Gleði, sem breytist reyndar stundum í ógleði
Well, jólagleði vinnunar minnar loksins afstaðin. Eftirköstin dagin eftir afstaðin - nei það voru ekki þannig u..köst heldur bara svona smá slappur fram undir hádegi, sem varð reyndar ekki fyrr en um kvöld enda á hverju er von þegar maður skrönglast ekki heim fyrr en undir morgun.
Síðan alveg ótrúlea fyndið. Það spurðist nefnilega út á fimmtudaginn að þetta yrði að nær áfengislaus kemmtun með bara einum vesælum bjór á mann (með vesælum bjór er átt við dvergabjór eins og var notaður einu sinni til að kveðja Jón Frey en hefur ekki verið notaður síðan nema allir hafi verið á bíl). Þannig að á fimmtudaginn var leitað í öllum fjárhirslum starfsmannafélagsins og loks fannst péningur fyrir alveg tveimur stórum bjórum fyrir hvern og einn. Síðan bættist við tveggja bjóra skammtur frá fyrirtækinu og þá virtist þetta nú ástandið ætla að verða skemmtanahæft.
Enda var það þannig þegar ég kom á vinnustaðinn rétt fyrir kl. 5 á föstudeginum þá var allt fljótandi í bjór og allir í óða önn að fylla alla vasa af guðaveigunum. Og enda eins gott að hafa einhverja ballest því farartæið var gulur tveggja dyra spotbíll í eigu borgarstjórans, með öðrum orðum dödó (ókei Stína, dædó ef þú vilt frekar hafa það þannig). Annars var nú næstum því mest gaman í strætónum a.m.k. ekki hvað síst. Enda ekki von á góðu þegar ég og Gunnsi tökum það að okkur að láta eins og fífl eftir tvo bjóra!
Skemmtunin var fín fyrir utan það að maturinn var bæði frekar smátt útilátinn á litlum kökudiskum og ekkert sérstaklega góður. En með útsjónarsemi þá tókst mér nú samt að fá svona aðeins í minn svanga maga. Skemmtiatriðin voru fín og sérstaklega fólij´lagjöfin sem ég fékk, takk Lísa ég er búinn að vera í byssuleik alla helgina til að æfa mig fyrir mánudaginn.
Og ætli maður hafi síðan ekki farið á pöbb á eftir. Þó þetta hafi verið í Hafnarfirði þá fórum við samt á næsta bar. Sem reyndar var auðvitað ekki næstur heldur einna lengst í burtu en það var að minnsta kosti hægt að ganga heim þaðan. Og síðan fannst mér reyndar líka að það hefði mátt kalla barinn hinsegin bar þar sem ég virtist á tímabili vera kominn í alvarlegan minnihluta. Það stafaði reyndar kannski af því hvaða fólki ég kom með á barinn. En þetta var bara gaman og ágætur félagsskapur. Og einhvern tíman undir morgun þá rölti ég heim á leið og ekki orð um það meir :-( eða :-) eða 8-) eða bara eitthvað.....
No comments:
Post a Comment