Thursday, January 31, 2013

Komið nýtt ár og heill mánuður svona hér um bil

ER0_4950

Gönguhópur eins fjalls í mánuði fetar sig niður af Úlfarsfelli 26. janúar.

Ekki seinna vænna að blogga eitthvað smávegis. Er alltaf að þykjast svo allt of upptekinn að það bloggast ekki mikið. En samt. Einhverju er hægt að segja frá sem maður vill muna eða ekki muna.
  • Er ekki lengur að læra jarðfræði heldur jarðeðlisfræði á masterstigi og alls ekki viss um að það hafi verið nógu góð skipti. Var svona eiginlega búinn að gefast upp fyrir tveimur vikum en svo fór þetta eitthvað að koma. Held samt að það sé við það að fara aftur!
  • Er að rembast við að læra einhverja rafsegulfræði sem er eitthvað allt annað en ég hafði ætlað mér. Skil eiginlega ekki hvernig ég komst í þetta vesen!
  • Pápinn minn varð veikur og fór á spítala en er kominn á ágætan bataveg og væntanlegur heim aftur fljótlega.
  • Sé veröldina loksins aftur alla með að hreyfa hausinn bara pínulítið með margskiptum gleraugum. Já, það á eflaust eftir að muna töluvert miklu að þurfa ekki að rífa af sér og setja á sig gleraugu aftur og aftur í sífellu. Mér sýnist að þau verði núna bara á nefinu á mér og allir glaðir með það. Er samt dálítið sjóveikur ennþá með þau enda bara búinn að vera með þau í rúman klukkutíma!
  • Fjárhagurinn við það að rústast. Fjalladót um áramót fór illa með hann, bilun í Ventó var ekki til að bæta það og svo þessi gleraugu kostuðu sitt. Tvær útlandaferðir í vor á dagskrá þannig að þetta gæti endað með ósköpum. Það verður í öllu falli ekki neinum frekaru aurum eytt næstu mánðuðina nema í algjörri neyð!
  • FÍ gönguferðirnar farnar af stað aftur eins og sjá má af halarófumyndinni í skafrenningsfjúki á Úlfarsfelli um síðustu helgi
  • Er kominn með á dagskrá að fara í einhverjar fjallgöngur með vinnufélögunum hjá Staka
  • Hef enn ekki farið á skíði í vetur en ætla helst að bæta úr því fljótlega!
  • Er að reyna að prjóna peysu en þurfti að rekja helst til of mikið upp til að eygja von um að hún komi til með að passa eitthvað á mig.
Já, man svo ekki meira í bili!