Saturday, December 29, 2007

Eitthvað svona jólablogg

Það teldist líklega vera fimmti í jólum í dag eða eitthvað álíka. Einhver kallar það rest. Jú mig minnir að það hafi verið af minn. Hann talaði líka um þunna þrettánda. Okkar verður varla þannig nema kannski veðri farið að slá í allan jólamatinn sem er enn afgangs. Samt ekki miklar stórveislur hér hjá okkur, jú nema ein, sem var í ríflegri kantinum.

Daginn fyrir Þorlák var verið daglangt í Keflavíka að umstafla skotkökuskömmum merktu einu símafyrirtæki. Eitthvað of mikið þar á ferð fannst mér. Svo brennt upp í Heiðmörk til að sækja brunamannalaunin sem voru fólitré. Bónin frekar undarleg: "Má taka birkitré?" Skógarvörðurinn hafði aldrei heyrt neitt eins skrýtið og ákvað að við værum bara viðundur sem jú, mættu vel höggva sér birkigrein.

Þorláksmessa með ys og þys út af öllu og engu lang fram á kvöld.
Jólatréð svart skreytt í stofunni. Eðalis fína birkihríslan úr Heiðmörkinni. Ekki allir með svo fínt tré.

Svo kom aðfangadagur. Ég hálf ekki glaður yfir að jólagjöf HK var einhvers staðar að þvælast í Keflavík og UPS ekkert að vinna á aðfangadag. En jú, bara ágætt að þeir hafi fengið frí á aðfangadag eins og maður sjálfur.

Svo tveir jólamatar. Allt of seinn af öllu og fór ekki í neina messu. Svo smá hamborgarhryggur í Selbrekkunni og svo steikt gæs á Urðarstekknum

Svo jóladagur og svo annar í jólum og svo er tíminn að hlaupa frá mér eina ferðina enn. Er að sækja HK í Flugeldasölu í Gufunesbæ. Hrafnhildur á afmæli í kvöld og við þangað á eftir.

Svo er aumingja Gutti að fara yfirum út af öllum þessum sprengingum sem eru alls staðar hér um kring. Skyldi ég bera ábyrgð á þessu?



....

Thursday, December 20, 2007

Varðeldur, laufabrauð og biluð tölva

Hk making the fire
Það var eitthvað gert um helgina. Frábært veður á laugardeginum og við HK á leið á Elliðavatn þar sem HK var með landarðahlutverk að kveikja varðeld einn mikinn. Mikil jólastemning þó eitthvað basl hafi verið á okkur að láta spýturnar brenna almennilega en að lokum kviknaði nú ágætlega í þeim. Lesin fyrir okkur saga og svo var það kakó með vöfflu.

Ekki var svo dagurinn endasleppur því það var farið í Kópavoginn á eftir og skorið út laufabrauð af miklum móð!
makint the "bread of leafs"

Þarna má sjá hvar ég er langt kominn með að skera út eina herlega dómkirkju sem heppnaðist þetta líka með ágætum kostum, rétt eins og þessi mynd sem HK tók af herlegheitunum.

...

Svo er nú það helst að tölvuskriflið manns fór eitthvað að hökta í vikunni og harði diskurinn er núna bara spaghettí. Ekki gaman að því. En svo sem ekki mikill skaði þar sem backup mál öryggisstjórans eru ekki alveg í klessu!



....

Monday, December 10, 2007

Og það var farið í Fellsmörkur um þarsóðustu helgi...

Búrfell in the morning - Venus and The Moon
Það stóð nú aðallega til að gá hvort Músahúsið stæði undir nafni eða hvort það væri kannski bara fokið um koll!

Það var kvöld. Gúnninn enn eitthvað í bílnum. Stjörnubjart og enginn nema við tveir í allri Fellsmörkunni. Fyrsta verk að opna. Húsið ekki bara orðið múshelt heldur mannhelt líka. Eftir dálítinn þrýsting tókst loksins að opna... og jú... það kom fljótlega úrskurðurinn að húsið teldist loksins múshelt. Engin ummmerki neins staðar eftir neina einustu mús! En hvað var þetta... jú, undir stól, þar var músaskítur og hmmm voru ekki einhverjar leyfar af mús þarna undir stólnum. Hálfétin og ekki mjög geðsleg. Reyndar var svo lítið eftir af henni að hún gat ekki verið neitt verulega ógeðsleg. En hún fékk samt að fljúga út!

Það átti svo að vera einhver saga um þetta, aðallega hina músina sem er hér fyrir neðan sem fannst utflött kramin ofan í einni fötu undir annarri og orðin frekar illa þefjandi. Stór og feit, líklega eftir að hafa étið fyrri músina. En þetta er allt í lagi því þær eru báðar komnar út. Nema sú þriðja hafi verið þarna einhvers staðar...



....

Það var badminmót

Síðasta föstudag


Og minn að skepöleggja eins og hann átti lífið að leysa. Hinn helmingurinn af nefndinni í útlandinu og Gunnsinn hættur og allt í voða. Reyndar Ingimar betri en enginn að redda öllu sem þurfti að redda. Skipulagning gekk ágætlega nema hvað... tvíliðaleikur í svona badmin kallar dálítið á það að keppendur séu til dæmis 16 eða 20. Það er ekkert rosaleg gaman að hafa keppendur 19. Sérstaklega er lítið gaman að komast að því að einn keppandinn ætlaði víst bara að skrá sig í tíma sem er á þriðjudaginn. HALLÓ!!! hann er síðan ekki búinn að skrá sig í þann tíma núna. En þetta reddaðist allt, þökk sé varamannaúrvalinu og Áslaug vann og allir voru rosalega sætir á myndunum sem HK tók af okkur!



....

Tuesday, December 04, 2007

Vel tækjum búinn á hlaupabrautinni


Fyrir svona nokkuð mörgum mánuðum átt maður afmæli og varð hálf áttræður myndi einhver segja. Fékk fullt í afmælisgjöf en aðallega samt pjening og gjafakort. Einn pjeningurinn var frá tengdafólkinu og loksins var honum komið í lóg...

Í vikunni á undan var sum sé farið á stúfana og verslað dulítið. Græfjufíkillinn eignaðist enn eitt tæki, nebblega GPS hlauparatæki!


Í kvöld var loksins vígbúist. Fyrst var að finna hlauparagallann. Hann má annars fara að endurnýjast eitthvað, orðinn hálf götóttur. En annars bara manni sjálfum að kenna að tíma ekki að hlaupa í bóndadagsgjafarstakknum eða hvunar sem mín elskulegust gaf mér rauðan stakk. Svo var það ipúðinn þannig að ég myndi ekki þurfa að hlusta á þögnina eða umferðarhávaðann. Var einhver að minnast á fuglasöng? Ég á hann á diski sko líka. Svo var nýja grægjan óluð á úlnliðinn og skundað af stað. Ekki var nú farið langt þegar garpurinn var orðinn eitthvað óstyrkur í göngulaginu. Nei það var nú ekki sakir drykkju. Reyndar var einhver vínkynning í vinnunni minni þar sem góflað var á súkkulaði með hóflegri víndrykkju en ég var ekki þar, ég var hér úti á götu eða gangstétt við það að renna á hausinn. Nei, hér var hún Hálka háskalega mætt til leiks og sýndi mér hversu sleip hún er orðin.

En auðvitað sá grægjufíkillinn hann ég við henni og fór upp á háaloft. Þar kennir margra grasa en allt í einstakri röð og reglu eða þannig. Að minnsta kosti var létt verk að finna mannbrodda, hlauparamannbroddana sko, gúmmídrusluna sem maður smeygir utan um skódrusluna.

Þá var mínum ekkert að vanbúnaði. Reyndar sóttist hlaupið hægt. Það var auðvitað þessi hálka þarna ennþá og líka myrkur út um allt. Og svo þurfti að kveikja á ipúðanum. Stilla á mátulegan tónstyrk og fara svo að hlaupa... og svo þurfti auðvitað að kveikja á nýju græjunni og svo var hægt að hluapa smá. En ekki mikið því það þurfti að skoða hvað grægjan sýndi. Svo þurfti að hagræða broddunum og svo líka athuga mússíkina í ipúðanum. Svo þurfti að breyta meiri stillingum á nýju grægjunni. Þetta sóttist eitthvað seint en maður skilaði sér nú samt í mark einhvern tíman eftir dúk og disk og sönnunargagnið er ekkert astraltertugubb heldur kort með hæðarriti og hvaðeina!


....annars skil ég ekki alveg af hverju HK var eitthvað svona sposk á svipinn þegar ég var að sýna henni hvað þetta er allt roslega frábært!

Sunday, December 02, 2007

Óléttan breyttist í lítið barn

Bumbubúinn slapp út og ég er orðinn frændi!

ERS_3761
Mánudagurinn 26. nóvember á eftir að verða afmælisdagur á meðan ég lifi geri ég ráð fyrir því þá varð ég frændi. Þau þrjú voðalega lukkuleg með þetta og ég held bara allir aðrir bara líka. Komin heim í Fagrahjallann og bara gleði með þetta!

Það koma eitthvað fleiri myndir á flickrið en ætli ég reyni ekki að láta þau fá að sjá þær fyrst.


....

Wednesday, November 14, 2007

Ólétta í fjölskyldunni

Og þá tilheyrandi fjölgun


Held ég hafi ekkert sett um það á mitt blogg áður en litlasystir og Kristján kærasti eru að fara að fjölga heiminum eftir ekkert svo langan tíma. Fyrst var þeta auðvitað svona leyndó eins og oftast en svo spurðist þetta út og núna er þetta orðið nokkuð augljóst. Við HK buðum okkur til þeirra í gærkvöldi í pizzuát til að taka bumbumyndir. Þær fengu að fljóta á netið og þá líka á bloggið að minnsa kosti svona ein. Ég bara nokkuð sáttur við myndatökuna og kannski kemur eitthvað meira áður en af fæðingunni verður. Það verður ekki amalegt að verða loksins frændi! Tími til kominn...

En við HK höfum verið svona frekar upptekin í vinnu og skemmtanalífinu undanfarið. Árshátíð JÖRFÍ um síðustu helgi, árshátíð raungreinakennara MK um þarsíðustu helgi og helgina þar áður var árshátíð HSSR - eða kannski var ein helgi þar á milli. Maður veit ekki neitt lengur, þetta líður allt áfram einhvern veginn í endalausum skemmtunum.

Þess á milli er svo tekið á því í hinu rómaða heilsuátaki Skýrrara. Fjöldabadmin á þriðjudaginn og svo minn tíma núna í lok dags tekinn tvöfaldur og heilt hálftíma skokk á eftir. Geisp og gap - er maður að verða vitlausul eða hvað?



....

Wednesday, November 07, 2007

Það ku vera heilsuátak...

Badmin
Verð að blogga eitthvað um það sem er að gerast hjá manni.
Það er nebblega núna heilsuátak enn í fullum gangi. Ég skora bara fullt í því held ég. Búinn að spriklast á klósettinu (World Class = WC fyrir þá sem halda að ég hafi fengið í magann...) og svo var badmintonfélag Skýrrara með æfingahádegi í gær.
allir krakkar


....

Thursday, October 25, 2007

Fimmtán mínútna aumingjaskokk

Í World Class með ipúðann sem var tekinn í sátt

Einhvers staðar las ég hjá frægum bloggara að fátt væri meira leim en að blogga um það að hafa farið í líkamsrækt.... en þegar kortið manns er búið að vera útrunnið í svona eins og heilt ár næstum því og þegar það var kort áður þá var það eiginlega bara notað til að fara í klippingu, þá er ferð manns í World Class stöð eitthvað sem heyrir til tíðinda.

Samt var bara hengslast á hlaupabrettinu í svona korter og eiginlega ekkert hlaupið af viti og vigtin eitthvað kolvitlaus en mjór er mikils vísir... eða vísir að einhverju sem ætlaði sér að mjókka eða það finnst manni sjálfum sko.

Annars með þetta með ipúðann sem er sko ipod hjá venjulegu fólki. Svoleis var keypt fyrir einu og hálfu ári eitthvað en okkur samdi víst eitthvað illa. Svo fyrir fáum dögum var gerð svona úrslitatilraun til að hemja ófétið og það tókst þetta líka ágætlega þannig að við tveir, ég og ipúðinn erum núina perluvinir. HK er og verður líka held ég svona vinkona hans.



....

Wednesday, October 24, 2007

Að vera snorkur...

Ekki veit ég nú alveg af hverju en ég datt í að taka svona quiz próf - langt síðan ég gerði svoleis. Kannski af því að ég ætlaði að vera uppi á háalofti að hrófla upp hilluskömmum! Jábbs, á norsku enda ætlunin að múmíndalsgreina mig og ég ku vera Snorkurinn!


logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snorken
Du er Snorken! Du er glad i å eksperimentere og oppfinne ting, selv om det betyr at du må jobbe alene hele vinteren mens alle andre sover!
Ta denne quizen på Start.no




....

Monday, October 22, 2007

Það var skírnarhelgin hans Steinars

Til Egilsstaðanna var farið


the preast



....

Friday, October 19, 2007

Þegar ég varð heimsfrægur!

það sem birtist í gær á mbl.is þótti mér ekki leiðinlegt. Ekki slæmt að miðillinn sem aldreigi lýgur telji verk mín heimsfræg!


Það var útsala í fornskrudduversluninni Bókinni þar sem verk heimsfrægra listamanna voru til sölu fyrir kúk og kanil og var þar fremst troðið 22 ára gamalli útgáfu af Grjúpáninu sem ég og hann Árni ásamt Óskari og Ídu líklegast gáfum út á menntaskólaárunum sártsöknuðu!




....

Thursday, October 18, 2007

Það var dótadagur í gær!

AF Nikkor 85mm f/1.4D IF

walking alone

Kom til mín í vinnuna upp úr hádeginu. Ekkert auðvelt að einbeita sér í vinnunnu með svona grip við hliðina á sér þannig að það var bara stungið af eitthvað um klukkan fjögur og farið út að leika. Held að linsan hafi bara svínvirkað t.d. á þessari konumynd að ofan.

En hún lítur víst svona út (linsan sko...):


Svo kom reyndar líka til mín í póstinum eitt stykki svona
ixus underwaterhouse
Hugsað til þess að hlífa litla krílinu þegar veður geras vot!

Tuesday, October 09, 2007

Helgi á mannbroddum og mánudagur til sköfu

Morgunmugga
Cesarur hrímaður á mánudagsmorgni

Það biðu manns morgunverk á mánudagsmorgni og af því að maður reyndi að vera smá herralegur þá var Runi bara skafinn líka. Létt verk og löðurmannlegt. En það var viðburðarík helgin getur maður sagt.

Fyrst skal það telja til tíðinda að við komumst bæði í partý ég og HK saman á Cesari sem var skilinn eftir sakir almenns drykkjuskapar. Var þar verið að kveðja Erik sem skal af landi brott í einhverja mánuði.

Það var komið heim einhvern tíman eftir miðnættið en samt ekkert svo rosalega seint. Samt var ástand manns þegar vaknað skyldi klukkan 7 á laugardagsmorogni ekkert sérlega björgulegt. Arna kom og David bjargandi málunum og manni var ekið á M6 með viðkomu á Essó þar sem nestið var verslað í snarhasti. Það var ekki mikil gleði sitjandi í Ásnum á leið á Sólheimajökul en þar var mannbroddabrölt fram og til baka, æfðar sprungubjarganir og ísklifrað af miklum móð!

Iceclimbing in SólheimajökullAð krafla sig upp úr svelgi einum hroðalegum!

Þetta gekk nú svo sem allt ágætlega alveg þangað til minn fór að síga niður og endað á hvolfi dinglandi yfir 10 metra djúpu hyldýpinu! En þetta fór svo sem allt ágætlega fyrir utan að afturendinn á undirrituðum varð eitthvað sár á eftir.

