Friday, May 30, 2003

Veðurstofan er yndisleg en spáin er ömurleg
Sólmyrkvaveðurspá

Það er víðáttumikil hægfara lægð SSV af landinu og veikluleg hæð norður af því. Samskil lægðarinnar hreyfast hægt norður á bóginn í átt að Íslandi ( sjá kort fyrir neðan). Tímasetning/staðsetning skilanna ræður hér mestu um skýjahuluna. Það er spáð úrkomu við suðurströndina fyrir miðnætti og síðan á Suður- og Suðausturlandi öllu.

Þannig að möguleikinn á að sjá sólmyrkvann er norðanlands. Föstudagur ætti að vera sólskinsdagur fyrir norðan but er kvölda tekur þykknar upp í lofti sunnanfrá. Hvað hratt það gerist er 64k spurningin.

Ef skilin hreyfast hægar, þá yrði líklega áfram alskýjað sunnantil en líkurnar ykust á að berja sólmyrkvann augum. Ef skilin fara hraðar yfir, ó jæja, rigning eða sól, íslenskar vornætur eru yndislegar.


Ja, ekki á ég nú von á að ég fari alla leið norður og niður til að sjá sólina myrkvast enda í raun alls óvíst að það takist nokkuð heldur þar

Thursday, May 29, 2003

Nýja bloggvistunin kemur bara ágætlega út sýnist mér
Virkar hraðar en áður og t.d. Stínublogg og Röggublogg virðist vera eitthvað í ólagi. Er líka laus við auglýsinguna af síðunni.

Arkífið virkar hins vegar ekki ennþá, fer að nota mína jarðýtuaðferð til að laga það. Og skilaboðakerfið virkar eitthvað illa en kemur stundum en fer síðan bara aftur. Er kannski meira að veða eins og sendiboði í staðinn fyrir skilaboði. Þegar kerfið hverfur af síðunni minni þá hefur það kannski bara senst eitthvað annað. Þarf síðan líka að skrá þennan nýja stað hjá RSS molum, þannig að það skoði nú einhver síðuna (svona fyrir utan fastagesti).

Er samt eiginlega spældur yfir öðru. Ég sem hélt að ég væri nörd. Ætlaði að fara að hætta alveg við blogger ófétið og nota þetta Movable Type í staðinn en varð eiginlega að játa mig sigraðan í gærkveldi. Ég fattaði bara ekki baun í bala hvernig þetta átti að virka. Hvar átti að setja hvað og hvernig. Ef einhver aumkar sig yfir mig þá væri nú reyndar ágætt að fá einhverjar leiðbeiningar. Nei ég segi bara svona.
Örþreyttur og eiginlega alveg úppgefinn
Fór út að línuskauta. Skautaði út um allt. Frábært veður. Línuskautaði með barnavagn í fyrsta skipti á æfinni og var það eiginlega heví mega kúl eða það fannst mér að minnsta kost og maður á alltaf að blogga það sem manni finns. Það segir mamman manns að minnsta kosti. Skautaði síðan í gegnum miðbæinn á leiðinni heimog held að ég hafi heldur aldrei áður gert Lækjargötuna svo fræga að skauta hana! Gúlp. Er síðan boðinn í mat í kvöld. Hvað það verður veit samt enginn.....

Kom síðan heim í góðaveðrinu til að undirbúa námskeið sem ég er að halda eftir helgi í Endurmenntun. Þarf að skila af mér gögnum í fyrramálið og var bara svona rétt so svona að komast að því að þau eru öll týnd. Vona bara að þau í Endurmenntun séu með orginal möppuna. Ef ekki þá verða eiginlega góð ráð dýr í fyrramálið. Ef þau verða þá í boði á annað borð.

PS
Mér sýnist að veðrið hafi verið svo gottð það bara stórsér á handleggjunum. Eru að verða rauðir eins og tómatar. Ja,kannski bara svona bleikir en samt....

PSS fyrir Hjördísi og aðra sem halda að það sé eitthvað erfitt að vera með barnavagn á línuskautum: Þetta er ekkert mál. Eins og að vera með göngugrind. Og sérsaklegaað bremsa. Ég breyttist í bremsusnilling um leið og ég var kominn með barnavagninn. Spurning um að ég fái mér barnavagn bara svona almennt upp á öryggið á línuskautum!

Og PSSS svona off the record. Ég rústaði Trivial Persuit keppninni eftir matinn!
klessti á bíl á línuskautautum í vernduðu umhverfi
Þetta var eiginlega megafyndið. Ég á línuskautum á göngustígnum bakvið flugvöllinn. Getur varla verið meira verndað umhverfi. Að rembast við að halda í við systur mína. Gekk ekkert svo svo svakalega illa þrátt fyrir allar harðsperrurnar eftir hlaupatortúr hádegisins.

Nú sem ég er þarna svona 50 m á eftir litlusystur sé ég þá ekki álengdar að einhver auli er að keyra á stígnum. Já bara eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta hefði nú svo sem alveg verið sök sér ef njólinn hefði ekki tekið þá miður gáfulegu ákvörðun að fara að snúa við þarna á stígnum. Veit ekki hvort hann hafi verið svo illa hugsandi að hafa ekki áttað sig á því að bílinn hans var mun lengri en stígurinn var mjór eða að hann hafi haldið að ég væri á einhverjum sérstökum torfæruskautum til að fara á út fyrir stíginn eða kannski svona flugskautum. Hann hefur jannski haldið að ég væri Harry Potter (og gæti þá sko flogið) af því að ég er er svona aðeins dökkhærður (það sko sem er ekki orðið grátt ennþá) með gleraugu og einhvern fæðingarblett á enninu sem gæti náttlega alveg komið í staðinn fyrir eldinguna á enninu á honum Harry vini mínum.

En þar sem ég er hvorki Harry Potter né kann að fljúga þá var bara eitt til að gera í stöðunni og það var að athuga torfæruhæfni skautanna (nei bremsa, ég á sko eftir að læra það). Fór því bara út fyrir stíginn en sá flótlega að þetta gekk ekkert of vel og ákvað því í staðinn að prófa flughæfnina og hún var sko til staðar. Fór í alveg svakaflotta parabólu yfir húddið á bílnum!

Og hvað aularnir urðu skelfdir. Ég náttúrulega var svakareiður við þá og spurði hvort þeir væru klikkaðir að vera að keyra þarna. Þeir reyndu nú svona að komast að því hvort ég væri mikið slasaður sem ég var auðvitað ekki neitt enda alvanur að fljúga á hausinn. En hélt bara áfram að skamma þá. Geri eiginlega ekki ráð fyrir að þeir leggi aftur í að fara í bíltúr á þessum göngustígum. Jafnvel þó þeir hafi haft svo góða ástæðu sem þeir höfðu að vera að fara að sækja systur annars þeirra einhvers staðar þarna á stígnum. Verst að ég gleymdi að taka mynd af njólunum!

Það má reyndar kannski alveg bæta við þessa árekstrasögu mína að það er náttlega ekki ein báran stök í þessu frekar en öðru. Þegarég var í skokktúrnum mínum í hádeginu þá hljóp ég nebblega á kyrrstæðan bíl sem keyrði fyrir mig á einhvern fáránlegan hátt þegar hann var að fara út af bílastæðinu við ísbúðina í Álfheimunum.

Af þessum sögum má eiginlega bara læra eitt: Ökumenn, hagið ykkur!

Wednesday, May 28, 2003

Þetta virðist vera farið að virka á nýjum stað fyrir utan það að arkívið virkar ekki neitt ennþá!
blogg
Jæja, vona að þetta virki eitthvað betur á nýjum stað
Nær mínum heimahögum og svo virðist ég þá líka vera laus við þessa aulalegu auglýsingu á síðunni!
Jæja, aumingjastimpillinn fer að festast við mig
Komst loksins í skokktúr í Laugardalnum í hádeginu. Þ.e. fattaði að það að fara í sund er snýst ekki bara um það að svamla í lauginni heldur ekki síður um það að hluapa í kringum hana. Ekki hafði ég grun um að laugin væri svona asskoddi stór! Fór reyndar ekki hring í kringum laugina heldur marga hringi í Laugardalnum þannig að mér lá við yfirliði af svima. Eða kannski var ég bara við það að örmagnast. Þetta var annars mega skemmtilegt og örugglega ekki verra fyrir egóið í hlaupafélaganum að hafa hálfpartinn tekið mig í nefið. Ja, öðruvísi mér hér áður brá. En núna liggur leiðin sem sagt bara uppávið.
Ekki finnst mér nú skýjaútlitið nógu gott
Nú þurfa bara allir að leggjast á bæn um að fá almennilegt sólarveður á sólmyrkvanum. Við getum ekki látið það um okkur spyrjast að við látum skýjadrússlurnar fela þetta fyrir okkur.

Ég vil svona.

Tuesday, May 27, 2003

Ekki seinna vænna að komast að því að maður er að verða að aumingja
Var svakaduglegur í hádeginu í gær og fór í sund "með" vinnufélögum úr Ráðgarði (blessuð sé minning hans). Reyndar var þetta smá misskilningur allt saman því þegar þeir fara í sund þá fara þeir út að skokka og svo í heitapottinn á eftir. Ég hins vegar synti einhverja par hundrað metra og varð blár og bólginn eftir það. Gekk eins og auli út um alla sundlaug (ja, gekk reyndar á bakkanum sko) til að finna félagana, sem voru skokkandi á stígunum í Laugardalnum á sama tíma og auðvitað að leita að mér.

Jæja, til að ég fengi nú einhverja skokkæfingu þá tékkaði ég á sjálfum mér í gærkvöldi á stígum bæjarins og komst að því mér til mikillar skelfingar að hlaupagetan er komin niður úr öllu valdi. Kláraði ekki einu sinni hlaupahringinn minn og gekk eins og auli, bullsveittur heim til mín.

Verð greinilega að fara að gera eitthvað almennilegt. Dugar ekki að láta sig bara renna um bæinn á línuskautum ef ég ætla að sigra 2119M eftir hálfan þrjár vikur eða hvað það er langt þangað til. Lengi lifi hreystimennskan og helst alveg þangað til ég dey.

Jæja en veðrið var að minnsta kosti bara gott, stelpurnar í lauginni vori sætar og ég mun mæta tvíelfdur á stígana í Laugardalnum með Vandræðaskáldinu og Hvellinum í hádeginu á miðvikudaginn. Verst að ég verð líklega ekki í neinni aðstöðu til að gera grín að þeirra hlaupagetu þar sem ég verð líklegast ennþá að drepast úr harðsperrum eftir gærdaginn. En við sjáum hvað setur.

Monday, May 26, 2003

Sólmyrkvaæfingar í fullum gangi
Jæja nú styttist í sólmyrkvann. Það hafa verið miklar spekúlasjónir um það í vinnunni hjá mér hvernig best sé að horfa á þetta myrkvafyrirbæri. Hvort nóg sé bara að píra augun eins og Clint Eastwood eða hvort það þurfi rafsuðugler eða jafnvel hvort öruggast sé að horfa í gegnum 5mm stálplötu.

Morten er svakagóður í þessu búinn að kaupa sérhönnuð sólmyrkvagleraugu handa 25 manns. Kosta hjá honum 300 kall held ég ef einhver hefur áhuga. Svavar var hins vegar almennilega forsjáll. Keypti sér svakavandað rafsuðugler. Er meira að segja búinn að prófa að taka myndir í gegnum það! Ég verð hins vegar að segja sjálfur að ég hef hann grunaðan um að hafa villst á himinhnöttum og hafa bara tekið myndir af tunglinu. Þetta er svo helv. hvítt hjá honum!

Ég frétti hins vegar af alveg snilldarleið til að skoða fyrirbærið frá Röggu, einkum er það snilldarleg aðferð fyrir alla alvöru nörda. Athugði, nördar sem lesið þetta: Ef þú ert nörd þá ætlar þú að skoða sólmyrkvann (allir alvöru nördar verða að skoða sólmyrkva) og þá þarft þú ekkert rafsuðugler eða einhver sólgleraugu. Þú notar seguldiskinn úr næstu ónýtu diskettu sem þú finnur (ónýt disketta er disketta sem maður veit ekki hvað er á, ef maður eyðileggur hana þá kemst maður aldrei að því hvort maður var að eyðileggja eitthað sem skipti máli eða ekki og þá skiptir það ekki neinu máli.

Til að sanna mitt mál um áæti diskettunnar við sólarmyndir þá tók ég út um gluggann hjá mér uppi á hálofti þessa mynd. Grægjurnar voru: Canon Ixus (svona pínulítil digital myndavél sem kemst í hvaða vasa sem er), Kíkir, 7x35 og einn seguldiskur úr diskettu!

Ég bíð núna bara spenntur eftir aðfararnótt laugardagsins!
Stjörnuspár, er þetta ég?

Vatnsberar eru oft háir og glæsilegir, með loðnar augabrýr og óstýrilátt hár, og þeir klæðast gjarnan dýrum og nýtískulegum fötum, en yfirleitt skapa þeir sér þó eigin fatastíl. Vatnsberar eru sjálfstæðir í hugsun og fylgja ekki viðteknum skoðunum og þeir vilja einlæglega berjast gegn alls kyns óréttlæti, ekki síst félagslegu. Vatnsberinn er vingjarnlegur og opinn í framkomu og nýtur sín vel í félagslegu samhengi, bæði í stærri og minni hópum. Þeir eru ævintýragjarnir og stundum sérvitrir, eiga til bæði önuglyndi og þrjósku, ekki síst ef þeir neyðast til að verja eigin sérlyndi. Þeir eru hins vegar óþreytandi að berjast fyrir minni máttar. Vatnsberinn er frumlegur í hugsun, og velur sér gjarnan óvenjulegt starfssvið, eins og t.d. stjörnufræði, fornleifafræði eða annað vísindatengt, en þeir gætu allt eins tekið upp á því að gerast flugmenn eða skrifa vísindaskáldsögur! Þrátt fyrir mannúðlegt hjartalag er Vatnsberinn oft fjarlægur og erfitt að ná sambandi við hann, svo hann ætti að reyna að vera hlýlegri í framkomu og reyna að gefa meira af sjálfum sér.


Ja, þó ég trúi nú ekki sérstaklega á stjörnumerki eða það að hvar sólin eða himinhnettirnir eru staðsettir á himninum ráði því hvernig við verðum, þá passar nú sumt þarna held ég töluvert vel við mig.



Sunday, May 25, 2003

helgin bara að verða búin
Og það sko júróvisnuhelgi! Held annars að Briggite hafi bara staðið sig vel. Mér fannst hún a.m.k. lang sætust. Var þetta annars ekki alveg örugglega keppni um það. Fannst reyndar lang fyndnast að horfa á þennan frá Austurríki. Held að ég sé búinn að sjá hann þrisvar og fer að hlæja í hvert skipti. Og það þarf sko ekkert smá til að ég fari að hlæja eins og allir ættu að vita.

En það er nú reyndar dálíið geisp hjá mér núna. Er að ljúka við að skrifa grein í Dopann, vefrit Stjórnvísi. Ætlaði að vera búinn að því fyrir löngu en þetta dróst eins og sumt annað hjá manni. En betra er seint en aldrei segir máltækið.

En núna hefst síðan vikan fyrir sólmyrkvann. Stendur til að æða upp á Esjun aðfararnótt laugardagsins ef veður leyfir. Ef veður leyfir ekki Esjugöngu þá fer ég bara eitthvað annað. Ég skal ná að sjá sólina hverfa!

Friday, May 23, 2003

Draumfarir
Hafði hvorki draumfarir beinar né sléttan nætursvefn.

Hrökk upp með andfælum einhvern tíman um tvöleitið og leit á klukkuna. Þar stóð bara 1:47.

Leit út um gluggann sem gaf mér ekki mikla vitneskju um gang himintunglanna þar sem þau eru eiginlega á lofti allan sólarhringinn á þessum árstíma. Leit aftur á klukkuna og sá þá þá mér ekki til undrunar 1:48 en mér til mikillar undrunar stóð "Sat" þarna líka. Sem þýðir held ég ekki að einvher hafi setið einhvers staðar heldur að það eigi að vera kominn laugardagur.

Gisp! Hvur fjandinn hefur eiginlega gerst hugsaði ég með mér. Hef ég sofið af mér heilan dag? Vissi að ég var syfjaður og þreyttur þegar ég fór að sofa en ekki svona! Þurfti að skoða calendar í símanum mínum til að sannfærast um að það væri líklegast úrið mitt sem væri að bilast en ekki ég.

Sofnaði svo sæll og glaður vitandi það að ég hefði ekki misst af neinu. En vaknaði mörgum klukkutímum seinna upp eftir all undarlegar draumfarir.


Var búinn að skipuleggja hjólaferð sem átti að vera þannig undarleg að hún átti að vera á milli hafna og úti á sjó.

Þegar ég var síðan aðeins lagður af stað þá áttaði ég mig á því að þetta væri dálítið djúpt. Þurfti að snúa við við illan leik, syndandi með hjólið einhvern veginn á öxlinni. Var ekki einn en björguðums bæði.

Man að þegar ég sá hvað þetta var djúpt þá áttaði ég mig líka á því að ég hafði víst séð á korti að þetta væri ekki neitt grynningasvæði þannig að ég hefði getað sagt mér þetta sjálfur.


Jæja, nú má hver reyna að ráða drauminn fyrir sig fyrir mig.

Er þetta góður eða slæmur fyrirboði fyrir ferðalög sumarsins?

Er þetta bara enn eitt dæmið um hvað ég er óákveðinn?

Er ég að fara út í einhverja óvissu sem ég bakka út úr


Er þetta fyrir því að ég fari að stunda seglbretti eða kajakróðra í sumar?

Er þetta út af því að skemmtinefndin sem ég er í er að skipuleggja sjóstangveiði?

Er þetta fyrir því að ég fari í hjólaferð í sumar og snúi við út af ofboðslegri rigningu sem ég hefði mátt sjá fyrir?

Eða er þetta bara fyrirboði um að það verði gott veður í dag, sem mér sýnist reyndar að sé að rætast!



Thursday, May 22, 2003

Það getur verið gaman að vinna á stórum vinnustað
Þar sem er fullt af alls konar fólki. Allir eru nefnilega einstakir.

Tveir vinnufélagar mínir geta t.d. aldrei látið það ógert að hrekkja mann með gátum. Mér til óblandinnar ánægju fékk ég frá þeim gátu í dag sem er eftirfarandi:

Þú ert með kúlu og borar gat í gegnum miðjuna á henni. Gatið verður 6 cm langt. Hvað er rúmmál þess efnis sem verður eftir í kúlunni?

Sjá skýringarmynd.



Sjálfur er ég svo undarlega skrýtinn að finnast þetta allt saman bara skemmtilegt. Þurfti reyndar að nota sirkil til að leysa þetta en það tókst reyndar á innan við 5 mínútum eftir að ég var kominn með sirkilinn. Segi ekki strax hver lausnin er en hún er að sjálfsögðu dálítið sniðug. Og eins og alltaf í þessum gátum þá byrjaði ég á að lenda á alveg herfilegum villigötum. Og svipurinn á Kristni og Jóhannesi þegar þeir voru að hlæja að mér. Algjörir púkar.

En ég stóðst held ég prófið. En ekki láta þig dreyma um það. Ég læt ekki uppi svarið .... ekki strax að minnsta kosti.

Ein eldri gáta hjá þeim er hér. Ég veit að aumingjans Jón Eyfjörð hefur ekki getað sofið í heila viku út af henni. ... Er orðinn hálf tuskulegur greyið.

Pocahontas í sjöunda himni
Það eru komin veðmál í gang í vinnunni hjá mér um gengi Birgittu Pocahontas og ég var bjarsta mátlega bjartsýnn fyrir allra hönd og veðjaði á sjöunda sætið!
Júróvisnun
Gvuuuð hvað þetta er æðslegt. Við vinnum örglega
Það sem mér finnst um sofandi ökumenn
Sko, ... mér finnst að ökumenn eigi að vera vakandi. Líka þeir sem eru sofandi. Og þegar sofandi ökumenn svína á mér eins og gerðist í morgun þá eiga þeir að fatta það þegar ég þarf að keyra upp á kant og snarstoppa. Þeir eiga síðan líka að vakna þegar ég flauta, blikka öllum ljósum og baða út öllum öngum. Var jafnvel að velta fyrir mér hvort sá sofandi myndi kannski vakna ef ég myndi nota stuðaratrixið mitt á hann. En lét ekki verða af því að þessu sinni enda getur það víst kostað svo helv. mikið og tekið líka smá tíma. Einhver skýrslugerð og svona.

Jæja en í öllu falli þá vaknaði ég ágætlega við þetta.

AMEN

Wednesday, May 21, 2003

Frábær tíðindi úr pólitíkinni
Ég ræð mér vart fyrir kæti eftir að ég heyrði þessar frábæru fréttir um hina nýju fersku ríkisstjórn þjóðarinnar sem hún var svo lánsöm að kjósa yfir sig. Núna verður sko gott að lifa á Íslandi næsta árið. Svo ég tali nú ekki um næstu fjögur, fjörug árin.

Það verður sko alveg sérdeilis frábært þegar Dóri hvalur verður orðinn forsdráðherra og Dabbi kóngur orðinn utanrksráðhrra. Svo alveg gríðarlegur spenningur um hver taki við sem umhverfisráðherra. Örugglega einhver góður maður sem finnur nýjar leiðir til að virkja út um allt, einkum eftir að búið verður að leggja Landvernd niður. Þetta verður allt alveg ofboðslega frábært!

Reyndar hélt ég að við fengjum bara fleiri góða daga án Guðnýjar þegar Davíð hætti sem forsætisráðherra. En það verður víst að bíða eitthvað aðeins lengur eftir því.

Get bara ekki beðið eftir september á næsta ári. Á ekki einhver tímavél handa mér.
Gleðibankafílíngur hjá þjóðinni
Alltaf finnst mér það jafn drep fyndið þegar íslenska þjóðarsálin fyllist þessari barnslegu einlægu bjartsýni um að núna sé komið að því að við vinnum Júróvosjon keppnina og það sko með stæl!

Reyndar hefur framlag okkar oft verið verra en núna. Eins og til dæmis síðast þegar lagið sem var hroðalegt á íslensku varð ennþá verra á ensku. Og eins og systir mín sagði einhvern tíman. Þetta var ekki lag heldur bara lélegt viðlag við ekki neitt.

Þetta er hins vegar allt voða skemmtilegt og hérna má lesa um hana Birgittu Pokahontas að gera það gott í Ríga. Alveg eins og Gleðibankinn gerði það gott á sínum tíma. Oh, þau eru svo sniðug og langvinsælust. Myndbandið er líka svo gott sagði fólk um Gleðibankann. Núna er líka Birgitta lang sniðugust og allir blaðamannafundirnir ganga svo vel að maður bara fær tár í augun!
Stundum verður maður bara hissa og upp með sér
Svo sem þegar ótrúlegasta fólk man eftir manni. Var í morgun á ágætum aðalfundi Stjórnvísi og eftir fundinn vindur sér að mér einhver bláókunnur maður og heilsar mér með virktum. Þegar hann áttar sig á því að ég kannast ekkert við hann segir hann að ég muni kannski ekkert eftir sér. Var þetta þá Þórður nokkur sem var með mér í bekk í eitt ár fyrir heilum tuttugu árum og man ég ekkert eftir að hafa verið neitt sérstaklega mikið í félagi við hann þá.

En kannski mundi hann bara eftir mér út af því að þegar verið var að krýna Guðfinnu Bjarnadóttur sem heiðursfélaga Stjórnvísi þá þurfti ég endilega að fá mér kaffi og kaffikannan þurfti endilega að láta standa eitthvað á sér þannig að lokið á bölvaðri könnunni spýttist út í loftið og lenti í kjöltu konunnar sem sat við hliðina á mér. Kannski ætti ég að láta mér þeta að kenningu verða og hætta að drekka kaffi þangað til ég er hættur að vera svona hroðalega spastískur. Eða kannski ekki að vera að drekka kaffi í svona fjölmenni.

En hvað um það, kaffi er gott.

Tuesday, May 20, 2003

Ekki sklæmt að vera Dumbledore
Dumbledore
You Are Albus Dumbledore


Eternal Magic : Which Harry Potter Professor are You?
brought to you by Quizilla
Which X-Men character are you most like?"
gambit
You are Gambit!

You are a fierce fighter and a good friend to have.
Your preference for solitude and your
attractiveness make you very intriguing to
those you meet. Unfortunately, close
relationships are few and far between for you
because you often have trouble opening up to
others.


Which X-Men character are you most like?
brought to you by Quizilla


Svona að einhverju leyti eru þessi test nú að koma til. Það er a.m.k. eitthvað til í þessu, jafnvel öllu.

Nú skal bloggaður brandari dagsins
Svona af því að mér dettur ekkert í hug að blogga í augnablikikikinu og ég veit að bloggið mitt verður alveg ferlega sárt ef því er ekki sinnt tvo daga í röð þá kemur hér brandari dagsins sem reyndar er í boði Stínu:


Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. Ekkert virtist ganga upp.

Hann prófaði að skamma fuglinn, sem svaraði honum fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna.

Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði ---- en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna. Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði:


"Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig innilega fyrirgefningar."

Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram:

"Bara svona fyrir forvitnis sakir, hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?"

Monday, May 19, 2003

Ja, ætli ég hafi kosið rétt?
Maður kýs nebblega ekki eftirá, þó maður stundum kannski feginn vildi.






Þú ert sterklega á móti núverandi ríkisstjórn, á móti NATO, á móti virkjunum. Þú hefur hugsjónir, og því kýstu Vinstri Græna. (Verst að þeir eru soddan kommar)



Hvað kýst þú?





Sjá líka Fotolog!

Sunday, May 18, 2003

Ljómandi hjólahelgi þó ég eigi eftir að gera eitthvað af því sem ég ætlaði mér þessa helgi
Eftir að hafa klárað ráðstefnuleyfarnar frá föstudeginum var hjólaður svo kallaður Elliðavatnshringur. Ótrúlegt hvað hlutirnir breytast. Fór þennan hjólatúr nokkuð reglulega á meðan ég bjó í Breiðholtinu. Núna nokkrum árum seinna er búið að byggja þarna út um allt. Byggðin teygir sig í allar áttir.

Hestarnir virðast líka hafa gleymt mér. Að minnsta kosti urðu þeir fældari en ég hef nokkurn tíman séð áður. Þeir gátu jafnvel fælst við að sjá bara hjólið kyrrstætt. Skil þett eiginlega ekki alveg. Hestar sem þola ekki að sjá hjólreiðamann kyrrstæðan eða kannski á röskum gönguhraða held ég að hljóti að vera eitthvað helst til taugaveiklaðir, illa tamdir eða knapinn eitthvað óvanur. Það gerðist reyndar sem ég hef aldreigi séð áður að einn knapinn missti alveg stjórn á hestinum og hljóp hann bara í burtu án síns knapa. Þannig að knapagreyið datt af baki. Okkur krossbrá auðvitað og ekki batnaði þegar maðurinn lá hreyfingarlaus í vegkantinum. Það er kannski ekki að ófyrirsynju sem hestamenn eru að fara fram á að hjólreiðastígar og reiðgötur verði aðskyldar betur.

Var síðan um kvöldið boðið í megafínt grill. nammi namm og heimagerðan ís. Ekki síðra!

Síðan á leiðinni heim tók myndavélin af mér öll völd á tímabili og má sjá afrakstur þess á fotolog síðunni minni.

