Þetta er ekta sálfræði próf sem byrjar svona:
Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar.
Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum drauma prins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.
Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína?
Ég set inn svar og útskýringar á morgun en fram að þeim tíma má koma með gæfuleg svör í skilaboðakerfinu.
PS
Þeir sem hafa svarað þessu áður eiga ekki að sýna hvað þeir eru ferlega gáfaðir!
No comments:
Post a Comment