Thursday, June 30, 2005

Ér að hugsa um að verða ríkur

Varúð: Þetta er verkfræðipæling en kannski ættir þú að lesa hana því það er hægt að græða alveg ógeðslega á þessu! Og þetta er líka algjört leyndarmál...

Ég fékk sko snilldarhugmynd í gær sem ég ætla að græða alveg ógeðslega á. Ég ætla í samkeppni við Landsvirkjun eða kannski frekar Orkuveituna.

Það er nefnilega þannig að maður þarf ekki að borga neitt meira fyrir kalda vatnið þó maður noti dálítið mikið af því. Og þá get ég bara skrúfað frá kaldavatninu á baðinu hjá mér og sett lítinn hverfil á kranann. Já maður er ekki vélaverkfræðingur og búinn að læra um þá Kaplan, Francis og Pelton fyrir ekki neitt. Eða heita þeir ekki það hverflarnir. Nei það veit auðvitað enginn.

En með þessu fæ ég auðvitað rafmagn í ljós og svona alls konar smálegt og svo auðvitað líka til að elda mat og já, það er auðvitað hægt að hita vatn sjálfur líka og ekki vitlaust þegar maður er kominn með nóg rafmagn sem er algjörlega ókeypis nema þetta fasta vatnsgjald.

Já og þá get ég bara hætt að kaupa rafmagn eða heitt vatn og spara alveg ógeðslega. Svo fæ ég mér bara aðeins stærra túrbínuhjól á baðherbergið og get þá farið að selja nágrönnunum rafmagn og hita. Já og auðvitað geta þeir líka fengið frá mér eitthvað af kaldavatninu sem mun renna ótæpilega í gegn hjá mér og geta þá bara sagt upp öllum samningum við Orkuveituna. Já og selt öllum hér í næsta nágrenni við mig og alveg upp í sveit! Mikið djöfull verð ég ógeðslega ríkur af þessu!

Eins gott að Orkuveitan sé líka í þessu rækjueldi sínu því hún mun þurfa að einbeita sér að því í framtíðinni ef hún ætlar að hafa eitthvað að gera!

Já annars... Hafið mig aðeins afsakaðan, ég þarf að finna til símanúmerið hjá Alcan og Alcóa og hvað þeir heita þarna þessir sem ég er að fara að gera samning við.



PS:
Gerið það svo fyrir mig að segja ekki nokkrum manni frá þessu því þá yrði allt ónýtt!


Gvöð hvað ég er glataður snillingur!

Gvöð hvað ég hata auglýsingar

Það eru nokkrar týpur af þessum hryllingi.

Þessi uppáþrengjandi óþolandi þar sem t.d. einhver útbvarpsauli þusar að maður eigi að senda SMS skilaboð á JA BIL POPP eitthvað hroðalega óáhugavert. Þær fá mig til að efast um það menningarsamfélag sem ég bý í og oft líka til að slökkvað á útvarpinu.

Og svo eru það þessar yfirmáta hallærislegu eins og KAFFITÁR er farið að gera af öllum fyrirtækjum. Eitthvað röfl um einhvern sem er með einhverjar hallærislegar yfirlýsingar um kaffið sem hann er að drekka. Oj bara - ég fæ grænar bólur og fer að hugsa um að hætta bara endanlega að drekka kaffi.

Já og svo þessar hroðalegu leiðinlegu eins og frá Bónus þar sem einhver maður kemur og þylur upp verð á tómatsósu og niðursoðnum baunum og ef ég næ ekki að slökkva í tíma þá fæ ég að vita eina ferðina enn að Bónus bjóði betur.

Já og síðan eru auðvitað þessar skemmtilegu kúl auglýsingar sem fá mann til að leggja við hlustir og svo í kjölfarið kaupa einhvern óárann svona eins og ... æi, man ekki eftir neinni. Það eru líklegast ekki gerðar neinar þannig auglýsingar lengur.

En ég er líklega bara svona neikvæður leiðinlegur nöldurseggur!

Svo var ég líka að fatta að ég var eiginlega búinn að blogga þetta áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin... eða það hugsa auglýsendaaularnir líklega!

Wednesday, June 29, 2005

Ég verð greinlega að blogga eitthvað þannig að fólk fari ekki að halda að það sé eitthvað alvarlegt að hjá manni.

En það er ekkert að annað en það að ég ætlaði að elda mér roslega flottan nautarétt í gær en uppgötvaði þá að nautið sem átti að eldast var orði slímugt og illa lyktandi og frekar óárenniegt. Ýki kannski eitthvað en það fór að minnsta kosti í ruslið og var ekki étið nema þá kannski af öskutunnurottum. Eða nei annars þetta er ekki fallegt að segja þar sem ég hef séð fólk vera að sníglast hér í kringum öskutunnur. Sorglegt að það sé til fólk sem virðist hafa þá atvinnu að draga eitthvað nýtilegt uppúr öskutunnum.

Já og meðan ég man. Tók mig saman í andlitinu og tók myndadrusslu til að send á DPC sem er auðvitað að fá helvítisútreið þar. Átti að vera eitthvað úrelt eins og símaskrá sem veltur í flæðarmálinu á meðan símanúmerin eru öll komin á internetið...
obsolet

Mér finnst hún flott en aulunum á DPC finnst það ekki neitt. Reyndar setti ég á hana einhvern hroðalega langan titil til að skýra af hverju þetta væri ekki bara ónýtt drasl heldur eitthvað úrelt líka enda ekki vanþörf á þar sem fólk þarna á DPC fattar mig yfirleitt ekki baun í bala.

Já...

Hefr annars einhver farið á eitthvað sem heitir held ég Bítl. Það er nebblega sko verið að reyna að draga mig á það eftir heila viku.

Sunday, June 19, 2005

Ætli þetta verði langt blogg?

Það gæti svo sem verið. Nóg er a.m.k. til að blogga um en nei... ekkert sem getur talist merkilegt.

Fór um helgina á þann stað sem heitir Fellsmörk. Þar sem ég á kofa með systkinum mínum og við reynum af veikum mætti að rækta tré. Trén fjúka yfirleitt um koll, eða að minnsta kosti fýkur börkurinn af þeim ef ekki þá éta yglurnar allt laufið af trjánum síðsumars þannig að þau standa allsber eftir um miðjan ágúst. Og ef það dugar ekki til þá troðast þau undir snjónum, þau þeirra sem hafa náð upp úr sinunni. Þau fáu sem eru eftir hafa sum hver lent undir ökutækjum nágrannanna. Nú þessi fáu sem eftir standa eru sæmileg.

Við bræður gerður skurk í að laga húskofann til síðasta haus. Það var ágætt nema okkur tókst ekki að klára það þannig að allar mýsnar komust inn og þær átu flest innanstokks. Það sem þær leifðu flokkast ónýtt af músaskít, hlandi og öðru ógeði. Jamm, svona er lífið.

Það gengur síðan hvorki né rekur einhver ólukkans verkefni í vinnunni minni eða einhverjum félagstetrum sem ég er að reyna að stýra. Veit ekki hvar þetta endar eiginlega, ef þetta er ekki búið fyrir löngu.

Annars það eina skemmtilegra er að í síðustu viku eða þarsíðustu tókst mér loksins að koma grægjumálum bílsins míns í þokkalegt horf. Keypti einhvern geislaspilara og einhverja tvo hátalara. Var reyndar eitthvað að vandræðast með þetta og hvort ég ætti ekki að fá mér einhvern aukamagnara líka til að fá almennilegt hljóð í þetta. Átti þá stórkostlegt samtal við Nesradíó. Mikið gaman að tala við þá...

En æji, nenni ekki að skrifa samtalið en hef aldrei lent í eins hroðalegri símsvörun. Besta kommentið frá konunni var þegar ég sagði henni að sölumaðurinn í Sjónvarpsmiðstöðinni hefði sagt mér að það væri betra að hafa aukamagnara með stærri hátölurum að þá kom út úr henni eins hryssingslega og hægt er að ímynda sér: Láttu þá bara setja þetta í fyrir þig! Já já hún var elskuleg en fékk ekki mikinn bísness frá mér og fær ekki!

En síðan fór ég bara í bæinn á sautjánda júní...
On the National day of Iceland - 17th June

Saturday, June 11, 2005

aulýsendur

Já ég veit að það á að vera eitthvað "g" þarna í þessu en þeir eru finnst mér stundum bara aular.

Hvers á maður að gjalda að þurfa að hlusta á endalausar upptalningar á hvað allt kostar í Nettó og Bónus og Krónunni líklega líka. Ég veit að það vita allir að það er allt hund ódýrt hjá þeim. Síðan þegar það æpti einhver öskurapi að ég ætti að gera eitthvað skemmtilegt um helgina eins og að koma í Brimborg eða eitthvað og prufukeyra einhvern bíl þá nei takk. Frekar geri ég ekki neitt. Setti Armstrong á fóninn [reyndar bara CD hallæri auðvitað], kveikti í eggjakökunni sem ég var að gera og fékk mér kaffi. Verst að vesalings útvarpstöðvarnar fá frí að minnsta kosti þangað til hann Lúi hefur lokið sér af.

En það er sól úti og kannski tekst mér að gera eitthvað skemmtilegt en það verður varla að fara á bílasölu. Væri líklega rannsóknarefni hvað þeim sem finnst það skemmtilegt getur mögulega fundist vera leiðinlegt að gera. Varla margt!



....

Thursday, June 09, 2005

Hæstiréttur ógildir úrskurð umhverfisráðherra um að álver Alcoa þurfi ekki í umhverfismat

En mikið hroðalega er búið að skrifa um þetta í Moggann.

Mín skoðun á þessu er svona:
Ruins

Monday, June 06, 2005

Hjálp - það er kominn mánudagur

Og ég náði ekki að fatta að það var helgi um helgina.

Síðan tókst mér að skera gat á nefið á mér þegar ég var að raka mig í morgun. Og allt það blóð sem getur lekið út um eitt lítið gat á einu nefi. Fyllti næstum baðkarið.

Það er reyndar hætt að blæða núna en ég sé einhvern skikkjuklæddan mann einkennilega vígtenntan sleikja slóðina mína í vinnuna.

Mjá, það er gaman.

Gúrkutíð á bloggnum mínum

Hef verið letibloggari undanfarið. Lélega afsökunin í fullu gildi. Allt of mikið að gera af hlutum sem eru ekkert sérstaklega bloggvænir. Hver hefur til dæmis gaman af því að lesa lýsingar af einhverjum fundum, greinarskrifum eða einhverju álíka. Ekki ég neitt sérstaklega, hvorki til að lesa né til að skrifa.

Helgin var reyndar dálítið áhugaverð fyrir utan vinnuna sko. En kannski verður eitthað meira um það einhvern tíman seinna. Hvur veit - Ekki ég.




....