Thursday, February 26, 2004

Frábært veður


Fór skokkandi um allan Laugardal í hádeginu í dag, meirasegja alveg heim til Ralldiggnar sem var rétt að fara að kenna þegar ég kom til hennar á harðaspretti. Verst að það er enginn andskotans alvöru snjór eftir þarna uppi í Bláfjöllum, maður kemst sem sagt ekki á skíði eða neitt. Ætti kannski bara að fara að draga línuskautana fram!

Þa'ra koma humar! .......... :)

Svo þarf maður að fara að koma sér til úklanda, þetta er ekki nokkur frammistaða!



create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

Wednesday, February 25, 2004

Öskurdagur


Búinn að singja smá og fá fullt af nammi og vekja mikla lukku. Það vilja allir fylla á mér túlann með gotteríi ef það fær mig til að þagna. Mikill er máttur söngsins núna á öskurdegi.

Það eina sem mig vantar núna er að einhver komi og hengi svona öskupoka á mig eins og Láki er búinn að fá. Hann er meira að segja búinn að fá tvo, það elskar hann greinilega einhver roslega mikið!

Sunday, February 22, 2004

Þetta skil ég nú alls ekki

Í gegnum Herdísarblogg í gegnum Stínublogg:

Rerun
You are Rerun!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla

Ég hélt að allir vissu að ég er nákvæmlega eins og Kalli Bjarna!
Ég hef kannski bara misskilið sjálfan mig....

En til að vera viss þá tók ég prófið aftur / skrökvaði reyndar aðeins:
Charlie Brown
You are Charlie Brown!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla

Thursday, February 19, 2004

Skamm Símanjólar


Ótrúlegt að þessi netsíða hér skuli yfirleitt hafa fleiri heimsóknir en bloggsíðan mín!
Hún birtist oftast á skjánum þegar mig vantar símanúmer....

Vegna tæknilegra örðugleika er síðan sem þú baðst um ekki aðgengileg í augnablikinu. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Varði erindi þitt einstaklingsþjónustu Símans getur þú haft samband við Þjónustuver Símans í gjaldfrjálsu númer, 800 7000. Þú getur einnig sent tölvupóst á netfangið 8007000@siminn.is.

Fyrirtæki geta haft samband við Fyrirtækjalausnir Símans í gjaldfrjálsu númeri, 800 4000. Netfang Fyrirtækjalausna Símans er 8004000@siminn.is.

--------------------------------------------------------------------------------
The page you requested is not available at the moment. We apologize for the inconvenience this may cause. If your query concerns our Personal Services you can contact our Service Centre at 8007000 toll free if you are calling from within Iceland. If you are calling from abroad the number is +354 550 8200. You can also send an e-mail to 8007000@siminn.is.

Corporate clients can call our Corporate Solutions toll free on 800 4000 if they are calling from within Iceland. If calling from abroad please dial +354 550 7991. You can also send an e-mail to 8004000@siminn.is.


Wednesday, February 18, 2004

Að vera eða ekki vera ostur... gamall eða ungur


Ef ég er ostur hlýt ég að vera orðinn vel þroskaður ostur miðað við hversu háaldraður ég er orðinn eftir afmæli gærdagsins. Já alvegi heilu ári eldri en daginn þar áður. Annars leggst þessi aldur bara vel í mig. Ber hann held ég aðallega utan á mér með nokkrum gráum hárum [nokkur er reyndar nokkuð teygjanlegt hugtak] og kannski einhverjum hrukkum sem ég kalla nú bara broshrukkur. En lengra inn í sálina skal ellin ekki komast og hana nú. Vona að þetta sé ekki sjálfblekking á háu stigi hjá mér.

Var annars með fína afmælisveislu í gær með gamalli soðinni hænu í dularfullri sósu sem var búinn til daginn áður og átti að vera út á rækjur frá Afríku, nánar tiltekið Máritíus. Rann ljúft ofan í alla viðstadda með rauðum guðaveigum. Síðan heilmikið stuð með brotnum glösum og alls kyns skemmtan og lauk æfintýrinu á gulrótaköku með rjóma og bleksterku kaffi stífðu úr hnefa nothæfu til tjörgunar hrúta.

Tók síðan ostaprófið frá Stínu og er að sjálfsögðu bæði gamall og góður [og batna með aldrinum þangað til ég verð eins og úldinn fjóshaugur]

I am camembert!

Tuesday, February 17, 2004

Gaman gaman ...



Ætli það viti einhver hvaða dagur er í dag?

Thursday, February 12, 2004

Er að lesa ...

Trekking in East Africa - Lonely Planet Guide



Er núna bókin á náttborðinu hjá mér eða þannig. Já merkilegt nokk. Dettur einhverjum í hug hvað ég sé að skoða í þeirri bók. Ótrúlegt að maður sé farinn að undírbúa ferð sem verður ekki fyrr en eftir heilt ár. En það er auðvitað ekki ráð nema í tíma sé tekið þegar skundað skal til Afríku. Þetta verður bara einfalt. Panta flugmiða til Nairobi. Taka dödó til Arusha í Kenia og síðan áfram til Moshi þar sem allar fjallgönguleiðir byrja. Arka svo af stað til Kili og á peak Uhru 5896m. Kannski vissara að halda niðri í sér andanum svona rétt við tindinn.

Síðan er fullt af öðrum flottum göngutúraleiðum þarna út um allt sem hægt er að fara á undan eða eftir. Jamm þaldénú.

Þeir sem ætla að koma með vinsamlegast skilji eftir komment í skilaboðakerfinu..... ;-)

Wednesday, February 11, 2004

Afskaplega er þetta heimskt


Einu sinni var til Fjalaköttur. Hann var elsta bíó í Evrópu heyrði ég einhvern tímann. Hann var rifinn af því að það þurfti að byggja einhverja blokk í staðinn.

Einhvern tíman var lika til Hafnarbíó. Þar sá ég gjarnan Chaplin myndir og fór reglulega í blaðberabíó í boði einhverra kommúnista, krata og framsóknarblaða. Þar eru núna komnar ljótar úthverfablokkir svona svipaðar og eru byggðar í efri byggðum Kópavogs. Kannski samt aðeins þéttar þarna í miðbænum.

Síðan var til Nýja bíó. Það reyndar hafði frumkvæði af því að brenna [eða einhver hjálpaði því, hvað veit ég] og það var rifið því það var svo afskaplega mikilvægt að byggja töff nýtísku verslunarhúsnæði sem enginn virðist geta notað nema til að tapa peningum eða atkvæðum.

Og Stjörnubíó. Þetta er það sem er eftir af því núna. Það lá víst alveg rosalega á að rífa það líklega til að búa til þetta rosalega fína bílastæði.

Núna á að fara að rífa Austurbæjarbíó líka. Það er nefnilega alveg rosalega mikilvægt að byggja fleiri svona úthverfablokkir í miðbænum. Er þetta einhver hemja. Eina bíóið sem er er ennþá í notkun í miðbænum er Regnboginn með sínum löngu lélegu sölum skreyttum súlum á ólíklegustu stöðum og kvikmyndasýningarvélum sem halda ekki fókus.
´
Ef ég ætla í bíó þá liggur við að það kalli á meiriháttar ferðalag út í sveit.

Síðan er verið að myndast við að ákveða að rífa svo til öll timburhús við Laugaveginn til að koma upp almennilegu verslunarhúsnæði. Svona eins og þetta flotta tóma þar sem Nýja bíó var.

