Thursday, October 09, 2003

Kárahnúkar - minn ekki alveg að skilja þetta
Í einu og sama fréttatímanum fær maður fyrst að heyra að utanríkisráðherrann okkar líti ástandið á Kárahnúkasvæðinu svo alvarlegum augum að hann hafi gert það að milliríkamáli þegar hann var að heimsækja kollega sinn á Ítalíu. En máfíósarnir á Ítalíu hafi lofað því að uppfylla alla samninga þannig að þetta sé allt í lukkunnar velstandi og ráðherrann okkar ráði sér vart fyrir kæti.

Síðan fær masvo fær maður að heyra að verkakallarnir þar uppfrá hafi farið í setuverkfall vegna slæms aðbúnaðar sem lýsi sér helst í því að þeim sé kalt á fótunum. Það er því brugðið á það ráð að kaupa 300 ullarsokka handa þeim og þá verða allir glaðir á ný. Reyndar kom líka uppúr kafinu að verkfallið var víst allt saman með fulli samþykki Impregilo.

Svo er bætt við að logsuðumennirnir á Kárahnúkum ætli ekki að logsjóða án hlífðargleraugna nema svona eina viku í viðbót. Ef þeir fái ekki hlífðargleraugu þá séu þeir bara hættir. Vonandi ekki orðnir blindir líka.

Og það al undarlegasta er að fyrr í vikunni heyrði ég krónprins þeirra framsóknarmanna lýsa því yfir að þetta sé allt saman í góðu lagi og allar reglur um vinnuvernd séu uppfylltar í hvívetna!

Ég verð að játa það að ég er einhvern veginn ekki rétt innréttaður til að geta skilið þetta. Einhvern veginn þá hélt ég að ullarsokkaverkföll væru nítjándualdar fyrirbæri sem hefði verið aflagt um þarseinustu aldamót!

No comments: