Tuesday, March 22, 2011

Reykjavík með minnkandi vindverki

Í fyrirlestri í Vatna- og loftslagsfræðum gær hjá Einari Sveinbjörnssyni teiknaði hann upp ótrúlegt graf af meðalvindhraða í Reykjavík síðustu áratugina og sýndi að meðalvindhraði í Reykjavík hefði minnkað umtalsvert. Ástæða minnkunarinnar voru bygginaframkvæmdir í henni Reykjavík. Til samanburðar þá talaði hann um Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll og stakk upp á að skoða tölfræðileg gögn um þetta.

Ég svindlaði örlítið og tók ekki flugvellina, heldur Reykjavík og síðan Stykkishólm til samanburðar. Hvor það er alveg eins og flugvellirnir er reyndar ekki alveg ljóst en niðurstaðan er merkileg samt.

Rauða línan er meðaltalsvinur fyrir 5 ára meðaltalsvind í Reykjavík og sú bláa er fyrir Stykkishólm. Það er greinilegt að línan fellur verulega fyrir Reykjavík og mun meira en fyrir Stykkishólm. En það sem er kannski undarlegast í þessu samhengi er hvað línan fyrir síðustu 15 árin er lík fyrir Stykkishólm og Reykjavík en þá minnkar vindurinn verulega á báðum stöðum. Það sem sker Reykjavík helst úr er e.t.v. það hvað meðalvindurinn minnkar mikið á áttunda áratugnum í Reykjavík á sama tíma og hann er að aukast lítið eitt í Stykkishólmi.

Wednesday, March 16, 2011

Skíðagöngutúr björgunarsveitarinnar

IMG_4921
Búinn að vera nógu lengi í björgunarsveit án þess að fara á gönguskíði með fólkinu þar. Það tókst loksins um helgina. Fínn túr farinn um Bláfjöll í misgóðu veðri. Bara ágætt veður á köflum í upphafi þegar Sigþóra kom á eftir mér brosandi en samt skammandi mig fyrir að vera alltaf að taka myndir af sér.

IMG_4939

Svo varð aðeins verra skyggni og fólk kútveltist út um allt!