Óvissuferð
Mér var sagt einhvern tíman fyrir langalöngu að ég myndi aldrei fá að skipuleggja óvissuferð. Og í öllu falli ef ég myndi fara að skipta mér af slíku þá myndi enginn þora að mæta. Vona að það verði ekki raunin þar sem ég er að skipuleggja óvissuferð fyrir starfsmannafélagið núna um helgina. Reyndar bölvað ólán að það er komið svo langt fram á haustið að það verður dálítið erfitt að fara í klettaklifrið í Esjunni í kolniðamyrkri. Nei bara grín ... við verðum með vasaljós þannig að það verður ekkert myrkur.
Væri annars dáltið sniðugt að kjafta öllu um hvað verður gert hérna á bloggsíðunni. Myndi þá sýna mér hver það er eiginlega í vinnunni minni sem les þetta!
En annars, ef einhver lumar á góðri hugmynd um hvað ætti að gera þá væri náttúrlega eitursnjallt að lauma henni til mín!
No comments:
Post a Comment