Ég var farinn að halda að bloggerinn væri ónýtur og ég myndi aldrei aftur geta gert nokkurn skapaðan hlut við bloggið mitt
Hann hefur nefnilega gefið mér eintómar errormeldingar í hvert skipti sem ég hef ætlað að blogga blogg í dag.
Er nefnilega búinn að vera hroðalega duglegur þessa helgi. Ósköpin hófust í gær þegar ég ákvað að hengja upp folijólaljósin mín. Sá þá mér til mikillar skelfingar að gluggarnrir sem ljósin áttu að fara í voru fram úr hófi skítugir. Ryk og drulla liðinna mánuða lá í gluggakistunum og því þörf á ærlegri hreingerningu. Það voru sóttar tuskur og alls kyns hreinsiefni og auðvitað langur og góður stigi. Síðan eftir mikla mæðu var búið að þrífa líklega alla 40 gluggana að innanverðu. Rigninin verður að sjá um að þrífa þá að utan að þessu sinni. Nú jólaljósin voru síðan drifin upp eins og má sjá hér.
Á næstu dögum eða í versta falli um næstu viku verður síðan lokið við herlegheitin og sett grílukertaljós á svalirnar og svona alls konar flott. Er meira að segja að velta fyrir mér að troða ljósum á stóra askinn fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Gæti orðið hroðalega flott. Eða kannski bara hroðalegt. Veit það ekki alveg. Held að það yrði bara flott.
AF öðrum afrekum helgarinnar má nefna gerð prófs fyrir elskulega nemendur mína í Endurmenntastofnun HÍ. Þeir eiga von á einhverju skemmtilegu frá mér eftir tvær vikur!
Já og gleymdi að nefna það. Það eru að fara að koma jól. Komin alls konar hátíðleg og óhátíleg jólamússík í grægjuna mína. Kaupti meirasegja þrjá fólijóladiska í dag. Einn ferlega væminn slappann blásaradisk á 790 kall eða eitthvað. Síðan einn svona simfónískan dáltið hátíðlegan og svo einn frábæran með Þremur á palli. Enda hafa þau ekki gert neitt mikið af því að klikka!
No comments:
Post a Comment