Nei mér finnst þetta bara vera svo afskaplega heimskt. Það er unnið að því hörðum höndum að breyta skipulagi miðbæjarins í einhvers konar blokkar úthverfi með íbúðum fyrir efnað fólk sem komið er yfir miðjan aldur og vill hafa húsvörð. Síðan er endalaust verið að röfla um hvað þurfi að gera til að bjarga miðbænum því þangað komi enginn lengur. Þar er nú samt einhvern veginn eini staðurin á Íslandi sem ég veit um sem maður getur treyst því að einhver er. Meira að segja oft einatt svo margir að það er varla hægt að keyra þar um!

Það er eitthvað að þessu öllu saman....... nema það sé eitthvað að mér.

Varúð - pipar


Þessar reglur ætla ég að hengja upp á góðum stað í eldhúsinu hjá mér:


Þegar elda skal með chili pipar

1. Hanfjatlið piparinn með varúð

2. Notið hanska sem skalt hent í ruslið eða þvottavélina eftir notkun

3. Ef ekki eru notaðir hanskar þvoið yður þá vel um hendur á eftir fyrst einu sinni og síðan aftur.

4. Gætið varúðar við augu. Best er að vera með skíðagleraugu sem hlífa stórum hluta andlitsins.

5. Ef yður verður það á að koma við viðkvæma húð í kringum eða annars staðar þá umfram allt: Ekki fara að káfa þarna aftur til að reyna að minna sviðann.

6. Fyrir bragðið af matnum þá er einnig ágætt að spyrja sig einu sinni eða tvisvar hvort það sé örugglega vænlegt að nota heilan pipar í steikta sveppahrúgu handa einum einstökum.

7. Klósettferðir eftir notkun piparsins: Gætið sérstakrar varkárni.

Nei ég skil ekkert í þessu að svona stórhættuleg efni séu seld í venjulegum matvöruverslunum. Ég er kominn held ég með glóðarauga af verstu gerð og hitar og svíður hér og þar á viðkvæmum stöðum.

Ég held að ég panti mér bara Makkdónalds á morgun!


------------

Fékk annars rosalegt nostalgíukast í gær. Var viðstattur flutning á mastersverkefni sem ég hafði umsjón með í vinnunni hjá mér. Algjörlega makalaust hvað ekkert hefur breyst þarna í verkfræðideildinni í HÍ. Lyktin var held ég meira að sega eins og hún var fyrir 15 árum eða hvað þetta er síðan ég var þarna. Og auðvitað voru tréstólarnir nákvæmlega eins. Þetta ryfjaðist allt upp fyrir afturendanum á mér eftir því sem ég sat lengur.

Tuesday, February 10, 2004

Var að lesa ...

Símon og eikurnar, eftir Marianne Fredriksson
Virkar alveg megagóð bók svona á fyrstu blaðsíðunum!
Og merkilegt nokk batnað bara eftir því sem áleið held ég. Einhver al skemmtilegasgta/besta eða hvað skal segja ´bók sem ég hef lesið jafnvel á þessari öld enn sem komið er!

Wednesday, February 04, 2004

Með hor í nös


Mikið afskaplega er fúlt að vera veikur með hor í nös. Ákvað í morgun að vera bara heima hjá mér eftir að hafa verið á hálfum afsköstum í vinnunni asnalegur með hausverk og nefrennsli. Hef grun um að þetta heilsuleysi mitt stafi af skorti á hvítlauki en þar sem siður minn um mánudag til matar lognaðist útaf í jólaönnunum þá hef ég líklega ekki fengið nóg af því antíflensuvírusbakteríuefni.

Aftur í hvítlaukinn og til heilsunnar og ég hlusta ekki á þá sem fara að ímynda sér einhvern hvítlauksfnyk af mér ...... en ég lenti nefnilega í þvílíku einhvern tíman fyrir jól.

Tuesday, February 03, 2004

Maður verður líklega að fara að ferðast meira!




create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

En ég rakst á þessa snilld hjá Liljunni

Aumkunarverðir Bush og Blair


Ég er að velta fyrir mér hvort er verra fyrir þá kauða að þurfa að játa að hafa verið svo einfaldir að hafa trúað bullinu um að Saddam kallinn (þessi með skeggið sem þeir lýstu uppí) væri með öll þessi gereyðingarvopn í startholunum og þyrfti bara 45 mínútur til að eyða heiminum eða hvort þeir hafi bara vitað þetta allan tíman en verið svo illa innrættir að þeir hafi bara þóst trúa þessu.

Reyndar þá held ég að að þó Bush beri nú ekki alltaf vitið í trogum þá hafi hann verið að beita bellibrögðum og verið fullkomlega kunnugt um að Saddam ætti engin alvöru vopn en Blair greyið var frekar plataður enda hefur mér alltaf fundist hann virka sem frekar einföld sál.

Svo er hinn rökfasti Bush líka ennþá með sín rök á hreinu. Það skipti ekkert öllu máli segir hann hvort Saddam ætti öll þessi vopn eða ekki. Það sjá allir að það varð að koma manninum frá þar sem hann hundsaði öll fyrirmæli sem hann fékk. En fyrirmælin auðvitað voru flest í þá veru að hann skyldi gera grein fyrir öllum þessum vopnum [sem síðan voru auðvtað ekkert til].

Kannsi er samt Halldór okkar bara bestur. Hann er þess ennþá skylst mér fullviss um að það sé allt fullt af vopnum þarna og líklega tilbúin til notkunar með 45 mínútna fyrirvara. Ætli hann sofi á nóttunni fyrir þessu?

Auglýsingar: Vanis sápa. Það sem er auglýst með svona ömurlega leiðinlegum hryllingi eins og var í sjónvarpinu rétt áðan mun líklega aldrei komast inn á mitt heimili!

En það sem mig langar núna í og skal komast inn á mitt heimili er þetta hérna.

Þegar forsetinn var lagður í einelti


Einu sinni sem oftar þegar ég var lítill strákur var mér boðið í afmæli einhvers annars stráks í götunni heima hjá mér. Ég man ekki hvað það var en einhvern óskunda gerði ég af mér í afmælinu og endaði það með því að afmælisbarnið líklega ákvað að reka mig úr afmælinu. Þetta þótti þjóðráð alveg þangað til einhver benti á að ef ég yrði rekinn úr afmælinu þá ætti ég að sjálfsögðu heimtingu á því að fá afmælisgjöfina til baka aftur. Runnu þá tvær grímur á afmælisbarnið og fékk ég að vera áfram. En auðvitað var þetta einhvers konar einelti sem ég var beittur.

Einhvern veginn datt mér þetta í hug þegar maður sér, heyrir og finnur fýluna milli EFF embættanna okkar og allt finnst mér þetta vera dálítið kúnstugt.

Það er náttúrlega alveg ljóst með 100 ára fyrirvara að það verði haldið upp á 100 ára afmæli, það sér hvert mannsbarn enda sagði Halldór Blöndal hirðsmaður Davíðs okkur það. Samt segir reyndar Davíð sjálfur að það hafi ekki verið hægt að boða fundinn með neinum fyrirvara út af því að það var ekki ljóst fyrr en á síðustu stundu hvort það væri hægt að halda hann eða ekki. Undarlegt að það geti munað 99 árum og 364 dögum á því með hvaða fyrirvara þessi fundur var ákveðinn.

En auðvitað átti Ólafur Ragnar að vita af þessu öllu saman þar sem Júlíus Hafstein [eða var það einhver annar Hafstein] var búinn að boða forsetann til hátíðarinnar með formlegum hætti þegar hann minntist á þetta í framhjáhlauoi í símtali við forsetaskrifstofu þegar hann var að ræða eitthvað um einhverja sendiherra eða guð má vita hvað. Undarlegt verð ég að segja að sé hvað formlegheit geta tekið á sig óformlegar myndir á þessum síðustu og verstu dögum.

En mér er eiginlega spurn. Er þetta bara út af því að Dvíð og Ólafur blandast álíka vel saman og olía og vatn eða fór Davíð í fýlu af því að Ólafur ætlaði bara að vera í útlöndum á þessum tímamótum. Er Ólafur Ragnar kannski bara alveg úti að aka að fara til útlanda á svona tímamótum. Eða er Davíð að makka eitthvað alveg voðalegt? Hvað gerðist eiginlega á þessum dularfulla fundi? - Líklega ekki neitt sem máli skiptir fyrir utan formlegheitin.

En reyndar, þetta var afmæli ríkisstjórnarinnar, forsetaembættið átti ekkert afmæli. Ég bíð núna bara spenntur til ársins 2044 til að sjá hvort forsetinn þá muni nokkuð hafa forsætisráðherrann með, nema sendi honum kannski svona venjulegt formlegt boðskort eða boði hann formlega með framhjáhlaupi í einhverju símtali við einhvern ritara á skrifstofu forsætisráðherra.

Æji, óttalegt bull er þetta.

Sunday, February 01, 2004

Hver kaus Gísla Martein?


Þetta er ekki illa meint en núna ætla ég að blogga um eitthvað sem mér finnst leiðinlegt og taka mér Liljuna til fyrirmyndar og tala illa um einhvern leiðinlegasta sjónvarpsþátt í heimi

Hvernig fór Gísli Marteinn eiginlega að því að vera kosinn sjónvarpsmaður ársins eða er þetta ekki rétt munað hjá mér. Hann virkar eins og gamall kaddl sem samt lítur út eins og einhver stráklingur í framan. Ef einhver sjónvarpsmaður líkist honum þá dettur mér helst í hug Invi Hrafn. Eini munurinn á þeim er að Ingvi Hrafn lítur út fyrir að vera svona tvisvar sinnum eldri en ég myndi veðja á að þeir séu samt jafn gamlir.

Þegar Sveppi var kosinn sjónvarpsmaður ársins í fyrra þá kom það mörgum á óvart en allir skyldu hvernig hann fór að því. Hvernig Gísli Marteinn fór að þessu er mér ennþá hulin ráðgáta.

Annars verð ég að játa það að kannski er ég ekki alveg dómbær á þetta þar sem ég er farinn að forðast þennan þátt mjög skipulega en í flest ef ekki öll skipti sem ég hef hlustað á þennan hroða þá hef ég þurft að stilla á eitthvað annað vegna væmnislegs vandræðagangs og almennra leiðinda sem hafa verið þarna. Af og tl nær hann reyndar í fólk þarna til sín sem mig langar mikið til að vita hvað er að segja skemmtilegt og gengur það stundum ágætlega alveg þangað til raupið í honum sjálfum kemur þarna inní og eyðileggur allt.

Það sem mér reyndar finnst undarlegast við þetta allt saman er að áður en hann fór að sjá um þennan misheppnaða þátt þá fannst mér hann yfirleitt skemmtilegur á skjánum. Honum tókst meira að segja oft að gera leiðinlega hluti skemmtilega. Einhvern veginn finnst mér að þetta hafi snúist við hjá honum og núna geri hann skemmtilega hluti leiðnilega.

Síðan þar sem mér leiðist þessi þáttur svona óstjórnlega þá yfirleitt skipti ég á einhverja aðra sjónvarpsstöð þegar leiðindin hefjast eða spila einhvern geisladisk. Það verður síðan oftar en ekki til þess að ég missi af Spaugstofunni. Sem reyndar er stundum dálítið þreytt en á enn langt í land með að ná honum Gísla!

Af öðru miður skemmtilegu sjónvarpsefni þá má reyndar nefna líka:
- Allt bachelors dót
- Jay Leno / hann var reyndar ágætur svona fyrstu 50 skiptin en þá fattaði ég að þetta var allt sama fúla fólkið að krossleggja lappirnar hjá honum
- Fólk með Sirrý

Ætli þetta sé ekki orðið gott í bili.