Hagafellsjökull og vatn
Hagavatn og Hagafellsjökull að leika sér í góða veðrinu

En svo kom sunnudagurinn og þá var haldið á allt annan jökul. Ég, HK og Gúnninn saman á Cesari sem var hinn kátasti með að fá að fara af bæ! Förinni var ætlað að verða hinn frækilegasti mælingaleiðangur þar sem við höfðum tekið að okkur að mæla sporðinn á Hagafellsjöklunum. Það gekk allt ágætlega þangað til GPS tækið þóttist verða minnisfullt og HK tók á það ráð að beygla á sér andlitið þannig að tækið tæki sönsum, sem og það gerði!

HK and Gúnni veltandi vöngum
HK og Gúnninn veltandi vöngum

Nú og svo kom mánudagurinn ágætur með sköfunni. Datt síðan svona í hug að setja þessa mynd hér sem var tekin á heimleið mánudagsins og er hægt að horfa á í einhverri þrívídd fyrir þá sem slíkt vilja iðka!

In three dimension
Þetta snýst um að gera sig öfugt rangeygðan fyrir þá sem ekki vita!

Friday, October 05, 2007

Valkvíðinn að baki

Og gleðin tekin á ný

Ég var nú annars ekkert óglaður svoleiðis en ég mun sem sagt eiga þessa myndavél áfram. Þarf helst bara að fá mér vatnshelt hulstur utan um hana þannig að hægt sé að taka myndir með henni alls staðar og alltaf. Það verður samt ekki komið á morgun þegar ég fer í ísklifurbrölt með HSSR en krílið fær að fljóta með. Er myndavélurinn hér með nefndur krílið eða kríli, svona í höfuðuð á hundlingnum hans Steinríks í Ástríksbókunum.

Ég held annars að ég muni ná sáttum við Krílið. Það fer vel í vasa, tekur rúmlega allt í lagi skarpar myndir, er með víða linsu [sem fyrir þá sem ekki vita mega upplýsast um hér að skiptir eiginlega öllu máli (fyrir mig að minnsta kosti) þegar svona myndavél á í hlut], er hægt að setja í kafarahulstur og er svo í alveg rosalega kúl Crumpler hulstri, valið af HK! Svo er þetta alveg upplögð bloggmyndavél...
In the restroom 1
Minn að myndast í speglinum yfir vaskinum með Krílinu...

Svo er það annars að gerast að á morgun skal farið að ísbrölta en á hinn daginn skal haldið til annarra fjalla og eitt ef ekki tvö stykki Hagafellsjöklar mældir með GPS grægjum ógurlegum... Svo vitnað sé í tölvupóst sem ég fékk á meðan að þessari ritun stóð, þá er ég að verða Jöklavísundur [í hjáverkum í það minnsta]


....

Thursday, October 04, 2007

Ég þjáist af valkvíða

the cool cover
Það hrjáir mig myndavél í myndavélahulstri sem ég veit ekki hvað ég á helst að gera við. Ágæt vél en einhvern veginn ekki. Ammimælisgjöf sem verður að ákveða hvað á að gera með...

En svakalega fín bloggmyndavél líka eins og þegar ég fór í Hagtaup í dag...
At the parking place
og tók mynd á bílastæðinu þar... og svo líka þegar við HK löbbuðum okkur út í búð einhvern tíman áðan!
Two shadows

Þessi vél tekur náttúrlega alveg skuggalega flottar myndir!




....

Monday, October 01, 2007

Já... það er bara svona...

... svona frasi sko

EN... Guðrún kom í gær og
Gudrun and HK blowing!
Guðrún og HK með pumpuna á fullu!

Það var eldaveisla í gær og tæknidagur á H34. Þá var nebblega loksins eldað dýrindis lambakjetið frá litla dýrinu (eða ég kalla hana bara þannig líka eins og hk) sem var eldað eftir hennar sjálfrar dýrindis uppskrift. Og önnur sveitastelpa, nefnilega hún Guðrún var í heimsókn á leiðinni til Dresdensins og Kristoffsins í heimsókn og gistingu. Lambakjetið var frábært, uppskriftin frábær og pumpan ótrúleg!

Fyrir þá sem ekkert þykjast vita um pumpur þá má skoða þessi ósköp hér.

En svo var líka ýmsilegt annað gert sér til dundurs eins og að láta einn Sleða dragnast með einn Cesar á verkstæði. Það var nebblega þannig að Cesar ákvað að keyra ekki meira einhvern tíman á laugardaginn. Stoppaði bara á næsta götuhorni og sagði "hingað og ekki lengra". Ralldign og Kristján aumkuðu sig yfir okkur og komu á sínum eðal sleða og drógu hann til verkstæðis þar sem ég þóttist eiga pantað pláss fyrir hann daginn etir. Það var samt alls ekki svoleis heldur átti hann pláss þar eftir viku. Þeir gerðu nú við hann samt. Að minnsta kosti svona eitthvað dálítið. Hann fer sko í gang núna og svo er líka hægt að opna óvenju margar hurðir á honum... eiginlega bara allar! Og það hefur held ég aldrei verið hægt síðan hann komst í okkar umsjón fyrir einu og hálfu ári.

Svo til að halda upp á þetta þá slógum við HK ekki slöku við heldur versluðum okkur eitt stykkki borð í hinni margrómuðu snobbverslun Rúmfatalagernum þar sem merkjavaran fæst. Merkið heitir gegnheil eik og er eðalis flott, ferköntuð í líki borðs sem verður notað í vinnuherberginu okkar sem tók loksins á sig einhverja mynd um helgina. Játs, er ekki bara gaman að lifa!

In the great working area... going to eat
Borðið vígt með að snæða upphitað lambakjet

... ef einhverjum finnst þessar myndir skrýtnar á litinn þá hefur sá hinn sami rétt fyrir sér en ég vil samt bara hafa þær svona... afþvíbara!



....

Thursday, September 27, 2007

Að vera kjúklingur

Ég varð lítið hjarta... eða kannski of skynsamur í gær...


Línudobblun - The double line
Einhvern veginn gleymist alltaf hjá manni að blogga svona í dagsins önn. En hér kemur smá... blogg sko.

Það var svona björgunar HSSR eitthvað í gær. Minn mættur með klifurdrasl, útbúinn hjálmi og alls konar spottum og járndóti. Bara gaman svona fyrst en kannski ekkert auðvelt að hanga eins og skata í einhverjum spotta eiginlega bara fastur og komast hvergi neitt. En það gekk allt betur þegar maður átti að beita hyggjuvitinu og gera svona línudobblun eins og sést hér að ofan. Reyndar notaði ég aðallega hyggjuvit snillinganna sem voru með mér í hópi.

En svo fór gamanið aðeins að kárna þegar það átti að fara að síga niður af fjárans pallinum og yfir einhven fjárans hnút. Þetta var greinilega ekkert of einfalt og þeir sem voru á undan mér voru eins og skötur hangandi þarna eins og ég veit ekki hvað. Og svo sá sem átti að segja manni hvernig átti að gera þetta eiginlega við það að missa alla þolinmæðina. Missti svo held ég allt álit á undirrituðum þegar hann tróð hjálmi á hausinn á sér! Kannski til hvers þar sem manni fróðari spekingar héldu því fram að maður steindræpist hvort sem er ef maður tæki upp á því að detta niður. En hmmmm.... það þýðir reyndar ekkert að kenna neinum öðrum um þetta en eftir að maður var búinn að vera í einhverjar mínútur uppi á skrambans sigpallinum þá missti ég bara allan áhugann á þessu og labbaði mér bara aftur niður stigaskömmina... ætli maður verði ekki bara rekinn úr sveitinni eða fái aldrei að komast inn í hana :( Nei, ætli það nokkuð. Mar verður bara að æfa sig eitthvað meira að síga og svona!

En ég held að myndin sé fín, þessi þarna fyrir ofan!
... eða er það ekki?



....

Sunday, September 16, 2007

Það var rollustúss um helgina

Á Snæfellsnesi var minn en mín á Melrakkasléttu

Í réttunum
Lalli á fagurt fé komið í dilkinn... og svo á Gurra það auðvitað líka!

Í það minnsta einu sinni á ári gerist maður sveitamaður með sóma og sann. Steðjar á fjall með öskrum og óhljóðum og kemur gjarnan til byggða með væna dilka. Þetta var að venju hjá mér á Snæfellsnesi. Glöggir menn telja mig hafa verið þar hið tíunda sinnið. Gekk vel, mikið betur en í fyrra.



....

Wednesday, September 12, 2007

Og það er bloggað um Kolvið

... út af dotlu

Fellsmörk: Skjólgirðing

Kolviður er sameiginlegt átak Landverndar og Skógræktarfélags Íslands. Eflaust ágætt verkefni en dálítið umdeilt!

Nokkrar vefsíður eru almennt jákvæðar út í verkefnið.

1. Hvað kemur fram á vefsíðunum sem sérstaklega jákvætt við verkefnið á hverri vefsíðu fyrir sig? (ef eitthvað).

2. Kemur eitthvað neikvætt fram í umfjöllun þessara aðila um Kolvið? (og þá hvað)

Óli Jón
Bryndís Ísfold
Heilsubankinn



Aðrir telja verkefnið með Kolvið alveg ómögulegt.

1. Hvaða rök nefnir hver og einn helst á móti?

2. Sjá þeir sem eru á móti eitthvað jákvætt við verkefnið?

Stefán Gísla (færslur frá 27. júní og 28. júní - þarf að fletta niður)
Lífið og tilveran í rauntíma
Get a life!



Hvað finnst þér sjálfri / sjálfum svo um Kolviðinn?

En svo er Kolviður líka bara kynbótahross!

Friday, September 07, 2007

Og það voru góðir gestir!

Eins og fyrri daginn

Family

Það var gestkvæmt í Hæðargarðinum í gærkveldi. Egilsstaðabúar í bæjarferð, sá splunkunýi með í för, Selbrekkan mætt, Sigurjón og Svanhildur. Haugur af pizzum og ís og alles.

Gaman að þessu.


....

Wednesday, August 29, 2007

Að fá góða gesti og hafa magann ekki í lagi

Það voru sem sagt gestir í gærkvöldi hjá okkur!

At the dinner table

Það voru góðir gesti í gærkvöldi og gott á borðum... indverskt var það heillin. Reyndar fórum við einföldu leiðina með að kaupa bara af Austurlandahraðlestinni. En samt svona líka hóm-meid með sallati og sósunni sem ég man aldrei hvað heitir en Stebbi sagði hvernig ætti að búa til var... [rahita heitir hún nú vístast!]

Gott að borða en maginn eitthvað enn í fýlu eftir Tyrklandið. Kannski ekki neitt von á góðu þegar maður heyrir útundan sér að það sé kannski eitthvað dýr þarna einhvers staðar sem veldur þessu öllu... einhvers staðar innan í manni. Nei, ætli það geti nú verið.



....

Sunday, August 26, 2007

Að vera í kuldanum

Kominn heim frá Tyrkjalandinu

The Turkish flag
það var fínt í Tyrklandinu en hroðalega heitt. Einhvern veginn kann maður betur að meta Klakann eftir að hafa verið svitnandi íu 40°C plús í heila viku.

En nú verður sagt frá Tyrklandsæfintýrinu í grófum dráttum svona einhvern veginn. Það var sum sé Tyrkland þar sem Adaturkur réð ríkjum einhvern tíman og var förinni heitið til hins rómaða staðar Marmaris. Þar ku sólin skína skærast og saklaus lýðurinn drepast hvað hraðast úr hita. Fyrst var reyndar að koma sér upp í flugvél og til borgarinnar Dalaman. Ferðafélaginn var reyndar Elísabet sem var í svipuiðum erindagjörðum og ég til Tyrklandsins, sum sé að hitta makann. Ég að hitta mína HK en hún að hitta sinn Heimich.

The hotel Flugferðin var alveg öðal og rútuferðin ágæt líka en eitthvað fór maður að finna fyrir hinum rómaða hita þarna. Hótelið var Anastasia og svo var reyndar Elísabet og Heimich á Ilayda... eða ég held að það hafi verið skrifað þannig. Svo loksins hittist maður HK og það var fengið sér að borða um miðja nótt og svo farið að sofa.

Morguninn eftir var búið að kveikja á bakarofninum og var maður við það að bráðna. Reyndar var ég bara ágætur fannst mér í hitasvækjunni miðað við marga en þetta var samt allt of heitt fyrir manns smekk og reyndar flestra fannst mér.

Svo var rölt í bæinn og þá var auðvitað komið við, bæði á fótboltabarnum og hjá kistlakaupmanninum honum Mustafa!

Mustafa the secret box maker

Hann var alltaf hinn elskulegasti við mig og hana Darling (les HK). Síðan var eitthvað áfram rölt og ætli það hafi verið þennan dag eða einhvern annan sem maður fór í rakstur. Mar var rakaður í framan sérdeilis fínt...

At the turkish barber

Rakað innan úr nösunum á manni og það sem flottast var, brend af manni eyrun!

At the Tuyrkish barber

Svo var einhverjum dularfullum maskara troðið framan í mann og maður nuddaður smá og svo bara bjúið. Fimmtán lírur takk - special price for you... are you from Iceland... then I give you the very best prize!!! Eins og oft áður þá höfðu kaupmennirnir betur. Raksturinn átti að kosta 5 lírur en svo með því að bæta grænu drullunni framan í mann þá tókst þeim að þrefalda verðið! Svona eru nú tyrkneskir verslunarhættir stundum. Alveg nema þegar kom að því að kaupa rúmteppið!

Þá gekk þetta alveg ágætlega þangað til við ákváðum að kaupa ekki neitt! Það gekk ekki of vel í þá kaupahéðna og til að losna í burtu eftir að hafa þegið te hjá þeim ætluðum við að vera rosalega elskuleg og bjóða þeim að taka bara nafnspjald hjá þeim og láta allan 120 manna hópinn sem við vorum með vita um þá. Við það rann algjör berserksgangur á þá tyrknesku teppasölumenn. Teppið sem átti upphaflega að hafa verið 420 lírur en var komið ofan í 320 lírur datt skyndilega ofan í 150 lírur og af því að við vorum ekki nógu fljót að segja já, þá var það allt í einu komið í 100 lírur. Teppisskömmin hefði líklega orðið ókeypis eftir svona 5 mínútur. Við hættum ekki á það heldur drifum okkur í að takast í hendur um þetta og lofuðum að láta alla okkar vini vita um hvað þeir væru með frábær teppi! Veit ekki alveg hvað hann hefði gert ef hann hefði vitað að þetta voru 120 menntaskólanemar ekki alveg á þeim buxunum að eyða öllum peningunum sínum í mottur eða rúmteppi. En hvað um það, teppið varð okkar! Það er reyndar ekki til nein mynd af kaupunum þar sem of mikið gekk á til þess að hægt væri að fara að taka myndir þar en svona lítur það út heim komið!

The carpet for 100 lira

hehemmmm.... en þetta var víst skólaferð þannig að það var efnt til sportviðburða. Fótboltamótið bar þar hæst...

Football!!!

Svo gerðist maður menningarlegur og fór með kláru krökkunum til Efesus þar sem menning reis hæst fyrir martlöngu. Þar átti að vera sá mest kæfandi hiti sem hugsast getur en var samt eiginlega ekki. En bara rosalega mikið af fólki arkandi út um allt!

All the people in Efesus
Fólk á gangi einhvers staðar í Efesus

Efesus
Framhlið bókasafnsins, Library of Celsius

Temple of artemisSvo vorum við ekki minna menningarleg þegar við komum að einu af sjö undrum veraldar, Artemis hofinu. Reyndar er bara ein súla eftir af því og jafnvel ekki einu sinni það þar sem hún var reist nýlerga til að sýna hvernig súlurnar voru í hofinu.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

En alltaf tókst okkur að koma við á Fótboltabarnum þar sem var hægt að fá snarl,
bjór, gin í tónik, vodka redbúl og svo ekki síst internet eins og hver gat óskað sér!

At the football bar

Heimleiðin var svo söguleg. Fljótlega var einn orðinn veikur í maganum og farinn að kasta upp og svo annar og ennannar. Eitthvað yfir 10 manns voru komnir með blóðuppköst þegar komið var til Ísalandsins. Grillveislu var kennt um og ekki öll kurl komin til grafar þar sem HK liggur núna ekki of góð í mallanum. Þannig er nú víst stundum að fara til svona framandi landa!


....

Thursday, August 23, 2007

Tyrkjalandur

Thad er verid i hitanum

Thad er heitt, heitara, heitast!

Otrulegt hvad thad getur verid heitt og samt lifir madur thetta einhvern veginn af. Thad er sem sagt verid i henni Marmaris thar sem hitinn er 40 gradur plus. Er svona i virdulegu embaetti maka kennara MK inga sem eru her ad sola sig og skemmta ser.
A gangi i Efesus
Thad er buid ad fara i Efesus en svona adalleg slappa af og solbrenna.

Svo er bjuid ad vera mikid gaman og var efnt til MK open fotboltamots i gaerkvöld!
Ad kljast ı boltanum

En hehemm.... adalega hefur madur nu samt verid ad tana sig med ekki slakari arangri en thad ad madur verdur hugsanlega utnefndur kremkex arsins.


....

Wednesday, August 15, 2007

Já, það er ferðalagsbloggið

Betrara er seint en aldreigi

Road in the lava
Það var aldrei sem það var ekki farið í ferðalag sumarið 2007. Það var eiginlega verið á faraldsfæti meira og minna allt sumarið. Lagt af stað í heljarinnarreisuna um miðjan júlí og ekki komið heim fyrr en rúm vika var liðin af ágúst. Ég fyrst og HK svo.

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Æfintýrið á Torfajökli

the crazy couple on Torfajökull

Upphaflegt plan var alls konar. T.d. átti að draga með borubratta félaga nýliða HSSR í plampið en þeir sem við var reynt voru annað hvort einhverst staðar burtkallaðir eða með halta löpp eftir nýafstaðnar aðrar svaðilfarir. Svo voru einhver plön um að hafa þetta í bland göng og hjólatúr en hjólið manns var dæmt bæklað af sjondimann á hjólaverkstæðinu í Kópavogi og svo vantaði líka einherjar grindarskömm á ökutækið.

Fyrst sofið eitthvað í Fellsmörkur þar sem sumarið var búið að kaffæra allt en síðan haldið í Hólaskjól sem heimamenn einhverjir kalla víst Hólakofa hefur maður nýheyrt. Þar var Cesarur skilinn eftir en farið með brjálaða rútubílstjóranum í Landmannalaugar. Sá brjálaði var sko ekki Siggi á Hnappó ef einhver skildi halda það enda Siggi að dunda sér á kafi í heyskap.

Skemmtilegur strákur og skemmtileg stelpa í rútunni frá Germanalandiu, heilluð af Ísalandinu en fengu áfall í Landmannalaugum þegar þeim fannst þau vera komin á einhverja umferðarmiðstöð. Stungu upp á næstum í alvörunni að koma bara með okkur.

Leiðin sem ætlunin var að arka var að byrja í Landmannalaugum og fara þaðan um Reykjakoll og Skalla yfir í Hattver. Tjalda þar. Svo daginn eftir var það Torfajökull. Vaða Jökulgilskvíslina og finna svo einhverja færa leið upp á jökulinn. Fara einhvers staðar yfir hann miðjann og svo þaðan ofan í Strútslaug. Tjalda við laugina og baðast. Svo á þriðja degi ganga suður með Hólmsárlónum og berja Rauða-Botn augum. Síðan áfram í Álftavatnakrók. Tjalda þar og fjórða dag göngunnar skyldi svo haldið niður með Syðri-Ófæru og enda í Hólaskjóli.

torfajokull2007

Nú en við og sérstaklega HK þurfti að heilsa upp á fólk í haugum. Það var svona helst reyndar Palli landvörður og svo Nína og Smári staðarhaldar í stórverslun landmannalauga. Allt frábært fólk sem ég hafði ekki hitt áður.
Nína og Smári verslunarrekendur og listafólk í Landmannalaugum
Hjá Nínu og Smára fékk ég eðalis fínan kaffibolla, þann síðasta áður en lagt skyldi út í óvissuna. Svo fengum við bæði brjóstsykur að ógleymdri sólvörninni sem endaði reyndar á að verða af skornum skammti. Frábær búð hjá frábæru fólki.


hk climbing Landmannalaugar mountainEn gangan hófst upp Reykjakollinn. Það var sól og það var gaman. Gangan sóttist bara vel og eftir Reykjakollinn tóku við fleiri brekkur og svo brattari brekkur eftir það alveg upp á Skalla. Uppi á Skalla gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér undarheim Torfajökulsins sem haldið skyldi á daginn eftir. Mikill kostur að fá útsýni á jökulinn þar sem hvorugt okkar hafði farið þessa leið yfir hann áður.
.
.
.
.
.
.
.

View over Hattver and to Torfajökull
Panorama yfir Torfajökul... það er hægt að smella á myndina til að fá hana hroðastóra

Hvernig leiðin sem við fórum er erfitt um að segja...

colors in hattver

Svo var gengið yfir Torfakulinn og því lauk ekki fyrr en við villtumst næstum því ofan í Strútslaugina. Þar tíðkast að taka sér bað og nauðsynlegur útbúnaður var auðvitað með í för.

Equipment for bathing in Strútslaug
Lykilbúnaður baðferða á hálendinu

Gott að hafa söndala til að spássera um og svo er ekki verra að hafa handklði til að þurrka sér. Eitt stykki handklæði í þvottapokalíki var með í för og reyndar tvö pör af sandölum. Þvottapokinn fékk nú reyndar bara frí þar sem ágætur þurrkur var og svo var striplast um í fámenninu!

Taking the second bath in Strútslaug
Í góðu yfirlæti í henni Strútslaug

Úr Strútslauginn var arkað um Hólmsárbotnana
Hólmsárbotnar
Panorama í Hólmsárbotnum... það er hægt að smella á myndina til að fá hana hroðastóra

Stones in a canion that wasn't expected!
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

Mist over Alftavatnakrokur
Þokan kúrir yfir Álftavatnakrókinum




--------------------------------------------------------------------------------------------------

Fáfarnar slóðir í Veðurárdal

In the strange place Mávatorfa

Eftir gríðarlega mikið japl jaml og fuður varð úr að reyna við hinn dularfulla stað, Mávatorfu. Dulúð Mávatorfu er hvílík var okkur sagt að þegar bændur í Suðursveit heyra á hana minnst þá setur þá hljóða. Það kom ekki í veg fyrir að Fjölnir á Hala gæfi okkur greinargóða lýsingu á leiðinni. Fara upp Miðfellið strax þar sem þið komið að því eða jafnvel leita til vinstri með því. Alls ekki ganga inn með því til hægri sagði hann. Þar hafa menn lent í vandræðum, beinbrotum og alls kyns óáran. Svo bara fara fyrir ofan eða neðan skaflinn og eftir það er þetta svo gott færi að það mætti fara þar á hjóli.

Glacier walk

Ekki veit maður hvernig það hjól væri og við líka ekkert of góðir að fara efir leiðbeiningum og fórum einhvers staðar á kolröngum stað upp Miðfellið en komumst samt. Fórum síðan svo hátt að við forum langt fyrir ofan skafl og hjólafærið lét eitthvað bíða eftir sér. Gengum við lengi dags yfir varasaman skriðjökul og upp á hæstu tinda. Sáum þar útsýni sem menn sjá ekki á hverjum degi!

Norðan innri Veðurárdals
Séð yfir skriðjökulinn norðan Innri-Veðurárdals

Síðan tókst okkur að villast niður í fyrirheitnalandið, Mávatorfuna. Eitthvað er á reiki hversu margir hafa komið þangað en sjaldan heyrist hærri tala en 30 manns. Leggjum við trúnað okkar á það og munum trúa því að þarna höfum við komist á fáfarnastan stað Ísalandsins.

Innri Veðurárdalur og Mávatorfa
Séð yfir Veðurárdal og Mávatorfu... það má smella á myndina til að fá hana eitthvað stærri!

.
.

grein i frettabladinu.
.
.
En svo má nú bara líka lesa um þetta í Fréttablaðinu, hehehemmmmmm............
.
.
.
.
.
.
.
.


--------------------------------------------------------------------------------------------------

Í sumarfríi á austurlandi


One evening
Öldurnar brotna í fjörunni fyrir framan tjaldið okkar

Í Álftafirði
Fjörubíltúr í Álftafirði, eftir pönnukökurnar

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Farið til fjalla í landvörslu og alls konar

Happiness in Herðubreiðarlindir
Það var stutt gaman í Herðubreiðarlindum. Við HK tvö ein en allar skvísurnar í Dreka. Bilaðir hrútar, stíflað klósett, uppdæling úr rotþró og svona alls konar.

Svo fór minn í bíltúr yrir í Kverkfjöllin og það var líka gaman. Fínt að hitta Leif og Örnu og svo gaman að kinnast Heiðu og Huga og franska kokkinum. Bara stuð.

Arna and the assistant cook
Arna og hjálparokkurinn í Sigurðarskála

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Fellsmörkur

Green drops 2
Regndropar falla af greninálum Fellsmerkurinnar

Á undan og á eftir var verið í Fellsmörkur. Á meðan verið var á suðurlandi var fyrst farið í Fellsmörk áður en arkað var í Strútslaug. Svo var farið í Fellsmörk þegar það var búið. Svo var það Máfatorfan og aftur Fellsmörk. Höfn og Hildir og aftur Fellsmörk. Austurland, Landvarsla í Herðubreiðarlindum og svo aftur Fellsmörk!

En þá var farið um Sprengisandinn þar sem Aldeyjarfossinn varð á vegi vorum. Reyndr var ég þar orðinn einn á ferð því HK varð auðvitað eftir í Herðubreiðarlindum og þá reyndar komin upp í Drekann.
Aldeyjarfoss
Aleyjarfoss skartar sínu fegursta meðan vatnið rennur á nokkrum sekúndum!

Svo var ekið áfram og ekki áðum sinnt fyrr en skuggar voru farnir að myndast í vikurnámum undir Hekluhlíðum.
one shadow, one mountain, one world
Í skuggaleik á leið til Fellsmerkur...

Í Fellsmörkur var svona almennt afslappelsi hjá okkur HK á meðan við vorum á þvælinginum. Lesnar bókur, spígsporað um og haft það alveg eðalins gott. Kveikt upp í útiarni og sokkar hengdir upp á snúru!

My socks in the drying process...
Sokkar Raggans að þurrka sig í andvaranum á milli skúra... eða í skjóli við skúrinn hmmmm



My parents
Með gamla laginu slær sá gamli!

ERS_9780
Mamman og Gúnninn að pöta plöntunum niður



Verður vonandi fram haldið þegar maður verður ekki svona syfjaður og upptekinn við eitthvað!