Friday, February 29, 2008

Þegar maður varð veikur !

Herðubreið - Queen of MountainsHerðubreið með ský á höfðinu - Mt Herdubreid with some clouds on her haed

Herðubreið
Fjallið er Herðubreið og ég kann vel við Herðubreið og ég er ánægður með myndina mína af Herðubreið. Það er gott að b yrja á einhv erju sem maður er ánægður með!

Aulaðist ekki í partý um helgina þegar ég var að grasekkjast HK laus og varð í staðinn veikur og vinirnir hótuðu af skiljanlegum ástæðum að hætta að þekkja mann. Þegar HK loksins kom á sunnudeginum mætti hún manni með 39 stiga hita á mörkum þess að bulla óráð. Dreymdi undarlegar krossgötur fram og til baka í hausnum á mér alla nóttina og lá allan mánudag og þriðjudag og miðvikudag og það var ekki fyrr en á fimmtudag sem eitthvað fór að rofa til. Síðan búinn að vera að ná mér í dag og bara nokkuð góður en alls ekki nóg.

Í gær var svo upphaf af námsekiði í Endurmenntun og ég fjarri góðu gamni en bara með gott fólk í staðinn. En þetta er allt grábölvað samt.

HK núna í afmæli Heimich og ég eftir Lasarus uppi í sófa og get ekki annað en bara bloggað einhvern ómerking. Það er ennþá einver hálfgerður ullarsokkur í hausnum á mér eða kannski pínulítið eins og ég sé ekki sjálfur þar heldur einhvers staðar aðrarastaðar eins og ég segi stundum.

Það eina sem er alveg eins og það á að vera er auðvitað Herðubreið sem klikkar aldreigi!

Svo má ég nú kannski taka gleði mína eitthvað út af grein um vaðferð einni ægilegri sem var farin fyrir nokkrum árum og birtist í Útiveru sem var að koma út. Ég og PÁÁ skráðir höfundar þó annar hafi skrifað meira en hinn en ég átti nú líklega eitthvað af myndunum þar með.

Jú og svo er mér auðvitað líka að batna ... :)

Herðubreið
The mountain is Herðubreið and I like that mountain a lot as well as this photo. And that is not so bad start – you could say “Ágætis byrjun” but is it?
I didn’t go to a party last weekend. Perhaps I better had gone since I almost lost my friends for decades (or even I did lose them – I’m still not sure) and got that terrible flu in my body. I have been lying sick for Monday and for Tuesday and for Wednesday as well as Thursday - I didn’t know I was so dam good in knowing those names of all week days!

I’m a little bit better today but not back to work.

HK is at a birthday party with one of her coworker and I’m now the sick man home alone!

Yes - the only thing to like here is the mountain I will always like


.........

..

Saturday, February 23, 2008

Mælingu heimsins er lokið


Ágæt bók en ég get ekki skilið hvernig þessi bók varð mest selda bók í heimi á einhverju ári... 2006 vilja þeir meina. Mér fannst hún ágæt en ekkert meira en það. Samt er bókin öll meira og minna einhvern vegin á áhugasvuiðum mínum. Vísindi og athuganir - sem verkfræðingur og krónískt nörd finnst mér það áhugavert. Svo á ég líka stjörnukíki þannig að þessi vísindalega nálgun ætti að höfða til mín. Ferðalög og fjallaferðir - Margt var kunnuglegt og áhugvert fyrir mig að lesa eins og hæðaveiki sem ég kannaðist við af Kilimanjaró og vangaveltur um mannbrodda í formi nagla sem hann ætlaði að reka í gegnum sólann á skónum sínum. En einhvern veginn fannst mér bókin samt ekki neitt æðislegt og það furðar mig að allir út um alla veröld hafi flykkst til að kaupa þessa bók. Það seljast kannski svo fáar bækur að bók sem höfðar til ekki svo margra getur e.t.v. alveg orðið mest selda bók veraldar. Mér finnst þetta samt undarlegt.

En fín bók fyrir þá sem hafa áhuga á ferðalögum um óbyggðir, frumstæðum þjóðum, stjörnufræði, stærðfræði og hvers kyns vísindum. Varla fyrir alla hina sem eru flestir og hafa áhuga á einhverju allt öðru.

En kannski misskildi ég bara bókina og las hana með röngu hugarfari í gegnum röng gleraugu og kom ekki auga á það sem allir aðrir eru að sjá í henni.

Hver veit - kannski ætti ég að taka einhvern bókmenntakúrs áður en ég er að tjá mig svona hér út í loftið!


Measuring the World is over
I have been reading this book from Daniel Kehlmann. Great book? Yes, depends I would say. For me it was not bad at all since it is all in my field of interests. Mountain tours, science, stars (I own a 8” mirror telescope) and mathematics. But I don’t get how this book became the bestseller of the Earth in year 2006. I just don’t get it. I had no idea all the mass of people on Earth had this field of interests. But perhaps the reason is that so many people reading books actually have that field of interests. That’s the only reason I can find.

It was interesting for me to read about high mountain sickness since I had perhaps similar experience from Kilimanjaro. It was also interesting for me reading about their experiments of compass and the magnetic field of Earth and such ideas. And of course problems they had when climbing mountains and ideas of making crampons with nailing ordinary shoes. But I can’t see how all those things can be interesting for all the mass of people on the Earth.

But perhaps I just didn't understand the book and was reading it with some narrow mind thinking in wrong direction. Who knows?



... já á eftir að bulla eitthvað meira vonandi.

Að vera einn í meira en einn dag...

Hann er frekar einsamall þessa dagana

Lonely bench in the night in the garden in my mind
Einn bekkur - tveir bekkir - einn turn - en enginn annar....

MeiraEitthvað til að segja frá!
Maður er frekar einn núna þessa dagana. HK í Skaftafelli að kenna verðandi landvörðum allt um landvarðamennskuna. Ég einn í Hæðargarðinum. Fyrsta kvöldið sem reyndar er löngu liðið dálítið undarlegt að vera alveg einn en það er ótrúlegt hvað mannskepnan er fljót að verða vön öllu mögulegu og ómögulegu.

Ég ætlaði annars að nota tækifærið og vera rosalega duglegur svona einn heima. Svo sem búinn að gera eitt og annað. Fyrir einhverjum mörgum vikum en samt á þessu ári held ég voru versluð ljós og þau komust upp og svo hefur maður verið liðtækur við að útrýma óhreinum þvotti.

Beeing alone ...
There is this bench and his friend the other bench. They are in the garden and there is also the small house they can speak to. It was the first night I was alone I guess. I was going to sleep.

.........

En hver hefur svo sem áhuga á því veit maður ekki. Ætlaði annars að skrifa eitthvað merkilegt en það var
But who could care more?

..

Friday, February 22, 2008

From Nyhavn

Evening in Nyhavn

Eitthvað til að segja frá!
Kubbahúsin í Nýhöfn klikka ekki. Það var árið 2003 reyndar sem ég kom þangað fyrst. Árshátíðarferð með vinnunni minni. Í göngutúr, man ekki Magga og Ernu eða var það Stína? Örugglega bæði sitt í hvoru lagi. Gott veður og hvergi sæti að fá. Fyrsti dagurinn sem sá danski drakk bjórinn sinn úti á götu. Fundum loks pláss fyrir okkar rassa út'á enda Þar sem sýkjastrætóinn sem ekki allir vita um kemur.

Núna aftur árshátíð. Í lok janúar. Annað fólk. Engin Maggi og Erna og ekki heldur nein Stína sem er núna svona meira verktaki sem fékk ekkert að koma með. En auðvitað HK í staðinn. Við í Nýhöfn að sjálfsögðu. Mikið gaman eins og alltaf en hálf kalt.

Ekki margir á ferli enda einhver grunur um að það væri úrslitaleikur í handboltamóti þar sem Danir ætluðu sér að verða Evrópumeistarar.

Okkur langaði til að horfa og sjá - enda ekki hægt að vera í Danmörku og verða ekki vitni að því að danskir yrðu meistarar!

En enginn pöbbur með sjónvarp í sjónmáli. Hittum loks miðaldra hjón og spurðum eitthvað til vegar til að finna pöbb til að sjá leikinn. Eða kannski frekar bara HK sem spurði því ég eittvhað meira til baka að tala dönskuna. Hnuss kom bara. Þau höfðu horft en gefist upp þegar staðan var 4-1 fyrir þá þýsku. Nú lágu danir í því hélt sá danski fram og ekki mikil gleði yfir þessum leik.

Við inn á Færeyska sjómannaheimilið. Þar var sjónvarp en ekki neinn handbolti heldur einhver teiknimynd eða guð veit hvað. Þetta var sem sagt tapap spil, hjá okkur að sjá leikinn og líklega þeim dönsku að verða meistarar.

Þetta kom líka fljótt í ljós að þeir dönsku sem við mættum voru ekkert of glaðir og augljóst að tapið væri stórt. Það var svo ekki fyrr en nokkrum dögum seinna eða kannski úti á flugvelli um kvöldið sem við komumst að því að þeir dönsku unnnu jú víst. þei var bara alveg sama.

Enda eru Danir skynsamir ligeglað fólk sem vill frekar vera á skatum en að glápa á annað fólk spila handbolta, jafnvel þó þeim takist að vinna...


I was in nyhavn
there was silence!
From weekend in January when we visited Köbenhagen for what I could call annual celebration... called "Árshátíð". It was fun after we came there but the airline - Icelandair didn't do well and we had the most enermous delay I have ever had.

But the celebration in D'Angleterre was great and Köben as well.
We had a photo context after the tour there and this one did win one of the categories.
Not bad at all!

.........

Scateing on Kongens Ny Torv
Hún var dálítið fyndin. Bað mig um að taka mynd af dúfunum. Stelpan á myndnni. Þessi með trúðahúfuna. Annars ekki kannski trúðahúfa heldur eins og kóróna eða kannski er hún bara eins og frelsisstytta! Frelsisstyttan komin á skauta á Kóngsins nýja torgi... hvar endar þetta eiginlega?
Jamen min herr!
"Tager du billede af den due"
She said to me - the little girl with the funny king like hat - or perhaps like the statue of liberty.

She wanted me to take some photos of the pigeon that were walking there around and eating something I could't see...

Það var um nótt...

There was a night not far a way from home
Það var var einhvern tíman seint og það var snjór í loftinu og líka á jörðinni. Ég var bara að fara að sofa en það var ekkert gaman svo ég fór út með fiskaugað mitt og þrífótinn og hitti nokkur tré. Tunglið var þarna líka.
There was a night not far a way from home
It was late and there was some snow in the air and also on the ground. I was going to sleep but that was no fun so I went out with my fisheye and tripod and met some trees. Mr. Moon himself was there also!



... já á eftir að bulla eitthvað meira vonandi.

Wednesday, February 20, 2008

Hvað margir bollar... How many coffee mugs?

Would you like some coffee now?
Spurt er...
Hvað þarf marga kaffibolla til að vakna á morgnana?

Svarað er:
Bara einn... þann síðasta!

-------------------

There is a question:
How many mugs of coffee are needed to wake up in the morning?

There is an answer:
Only one... the last one!
Cesar er annars aftur kominn til læknis. Það á að skoða eitthvað mallann í honum. Eitthvað að þrýstingnum og svo er nýrnakerfið eitthvað slappt skilst mér. Endaþarmurinn líka allur hriplekur.

Verður ekki klár fyrr en á morgun og þá verður HK farin í Skaftafell!

Smá svona annars orðaútskýringar:
Magi er auðvitað vél. Þrýstingurinn er á olíunni og endaþarmurinn kallast yfirleitt púst.


And then Mr Cesar is meeting the doctor. They are going the check his stomach and the pressure. Also his rectums has been leaking!

He will not be back before tomorrow they say!

And some explanation: Cesar is the big blue 4wd car and his stomach is sometimes referred to as a car engine drinking diesel!



... já á eftir að bulla eitthvað meira vonandi.


Monday, February 11, 2008

Góðan dag



Sumir dagar byrja ekki eins og dagar eiga að byrja. Dagurinn í dag var þannig. Cesarur kominn á verkstæði sem reyndar hefði átt að vera skipulagt. Það er svona:
  • Handbremsa
  • Púst
  • Drullusokkur og brettakantur
  • Öryggisbelti
  • Og bara svona eitt og annað

Morgunmugga
One of those days!
The car to a garage for some fixing, raining and everything :(

Helgin víst búin...

og bráðum þarf maður að vakna


Í Námaskarði
Í Námaskarði sumarið 2006
Ég sá svona tvískipt á ensku og íslensku á bloggi hjá einhverjum skrák sem er í Japan og bloggar á íslensku og ensku. Hann fer reyndar kannski líka að blogga á japönsku og þá þarf hann þriðjá dálkinn en það er kannski allt í lagi því er ekki japanskan skrifuð hvort sem er lóðrétt. Eða var það kínverskan. Skiptir ekki máli því helgin er búin!I saw that kind a blog both Icelandic and English in two columns. It’s from a Icelandic boy now in Japan so perhaps he will very soon need the third column. But who cares since the weekend is over and time to wake up
Þetta var ekki alveg svona helgi eins og maður vill alltaf hafa þær. Hvorugt okkar var að gera alveg eins og við hefðum kannski viljað. Ég ætlaði að vera eitthvað rosalega duglegur að undirbúa námskeið sem ég verð með í lok mánaðarins og þeim næsta áfram. Fögur fyrirheit sem maður hafði!

HK var síðan að undirbúa og halda landvarðafyrirlestur og það sem ég gerði líklega best um helgina var að finna til myndir handa henni til að nota. Þessi að ofan er ein þeirra frá Námaskarði, sumarið 2006 þegar við vorum þar eitthvað um miðnættið og ég vopnaður þrífætinum. Það var gaman þá eins og stundum!

Svo reyndar var farið á skíði í Heiðmörkina bæði laugardag og sunnudag. Ekki slæmt það og snjórinn er ekkert alveg að fara að bráðna.
The weekend wasn’t completely as planned. Neither of us was doing as supposed to. On Friday I was going to do great work. I bought couple of books I should go through in prior to a course I will be leading in Continuing Education - University of Iceland. Good promises I had!

HK was also preparing some lecture she was conducting on Sunday. Training course for rangers. Very interesting. The only proper thing I did this weekend was finding some photos she could use in her presentation. Among them was this above of the geothermal area in Namaskarð. Taken around midnight in the Icelandic summer.

Well not the only proper thing since I went skiing both Saturday and Sunday. Also had my sister her birthday party on Saturday.

Friday, February 08, 2008

Snjór - skíði - rigning - snjór eða hvað

Og á skíðum eins og Lína langsokkur

Ég elska svona eins og í gær að hafa allt á kafi í snjó. Svona að minnsta kosti í einhvern tíma. Ætli ég yrði ekki þreyttur á þessu svona þegar komið væri fram í maí og enn allt á kafi í snjó.

Það var fjallgönguskóadagur í vinnunni í gær og svo farið heim. Eitthvað að dedúa en HK á löndvörðanámskeiði. Svo dúlað skmö og síðan ætt á skíðin í Heiðkörkina með Gúnnanum.

Tvær stelpur fasta á litlum bíl einhvers staðar. Ekki mjög úrræðalausar, búnar að troða peysu, pappakassa og alls kyns undir dekkin á bílnum til að geta eitthvað en bíllinn bara allt of fastur til að komast lönd eða strönd. Bara draga smá og snúið svo við á punktinum.

Skíðaferðin skondin. Eftir svona hálftíma tók ég eftir að annar skíðastafurinn var minn en hinn var Gúnnans. Ekki gott því annar stærri en hinn. Svo eftir að hafa villst fram og til baka í fannferginu og komnir aftur í bílinn þá kom í ljós að ég var alveg eins og Lína Langsokkur með sitt af hvoru tagi. Það er sök sér að vera í ósamstæðum sokkum - en að vera á ósamastæðum skíðum - og fatta það ekki! Ég sem sagt með eitt skíði mitt og hitt var HK skíði - nokkuð styttra - og ég tók ekki eftir neinu! Kannski einhver ástæða að færið var dálítið sjnjóþrúgulegt á köflum þegar maður sökk upp að geirvörtum í fannferginu. Undarlegt að vera þá samt með geirvörtur á hnjánum!

