Monday, November 17, 2003

Mánudagur til matar
Skv. hefðinni bauð ég fjölskyldunni í mat enda fátt annað skemmtilegt hægt að gera á mánudegi. Bjótt var uppá:


Keralakjúklingur í karrí sem átti reyndar upphaflega að vera einhver fiskur
- Mér er sagt að þetta sé ættað frá Indlandi...

2-3 msk taramind mauk, Fæst í Hagkaup með all skonar drasli en ég hef ekki fundið neitt annað
2 msk Túrmerik
1 msk Kummin
1/2 tsk kardimommurduft
1 msk pimiento (allra handa)
2 stk Chilipipar (ég tek fræin úr)
2 þokkalega stórar paprikur
2 þokkalega stórir laukar
200 g frosnar grænar baunir
400 ml Kókosmjólk
2 teningar Kjúklingakraftur í smá vökva
hálfur hvítlaukur
þumalputti af ferskum engifer / ææææææææ ég gleymdio honum víst!!
Olía til að steikja í eftir smekk
Salt svona til að þykjast
Nokkrar kjúklingabringur, eftir því hvað margir eru í mat.

Bringurnar skorna í svona úmlega 2x1 cm bita.

Steiktar á pönnu (eða í pottinum sem þetta endar allt í) og kryddaði með ???
Paprikan og laukurinn (þessi þokkalega stóri, ekki hvítlaukurinn) sömuleiðis.
Hvítlaukurinn hakkaður í hvítlaukspressu
Engiferið saxað smátt eða rifið í tætlur
(NB þeir sem ekki hafa eldað áður úr engifer þá er óþarfi að gera eins og ég þegar ég notaði engifer í fyrsta skipti, það er til siðs að skera börkinn utanaf!

Vökvanum og öllu kryddinu bætt útí og þá þarf þetta væntanlega að vera komið í pott ef ósköpin byrju á pönnu

Bætt við vatni ef ástæða þykir til þangað til þetta verður mátulega blautt/þurrt

Borðað með hrísgrjónum og hugsanlega brauði. Örugglega ágætt að hafa eitthvað grænmetisdót með líka.



Jájá, þetta var ágætt held ég. Enginn fékk neitt mikið í magann eða neit!

No comments: