Mér fannst það reyndar einu sinni og finnst það kannski einhvern tímann en næst ætla ég að mæta með eyrnatappa þegar ég fer þangað. Nú kemur nefnilega nöldur. Þeir sem ekki vilja lesa nöldur, vinsamlegast smellið hér! Þeir sem ennþá eru að lesa: Ég var búinn að vara ykkur við.
Hvurnin er hægt að vera svona ósmekklegur eins og sá sem ræður yfir hátölurunum í Hagkaup í Skeifunni. Þetta er of hátt og þetta er ósmekklegt lagaval. Hverjum dettur í hug að maður vilji heyra endalausa jólaskemmtunartónlist á meðan maður er að spekúlera í hvort betra sé að kaupa basiliku eða kóríander á kjúklinginn? Hvað gerir maður þegar maður er búinn að heyra jólasveina ganga um gólf og búinn að heyra um sigga á síðum buxum og drengi að skoppa gjörðum og stúlkur að vagga brúðum eða hvað þetta er? Það er allt í lagi að heyra einhver jólalög af og til fyrir jól en það má ekki alveg drepa mann samt strax. Það er nú bara fyrsti desember ennþá sko. Og hvað gerði minn? Jú hann gafst upp, keypti hvorki ferkst kórínander né basilku og fann bara næstu röð sem virtist vera sæmilega stutt.
Þar síðan ruddist auðvitað fram fyrir mig eitthvað stórundarlegt par sem var að gera stórinnkaup með tvö brauð, eitt smjörstykki og tvo sjampóbrúsa og síðan álíka marga pilsnera. Og þessu furðufólki tókst að vera hálftíma að átta sig á því hvernig það ætlaði að skipta þessum stórinnkaupum upp í alls konar minni innkaup. Fyrst borgaði konan svo báða pilsnerana og síðan svona um það bil helminginn af öllu hinu sem þau voru að kaupa. Síðan tókst manninum að vera alveg ótrulegan tíma að komast að því hvernig hann ætlaði að borga sinn hlut af þessu.
Og á meðan á öllu stóð þá voru jólasveinarnir reyndar hættir að ganga um gólf og í staðinn komið eitthvað úr Grís. Jú það var reyndar dálítið skárra en mig langaði ekkert sérstaklega til að fara að dansa grís þarna á meðan ég var að bíða. Og næsta lag. Þá gat ég næstum því öskrað. Hefði annars að spyrja einhvern hvort þetta væri söluátak fyrir eyrnatappa eða tilraun til heimsmets í ósmekkleika. Var þá ekki farið að spila Heims um ból rétt eins og jólin væru komin. Það lá við að ég gæfist upp og strunsaði bara út. En nei ég var of svangur til þess.
Það sem reyndar er stórundarlegast við þetta allt saman er að líklegast er þetta allt saman útpælt til að láta fólk kaupa meira. En nei, einhvern veginn er ég að fjarlægjast þennan undarlega meirihluta íslendinga sem finnst skemmtilegast að versla í Hagkaup.
Svo er ég kominn með samviskubit yfir að hafa guggnað á að bjóða til mín í mat á kvöld. En það var kannski eins gott að ég hætti við þetta þar sem það er auðvitað ekki góð kurteisi að gefa fólki ekki að borða fyrr en klukkan er langt gengin í níu eða jafnvel farin að ganga tíu.
Síðan svo ég hætti nú allri geðvonsku, þá er allt í lagi að það komi fram að ég er búinn að hengja upp fyrsta jólaljósið mitt. Sjálfa jólastjöggnuna fallandi af himnum frá!
No comments:
Post a Comment