Sunday, August 28, 2011

Ljósufjöll um helgina

Eitt fjall á mánuði... kemur skapinu í lag... a.m.k. þann daginn sem gengið er og jafnvel daginn eftir


VMM_2758

Hópurinn í hádegisstoppi og Ljósufjöll bíða á bakvið hin spökustu. Miðtindur lengst til hægri en Bleikur í miðju. Gráni svo lengst til hægri en þangað fórum við reyndar ekki... enda sá tindur lægri en hinir!

Hin allra skemmtilegasta ganga með félögum mínum leiðsögumönnum og góðum ferðalöngum Ferðafélags Íslands. Kannski sérstakt en þó ekki að við leiðsögumenn höfðum ekki gengið fjallið mikið. En það kom ekki að sök þar sem sumir höfðu kynnt sér jarðfræði svæðisins og svo voru ágætir þátttakendur sem kunnu skil á helstu þjóðsögum Snæfellsness og gátu varpað ljósi á hinar dularfullu Skyrtunnur sem eru þarna á víð og dreif. Við hins vegar fórum á Miðtind og Bleikan að auki.

Reyndar höfðu þrír af fimm fararstjórunum þá sérstöku reynslu að hafa farið upp og áleiðis í gegnum Ljósufjöll að sunnanverðu þegar flugslysið varð þar fyrir áratugum.

VMM_2775

Síðustu metrarnir upp á Miðtind

Friday, August 26, 2011

Málningarvinu utandyra á gluggum lokið

Þetta átti fyrst að vera allri málningarvinnu lokið en fattaði svo að það á eftir að gera eitthvað við útidyrnar og svo á eftir að mála glugga að innanverðu einhvers staðar. Svo þyrfti að mála þvottahúsið og stigaganginn. Það er svo sem nóg að gera en ég er ánægður með verk gærdagsins sem var að þrífa glugggana, altsvo glerið að utanverðu og reyndar innan líka. Núna sést út. Það er svo undarlegt að fyrir einhverjum árum eða áratugum var einhver spastískur að mála gluggana eða kannski einhver sem misskildi þetta að mála glugga og málaði gluggana í orðsins fyllstu merkingu. En núna hefur gömul málning (og reyndar líka örlítið ný) málning verið skafin af þannig að út sést!

Reykjavíkurmaraþon á dögunum

Já eins og oftast áður. 10 km lítið sem ekkert æfður og tíminn svona lala eftir þ´vi. 58 mínútur. Líklega bara ágætt miðað við að síðustu máuniðina hafði ég hlaupið tvisvar. 3 og 4 km og var alveg að drapast úr harðsperrum eftir seini hlaupatúrinn sem samt var sá styttri.

Og ekki sérlega gott fytrir sjálfstraustið þegar einhver í hjólastól fer fram úr manni og svo vitandi af einfættri mannsekju að hlaupa tvöfalt maraþon. Svo ekki mjög gleðjandi að sjá einhverja aðra hlaupara liggjandi utan brautar nær dauða en lífi og komnir undir umsjón sjúkrabílstjóra.

En gaman samt allt!

Verð bara að æfa mig meira.

Speglamyndir Hörpunnar eru dularfullar

Gunni og einhver kaddl í Hörpu

Svo var verið daglangt og rúmlega það á menningarnótt Reykjavíkur sem hefur reyndar breyst hægt og rólega í menningardag með útihátíð um kvöldið og drykkjuhátið fram á nótt. Ég fór hins vegar bara spakur heim fyrir miðnætti og var reyndar bara með hléum í bænum. Hjólaði víst þrisvar sinnum í bæinn þennan dag - og geri aðrir betur með því að hlaupa þessa 10 km!

Hápunktur menningarnætur var svo auðvitað þegar ljósin á Hörpunni voru tendruð. Undruninni yfir blikkandi díóðuljósunum mun aldrei renna þeim úr minni sem upplifðu. Það er svo skemmtilegt að láta koma sér undarlega á óvart!

Wednesday, August 10, 2011

Fúasprek í húsi mínu!

Kom mér í dag loksins í það sem hefði átt að vera forgangsverkefni sumarsins... eða reyndar fyrsta sumarsins manns hér í Hæðargarðinum og e.t.v. einhvers fyrri ábúenda... að mála gluggana að utan. Það var sem mig grunaði. Fúi hér og þar en samt ekki svo rosalega mikið. Nokkrir gluggalistar ónýtir en karmar og póstar aðallega skemmdir í einum glugga. Veit ekki hvað á að gera við karminn og póstinn en það verður skipt um þessa lista.