Og þetta tók tímann sinn. Var ekki kominn heim fyrr en um miðnættið!


... Svo á Ragnhildur afmæli í dag og er henni óskað til hamingju með þau skemmtilegheit!

Thursday, February 07, 2008

Af ófærð og stjörnuglópafélagi

We cal this ófærð

Það snjóaði í nótt! Ekkert nema mikið gaman svona ef maður er ekki óvænt fastur í skafli of lengi. Þetta var náttúrlega akkúrat uppáhaldið hans Cesars á nýju skónum. Hann öslaði í gegnum ruðninga og hvaðeina með glæsibrag!

Svo er annars stjörnuglópanámskeiðinu lokið. Það var bara gaman þó maður hafi kannski ekki lært öll ósköpin en samt mart mjög áhugavert. Núna bíður maður bara eftir heiðum himni til að geta barið ósköpin augum! Heimir á þakkir skyldar fyrir að hafa drifið sig með mig á námskeiðið!



....

Tuesday, February 05, 2008

Í kvöld mun ég kannski gerast stjörnuglópur

Fyrir næstum einu ári átti ég afmæli. Þá eignaðist ég stjörnukíki einn mikinn. Reyndar svo mikinn að ég er enn að hugsa um að skipta honum kannski. Eymingjans kíkirinn er sko ennþá í umbúðunum og hugsanlega skilahæfur ennþá. En það þarf kannski ekkert að koma í ljós. Loksins í kvöld mun ég fá allan sannleikann um það hvernig stjörnuskoðun fer fram á stjörnuglópanámskeiði hjá stjörnuglópafélaginu.

Heimir sem var með okkur HK og Marmaris og Elísabetu ákvað að drífa sig og mig. Meira um þetta einhvern tíman.


....

Monday, February 04, 2008

Það var þorrablótur um helgina

Óttalegt svall eða þannig...


Það var farið til Kirkjubæjarklausturs um helgina þar sem Kári nokkur bauð okkur til blóts eins mikils. Þar var matur og drukkur eins og hver gat í sig látið og fjör mikið.

Mýrdalssandur
Á Mýrdalssandi

Ég var latur kvöldið áður og fór hvergi neitt. Var bara heima eitthvað að dúlla mér og nennti ekki einu sinni á flugeldagleði þar sem fagnað var árangri flugeldasölunnar síðustu áramót. Bara spakur heima og líka ágætt.

Svo var farið að sofa og svo var vaknað og ekki komist af stað fyrr en um hádegisbil. það þurfti líka að taka svo mikið af alls kyns dóti með sem yrði kannski notað eða kannski ekki. Skíði og alls konar dót.

Eitthvað var sms-ast á leiðinni en á Mýrdalssandi barst neyðarkall. Bíll fastur í Landbrotinu. Nei ekkert neyðarkall enda hélt minn bara áfram að dúlla sér í góðaveðrinu, fékk sér að pissa og tók mynd af kraftlyftingamótinu... þetta var reyndar lókal sem ég held að bara einn maður geti fattað og hann fattar það örugglega ekki en er sko tilvísun í Halldór nokkurn Laxness sem eitt sinn reit bækur.

Að skeggræða
HK og Kári eftir æfintýrið í Landbrotinu

Svo var loksins komist í þetta Landbrot. Þar var eiginlega auður vegur lengi vel alveg þangað til ég kom að risasköflunum þar sem þau tvö höfðu verið að leika sér. Og ég kom rétt mátulega til að sjá þau komast á fast land í loftköstum. Það urðu hefðbundnir fagnaðarfundir og svo var haldið á Klaustur. Eftir að hafa hitað upp með hákalli og tilheyrandi var farið á Þorrablóturinn. Þar var alls kyns þorramatur í trogum og mikið stöð á mannskapnum þó Kári segði nú frekar fáa miðað við oft einhvern tíman áður. Sáum við HK reyndar ekki almennilega hvernig hægt væri að koma svo mikið fleirum þar fyrir innandyra og þótti nú nóg um.

Þetta var hin besta skemmtan þó eitthvað væri hún kaflaskipt hjá manni. Svo var bara farið heimleiðis og gist á Hæðinni í gestaherberginu hans Kára.

Grillsteik í hádegi, afslapp og spjall og svo haldið heim á leið inn í sólarlagið!

Við Hjörleifshöfða
Himininn yfir Hjörleifshöfða skartar sínu fegursta

Og jú annars, hvernig læt ég... Það var komið innlit til Örnu og Dave í Ingólfinum. Mikið ósköp skemmtilegt að sjá þau komin í sitt eðal gamla hús á Eyrarbakka. Einhvern veginn allt svo passandi og nákvæmlega eins og það á að vera!


Já... annars, svo á hún frænka mín Raghneiður afmæli í dag. Ekki úr vegi að senda henni afmæliskveðju!

Friday, February 01, 2008

Ætli það sé að gerast?


up stair
Stigi í Kaupmannahöfn...

Ekki veit ég hvað þessi stigi er að gera þarna. En hann er samt í Kaupmannahöfn. Þar er einn stigi sögulegri fyrir íslendinga en aðrir stigar. Þetta er samt ekki sá stigi heldur einhver hundómerkilegur stigi upp á efri hæðina á resturantinum Stella. Kann ekki frekari deili á þeim stað þó reyndar hafi okkur dottíð í hug að Íslendingar ættu hann en það veit ég ekkert of mikið um. Það var töluð íslenska þarna innandyra en það voru bara gestirnir. Ekki þverfótað fyrir Mörlandanum þar sem maður stingur niður fæti í henni Köben.

Biðin í henni Leifsstöð varð söguleg. Það kom Litháensk flugvélardrusla til að sækja okkur um miðja nótt. Við fórum í loftið rétt fyrir fjögur um nóttina. Náðum samt alveg þokkalega í morgunmatinn á hótelinu okkar, Kobenhagen Island sem var massafínt í alla staði.

Árshátíðini sjálf alveg frábær á D'Angleterre. Mikið stuð og mikið gaman. Ekki reyndar mikið partýstand á okkur daginn eftir. Samt tókst okkur að missa af morgunmatnum daginn eftir. Það var nú samt kannski bara því við vorum á Íslenskum tíma. Dálítið skondið. Ég stillti handleggsúrið mitt miðað við danskan tíma en var svo bara með klukkuna í farsímanum á dansiballinu og morguninn eftir sem var á íslenskum tíma. Svo á mánudeginum þá var ég á dönskum tíma handleggsklukkunnar en það er nú annar handleggur og lengri.

Það var ekki mikið verið í henni Köben. Aðeins farið í bæinn á sunnudeginum og þá tekin þessi stigamynd á resturantinum Stella þar sem við gófluðum á haborgurum af mikilli lyst. Svo var eitthvað meira af myndum tekið en þær á ekkert að sýna strax því við Skýrrarar ætlum að hafa ljósmyndakeppni og þá vil ég ekki að neinn sé búinn að kíkja neitt á myndirnar mínar. Ætla sko ekki að setja stigamyndina í keppnina eða svona kannski helst ekki. Gæti samt alveg verið... hvernig er hægt að vera svona óákveðinn!

Heimleiðn varð ekki jafn söguleg. Bara einhver klukkutíma seinkun og varla það!

Svo bara vikan búin að líða eins og einvher dularfullur galdur. Þorrablót núna um helgina á Klaustri. HK farin en ég fer á morgun. Hún búin að gera grín að mér um að ég myndi bar nota kvöldið í að setja mynd á Flickr og blögga smá. Jamm hmmmm þarf að gera eitthvað meira líka.

Annars bara latur og afslappaður. Bara einsamall heima og lét ekkert sjá mig á flugeldagleði. Það líka ágætt.