Tuesday, July 31, 2012

Leitin að granófírnum

Hafnarfjallshlíðar og Flyðrur

Hafnarfjallshlíðar og eiginlega örugglega Flyðra sem ber við himinn í hlíðinni


Það var fyrr í honum júlímánuði sem ég fór á Hafnarfjall með einsmánaðargönguhópi FÍ að Örvar fór að segja sögur af gabbrói í Hafnarfjalli sem ég held að eigi ekki við mikil rök að styðjast en þar er þess í stað að finna aðra bergtegund, granófír. Hvort tveggja er djúpberg en Gabbró er með efnasamsetningu eins og Basalt en granófír er með efnasamsetningu eins og líparít eða rhýolít, það er að segja súrt berg.

Í millitíðinni var Ragnhildur búin að segja mér að það væri einfalt að komast að þessum granófýr molum undir Flyðrunum og einnig truflaði það mig mikið að það sem átti að vera granófýr úr Snæfellsnesferð í vor og tekið á Skorrholtsmelum, leit ekki út eins og mér virtist að granófír ætti að líta út.

Það var því ákveðið að skoða þetta eitthvað þegar farið væri áleiðis á Snæfellsnes í gönguferð ferðafélagsins Friðriks. Já, Ragnhildur sagði að best væri að stoppa við námu þarna undir fjallinu sem við fundum en þar var allt harðlæst með keðju og við ókum aðeins áfram. Gengum svo upp snarbratta skriðuna og söfnuðum alls kyns grjóti en ekkert var eins og ég vildi hafa Granófýrinn nema kannski var eitthvað ljóst þarna innan um en held að það hafi verið holufyllingadót. Leit í öllu falli ekki út eins og neitt djúpbergsinnskot. Fórum ekki alveg upp að klettabeltinu enda orðnir seinir og þegar Sigþór hringdi og ég sagðist vera við Hafnarfjall þá fannst honum við vera komnir frekar stutt á veg. Veit ekki hvað hann ætlaði að halda þegar ég sagði honum að við værum ekkert undir Hafnarfjallinu, heldur í því!

Fórum því niður aftur en þómeð nokkur kíló af einhverju basalt grjóti. Á heimleiðinni horfðum við betur á þetta. Þar sem við fórum upp voru engin djúpbergsinnskot sýnileg heldur bara hallandi hraunlög. Það sem ber hins vegar við himinn og bent er á með pílunni á myndinni að ofan lítur meira út eins og djúpbergsinnskot og aukin heldur er dreif af ljósum grjóflögum þar fyrir neðan. Það þarf sem sagt að fara þarna einhvern tíman aftur þegar vel liggur á manni.

Thursday, July 26, 2012

Fimmvörðuháls

Á Magna Á Magna

......

....

Fjallabak

Lúxustrússferð HSSR

VMM_9814

Hópurinn allur við Hvanngil - hægt að smella á myndina til að fá hana í fullri upplausn

VMM_9676

......

......

Tuesday, July 17, 2012

Fellsmörk og Höfðabrekkujökull 14. til 16. júlí

VMM_9101
Gunni við upptök Múlakvíslar þar sem hún kemur undan jöklinum,
VMM_9211
......

Könnunarferð á Snæfellsnes 8. til 10. júlí

VMM_8277

Bræður Elli og Sigþór rétt búnir að kasta mæðinni eftir að hafa klifið upp úr hyldýpisgilinu sem ég dró þá inn í!


Sprungufylling á SnæfellsnesiÞað var farin eðalfín könnunarferð á Snæfellsnes til að kanna hvar skal ganga seinna í mánuðinum með fólki sem sér ekki of vel. Fann eitt og annað eins og þessa upp undir 20cm þykku stilbíts sprungufyllingu.

Rauða pílan á myndinni bendir á kvarðann sem nær aðeins út fyrir fyllinguna en kvarðinn er 20cm langur.
Ég sjálfur hef í öllu falli ekki fundið annað eins áður!

Hugmyndin var að ganga upp á Miðtind í Ljósufjöllum en ekki leist mér of vel á öll snjólalögin þar og verður niðurstaðan líklegast sú að reyna við Botna-Skyrtunnu. Snjólítil, virkar ekki á mig of brött en veit svo sem ekki með torfærið að öðru leyti.

Mynd að neðan.

VMM_8295

Fjallanöfninn í Ljósufjöllum



Smá viðbót sett inn seinna
--------------
Ekki alveg klárt að Soldeyjardalur sé rétt merktur á myndina að ofan. Það sem er kallað Snasi gæti einnig heitið Kattareyra. Kortum ber ekki öllum saman hverju við annað og ekki heldur við Evelin sem þar þekkir hverja þúfu.
En hópurinn í sjónskertri gönguferðinni fór þar upp á Botna-Skyrtunnuna í hreinni snilldarferð seinna í júlímánuði.

Hafnarfjall 7. júlí

IMG_6389

Arkað upp eina af fyrstu brekkunum, upp á Tungukollinn


Ein ágæt ferð á Hafnarfjall með mánaðarfjallshópi FÍ. Lagt af stað í súld og sudda en stytti upp og glaðnaði aðeins til á köflum.

Gekk í það heila alveg ágætlega. Dálítið rólegt hjá sumum með slöpp hné og mikinn áhuga á blómskrúði. Örvar ágætur þegar hann sagði að í Hafnarfjalli væru landsins stærstu gabbró innskot. Held að það sé eitthvað takmarkað gabbró í Hafnarfjalli en hins vegar eru þar Flyðrur sem eru hugsanlega stærstu Granófýr innskot landsins. Í öllu falli ku vera þar Granófýrr

Svo líka skondið að þetta með gabbróið kom í þættinum "Út um græna grundu" en þá var Örvar Aðalsteinsson kynntur til leiks sem Ævar Örvarsson. Það er þá líklega bara meðaltalið af þeim bræðrum en Ævar var ekki með í ferðinni að þessu sinni.

IMG_6442

Flyðrur væntanlega séðar ofan frá... en þó kannski bara ekki en þær eru í öllu falli einhvers staðar þarna í þessum hlíðum

Flutningar R og M

VMM_8131

Fremristekkurinn kominn í pappakassa.

Tvisvar höfum við bræður fengið að geyma hjól hjá Frænku okkar og hennar manni í Köben auk þess að fá að gista og alls-lags. Svo er hún Ragneiður líka mjög fín frænka okkar og Matti hennar maður ekki síður fínn og ekki síður ættmóðirin Ingibjörg. Það var því hið besta mál að hjálpa þeim við flutninga.

Sumt í flutningnum gekk betur en annað. Til dæmis kom í ljós að það er afleitt að ætla sér að koma tvíbreiðu rúmi í einu lagi upp þröngan stiga en svo kom líka í ljós að þeir eru skilningsríkir í IKEA.
VMM_8153

Matti og Ragheiður, komin á Skólavörðustíginn.

....

Plöntudagur Fellsmerkur 30. júní

VMM_8049

það var farið í Fellsmörk daginn eftir heimkomuna frá Evrópu. Heppnaðist vel en ég fór snemma heim á sunnudegi með foreldrunum því ég ætlaði á fund í verkefni á Veðurstofunni sem síðan reyndar varð ekki því hinn maðurinn mætti ekki neitt.

Í Fellsmörkinni var það ég, Gunninn, mamman og pabbinn. Gaman að þau skyldu koma líka!

VMM_8065

Drukkið kaffi eða eitthvað í músahúsinu!

Hjólað frá Berlín til Prag: 18 - 28 júní

Hjálpast að við að laga slitna keðju Dostans

VMM_7637 Það var farið í framhaldi af Vatternrundan. Gekk ágætlega ef undan eru skilin æfintýri á flugvöllum. Held ég fari helst ekki aftur með tvö hjól á flugvöll í einu og eins veit ég núna að skynsamlegast er að reyna að panta hjólafar áður en farið er í flug eða kannað hvort eða hvernig flugfélög sem fljúga innan Evrópu vilja flytja reiðhjól. Þetta er ekkert mál til og frá Íslandi en á milli annarra Evrópu landa virðist þetta vera risavaxið vandamál! VMM_7594

Á tjaldstæði við Bad Schandau



En ferðin/leiðin varð alls um 600km með hjólamennsku í einn dag í Prag. Byrjuðum að hjóla á mánudagshádegi í Berlín og komum til Prag að kvöldi þriðjudags viku seinna. Var mjög mátulegt. Aldrei of langt á neinum degi og við náðum svona almennt að njóta ferðarinnar. Samt vorum við ekki að skoða neitt þannig séð heldur snérist ferðin um að hjóla.

Matseðillinn samanstóð af morgunmat, hádegismat sem var ýmist pasta eða brauðmáltíð, nokkrum bjórum og steik um kvöldið ásamt nasli yfir daginn. Niðursaðan var 5kg þyngdartap alls! VMM_8037

Hjólið við heimkomuna tekið úr kassanum fyrir utan Leifsstöð. Ég gerði eiginlega ráð fyrir að hj´lið væri ónýtt miðað við útlitið á kassanum en það var í alveg þokkalegu lagi!

......

Vatternrundan 15-16 júní

Það var farið eins og undanfarin ár!



Gekk bara vel og náði betri tíma en áður. Núna eitthvað rétt yfir 12 klst. Fyrir fjórum árum var það um 16, svo um 14 í fyrra um 13 og núna um 12. Ágæt bæting.

Stærri hópur en áður sem náði býsn vel saman!

Eitthvað latur bloggari

Hef einhvern veginn ekki komist í að blogga neitt. Búinn að fara í Vatternrundan, hjóla frá Berlín til Prag, Fara í Fellsmörk, Fara á Snæfellsnes og fara í jöklakönnunarleiðangur að Höfðabrekkujökli.

Ætli það sé ekki best að gera bara staka pósta um þetta þannig að hægt sé að eiga eitthvað af bloggdrasli. Þetta er annars meira komið á Facebook.