Stundum er bara eins og allt sé ekki eins og það á að vera.
Fór í sund í hádeginu og auðvitað var aðaltilangurinn að skokka áður.
Gleymdi hlaupabrókinni heima. Var hálfnaður að skipa um föt þegar ég fattaði þetta (hálfnaður að skipta um föt þýðir að maður er kominn úr fötunum sem maður var í sko en á eftir að fara í fötin sem maður ætlar í). Þurfti þá að fara heim og sækja brókina (úr því að ég var ákveðinn í að halda þessum skokktúr til streitu).En annars er þetta allt saman ágætt......... eða þannig.......
Fann ekki sokkana mína til að hlaupa í þegar ég kom í seinna skiptið.
Það var skítkalt og ég hljóp skíthægt en að öðru leyti var þetta bara fínn hlaupatúr.
Var næstum dottinn á hausinn þegar ég var á leiðinni ofan í sundlaugina.
Nýju sundgleraugun láku eins og ég veit ekki hvað.
Vigtin í sundlauginni sýndi ekki þá tölu sem ég vildi sjá.
Rak hausinn utan einhvern ólánsbita þegar ég var að klæða mig aftur í og var nálægt því að steinrotast.
No comments:
Post a Comment