Sunday, October 26, 2003

Óvissuferð
Já ég fór víst í einhverja óvussuferð sem er ekkert svo óviss lengur. Fyrir þá sem vilja vita þá var hún einhvern veginn svona:

Það var farið upp í rútu sem innihélt helling af bjór.

Rútan keyrði austur fyrir Fjall og þar fórum við á hestbak hjá Eldhestum.

Átum samlokur og drukkum bjór.

Sungum Öxar við ána.

Fórum í sund á Hótle Örk og fengum okkur kampavín úr stórum plastglösum.

Fengum okkur snaffs og fórum svo upp í Bláfjöll.

Fengum kynstrin öll af pizzum og drukkum bjór, rauðvín og kók með.

Gátum ekki fengið kalda vatnið til að virka í skálanum.

Drukkum meiri bjór og fórum í smíða og saumaleiki.

Sumir urðu dáltið fullir

Hittum á rútuna aftur sem keyrði okkur í bæinn.

Sumir enduðu á Jensen en aðrir bara einhvers staðar annars staðar og að lokum vonandi allir heima hjá sér.

Held að þetta hafi bara verið ágætlega heppnað þó við hefðum nú hvorki notað teppi né kodda svona almennt.

No comments: