Frostwagen Ventó
Í morgun skildi ég loksins af hverju allar þessar hurðir eru á bílnum mínum. Fyrst var ekki hægt að opna neina. Síðan tókst mér að opna aðra afturhurðina. En í hrifningu yfir því þá lokaði ég henni auðvitað aftur hið snarasta og þá tók hún ekki í mál að opnast aftur. Síðan eftir langa leit þá fann ég farþegahurð sem er beint á móti hurðinni sem ég nota yfirleitt til að komast inn í bílinn og þar komst ég inn. Klöngraðist yfir gírstöng og handbremsu og þið megið vita að það var ekki góð lífsreynsla. Setti bílinn síðan í gang, fann sköfuna (sem er reyndar bara gömul kasetta) og fór síðan sömu leið til baka aftur. Skóf rúður hátt og lágt með kasettunni góðu og klöngraðist síðan inn í bílinn aftur sömu leið. Reyndi að beita brögðum á leiðinni í vinnuna og lét miðstöðina blása heitu lofti á hurðarófétið en það dugði ekki til. Ég þurfti aftur að príla yfir í farþegasætið til að komast út úr bílnum aftur.
No comments:
Post a Comment