Úti á lífinu
Ekki var nú síðasta blogg langt, enda var það bloggað um miðja nótt og maður á ekki að vera að blogga um miðjar nætur og þá allra síst ef maður er búinn að vera að barast hálfa nóttina. Og ég ætla nú ekki að fara að gera eitthvað langlokublogg um hvar hver var að hitta hvern alla nóttina enda hafa slík blogg aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér. Enda hitti ég yfirleitt aldrei neinn þegar ég fer eitthvað svona út. Og þetta var svo sem engin undantekning. Skil þetta yfirleitt aldrei alveg að það er yfirleitt eins og allir hinir þekki alla allst staðar en ég þekki ekki neinn.
Reyndar hitti ég eitthvað fólk sem þekkti mig en ég þekkti ekki. Kemur ekki til af góðu en ég hef einhvern tíman haldið því fram að ég ætti að fá örorkubætur út af ómanngleggni minni. En ég þekkti samt suma sem ég hitti og mér tókst meirasegja að dansa skmá við sætustu stelpuna á svæðinu en svo bara hvarf hún eða kannski hvarf bara ég. Eða við hurfum að minnsta kosti hvort öðru.
En það var bara ágætt úti á lífinu og þökk sé Stebba fyrir að hafa líka verið að láta sér leiðast á laugardagskvöldi en ég var eitthvað hálf syfjaður fram yfir hádegið í dag.
No comments:
Post a Comment