Annars ótrúlegt að þurfa að skafa málingu af rúðunni heila tommu inn á gluggann sums staðar. Sá sem málaði hefur annað hvort verið drukkinn, verið með parkinson eða verið óviti... nema viðkomandi hafi verið allt þetta!

Hagavatn, Jarlhettur og Fellsmörk

Jarlhettur and Hagafellsjökull
Gunni, Hagafellsjökull og Jarlhettur


Fór í nokkurra nátta ferð í Hagavatn og í Fellsmörk.
Þar er Hafursá af skömm sinni búin að rústa hluta varnargarðanna nýju og komin læna úr henni að Fellsmörkinni.

......

....

Friday, August 05, 2011

Rauða eldingin gerð klár eftir magalendinguna

Rauða eldingin

Fyrir þá sem ekki vita er rauða eldingin reiðhjól af Racer kyni af tengundarheitingu Trek einnkommafimm. Bara svona ágætur byrjendaracer. Fyrir einhverjum vikum tók ég upp á því að fljúga á hausinn á hjólinu. Brákaði rifbein og er að verða bara nokkuð góður. Rauða eldingin var hins vegar enn sprugnin.

Framdekkið raunar ónýtt og var eldra dekk sett að aftan en dekkið að aftan sett að framan en framdekkinu ásamt slöngunni þar komið í farveg til Sorpu. Þegar ég ætlaði að fara að hjóla tók ekki allt gott við. Sætið eitthvað rammskakkt og var ég kominn á fremsta hlunn með að að fara bara Arnarveg niður í Skeifu til að fá nýtt sæti... eða hnakk eins og á víst að kalla þetta.

En ég beyglaði eitthvað til baka þannig að ég gat í það minnsta setið fákinn góða.

Það voru þá farnir svona rúmir 30km á meðalhraða um 25 sem er ekkert of slæmt miðað við það að helvítis rok var alls staðar. 40km hraði í aðra áttina en 20 í hina!

Annars þá þarf ég líklegast að fara að vera eitthvað duglegri við spriklið og latari við átið þar sem ég fékk eitthvað hálf óþægilegt komment í fyrradag um holdafar sem því miður hitti nokkuð beint í mark.

Thursday, August 04, 2011

Blogg sólóferðalagsins

VMM_1148
Reitir hár sitt.

Stundum gerir maður eitthvað sem maður hefur aldrei gert áður. Ég fór í ferðalag einsamallur. Hafði reyndar lengi langað í einsamalt ferðalag og það var núna sem tækifærið var komið gargandi á mig. Enginn til að fara með manni í ferðalag - reyndi reyndar ekki mikið að draga neinhverja með en var svo sem líka með svo ákveðnar skoðanir á hvernig ferðalagið ætti að vera að það voru eiginlega ekki margir sem komu til greina til að koma með.

Dagur eitt: 26. júlí 2011

Ég ætlaði bókstaflega aldrei að koma mér af stað. Hafði meira að segja ætlað að fara á mánudeginum og jafnvel sunnudeginum. En þeir dagar liðu án þess að ég drullaði mér af stað. það er einhvern veginn þannig að það er mjög auðvelt að semja við sjálfan sig um það að allt í lagi sé að fresta brottför fyrst til hádegis, svo fram að og yfir kaffi og fljótlega eftir það þá tekur því varla lengur að fara af stað.

En loksins á þriðjudeginum komst ég af stað og það sem kannski rak á eftir mér var einhver mikil rokveðurspá sem kallaði á það að ég kæmist sem allra fyrst af stað til að vera búinn að aka Kjalarnes og undir Hafnarfjalli áður en fjólublái og rauðu liturinn myndi raungerast á vindakorti Veðurstofunnar.

Og það tókst. Í Borgarnesi var lítill vindur en reyndar þeim mun meiri rigning. Eða í öllu falli það var rigning. Eitthvað nestiskyns keypt í Bónus, Hagkaup og líklega Nettó auk pulsunnar í Hyrnunnni. Svo var halt af stað.

Stoppað í Staðarskála til að skoða veðurspána með nýju fínu 3G tengingunni minni sem virkaði líkelga ekki af því að ég kunni ekkert á hana ennþá. Hitti einhvern, ætli það hafi ekki verið Guðmundur sem vann með mér en ómanngleggni minni er við brugðið þannig að ég var ekkert of viss. Ætli það sé ekki hægt að fá einherjar pillur gegn þessari ómanngleggni?

Á leið upp á Öxnadalsheiðina kom loksins almennilegt rok og fór hjólið á toppnum að skekkjast. það var lagað og svo var komið til Akureyris. Var búinn að gæla við hugmyndina um að gista einhvers staðar inni þar sem það var ennþá rigning en aumingjaskap var sagt stríð á hendur og ég fór því á tjaldstæðið á Akureyri hvar ég tjaldaði á gamalkunnum stað inn á milli trjáa.


Dagur tvö: 27. júlí 2011


VMM_0431
Ventó í skógarferð í Fnjóskadal með Gráu Þrumuna á höfðinu

Eftir miklar verslunarferðir á Akureyri þar sem meðal annars var gerð mikil leit að ferðahandklæði (því Gunninn hafði víst útdeilt mínu til Sigþórs fyrr í mánuðinum) var loks halt af stað. Eins og allt annað í þessari ferð var það ákveðið um leið og það gerðist. Fór inn Fnjóskadal og áfram inn Bleiksmýrardal eins og druslan dróg og eiginlega aðeins lengra en það því Ventó ræfillinn var kominn í algjör vandræði þegar honum tókst að sannfæra mig um að komið væri meira en nóg. Það var einhver fyrirstaða og hann lét bara snuða á kúplingunni og hótaði því að bera bara beinin þarna í dalnum, sem mér leist ekki mikið á. Eftir smá samningaumleitanir urðum við ásáttir um að fara aðeins til baka og hann fengi að hvíla sig í skóginum á meðan ég hjólaði eitthvað lengra á Gráu Þrumunni. Lofaði honum hátíðlega að koma aftur til baka daginn eftir eða alls ekki seinna en daginn þar á eftir.

Ekki gekk nú hjólaferðin vel til að byrja með. Var að vígja frambögglaberann og hann var svona eiginlega dottinn af eftir um hálfan kílómeter. Veit ekki hvort ég var of bráður að taka hjólið þegar ég tók það í Markinu en það var alveg ljóst að þessi áfesting þeirra Marksmanna var alls ekki kláruð. Það átti eftir að herða allar skrúfur töluvert. Kom þessu raunar ekki í lag fyrr en um kvöldið en þar sem frumviðgerðin fór fram var ég fyrir stöðugum mýflugnaárásum sem voru svona frekar heiftúðlegar!

Það var síðan dálítið rok og ekki var farið neitt rosalega langt. Hvað eitthvað um 15 km eða svo. Tjaldað og hitað kakó á Jet boil. Af því að ég er blönk nánös þá var bara flatkaka í kvöldmat en þurrmaturinn var geymdur til betri tíma.

VMM_0448
Jetboil að gera sig að malla handa mér kakó og flatkakan bíður eftir að verða étin líka.



Dagur þrjú: 28. júlí 2011


VMM_0459
Gangnamannakofinn Bleikur.

Ég hafði ætlað mér að vakna eldsnemma og fá sólina inn í tjaldið til mín og geta notið einverunnar með að dansa nakinn í morgundögginni en það varð ekki af því. Morgundöggin fékk liðsauka úr rigningardropum og svo var líka ennþá þetta fjárans rok endalaust. Það var sunnanátt þannig að ég gerði ráð fyrir að bakaleiðin yrði þægileg. Hélt samt aðeins áfram og ætlaði kannski að fara eins langt og vegurinn var merktur á eitthvert kortið sem ég var með. Það var annars dálítð ósamræmi í því hvað vegurinn náði langt frá byggð og áleiðis á Sprengisand og einnig hvað hann náði langt frá Sprengisandi og niður í dalinn. Ég var kominn upp fyrir það sem vegurinn átti að ná skv. kortiniu í GPS tækinu að ég held en átti enn rúman kílómetra eftir á 1:50þús kortinu. Það var pakkað niður en bara ein taska sett á hjólið auk framtöskunnar og svo haldið áfram aðeins lengra.

Eftir ekki langt hjól birtist mér hús bara allt í einu si svona. Hefði líklega getað skoðað kortin betur og þá þess vegna gist í húsinu sem er gangamannakofinn Bleikur. Hann er hinn vistlegasti sem slíkur og vel hæfur til gistingar jafnvel þó maður sé ekki kominn í mikla hrakninga.

VMM_0465
Kaffilögun í honum Bleik... sem var voandi ekki brugðið ;-)

Í Bleik var upplagt að hella upp á kaffi en þar sem fjölmenninu var ekki fyrir að fara þá lét ég mér nægja að hella upp á kaffi í eina krús. Stal reyndar kaffinu eins og ég var langur til, gasinu líka og kvittaði fyrir í gestabókina.

Fór eitthvað örlítið lengra en kom þá að Heimari-Lambá sem ég nennti ekki að fara að sullast í þar sem ætlunin var í sjálfu sér ekki að fara neitt mikið lengra. Það var því bara haldið til baka og reyndar kíkt inn í Skarðsdal. Hann fannst mér jarfræðilega frekar áhugaverður þar sem í honum eru miklir jökulruðningar taldi ég ofan á hraunlögum. Svo hefur Skarðsá grafið skarð í jökulruðningin og er komin nær rofmörkum með skarðinu sem hún hefur grafið þar í hraunlagastaflann. Hraunlögin eru líklegast frá því löngu fyrir ísöld en jökulruðningurinn líklegast frágenginn síðast eftir síðasta jökulskeið.

Skarðsá og Skarðsdalur
Skarðsá og Skarðsdalur, Gönguskarð til hægri

Ég hafði ætlað alla leið inn í botn á Skarðsdal þar sem skv. kortum er jökull sem heitir Heimari jökull. Mér fannst eitthvað langt þar inneftir og þegar ekkert bólaði á jöklinum eftir heillangt labb (hjólið var skilið eftir þar sem slóðanum í Skarðsdal sleppti) sneri ég við. Enda var mig farið að langa til að fara í heitan pott í sundlauginni á Mývatni.


VMM_0552
Brúin á Skarðsá

Ég naut mikið góðs af brúnni á Skarðsá en hún hefur líklegast verið sett upp til að auðvelda rekstur á fé til byggða og þess vegna til fjalls. Fín fyrir reiðhjól líka en bílandi verða víst að aka yfir ána aðeins neðar.

VMM_0496
Gráa-Þruman fulllestuð á leið til byggða


Dagur fjögur: 29. júlí 2011


the path to Dimmuborgir
Sgígurinn til Dimmuboprga... byrjaði sem malarstígur en varð fljótlega hin skemmtilegasti troðningur

Þetta er nú skráð inn eftir dúk og disk og meira að segja komið nýtt ár. En haldið var af stað á Ventó ef ég man rétt með Gráu þrumuna á þakinu. Ekið áleiðis að Hverfjalli og bara farið eins og vegurinn leyfði. Einhver stóreflis pollur á miðjum vegi rétt áður en ég kom að Hverfjallinu og þar var stigið á sveif. Fann fljótlega einhvern forvitnilegan slóða sem lá niður í Dimmuborgir og var hann hinn skemmtilegasti. Mátulega torfær þannig að yfirleitt var hægt að hjóla en það þurfti aðeins að hafa fyrir því.

myvatn 1

Leiðin sem var farin sést á kortinu að ofan, rauður ferill. Totan sem liggur inn í hringinn er þess til Dimmuborga.

VMM_0638
Í Lúdentaborgum.

Ég fór ekki alla leið í Lúdent enda hjólaði ég þar með systkinunum mínum fyrir marg löngu. Núna var hins vegar haldið á vit Lúdentsborga sem er gígaröð frá

VMM_0727
Vegarslóðinn frá Lúdentaborgum (Þrengslaborgum) og til byggða.


VMM_0782
Tjaldstæðið á Bjargi, lympulega tjaldið mitt og gallaði sólstóllinn þarna næst.




trallalala

VMM_0772
Mývetnskt kvöld: Vindbeljarfjalla handan vatnsins.

trallalala trallalala



Dagur fimm: 30. júlí 2011



VMM_0808
Rimlahlið á Lúdentsborgaslóða.

trallalalatrallalala

VMM_0920
Stuðlabergið í Seljahjallagili.

trallalalatrallalalatrallalalatrallalalatrallalalatrallalala

VMM_0942
Ummerki mótorhjólarudda.

trallalalatrallalalatrallalalatrallalalatrallalala

VMM_0947
Erfitt!

trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala

VMM_0955
Mývetnskt sólarlag.

trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalalatrallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala

Dagur sex: 31. júlí 2011


VMM_1077
Hverir kalla þeir þá hveri.

Skráð eftir dúk og disk einhvern tíman á árinu 2012

Þar sem þetta er skráð meira en hálfu ár seinna þá er nú ekki ósennilegt að eitthvað hafi skolast til. En hvað ég man þá gekk ég upp á hólinn fyrir ofan hverasvæðið sem kallast bara hverir. Ekkert sérstaklega merkilegt um þann göngutúr að segja annað en að útsýnið þaðan ofanaf var skemmtilegt. Heldur er kannski þó í frásögurnar færandi að þegar ég kom niður var þar enginn annar en Hanna Kata komin á leið í Lindir held ég. Í talstöðinni eitthvað með vesen eins og alltaf en verulega gaman að hitta hana þarna. Held þetta hafi verið háfltíma spjall eða meira.

VMM_1102
Aldeyjarfoss séður austan frá.

Líklegt að ég hafi komið við í búðinni í Reynihlíð og svo var haldið í áttina að Goðafossi. Var eitthvað að hugsa um að taka Helgu Kvams lega mynd af Goðafossi en gerði það ekki, ætlaði að gera það seinna en var svangur þannig að ég ók eitthvað inn með ánni áður en ég kom að henni. Ætlaði bara að aka stutt, fá mér eitthvað pulsudrasl að borða en fann engan stað sem ég vildi stoppa á fyrr en eftir einhverja marga kílómetra. Það var stoppað og pulsur steikar á prímus. Þá allt í einu datt mér í hug að gaman gæti verið að fara áfram inneftir að Aldeyjarfossi og sjá hvort hægt væri að skoða hann "öfugum megin frá". Það var ekið eins og druslan dróg og eiginlega aðeins lengra. Var hálfpartinn kominn í alverleg vandræði þegar torfærur létu bara snuða á kúplingunni. Það var að lokum farið hjólandi að fossinum.

VMM_1114
Bloggarinn að pósa í nýju peysunni sinni.

Sum tjaldstæði eru bara flottari en önnur!
Sum tjaldstæði eru bara flottari en önnur!

Villtist svo eitthað hálfpartinn á bakaleiðinni frá fossinum að bílnum og var þá skyndilega kominn á einhvern stað sem ég sá að ekki væri sérlega leiðinlegt að tjalda á. Það var og gert.

Man ekkert hvar þessi lopapeysumynd var tekin af mér en hún er að minnsta kosti til. Ætlaði alltaf að taka einvherjar lopapeysuseríumyndir en er eitthvað of latur við það. Ennþá latari myndasmiður en prjónari. En hvað um það. Tjaldstæðið var algjörlega ozom eins og einhver myndi segja en ekki skrifa svona.

VMM_1127
Kólestrolveislan ógurlega.

trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala

VMM_1134
Foss í ónefnda læknum.

trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalalatrallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala


Dagur sjö: 1. ágúst 2011 - Frídagur verslunarmannanna


VMM_1178
Séð til Syðra-Vallholts.

Skráð eftir dúk og disk um vor 2012 þegar ég átti að vera að lesa fyrir próf í bergfræði

Mér varð það á að heyra gamalt Abba lag í útvarpinu og þá kom mér í hug þessi ókláraði kafli í þessari löngu bloggfærslu. Hljómsveitin Abba og nokkrar fleiri frá áttunda áratugnum eiga það til að kalla fram minningar um Syðra-Vallholt. Sumurin þegar fjölskyldan fór norður og við vorum einherja daga í Vallholti. Yfirleitt í tjaldi en samt ekki alltaf. Ég var litli strákurinn og einhverjar stelpur líklega eithvað skotnar í mér og ég í þeim án þess að vita hvað það þýddi yfir höfuð enda var ég bara 10 eða 11 ára eða hvað. Það var verið úti á engi að raka yfir daginn og svo var hlustað stundum á Abba eða einhverjar aðrar áttundaáratugsgrúppur. Þetta voru skemmtilegir tímar en svo bara dó Heiða frænka mín og hérubil alveg jafnaldra á bæði hroðalegan og óskiljanlegan hátt. Og allt breyttist.

VMM_1193
Leiði Heiðu, afa míns og fleiri ættingja í Víðimýrarkirkjugarði.


Ég fór ekkert í Vallholt í þessari ferð minni frekar en undanfarið, held að ég hafi ekki komið þangað síðan Gunni í Vallholti var jarðaður fyrir um 10 árum síðan. Það var e.t.v. lokin á þessari raunasögu en samt er nú Ninna væntanlega í Vallholti núna. Ég lét mér nægja að fara í kirjugarðinn í Víðimýri þar sem Heiða og aðrir ættingjar eru grafnir. Eftir að hafa rölt um kirkjugarðinnn í þungum þönku yfir fortíðinni og hvernig nútíðin er og kannski hvernig framtíðin verður og af hverju hún er og verður eins og hún er þá datt mér í hug að setjast inn í kirkjuna í ró og næði.

Tók þá á móti mér glaðhlakkalegur kirkjuvörður sem hafði verið að halda einhverja tölu um kirkjuna og sögu hennar fyrir einhverja túrista. Hann sá mig sem einsamlaðan túrista í stuttbuxum og lopapeysu, stöðvaði mig strax og benti mér á að ég fengi ekki að fara inn í kirjuna nema að borga fyrir "the guided tour about the history of the church". það kom svo mikið á mig að ég varð gjörsamlega kjaftstopp. Hafði nú reyndar ekkert verið að kjafta neitt en spurði ó forundram hvað það ætti að vera mikið. Ég hafði gjörsamlega engan áhuga á að heyra einhvern vaðal um sögu kirkjunna rsm ég áleit vera kirkjuna mína, frá einhverjum kirkjuverði presti eða hvað maðurinn var. Hefði kannski verið til í að borga honum fyrir að þegja. Fyrir svona 35 árum hélt ég 10 ára gamall fyrirlestur í Árbæjarsafni um kirkjuna sem var í sveitinni minni og skautana hans pápa míns sem voru þar í byggðasafninu - reyndar ruglaði ég þá saman dálítið Glaumbæ og Víðimýrarkirkju en hvað um það, ekki hafði ég í hyggju að borga einhverjum fyrir að trufla mig í mínum þungu þönkum.

Reyndar sá ég dálítið eftir þessu eftirá því það hefði verið gaman að hafa þegið kynninguna, talað bara ensku við kirkjumanninn og svo ef hann hefði í lokiin farið að spyrja hvaðan ég væri, þá hefði ég bara sagst vera úr Vallholti. En hvað um það. Þessi kirkjumaður hugsaður fyrir hinn niðurdrepandi fjöldatúrisma fær negatífa einkunn frá mér.

VMM_1200
Víðimýrarkirkja.


Varðandi Vallholt þá fannst mér sérstakt að sjá þangað heim og allt breytt: engi og tún óslegin og brún að sjá. Engar beljur í brekkunni niður að mýrinni og enginn að draga saman bólstra nú eða bagga sem er víst það sem er stundað í sveitunum nú til dags. En það var eflaust búið að slá engin og ef ekki er of mörgum skeppnunum fyrir að fara þá þarf kannski ekkert að heyja svo mikið.

VMM_1201
Gangnamannakofinn við Bugavatn

Eftir að hafa reynt að finna eitthvað ætilegt á viðráðanlegu verði í kaupfélaginu í Varmahlíð (sem tókst ekkert of vel) var haldið til fjalla. Ekið með Mælifell á vinstri hönd upp úr Skagafirði áleiðis að Bugavatni sem aðrir en Skagfirðingar kalla víst Aðalsmannavatn og upp á Kjöl. Hvað ég man helst þarna er að það hvessti einhver ósköp og þegar ég er að komast upp til fjalla og þarf að komast í gengum hlið á girðingu og er enn að hugsa um þennan ömurlega kirkjuvörð sem í raun meinaði mér að setjast inn í kirkjuan þá lenti ég í basli með hlið. Það var ekkert mál að opna hliðið en vandamálið var að láta það haldast opið. það fauk alltaf aftur til baka. Að lokum var ég farinn að hlaða vörðu til að halda því opnu. Er þá einhver örlítið skárri fjöldatúrisma spekúlant líklega á vegum einhverrar hestaferðamennsku kominn út úr bílnum sínum sem var þarna hjá og hélt hliðinu opnu fyrir mig. Jæka, þeim er ekki alveg allsvarnar þessum fjöldatúrisma gaurum.

Þó ég sjálfur sé ekki alveg saklaus af því að taka þátt í því að vinna með fjöldatúrismann þá finnst mér frekar súrt í broti að það er eiginlega ekki lengur gert ráð fyrir því að neinn sé á hálendingu lengur nema þeir sem ástunda þennan fjöldatúrisma annað hvort þyggendur eða gefendur. Þ.e. annars vegar þeir sem vinna við hann og hins vegar þeir sem kaupa þjónustuna. Heiðarleg ferðamennska sem felst í því að taka sjálfur ábyrgð á því sem maður gerir, án þess að veita öðrum atvinnu af að þjóna manni eða að vera að vinna við það að þjóna öðrum, virðis ekki eiga mikið upp á papllborðið lengur. Hef kannski aldrei átt neitt upp á pallborðið þar sem í gamla daga var hér um bil enginn á hálendinu miðað við þau ósköp sem nú eru.

VMM_1221
Blessuð sé minning Blöndu.

Ók yfir Blöndustíflur og má farvegur Blöndu muna sinn fífil fegurri. En hvað um það, hér er allt gert í nafni framfara. Kom svo á Hveravelli undir kvöld. Þar var eitthvað búið að lægja og ég gekk einn hring um hverasvæðið. trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalalatrallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala


VMM_1232
Stígar Hveravalla.

trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala


VMM_1242
Ventó á réttum Kili.

trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala

Dagur átta: 2. ágúst 2011



trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalalatrallal ala trallalala trallalalatrallalala trallalala trallalala trallalala trallalalatrallalala trallala latrallalala trallalala trallalalat rallalala tralla lalatralla lala trallalala trallalalat rallalala trallalalatrallalala trallalala trallalalat rallalala trallalalatrallalala trallalala tral lalalatrall alala trallalala






....





....








......


trallalala trallalala trallalalatrallalala trallalala

Rósir við heimkomuna

My rose in the garden
Rósin að rembast við að blómstra


Ég kom víst heim úr ferðalaginu í fyrrakvöld. Seint um kvöld eftir að hafa þann dag farið hjólandi út í Strýtur á Kili og skoðað gilin í Kór undir Bláfellshálsi. Kannski kemur meira ferðalagsblogg en núna er maður víst kominn heim og rósin í garðinum blómstrar sem aldrei fyrr.

My growing birch trees
Birkitré ekki alveg dauð úr öllum æðum


Svo komst ég að því að birkitrén mín eru ekki dauð úr öllum æðum. Þessi voru sett í potta fyrr í sumar og eiga að vaxa í þeim í 1-2 ár áður en þau fara í Fellsmörk að kljást þar við gras eða lúpínu og norðaustanáttina!


A visitor in the garden
Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


Svo vakti allt í einu athygli mína eitt blómstur sem gægðist upp fyrir bekkinn í garðinum og þar var kominn gestur sem var að gera sér hungang blómstursins að góðu!

Monday, August 01, 2011

Dagur númer ég veit varla lengur hvað í ferðalagi

Sum tjaldstæði eru bara flottari en önnur!

Búinn að fara hjólandi inní Bleiksmýrardal og tjalda þar. Rétt áður en ég kom að gangnamannakofanum Bleik.

Búinn að hjóla lúdentsborgir þverar og endilangar á Mývatni og líka skoða stuðlaberg og hraunmyndarnir Seljahjallagils. Eiginlega búinn að hjóla yfir mig.

Í gær stóð svo til að fara upp á Kjöl. En datt í hug að keyra inn Bárðardal til að finna einhvern stað til að fá mér smá í svanginn. Svo datt mér í hug að skoða Aldeyjarfoss austan megin. Hann er flottari að vestan verðunni en það er flottar að tjalda austan við hann sbr. myndina að ofan.

Verst að það var dálítill halli á tjaldinu þar sem ég fann því stað. Og svo er þetta nú ekki mikið fjöldatjaldstæði því þrátt fyrir smæð tjaldsins þá var það hálft inni á göngustíg. En hann er nú ekki mikið genginn. Ekki sá ég hræðu þarna!

En ætli það sé ekki Kjölur á dagskránni núna!