugurinn farinn að snúast um steik, rauðvín og bananasplitt þá var einhvern veginn alveg út í hött að fara að æða í bæinn.

Höfðum það þægilegt í sveitinni í staðinn og tókum skák sem að sjálfsögðu ég vann. Ja kannski ekki báðar þar sem ég klúðraði þeirri fyrri í þráskák eftir að vera búinn að drepa flesta kallana hans.

Annars bar það til tíðinda í síðustu viku að ég vann í raunvínshappdrættinu í vinnunni hjá mér. Reyndar bara aukavinning en samt, kom út með gróða!

Tuesday, October 14, 2003

Fiskur í matinn í mötuneytinu í dag
Á ekki von á að ýsan frá í þarseinustu viku hafi yngst hjá honum þannig að ég panta bara pizzu....
Enn ein vonbrigðin eða þannig, ég sem hélt að ég væri einhverfur
Nei er það líklegast bara ekkert svo mikið. Tók svona test á einhverri vefsíðu og fékk 12 einhverfu stig og rétt slefaði í að vera í meðalflokki. Karlkynsverur eru annars að meðaltali 17 en konuverur 15 minnir mig.

Annars þá er þetta kannski mikið því ég sá þessi hér (ja sko Herdís fellibylur) tók svona próf líka og fékk ekki nema þrjú einhverfu stig. Hún hlýtur að hafa svindlað!

Annars er einhverfa ekkert skemmtileg og þeir sem Þjást af henni fá skilst mér eitthvað yfir 30 stig á þessu prófi, sem er annars hundlangt og ég get varla mælt með því hvaþþá meira.

Monday, October 13, 2003

Enn ein vonbrigðin eða þannig, ég sem hélt að ég væri einhverfur
Nei er það líklegast bara ekkert svo mikið. Tók svona test á einhverri vefsíðu og fékk 12 einhverfu stig og rétt slefaði í að vera í meðalflokki. Karlkynsverur eru annars að meðaltali 17 en konuverur 15 minnir mig.

Annars þá er þetta kannski mikið því ég sá þessi hér tók svona próf líka og fékk ekki nema þrjú einhverfu stig. Hún hlýtur að hafa svindlað!

Annars er einhverfa ekkert skemmtileg og þeir sem Þjást af henni fá skilst mér eitthvað yfir 30 stig á þessu prófi, sem er annars hundlangt og ég get varla mælt með því hvaþþá meira.
Hundraðatriðalistaæðið
Stórúndarlegt. Það var snjallt fyrir hálfu ári að gera svona 100 atriða lista af því að Stína gerði það. En núna líklega af því að Katrín gerði svona lista þá er allt í einu komið eitthvert stórundarlegt æði fyrir þessu.

Þetta æði er annars dáltið sniðugt. Sá t.d. á 100 atriðialistanum hennar þessarar að líklegast þekki ég hana því við útskriðumst á sama tíma frá FB. Hmm hún fékk verðlaun í dönsku og var ólétt... hlýt að geta rifjað upp hver hún er!
Hver er munurinn á pepperoni og gömlu bjúga?
Fyrir ógisslega mörgum árum gekk einhver kjaftasaga að Tommahamborgarar (já fyrir ykkur fædd eftir 1980 þá var það fyrsti og aðal hamborgarastaðurinn í gamladaga) væru einhver stærsti kaupandi að hrossaketi á Íslandi. Auðvitað út af því að þeir væru ekki að nota ammilegt naut í hamborgarana heldur bara gamla hesta.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér áðan þegar ég var að borða Devitos pizzu með pepperoni. Ég held að þeir séu ekki með pepperoni á pizzunum sínum heldur gamalt bjúga og til að bæta gráu ofan á svart þá var þetta á bragðið eins og hrossabjúga! Ógeðið gekk eiginlega svo langt að ég endaði á því að skafa "pepperoníið" ofan af pizzunni til að geta komið seinustu bitunum ofan í mig, eftir að hafa fengið algjört ógeð en ennþá hálf svangur. Skil ekki hvaðan öll þessi matarlyst kemur í magann á mér.....
Þetta flokkast líklegast sem aumingjalegt aumingjablogg

Sweet Dreams
"Sweet Dreams" (by Eurythmics)
Sweet dreams are made of this
Who am I to disagree?
Travel the world and the seven seas
Everybody's looking for something
Some of them want to use you
Some of them want to get used by you
Some of them want to abuse you
Some of them want to be abused


Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla

Annars auðvitað eftirhermt frá Stínu trendsetter, ég meina sumir hafa bara áhrif á netinu en aðrir ekki.

Og merkilegt nokk kannski bara ágætt að þetta er amk lag sem ég þekki. Verst annars að mig bráðvantar diska með Eurythmics, á bara gamla vinil diska svona svarta stóra en engan svona plattaþeyti til að hlusta á þá. Er annars spurning hvort maður ætti kannski að gerast almennilega gamladags og nostalgískur og fá sér grammifón. Veit annars ekki hvort það er alminlega kúl....

En annars, held að þetta sleppi nú kannski fyrir horn og teljist ekki aumingjablogg. Eða a.m.k. ekki aumingjalegt aumingjablogg.

Nei ég var ekki að spyrja þig... en ok þú mátt samt svara.

Og ef þú ætlar að taka þetta til þín þá nei, ég var ekki að meina þig. Annars..... hmmmmmmm eiginlega bara engann!

Amen

Thursday, October 09, 2003

Kárahnúkar - minn ekki alveg að skilja þetta
Í einu og sama fréttatímanum fær maður fyrst að heyra að utanríkisráðherrann okkar líti ástandið á Kárahnúkasvæðinu svo alvarlegum augum að hann hafi gert það að milliríkamáli þegar hann var að heimsækja kollega sinn á Ítalíu. En máfíósarnir á Ítalíu hafi lofað því að uppfylla alla samninga þannig að þetta sé allt í lukkunnar velstandi og ráðherrann okkar ráði sér vart fyrir kæti.

Síðan fær masvo fær maður að heyra að verkakallarnir þar uppfrá hafi farið í setuverkfall vegna slæms aðbúnaðar sem lýsi sér helst í því að þeim sé kalt á fótunum. Það er því brugðið á það ráð að kaupa 300 ullarsokka handa þeim og þá verða allir glaðir á ný. Reyndar kom líka uppúr kafinu að verkfallið var víst allt saman með fulli samþykki Impregilo.

Svo er bætt við að logsuðumennirnir á Kárahnúkum ætli ekki að logsjóða án hlífðargleraugna nema svona eina viku í viðbót. Ef þeir fái ekki hlífðargleraugu þá séu þeir bara hættir. Vonandi ekki orðnir blindir líka.

Og það al undarlegasta er að fyrr í vikunni heyrði ég krónprins þeirra framsóknarmanna lýsa því yfir að þetta sé allt saman í góðu lagi og allar reglur um vinnuvernd séu uppfylltar í hvívetna!

Ég verð að játa það að ég er einhvern veginn ekki rétt innréttaður til að geta skilið þetta. Einhvern veginn þá hélt ég að ullarsokkaverkföll væru nítjándualdar fyrirbæri sem hefði verið aflagt um þarseinustu aldamót!
Elfitt
Stundum er bara eins og allt sé ekki eins og það á að vera.
Fór í sund í hádeginu og auðvitað var aðaltilangurinn að skokka áður.
Gleymdi hlaupabrókinni heima. Var hálfnaður að skipa um föt þegar ég fattaði þetta (hálfnaður að skipta um föt þýðir að maður er kominn úr fötunum sem maður var í sko en á eftir að fara í fötin sem maður ætlar í). Þurfti þá að fara heim og sækja brókina (úr því að ég var ákveðinn í að halda þessum skokktúr til streitu).

Fann ekki sokkana mína til að hlaupa í þegar ég kom í seinna skiptið.

Það var skítkalt og ég hljóp skíthægt en að öðru leyti var þetta bara fínn hlaupatúr.

Var næstum dottinn á hausinn þegar ég var á leiðinni ofan í sundlaugina.

Nýju sundgleraugun láku eins og ég veit ekki hvað.

Vigtin í sundlauginni sýndi ekki þá tölu sem ég vildi sjá.

Rak hausinn utan einhvern ólánsbita þegar ég var að klæða mig aftur í og var nálægt því að steinrotast.
En annars er þetta allt saman ágætt......... eða þannig.......

Monday, October 06, 2003

Stundum verð ég svaðalega glaður
Yfir því hvað sumir eru eitthvað viljugir að setja komment við færslurnar mínar. Ég er svo glaður núna að ég þarf eiginlega ekkert að blogga lengur sjálfur því kommentin gætu bara dugað ein og sér!

Ég hef síðan orðið aðeins var við að sumir blogga undir undarlegum dulnefnum eins og ..., einhver og dáin systir. Veit reyndar nokkurn veginn hvernir sumir af þessum leynigestum eru en hef ekki guðmund um aðra. Það eina sem ég ætla af veikum mætti að banna er að fólk fari að senda inn komment undir nöfnum einhverra annarra. Og þá btw, Snatamyndin og Kalli Bjarna í kommentakerfinu eru eiginlega fráteknar. Skal bæta við fleirum mjög fljótlega fyrir fasta kommentapenna!

En svo þarf maður að koma prívatbloggfærslum á framfæri s.s. eins og þegar Ragga biður sérstaklega að heilsa Gústa, bjargvættinum sínum.....

hmmm ætli það komi einhver spennandi komment á þessa færslu, hvur veit.
Verður líklega að blogga þar sem maður er ekki í neinni yfirlýstri bloggpásu. Annars gæti fólk farið að halda að það sé eitthvað að!
Gæti t.d. bloggað fullt um golfmótið sem ég gerðist kylfusveinn í á föstudaginn en ætla bara að vísa á myndina sem ég tók þar og skellti á fotologgið mitt. Annars var þetta ekkert venjulegt golfmót heldur hin sérstæða bændaglíma og gengdi ég eiginlega frekar hlutverki áfengissveins heldur en kylfusveins. Fannst annars ekkert mikið til þessa golfs koma enda vann ekki einu sinni rétta liðið, þannig að þetta var tómt rugl.

Gæti líka bloggað um allt djammið sem fylgdi á eftir á Pleiers eða allan hausverkinn sem kom daginn eftir en er að hugsa um að sleppa því. Látum ímyndunaraflið bara ráða för.

Thursday, October 02, 2003

Hey, vitleysingar sem ég vinn með
Stína biður að heilsa ykkur öllum!
Það eru að minnsta kosti veit ég einhverjir ykkar sem eru að stelast til að lesta þetta!
Ekki tókst mér nú að vera lengi í bloggpásu
Enda engin ástæða til að leggjast í eymd og volæði og ég er reyndar ekki lengur viss um að ég geri alla hluti vitlaust eða bara vitlausa hluti. T.d. held ég að fiskigrauturinn sem ég bauð sjókonuekklinum honum karli föður mínum uppá og systur líka (minni systur sko) hafi verið hrein snilld. það er að minnsta kosti enginn búinn að fá í magann ennþá. Að minnsta kosti ekkert rosalega mikið. Að minnsta kosti ekki ég.

Annars undarlegt að mér sýnist að það hafi bara verið vel í meðallagi traffík á síðunnu minni síðan ég lýsti yfir bloggpásu. Spurning hvað gerist núna. Og ekki síður eftir að ég verð búinn að blogga um æfintýri bændaglímunnar þar sem ég er sko genginn til liðs við lang besta liðið, Lubbu og Ernina [... Laufey og Ernirnir þannig að Google geti fundið þetta ... ] !!! Animal farm hvað???

Reyndar fæ ég líklega ekkert að golfa heldur bara vera svona burðardýr en það er örugglega bara miklu betrara!

Annars var ég að sjá að það voru einhverjir tómir óvinir að skoða síðuna mína því langvinsælasta leitarorðið í dag er búið að vera "Fríða og dýrin". Allt tómir lúserar sem eru að skoða síðuna mína hmmmmm.........

Tuesday, September 30, 2003

Blogg :-(
Ég veit ekki hvort ég geri nokkurn skapaðan hlut rétt eða hvort ég sé yfirhöfuð að gera réttu hlutina.

Kannski ætti ég að gera smá pásu á blogginu mínu . . . . . . . . . . . .


Af bændaglímugolfrmótinu
Það stendur sko yfir villt áróðursstríð í vinnunni hjá mér út af gólfmóti!

Þessi hér fer fyrir öðru liðinu, hitt liðið kallast Fríða og dýrin.

Monday, September 29, 2003

Hvers vegna drap hún systur sína?
Þetta er ekta sálfræði próf sem byrjar svona:

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar.

Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum drauma prins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.

Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína?


Ég set inn svar og útskýringar á morgun en fram að þeim tíma má koma með gæfuleg svör í skilaboðakerfinu.

PS
Þeir sem hafa svarað þessu áður eiga ekki að sýna hvað þeir eru ferlega gáfaðir!


Lítill strákur
Það var einu sinni lítill strákur sem fékk þúsundkall í jólagjöf sem voru alveg rosalega miklir peningar fyrir lítinn strák. Strákurinn hugsaði um allt sem hann gæti keypt fyrir þúsundkallinn en ákvað að byrja á að fá sér flotta leikfangabílinn sem hann hafði langað til í langan tíma.

Og strákurinn fór í leikfangabúðina til að kaupa bílinn. Hann tók bílinn úr hillunni en gleymdi að skoða hvað hann kostaði. Síðan þegar hann kom að búðarborðinu og komst að því að bílinn kostaði eiginlega allan þúsundkallinn þá varð strákurinn alveg miður sín en hélt að hann gæti ekki skilað bílnum af því að hann var kominn með hann að búðarborðinu.

Þegar strákurinn kom heim til sín var hann eiginlega hágrátandi og sagði mömmu sinni frá því að bíllinn hefði kostað alla peningana hans og núna gæti hann ekki keypst sér neitt af öllu þessu hinu sem hann ætlaði að kaupa sér.

Mamma hans varð foxill og sagði honum að hann þyrfti aldrei að fá sér neitt sem hann vildi ekki fá sér og hann gæti alltaf skilað því sem hann væri ekki búinn að kaupa. Síðan hefur strákurinn ekki keypt sér neitt sem hann vildi ekki fá sér.

Sunday, September 28, 2003

hmmmmm
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
Mix with eiraggi! Username:
Yet another fun meme brought to you by rfreebern

Ég segi nú bara eins og Stína, þetta hlaut að vera svart, þetta er nú ekki alvitlaust.
Prófa nú að blanda eiraggibium við hennar kristivium
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
kristivium is an opaque, thin red liquid extracted from the eyeballs of a doppelganger.
Mixing eiraggibium with kristivium causes a violent chemical reaction, producing an opaque black potion which gives the user protection from electric shocks.
Yet another fun meme brought to you by rfreebern

Vá, ég fæ að ráða litnum en eins og einhverjum gat dottið í hug þá er útkoman stórhættuleg!

Og svo við Röggu
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
rakreillium is a milky, pasty black gel drawn from the pollen of a burning bush.
Mixing eiraggibium with rakreillium causes a violent chemical reaction, producing a milky sky blue potion which gives the user protection from death.
Yet another fun meme brought to you by rfreebern

Hmmmm hvað fólki getur nú ekki dottið í hug, það er nú ekki margt held ég!
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
Mix with eiraggi! Username:
Yet another fun meme brought to you by rfreebern



Ég vona að ég sé ekki svona mikill auli

Ég var verkfræðingur áður en ég fór að vinna við markaðssetningu svo ég kom með fáeinar tillögur um netverkshönnunina þína.Losaðu þig við þetta "Cisco" dinglumdangl, hvað sem það nú er, og skelltu þessu í valslöngvu úr innlendu timbri.Er langt síðan þú skiptir um starf?

-Ég er að minnsta kosti búinn að koma mér upp góðum samskiptahæfileikum, lúðulakinn þinn.

En þá ætti ég kannski að gerast sköllóttur og skella mér svo í markaðsmálin!

Friday, September 26, 2003

Hljóðskilaboð um farsíma slá í gegn í Bandaríkjunum
Ja, mikill er nú máttur tækninnar! Í henni Amríku er víst búið að finna upp síma sem hægt er tala í!

Ég velti fyrir mér hvað komi næst. Kannski munu þeir finna upp blýanta sem hægt er að skrifa með á svona þunnt efni sem unnið er úr trjám.....
Þegar fólk kann ekki að leita á internetinu!!!

Einhver ætlaði að finna mynd af Kofi Annan og sló inn leitarstrenginn picture of kaffi annan.

Sá/sú fann nú líklega ekki margar myndir af framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en fékk töluvert af vefsíðum íslenskra kaffifríka.

Og t.d. var það sem kom fram á fyrstu síðunni sem finnst þarna:


I keep a picture of Mypenis ... 1/2 bolli kakó 1 egg vanilludropar heitt kaffi Meðhöndlun: BOTNARNIR ... Botnarnir eru síðan settir ofan á hvern annan og kremið ...


Alveg sérstaklega áhugavert verð ég að segja! Sérstaklega þetta með botnana sem eru settir hvor ofan á annan og svo hvernig Mypenis kemur inn í þetta sem ég reyndar fatta ekki alveg en það er allt í lagi þar sem þetta er greinilega ákaflega merkilegt allt saman!

En af hverju viðkomandi þvældist inn á síðuna mína sem kom þarna svona....


Sona laggalegt blogg - ... En hvað um það, kaffi er gott. ... caught up in the details and miss the bigger picture ..... ... Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo ...

Skil ég ekkert í
Föstudagsgrín dagsins kemur frá Davíð


Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur. Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.

"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.

Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"

"Hana á ég," svarar Jói.

"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.

"Mjög gott," segir Jói hrifinn.

Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."

Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"

"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."

"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"

"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.

"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.

"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.

"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.

"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.

"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.

"Nei."

"Þú ert hommi er það ekki?"

Það er orðið skammt stórra högga á milli hjá manni
Í gær var ég bara heimsfrægur í Brasilíu en í dag er ég víst líka orðinn heimsfrægur á Íslandi! Hmm ég er nú reyndar bara á blasíu 34 þarna en það er náttúrulega ekki hægt að komast á forsíðu á íslensku stórblaði í fyrstu atrenu... eða þannig!

Já, það er ekki slæmt að hafa öflugan umboðsmann!