Wednesday, January 06, 2016

Jólin að klárast og einkunnir komnar í hús!

Jæja, þá eru jólin að klárast og einkunnir komnar í hús. Ég líka búinn að standa vaktina sem sölustjóri í flugeldasölu HSSR vi Grjótháls þar sem Össur er og bensínstöð Skeljungs sem hét einu sinni Select við Vesturlandsveg.

Eftir barlómsfrærsluna sem var skrifuð í desember þegar ég var að krebera á því að skrifa grein um öskufall sem próf þá er niðurstaðan sú að sem betur fer náði ég báðum prófunum. Einkunnir hins vegar mjög afstæðar. Í báðm fögum fékk ég í hærra lagi miðað við hvað ég átti von á - ég hefði a.m.k. ekki gefið mér hærra en ég fékk. Svipuð tala í báðum fögum en merkilegt nokk að í öðru var ég hæstur en í hinu var ég lægstur. Fyrir fram hefði ég alveg getað giskað á þessa niðurstöðu - þ.e. áður en ég fór að leysa prófin - en þá hefði ég giskað á að ég hefði orðið lægstur í því sem ég varð hæstur í en með þeim hæstu þar sem ég varð lægstur. Svona getur þetta snúist í höndunum á manni.

En niðurstaðan samt í samræmi við það að í öðru prófinu þá drapst ég næstum úr óvæntu áhugaleysi en í hinu þá fór ég langt fram úr mínum björtustu vonum.