Eini gallinn á ágætri helgi er að eitthvað sem ég ætlaði og þarf raunar að vinna hefur ekki enn gerst. En mun vonandi gerast þegar ég er búinn að blogga þessi ósköp. Jæja njótið vel.

Saturday, May 17, 2003

Snökkt snökkt
Ég er búinn að laga bloggið mitt held ég þannig að það getur farið að birtast eins og almennileg blogg en það er annað vandamál. Mér sýnist að öll eldri skilaboð séu týnd eða amk. hálf glötuð. Það er reyndar bara við mig sjálfan að sakast þar sem ég setti þetta líklega eitthvað vitlaust up fyrir hálfu ári þegar ég var af veikum mætti að þykjast kunna eitthvað á þetta. Aulingja ég. Hef meirasegja grun um það að skilaboðin mín hafi verið að birtast einhvers staðar annars staðar líka!

Er annars búinn að finna leið til að hafa upp á gömlu skilaboðunum en það mun taka óratíma að finna þau öll aftur. En reyni samt að sækja eitthvað af þessu!

Friday, May 16, 2003

Fór á frábæra ráðstefnu í dag um tölvuöryggismál
Lærði ýmislegt gagnlegt á henni. M.a. að þarna úti í mörkinni er fullt af bófum sem vilja reyna að brjótas inn til þín. Einnig að bófarnir geta nú þegar verið inni hjá þér. Og þetta getur verið alveg stórhættulegt mál og því er sko betra að passa sig!

Annars er kannski ekkert von á miklum pælingum þegar hvert erindi er ekki nema hálftími. En mér er eiður sær, í einu erindinu kom eiginlega ekkert fram annað en einhver saga um tvo starfsmenn sem sagt var upp störfum og þeir urðu svo fúlir að þeir brutust inn. Þetta tók mig ekki hálftíma!

Ráðstenan hafði nú samt sínar björtu hliðar. Sumum fyrirlesurunum tókst að vera svo fyndnir að fólk var farið að velta fyrir sér hvort þeir væru öryggisráðgjafar eða bara með venjulegt uppistand. Síðan bjargaði það náttúrulega gjörsamlega þessari ráðstefnu að hitta gamla vini og kunningja sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Þetta var því bara svaka fínt þegar upp er staðið þó ég hafi kannski ekki lært svo mikið. Alltaf gaman að bulla við Hjördísi, sem er allt í einu orðin bæði kollegi og viðskiptavinur!

Thursday, May 15, 2003

Frábært leikrit
Fór að sjá f´rábært leikrit áðan í Borgaleikhúsinu, Kvets eða hvurnin sem það er nú aftur skrifað. Ofboðslega fyndið verk sem vekur mann til umhugsunar um hvað maður getur stundum verið lítill innan í sjálfum sér. Hvað maður er hræddur við allt. Hvað maður er hræddur við að klúðra, mistakast og sérstaklega hvað maður er hræddur um að öðrum finnist eitthvað á sama tíma og allir aðrir eru nákvæmlega jafn hræddir og maður sjálfur. Var eiginlega svona viðbót við sálfræðitestið sem er í blogginu hér rétt fyrir neðan.

Mæli eindregið með þessu leikriti en það dugar reyndar skammt þar sem þetta var síðasta sýningin!

Skilaboð
Nýtt útlit
Jæja, nú er ég búinn að gefast upp á gamla útlitinu á blogginu mínu sem virtist aldrei virka nema rétt örsjaldan. Og sjálfur gat ég yfirleit aldrei séð það. Þess vegna lítur bloggið mitt núna út allt öðru vísi en þegar allir sáu það síðast, reikna ég með!
Sálfræðiprófaraunir

Einhvern tíman um daginn sá ég alveg sjúklega heví sálfræðipróf á blogginu hennar Stínu og ákvað auðvitað að ég yrði að taka prófið með það sama þar sem ég er orðinn háður því að taka a.m.k.eitt próf á viku. Kannski rétt að taka fram að ég tók þetta próf einhverjum klukkutímum eftir miðnætti og var svona frekar syfjaður og trekktur. A.m.k. lét niðurstaðan ekki að sér hæða:
DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:High
Schizotypal:Very High
Antisocial:Low
Borderline:Moderate
Histrionic:Moderate
Narcissistic:Moderate
Avoidant:High
Dependent:Moderate
Obsessive-Compulsive:High

-- Personality Disorder Test - Take It! --



Og svona úrtak úr því sem þessi ósköp þýða er:

Schizoid
... avoid relationships and do not show much emotion .......... prefer to be alone and do not secretly wish for popularity ......... tend to seek jobs that require little social contact ........... Their social skills are often weak and they do not show a need for attention or acceptance ......... perceived as humorless and distant ........ often are termed "loners."

Schizotypal
characterized by odd forms of thinking and perceiving ........... often seek isolation from others ........ sometimes believe to have extra sensory ability or that unrelated events relate to them in some important way ........ generally engage in eccentric behavior ..... have difficulty concentrating for long periods of time ........ their speech is often over elaborate and difficult to follow.

Avoidant
......... often avoid social situations ....... seek out jobs with little contact with others ....... fearful of being rejected .......... worry about embarassing themselves in front of others ...... exaggerate the potential difficulties of new situations to rationalize avoiding them ............ create fantasy worlds to substitute for the real one ......... Unlike schizoid personality disorder, avoidant people yearn for social relations yet feel they are unable to obtain them ........... are frequently depressed and have low self-confidence.

Obsessive-Compulsive
.......... overly focused on orderliness and perfection ........ need to do everything "right" often interferes with their productivity ............ tend to get caught up in the details and miss the bigger picture ......... set unreasonably high standards for themselves and others ........... tend to be very critical of others when they do not live up to these high standards ........... avoid working in teams ......... believing others to be too careless or incompetent .............. They avoid making decisions because they fear making mistakes and are rarely generous with their time or money. They often have difficulty expressing emotion.


Sem sagt algjör eintrjáningur. Eflaust er eitthvað satt og rétt af þessu en vonandi ekki allt. Sko, ég vinn við það að hafa samskipti við haug af vel gefnu og skemmtilegu fólki, vinna með þeim í hópvinnu, stýra þessari hópvinnu, tala við fólk og sósíalisera. Ef þetta er rétt þá hlýtur mér að líða ákaflega illa í vinnunni, sem er sko alls ekki raunin svona yfirleitt. Og aldrei þegar ég er í einhvejrum samskiptum við allt þetta fólk. Það er reyndar eitthvað rétt í þessu svona inn á milli. T.d. skilur fólk mig alls ekki alltaf en það er nú kannski af því að ég tala stundum bæði hratt og óskýrt. Og jújú, ég get líka verið óttalegur einfari en það er bara stundum. Er svona félagslyndur einfari.

Eftir að hafa hlegið að þessari niðurstöðu í dag með vinnufélögunum (gott dæmi um að ég sé gersamlega húmorslaus) þá ákvað ég að taka prófið aftur og núna skil ég ekkert í því hvernig ég fékk fyrri niðurstöðuna. Þykist hafa svarað nokkuð nærri lagi í bæði skiptin en niðurstaðan núna er:
DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:Low
Schizotypal:Moderate
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:High
Narcissistic:Moderate
Avoidant:Low
Dependent:Low
Obsessive-Compulsive:Low

-- Personality Disorder Test - Take It! --



Sem sagt, núna er ég ofvirkur athyglissjúkur. Held að mér lítist aðeins betur á þá niðurstöðu. Þarf a.m.k. ekki að skipta um vinnu út af því!

Skilaboð

Wednesday, May 14, 2003

Hávámálin


Lítilla sanda
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Því allir menn
urðu-t jafnspakir
hálf er öld hvar


Já hávamálin eru schnillllld!

Skilaboð
Búinn að fara á aðalfund í skógræktarfélaginu mínu
Örugglega ekkert margir skógræktarformenn sem blogga. Jæja, ég hef alltaf verið furðulegur. Er dauðþreyttur eftir þennan fund og bloggið mitt ónýtt í ofaní lag. Ég get a.m.k. ekkert skoðað það. Var síðan söulegur fundur. Var næstum því kærður fyrir meiðyrði og sakaður um dylgjur og dónaskap. Eða svona næstum því. Geisp.

Tuesday, May 13, 2003

Jakobína á grín dagsins sem er um Þórhall prest
Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu.

Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp.

Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: "Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?" Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið.

Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna! Kraftaverkahögg!

Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?"

Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!"

Ætli þetta hafi annars verið Þórhallur Heimisson, það er eini Þórhallspresturinn sem ég veit um en ekki veit hvort hann golfar!
Hvað er með þessa stjórnarandstöðu eiginlega
Ætlaði að bloggainn á aðra síðu en ákvað að gera þetta að bloggfærslu hjá sjálfum mér í staðinn.

Hvernig er það eiginlega með þessa stjórnarandstöðu og samfylkingu sérstaklega að geta ekki náð að að sigra þessa ríkisstjórn í kosningunum. Kosningabaráttan þeirra snerist öll út í einhvers konar miðjumoð fannst mér. Deilur um innantóm kosningaloforð sem snerust aðallega um hvort hægt væri að lækka skattana einu prósenti meira eða minna og síðan þessa tveggja turna leiðtogadýrkun sem ég gat nú eiginlega ekki séð að ætti að verða neitt minni hjá samfylkingunni heldur en sjálfstæðisflokknum.

Alls kyns klúður síðustu ríkisstjórnar s.s. með Falun Gong frá í fyrra sumar þar sem stjórnvöld í Kína voru farin að hlutast til um það hverjir fengi að koma til landsins. Líka utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar sem miðast alls ekki við að við séum Evrópuríki og jafnvel ekki eini sinni ríki í Sameinuðu þjónunum heldur að við séum eitt af Bandaríkjunum og birtist sú stefna best í afstöðu ríkisstjórnarinnar í innrásinni í Írak.

Ekki tókst heldur samfylkingunni að hafa hugrekki til þess að gera evrópusambandsaðild að umræðuefni í kosningabaráttunni, hvað þá meira.

Eiginlega það eina sem ég man eftir að fram hafi komið í kosningabaráttunni frá samfylkingunni um af hverju ætti að skipta um stjórn var að hún hafi bara verið svo lengi að það sé kominn einhver dularfullur tími til að skipta um. Ekki neitt sérstaklega hvað hafi verið svona vont við stjórnina sem sat eða hvað nýja stjórnin ætlaði að gera svona voðalega gott.

Síðan kom Davíð bara rólegur, yfirvegaður og landsföðurlegur og allir búnir að gleyma frekju bláu handarinnar og því hernig landinu er raunverulega stjórnað oft á tíðum með frekjunni einni saman.

Það sem síðan er kannski skrýtnast við þetta er að í fyrra voru bæjarstjórnarkosningar og þá var þetta eiginlega alveg eins. Það eina sem ég man almennilega að sjálfstæðisflokkurinn hafði fram að færa þar var að R-listinn væri búinn að verfa svo lengi að það væri kominn tími til að skipta um. Og þar sem fólk er líklega alltaf fram úr hófi íhaldssamt þá vill það ekkert vera að skipta nema það komi einhver meiri og betri rök fyrir því af hverju á að skipta.


Jæja en búinn að bulla nóg og ætti að vera sofnaður fyrir löngu. Hér verður ekki bloggað frekar um pólitík fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Monday, May 12, 2003

Fundafélagavesen
Ægilega er þetta stundum þreytandi að kunna sjálfur síðan ekki að segja nei. Það er nebblega ekki nóg með að ég skilji ekki nei þegar annað fólk segir stundum nei við mig, heldur kann ég þetta orð alls ekki sjálfur stundum.

Núna sit ég með sveittan skallann við að undirbúa aðalfund í landnemaskógræktarfélagi sem ég er formaður í. Á morgun þarf ég síðan að mæta á fund í hádeginu í félagi sem heitir Stjórnvísi þar sem ég er í framkvæmdastjórn og aðalfundur alveg á næsta leyti. Ég sem hélt að ég væri ófélagslyndur. Verð annað hvortað taka mig á því nú eða bara hætta þessu tuði um að ég sé ófélagslyndur. Enda er ég það auðvitað ekki baun þó ég sé óttalegur einfari... stundum.

En það er nú samt gaman að þessu. A.m.k. einhvern tíman meðan á því stendur.

Skilaboð
Persónueinkenni

1. Ofboðslega óákveðinnn

2. Frekar lokaður og feiminn, stundum

3. Dálítið áhrifagjarn

4. Duldið opinn og ófeiminn, stundum

5. Samt einhver lúmskasta frekja sem hugsast getur. Stundum er nei bara orð sem ég ekki skil

Gunnsi á ummæli dagsins
Alltaf mánudagur á mánudagsmorgnum.
Allavega alveg fram undir hádegi. :-)

Sunday, May 11, 2003

Annars ágætur dagur
Tveggja línuskautaferðadagur, með eintómum Ragnhildum.

Eftir að ég hafði platað sjálfan mig á fætur fyrir hádegi drullusyfjaðan var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur heldur tekin upp línuskautakennsla. Veit ekki hvort það segir meira um gæði nemandans, gæði kennarans eða hvað kennarinn er arfaslakur á línuskautum en eftir 10km rúnt þá mátti ekki milli sjá hver var að kenna hverjum. En þetta var amk frábært og veðrið eins og best er á kosið.

Ekki mikill tími til hvíldar daginn eftir kosningar því þar sem hugmyndaflugið er gjörsamlega farið forgörðum um hvað skemmtilegt getir verið að gera þá datt mér ekkert skemmtilegra í hug eftir hádegið en að fara bara aftur á línuskauta. Það var líka gaman en var hins vegar í hávaðaroki. Þóttist nokkuð góður að komast framúr tveimur á sem voru að þvælast þarna líka en gamanið kárnaði þegar ég sá að þeir gerðu nú eiginlega ekkert meira en að standa á skautunum í rokinu. Fauk síðan bókstaflega til baka.
Loksins eru þessar kosningar afstaðnar

Ég er nú eiginlega bara feginn þó ég geti ekki séð að bláa höndinn finni nokkurn frið fyrr strax.

Þetta eru síðan einhver dramatískastustu kosningaúrslit sem ég hef heyrt eða séð. Klukkan 9 í morgun virtist Ingibjörn Sólrún ætla að verða þingmaður en átti eftir að telja einhver 500 atkvæði í allt öðru kjördæmi. Og viti menn, þessi 500 atkvæði hentu Ingjbjörgu út og setti einhverja hringekju af stað.

Annars sýndist mér á umræðuþætti áðan í sjónvarpinu að það hljóti að hafa verið Framsóknarflokkurinn sem hafi unnið stærsta sigurinn. Það var ekki nóg með að Halldór Ásgrímsson hafi brosað heldur var hann að mynda sig við að segja brandara. Reyndar þekki ég manninn ekki neitt og he aldrei hitt hann en mín reynsla er sú að þeir sem virka alveg ofboðslega alvarlegir og virðist ekki kunna að brosa hvað þá að þeir geti farið með einhver gamanmál, séu yfirleitt einhverjir lúmskt fyndnustu menn sem til eru.

Saturday, May 10, 2003

Jæja búinn að kjósa
Vona að allir hafi kosið rétt. Segi sjálfur ekkert hvað ég kaus en vonandi fær samt bláa höndin frí næstu fjögur fjörug árin.

Var annars svo seinn að ákveða mig að endanleg ákvörðun var ekki tekin fyrr ein inni í kjörklefanum, dimmum og drungalegum á hallandi skökku borði fyrir innan blátt tjald og fyrir framan bleikfjólubláan bleðilinn. Annars finnst mér að bleikur eða rauður atkvæðaseðill sé á mörkunum að vera áróður og ekki síður þessi bláu tjöld sem eru utan um kjörklefann.

PS.
Kemst núna loksins inn á bloggið mitt og hef því tekið gleði mína á ný!
Núna er ég móðgaður
Miðbæjarrottan sem býr á Laugaveginum fær ekki að kjósa í ráðhúsinu heldur þarf að kjósa einhvers staðar í úthverfi á Kjarvalsstöðum. Verð greinilega að fara að flytja neðar á Laugaveginn.

PS
Get enn ekki lesið bloggið mitt þannig að þetta er svona blindublogg hjá mér.

Friday, May 09, 2003

ég er í öngum mínum, kemst ekki inn á bloggið mit
Þetta er alveg hroðalegt. Kemst ekki inn á bloggið mitt til að dást að mínum háfleygu skoðunum, hugsunum og bulli almennt.

Einhverir aðrir komast inn því eitthvað á annan tug þrautseigra lesenda hafa komist inn í dag, en ekki ég!
Stundum skil ég ekki neitt í pólitík!

Og ef þú vil ekkert lesa um pólitík, þá ekki lesa þennan bloggpistil minn. Ef þú síðan hefur meira vit en ég þá máttu alveg leiðrétta mig.

Af hverju má Guðbrandur forstjóri ekki segja það sem honum finnst. Ef hann er viss um að hann fari á hausinn ef hann þarf að borga eitthvað fyrir auðlindina, þá má hann það svo sem alveg. Varla fer fólkið hjá honum að kjósa í samræmi við einhvern hræðsluáróður forstjórans.

Og síðan er mér spurn, ég skil þennan áróður alls ekki. Ef þjóðin verður losuð undan þessu kvótakerfisóréttlæti með því að eitthvað af kvóta verður boðinn upp, þá getur svo sem vel verið að verst stöddu fyrirtækin fari á hausinn. Hafi ekki efni á að kaupa kvótann á því verði sem hann fæst á. En þá kaupa bara einhverjir aðrir kvótann, veiða fiskinn og væntanlega fer þá fólkið að vinna fiskinn annars staðar. Þetta er hvort sem er alltaf að gerast. Kvóti færist á milli útgerða einn fer á hausinn og annar tekur við en eftir sem áður þá verður væntanlega sama magn af fiski veitt og unnið í kringum landið. Það eina sem gæti tekið vinnuna endanlega frá fólkinu væri að fiskurinn yrði allur unninn óunninn úr landi.

Wednesday, May 07, 2003

Nú skil ég hvað Ingibjörg Sólrún átti við
Fylgið er allt á hreyfingu í alvörunni fram og til baka. Núna er það allt komið aftur til samfylkingarinnar. Eiginlega ótrúlegt að tímasetning kosninganna hefur kannski allt að segja. Ef ekki væri kosið fyrr en á sunnudaginn gæti allt eins verið að úrslitin yrðu gjörólík.

Er annars ennþá óákveðinn. Ef ég nota útilokunarðaferðina ágætu, þá myndi ég líklega ekki kjósa nokkurn skapaðan hlut. Vantar eiginlega almennilegt grínframboð í þetta.
Öðlaðist nýja lífsreynslu í morgun
Nei ekkert merkilegt, ég var fundarstjóri. Rekur ekki minni til að hafa gert slíkt áður þó ég hafi iðulega verið með munninn opinn og tali stundum mikinn. Þó ég geti þagað tímunum saman líka.

Gekk reyndar bara ágætlega. Gat þaggað niður í þeim sem ætluðu að fara að tala of lengi en var ekkert alveg með á hreinu hvað fólkið hét eða hvað það gerði sem átti að fara að tala. En komst skammlaust frá þessu fyrir utan að æjji, sagði víst einhvern tíman að þessi morgunverðarfundur hér í kvöld væri þetta eða hitt!!!!!!!!!
Ingibjörg Sólrún á útskýringu vikunnar
"Það sem sem einkennir þessa kosningabaráttu er að fylgið er allt á fleygiferð" eða einhvern veginn þannig komst hún að orði.

Já, hún hefur sem sagt tekið eftir því að fylgið hennar virðist allt vera að fara frá henni og eitthvað allt annað. Finnst það reyndar bæði synd og skömm, sbr. mína pólitísku greiningu hér fyrir neðan en samt voru þetta dálítið kúnstug ummæli hjá henni.

Tuesday, May 06, 2003

Önnur pólitísk greining
Samfylkingin (S) 82%
Nýtt afl (N) 79%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 77%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 77%
Framsóknarflokkur (B) 71%
Sjálfstæðisflokkur (D) 67%

Það er a.m.k. ljóst að ég styð þessa ríkisstjórn ekkert rosalega mikið en ég veit ennþá ekki hvað ég á að kjósa. Eins og karlinn sagði: Þetta er asnar Guðjón.

Monday, May 05, 2003

...
Mikið svakalega hljóta sjónvarpstöðvarnar að græða mikið
Í annað hvert skipti sem ég lít á sjónvarpið þá sé ég Halldór alvarlegan og ábúðarfullan á svip, eflaust að segja eitthvað merkilegt um traust. Davíð að þruggla um áfram ísland, Jóhanna eða einhver að tala um velferð, Ingibjörg Sólrun að sýna okkur einhvern í skólanum að læra eða einhver strákur að hlaupa út í búskann, alveg endalaust. Þetta er eiginlega farið að líta út eins og léleg sápuópera. Og eiginlega alveg ótrúlegt en samt satt, verra en Stella í framboði! Ég hélt nefnilega ekki að það væri hægt að gera ómerkilegri mynd en þessi sem var gerð um Stellugreyið í framboði.

Úr því að flokkunum mistókst svona hrapalega að koma sér saman um að auglýsa ekki í sjónvarpinu þá finnst mér að næst ættu þeir að reyna að koma sér samann um samræmdar auglýsingastefnur þannig að þeir gætu búið til heila 90 mínútna bíómynd úr þessu. Þeir gætu svo haft nokkra mismunandi enda á myndinni tilbúna og síðan valið þann sem félli best að kosningaúrslitunum.
Og meira um mitt reunion

Árgangur 1983 úr Breiðholtsskóla, þar sem ég veit að a.m.k. einhverjir úr árganginum hafa villst hérna inn. Er annars pínulítið hreyfð en það er bara af því að Jóhannes leikfimikennari er orðinn bæði gamall og skjálfhentur.


Ath. hægt að smella á myndina til að fá hana mikklu stærri!


Veiiiiiijjjj persónuleiki minn hefur vaxið um heila tvo!

PERSONALITY QUIZ RESULTS - www.midgetfarm.com
My personality is rated 34.
What is yours?
quiz by midgetfarm.com




Til samanburðar, þá var hann hér áður fyrr sko ekki nema 32!

Sunday, May 04, 2003

Fjallgöngur

Fór í enn eina ágætis kappgönguna á Esju í gær og var arkað yfir hana næstum þvera og endilanga. Annars gekk kappgangan ekki betur en svo að iðilega sá ég í afturendann á Jóa hinum knáa. Þurfti reyndar að drífa mig í þessari göngu því fjallganga kvöldsins hófst snemma og fólst í "reunioni".

Óttrúlega skrýtið að hitta fólk sem maður hitti á hverjum degi hér áður fyrr en hefur suma ekki séð í heil 20 ár. Kom mér reyndar mest á óvart að stelpurnar voru alls ekkert orðnar gamlar kegglingar og strkákarnir voru ekkert kaddlalegir. Reyndar verð ég að segja að það er eiginlega alveg makalaust hvað ég hef verið í skóla með mörgum fallegum konum!

Rifjað var upp hver var skotinn í hverjum og tekið var í hendina á gömlum hrekkjusvínum og svörnum óvinum.

Friday, May 02, 2003

Upp upp, mín sál - Gunnar Þór er frábær!



Um daginn fóru fjórir upp á Esjuna:

Toppinn Einar Ragnar fann
fyrstur allra manna
Mun Árni árna heillað þann
þreitta gæða glanna

Helgi Helga þriðji fór
fagnandi og glaður
Svavar, Kvar er ann? sór
síðan að verða meiri maður

En á morgun munu fleiri fara
upp á fagurgróna fjallið
þótt veðurguðir við því vara
að hátt orðið getur fallið

Í frosthörkum en fögru veðri
Verður eflaust gaman
Í góðum skóm úr góðu leðri
ganga allir saman

Anna Sigga, Einar Ragnar,
einnig ég og þú
fer með okkur, reinir Agnar,
og allt í góðri trú.

Í Hvannadali ætlum okkur
eftir rúman mánuð
megi Guð og gæfan okkur
vera okkur lánuð


Höf: Gunnar Þór Gunnarsson

Fyndið hvernig tónlist hefur áhrif á mann
Og hvað maður er að hugsa. Núna er ég að hlusta á alveg makalaust góðan disk með Tríói Bjössa Thor, sem ég ofhlustaði á einhvern tíman í vetur þegar ég var að lesa Dauðarósir eftir Arnald Indriðason. Og núna upplifi ég bókina aftur. Inn í hugann reika lík í kirkjugarðinum, alls kyns undirheimalýður Reykjavíkur, dópistar og önnur vitleysa. Síðan er maður bar að þykjast vera í vinnunni!

Thursday, May 01, 2003

Ég er víst Ástrallía
Australia
Australia -
Founded as a gigantic prison colony, Australia has
turned into a Mid-Level world power. Known for
its wildlife and culture.


Positives:
Reformed.
Culturally Admired.
Mid-Level Power.
Renouned Flora and Fauna.

Negatives:
Founded by Criminals.
Island Nation (Isolated).
Talk Funny.

Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla
Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur
Fór á frekar skrýtið leikrit áðan. Það var reyndar svo skemmtilega skrýtið að ég gat skemmt mér við að hugsa um hvernig karli föðru mínum þætti stykkið vera. En það eru yfirleitt gæðamerki með leikritum.

Það sem gerir þettta leikrit annars einkennilegast er að það hefur ekki neinn almennilegan söguþráð, heldur bara stök atriði um alls kyns heilasjúkdóma sem lýsa sér jafnvel í því að menn fara að hallast að því að þeirra eiginkonur séu hattar. Var einkar áhugavert en eiginlega þá saknaði ég samt söguþráðarins. En það voru nú svona nokkuð kómísk atriði í leikritinu. Eins og t.d. þegar þessi með Tourette heilkennin var kominn á uppboð. Lenti náttúrulega í alveg hroðalegum vandræðum og sat uppi með að kaupa allt sem var til sölu á hæsta mögulegu verði!

Varð annars fyrir mestum vonbrigðum í hléinu þegar ég komst að því að ég ekki fengið mér sæti af því að einhverjir alveg ofboðslega forsjálir voru búnir að panta meirihlutann af öllum borðunum, stólunum og jafnvel sófunum þarna í Borgarleikhúsinu. Varð fyrst svolítið fúll á svipinn en er viss um að ég bara panta mér fullt af borðplássi næst þegar ég fer í leikhúsið. Verð samt að játa að ég mun alltaf sakna kaffihússins sem var í Iðnó í gamla daga.
Í gær hætttu heilar þrjár vínkonur að vinna með mér
Eða kannski að vinna á sama stað og ég, eða kannski á sama vinnustað og ég en allt annars staðar á vinnustaðnum. ... Eða einhvern veginn þannig. Á örglega eftir að sakna þeirra, kannski mismikið .... milli daga. Og sem betur fer, vinnustaðurinn er líklega laus við meirihlutann af blogginu og núna á ég líklega bróður partinn af því! Get loksins bullað að vild.

En í öllu falli, good luck Sigga Vala, Stína og Lilja.
í tilefni dagsins

Maístjarnan

Ó, hve létt er þitt skóhljóð.
Ó, hve lengi ég beið þín.
Það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu kominn,
þú ert kominn til mín.

Það eru erfiðir tímar.
það er atvinnuþref.
Ég hef ekkert að bjóða
Ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér.
Það er allt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól.
Það er maísólin hans.
Það er maísólin okkar,
okkar einingarbands.
Fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands

Halldór Laxness