Saturday, May 23, 2009

Hvanni með Skýrr á uppstignardegi

Ég er blöðróttur með kramdar tær


Broddarnir utaná en blörðurnar innaní

Scarpa... Broddarnir utaná og blöðrurnar innaní

Það er finnst mér svona eftirá ekki neitt áhlaupaverk að fara á Hvannadalshnúk, arkandi upp á skíðaskóm. Fimmta ferðin mín þangað upp og e.t.v. sú erfiðasta. Sú fyrsta reyndar sem tók held ég 18 klst í rigningu þoku súld en líka sól var kannski erfiðust. En þessi tók töluvert á.

Frábær hópur og frábært skipilag hjá Ragganum Antoníusarsyni. Ég held að það sé ekkert á hverjum degi sem svona "einhver" sér um að koma 35 manna hópi upp á Hnúkinn. Reyndar ekki allir að fara í fyrsta sinn en samt svona rúmlega þriðjungur.

En ég var sem sagt alveg að drepast á leiðinni upp en skíðabrekkan á leiðinni niður var bara eðalsnilld.

Meiri myndir eru á myndasíðu Flickr.

Á leið niður af Hnúknum

Flott veður á leið niður af Hnúknum



Já og meðan maður man.
Það var ekkert sjáanlegt af sprungum fyrr en mjög ofarlega í brekkunni upp á öskjubarminn. Sprungur yfir Virkisjökli náðu ekki langt upp. Mjög lítið af sprungum til trafala í hnúknum sjálfum. Þær sem þurfti að fara yfir eða fara nálægt voru svo þrögnar að það var ekki nokkur leið að komast ofan í þær.

Gistum í Hörgslandi. Vaknað svona um kl. 2 um nótt. Lagt af stað til Sandfells fyrir kl. 3. Lagt af stað að ganga kl. 4:15. Komin upp fyrir kl. 12:30.
Lagt af stað niður kl. 13:00. Komin niður á bílastæði kl. 17:15. Sem sagt þá 13 klst. ferð fyrir okkur sem vorum skíðandi. Aðrir komu ekki mikið seinna niður. Þeir síðustu líklega rúmum klukkutíma seinna.

Tuesday, May 05, 2009

Eyjafjallajökull í engu skyggni

track

Það var lagt snemma af stað. 7:00 var planið og það gekk nokkuð eftir. Einhver talaði um allt að 30 manns en niðurstaðan var að við vorum líklega 24 sem lögðum af stað. Nokkrir aðrir hópar voru þarna líka þannig að allt í allt þá voru þetta um 70 manns á röltinu upp hlíðar jökulsins.

Við upphaf ferðar á Eyjafjallajökul

Allir voru vel sprækir þegar lagt var af stað og ormarnir liðuðust upp fjallið. Það var farið í línur sem fóru eitthvað mis hratt upp. Allir komust Skýrrar og félagar þeirra á toppinn utan einn sem þjáðist illilega af beinhimnubólgu.

IMG_2663

Eitthvað um 10 tímar alls. 6-7 tímar upp og 3-4 tímar niður.

Friday, May 01, 2009

Steinninn færist neðar

Esjugöngur


Í vetur einhvern tímann komst ég að því að það var búið að umturna Esjunni. Steinninn sem var í einhverri viðráðanlegri hæð hafði verið færður upp brekkuna. Það átti að vera eitthvað markmið að komast upp að grjóthnullungnum á einum klukkutíma sem hefði átt að vera létt verk og löðurmannlegt ég enda vanur að fara þangað upp á innan við 50 mínútum. En í einhverjum kafaldsbil þá bar svo undarlega við að það var ekki nokkur leið að komast upp að þessum Steini nema þegar eitthvað var vel liðið á annan klukkutímann. Einhver hélt því nú fram að ég væri bara orðinn gamall en þeim hinum sömu get ég tilkynnt að þeir ráða hvort sé líklegra að ég sé að yngjast núna eða að Steindruslan hafi verið færð eitthvað niður brekkuna.

En sem sagt. 43:28 á mánudaginn síðasta og 42:35 held ég í gær. Þetta fer að fara niður fyrir 40 mínúturnar. Og þá fer maður nú líklegast að hætta sér líka alveg upp.