Hvað getur tveggja metra hundur gelt lengi?
Mikið afskaplega verð ég feginn þegar hann nágranni minn partýhaldarinn á hæðinni fyrir neðan með hundinn flytur í burtu! Þegar ég vaknaði eldsnemma í morgun við kröftugan söng sheffer hundsins hans þá fór ég að hugsa hvað svona hundur gæti gelt lengi. Þetta var ekki mjög vísindaleg könnun en ég held að hann hafi verið geltandi svona um kl. 7 í morgun og hann gelti til svona klukkan 10. Nei þetta voru nú bara þrír tímar og megnið af þeim á svona sæmilega ásættanlegum vökutíma fyrir vinnandi fólk þannig að ég á líklega ekkert að vera að kvarta. Það ætti reyndar hundurinn að gera.
En sá serbneski á fyrstu hæðinni er búinn að segja mér að þeir félagar (þ.e. partýhaldarinn og hundurinn hans) muni flytjast í burt héðan í febrúar. Einhvern veginn held ég að enginn íbúi þessa húss eða næstu húsa eigi eftir að sakna þeirra neitt sérstaklega!
No comments:
Post a Comment