Sunday, December 21, 2003

Brrrr kalt, kalt

Einhvern tíman um daginn var ég með óráði og sett inn á bloggið mitt óskir um meiri snjó og mikinn kulda. Mér finnst að nú sé að verða ´nóg komið. Reyndar datt mér einhver gömul spaugsaga í hug.


Það var einhvern tíman fyrir einhverjum árum síðan að í einhverju hræðilegu kuldakasti var sagt að frost hefði mælst 30 gráður á Grímstöðum á fjöllum.

Fréttamanni á útvarpinu þótti þetta merkilegt og hringdi norður og svaraði einhver strákur í símann. Fréttamaðurinn kynnti sig og spurðu síðan hvað kalt hjá þeim.

Stráksi sagði fréttamanninum að bíða aðeins og kom síðan aftur og sagði að það væri 5 gráðu frost.

Núnú sagðu fréttamaðurinn, það var einhver að halda þvi fram að það væri 30 gráðu frost hjá ykkur, það hefur þá bara verið einhver vitleysa enda ólíklegt að það geti orðið svo kalt.

Ha, sagði strákur, varstu að meina hvað væri kalt úti?


Ég hef nú annars ekki grun um að þessi saga eigi við mikil rök að styðjast en mér hefur dottið hún nokkrum sinnum í hug síðustu daga þegar það hefur verið frekar kalt úti og þá um leið vegna ofnaleysis frekar kalt líka inni hjá mér. Í baráttu minni til að koma hitastiginu upp í lögbundnar 20 gráður hef ég brugðið á alls kyns ráð eins og að kveikja á bakarofninum án þess að vera beinlínis að vera að fara að baka.

Fann annars heillaráð. Fór út í brunagaddinn trefils- og húfulaus. Þegar ég kom heim aftur var sem eyrun á mér væru að brenna og alveg funhiti um alla íbúð.

En ég á nú samt von á að það fari að hlýna eitthvað svona einhvern tíman á næstunni.

No comments: