Sunday, December 28, 2008

Vígsla Rauðu Eldingarinnar

Það var komið að því!


Rauða eldingin

Rauða Eldingin orðin eitthvað skítug þegar nokkuð var liðið á hjolatúrinn

Einhvern daginn rétt fyrir jólin réðist ég á budduna og verslaði mér hið svaðalegasta hjólfák ætlaðan til kappreiða. Hugmindin er að fara í einhvern 300 km sólarhrings hjólatúr í Svíþjóð í sumar og þá ku ekki vera sérlega brúklegt að vera á fjallahjóli jafnvel með grófum dekkjum og dempara.

img_trek15tripleEftir einhverjar smá vangaveltur varð niðurstaðan í hjólakaupunum að verslað skyldi hjólfákur af amerísku Trek góðhestakyni og er nánari tegundar auðkenning 1.5 fyrir þá sem eitthvað þykjast hafa vit á amerískum hjólestum af hinu víðfræga Trek kyni. Fákurinn er hugsanlega eitthvað litföróttur hvítur og rauður eða myndi það ekki heita grár á hestamannamáli. Skiptir ekki öllu máli en hann litur eitthvað út eins og hér til hliðar.

Hjólfákurinn var ekki vatni ausinn en fékk nú samt sitt nafn, Rauða Eldingin, sem hæfir vel þvílíkum kostagrip. Heldur var nú veðurfar og þetta hvíta út um allt óhagstætt fyrir fótabúnað Rauðu Eldingarinnar en svo lét það undan síga enda láta gróðurhúsaáhrifin ekki að sér hæða og svo á fjórða degi jóla var komið að því.

Fyrst var klambrað á hjólið hraðamæli sem var tekinn af hinum aldna Leðju Láka. Sú aðgerð gekk ekki þrautalaust fyrir sig og er nú Rauða Eldingin orðin rúnum rist, þ.e.a.s. komin með eina rispu. En hún er nú bara lítil þannig að þetta er allt í lagi.

Svo var farið af stað. Rigningarlegt og minn því í regngalla. Hjólabrækur á maður engar en hlauparabuxur koma eitthvað í sama stað. Þóttist maður vera heldur betur vígalegur enda auk alls annars vopnaður gps tæki til að gera vísindalegar mælinga og með Kríli í vasanum til að geta fest herlegheitin á kubb.

Það voru farnir stígar í Fossvogsdal og alveg út á Seltjarnarnes og út að Gróttu og til baka aftur og alveg upp að Árbæjarlaug. Hægt og rólega varð bæði knapinn og hjólhesturinn skítugri og blautari útvortis en reyndar þurr innvortis þar sem svitinn bogaði af kappanum.

Hversu hratt?
Jú, eldingar fara á ljóshraða en ég verð nú að játa að ég náði ekki þeim hraða alveg... en koma tímar koma ráð!

kort

Hjólaleiðin var út um allar trissur


hradi

Eins og sjá má þá fór Rauða Eldingin um á ógnarhraða



Já, svo er reyndar hægt að smella á myndirnar til að fá þær stórar.

Síðan er þetta hjól algjört dekurdýr. Það var þvegið hátt og lágt þegar það kom heim og svo fær það næstum því að vera inni í stofu!


....

Thursday, December 25, 2008

Wednesday, December 17, 2008

Almennur vesældómur manns sjálfs


icelandic water.... pure

Heiðmerkurfrost


Er hálfpartinn farinn að óttast að heilsan sé að gefa sig. Var reyndar í alveg þokkalegu lagi fyrri part helgar þegar ég fór í Heiðmörk og tók myndina að ofan sem ég er bara þokkalega sáttur með. Ætlaði raunar að vera eitthvað duglegur að vinna um helgina en það gæti þá beðið sunnudagsins. Það gekk ekki alveg eftir því magakveisur fóru að gera vart við sig og varð vesalingnum lítið úr verki.

Slappur mánudagur og svo skráður veikur á þriðjudeginum og aftur slappur á miðvikudegi. Almenn fúlheit farin að hrjá manninn og engin þátttaka í einhverju sem átti samt að gera eitthvað í eins og flugeldavinna HSSR. Það verður þá milli jóla og nýárs í staðinn.

En mig langaði nú reyndar aðallega til að láta þessa mynd að ofan birtast á blogginu mér til ánægju.

Sunday, December 07, 2008

Matarblogg um ferkantaða pizzu

Einu sinni fyrir langalöngu bloggaði ég matarblogg á stundum. Reyndar þegar ég bý til lasgang þá finn ég uppskriftina í einhverri gammalli bloggfærslu. Í kvöld eldaði ég Pizzu. Það var bara gaman og nokkuð gott að slafra henni í sig. Í Pizzuna fór:


Eitt stykki spelt deig frá verðsluninni Hagkpaup. Það var reyndar spelt bara því það var ekki til neitt annað og mín leti varð til þess að ég nennti ekki að búa til deig sjálfur.

Eftir blóð, svita og tár var botninn orðinn það útflattur að orðið flatbaka gat átt að fara að eiga við.

Þá var einhverju hvítlaukstómatapizzasósuglundir úr dós frá Hunts ef ég man rétt slefað yfir botninn sem var kominn á bökunarplötu.

Svo var það El toro naut í þunnum sneiðum en reyndar bara úr áleggsbréfi...

Svo var það niðursneidd paprika...

Svo var það pizza ostur úr poka...

Svo var það gráðaostur af bakka...

Svo voru það furuhnetur ristaðar á heitri pönnu...

Svo var það eðalskinka frá Ali...

Svo voru það niðrusneiddir sveppir í bláu boxi frá Flúðum...

Svo var það slurkur af pasta kriddi úr stauk frá Pottagöldrumn...

Svo var það líka oreganó krydd úr öðrum frekar sambærlegum stauk og líka ungverskt paprikukrydd...

Svo held ég að þessu hafi verið hent inn í ofninn barasta.



Já.
Þetta smakkaðist alveg eðal vel og ég hef ekki enn fengið í magann út af þessu.þ

Já svona er að vera einhleypingur... þá þarf maður á stundum að elda pizzu fyrir mann sjálfan!