Wednesday, October 22, 2003

Greindarskertir ökumenn
Einhvern tíman heyrði ég það að það hefði verið gerð könnun sem sýndi fram á fylgni milli greindar og notkunar á stefnuljósum. Því minna sem ökumenn noti stefnuljós þeim mun minni greind hafi þeir.

Mér datt þetta bara í hug þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun og ég áttaði mig á því hve ofboðslega greindarskertir íslenskir ökumenn eru yfirleitt. Það ætti kannski að hafa almennt greindarpróf sem hluta af ökuprófinu. Kannski þannig að þeir sem ná ekki greind 50 fái ekki að keyra....

No comments: