Nýja gæludýrið mitt
Ætti kannski að líta það sem nýja kærustu því við erum búin að vera að kyssast í allan dag. Er reyndar alveg ferlega slappur. Gat reyndar fljótlega spilað Gamla Nóa og síðan Líi-leppa-lú sem er gamla hlé lagið í Ríkisútvarpinu. Áttaði mig síðan á því til mikillar gleði að ég það er tiltölulega einfalt að spila á þetta yfir gamlan eyðisand. Þetta er því allt að koma en ég óttast reyndar að það sé langt í land með að ég spili neitt af þessu almennilega. En hvað um það. Ef ég spila nógu hátt á þetta þá get ég kannski hefnt mín á granna mínum á hæðinni fyrir neðan sem var vanur að halda heimsins háværustu partý einhvern tíman seinni hluta nætur.
No comments:
Post a Comment