Wednesday, April 27, 2005

Sko minn


Þessi mynd var að fá bara voða góða dóma í DPC myndakeppni sem lauk núna í nótt.
Nei hún lenti auðvitað ekki í neinu verðlaunasæti því það eru bara aðrir sem lenda þar. En nei. Hún varð í 5 sæti af eitthvað meira en 500 myndum þannig að ég er bara sæll og glaður. Annars er þessi myndakeppnisvefur þarna gjörsamlega óþolandi. Maður liggur yfir þessu og er alltaf að vonast til að hækka eitthvað og svona. Síðan hrökk ég upp með andfælum um miðja nótt til að komast að því að ég hefði ekki unnið neitt.

En það er samt bara gaman aððessu. En verð að fara að sofa. Fór á Almadóvar mynd á kvikmyndahátíð núna áðan. Olli ekki vonbrigðum þó ég botnaði yfirleitt ekkert í myndinni. Og þá sjaldan sem ég hélt að ég væri farinn að skilja hana þá kom upp úr dúrnum að einhver sem ég hélt að væri einhver í myndinni var búinn að vera dauður í mörg ár eða þá að hann var nýlega búinn að skipta um nafn eða þóttist vera einhver allt annar en hann var. Síðan til að rugla mig endanlega þá var í myndinni einhver smásaga sem síðan var kvikmynduð og sumir léku sjálfa sig eða einhvern annan og ég vissi aldrei hvort ég var að horfa á myndina sem ég var að horfa á eða myndina í myndinni sem ég var að horfa á. Ég held samt að ég sé nokkuð viss um að ég sé núna ekki að horfa á neina mynd heldur bara kominn heim til mín að blogga eitthvað ruggl um einhverja mynd sem var eftir einhverri smásögu um einhverja menn sem voru ástfangnir hvor af öðrum í einhverri mynd sem ég var að horfa á. Undarlegt að maður hafi ekki þurft að borga margfalt verð til að fá að horfa á þessi ósköp þar sem það voru svo margar myndir innan í myndinni.

Er líklega ekki með nóga greind til að fara í bíó. Eða að minnsta kosti ekki nóga athyglisgáfu. En hvað er það og hvað með það.

AMEN!

Sunday, April 24, 2005

Helgi lítilla afreka

Fyrir svona hálfum mánuði áttaði ég mig á því að það var eitthvað dýr búið að hreiðra um sig í ísskápnum. Síðan er ég búinn að vera að mana mig upp (eða manna mig til) að gera atlögu að þessu skrímslí.
Er ég enda búinn að vígbúast af kappi með gúmmíhönskum og alls kyns vafasömum sápum. Til varúðar er ég með Afríkuspjótið mitt tilbúið líka ef skrímslið gerir sig líklegt til að ráðast á mig.

Helgin hefur síðan farið í þennan skrímslabardaga og svona einhverja alls herjar tiltekt og frágang á alls konar drasli. Afgreiðslustrákurinn í Húsasmiðjunni sem af miskilinni þjónustulund fór eitthvað að aðstoða mig heldur líklega ennþá að ég sé klikkaður. Eða hver fer í Húsasmiðjuna og biður um festingar fyrir spjót. Hann byrjaði reyndar á að sýna mér festingar fyrir kústsköft. Hefur kannski haldið að ég væri spjótkastari að koma upp geymsluaðstöðu fyrir æfingatækin. Nei mig vantaði festingar fyrir alvöru bardagaspjót frá Afríku. Það tókst nú reyndar og núna eru spjót, sverð, kilfur og önnur bardagavpopn ættuð frá Afríku hangandi uppi á vegg hjá mér.

Annars er eftirtektarverðasti árangur tiltektar helgarinnar sá að mér tókst að týna fjarstýringunni að hávaða heimilisins. Ófremdarástand!

Jú annars. Ég hef verið mjög upptekinn af því að fylgjast með árangir myndar sem ég sendi í myndakeppni á DPC og skorar hún bara nokkuð vel. Verður fyrir ofan 7 held ég sem getur jafnvel gefið verðlaun. En meira um það á þriðjudaginn.

PS
Þar sem ég er núna bara að glápa á sjónvarpið þá verð ég að lýsa mikilli ánægju með íþróttaþáttinn sem er núna. Án hans hefði ég aldrei gefið mér tíma í að hamra þetta inn! Lifi íþróttadeildir fjölmiðlanna. Þær gefa mér frí.

PSS
Jú annars.
Það var merkilegur atburður í mínu lífi í kvöld. Ég grillaði. Það gerist þannig að fyrst skrúfa ég frá gasinu. Síðan kveiki ég á eldspýtu og kem mér svo fyrir í varnarstöðu við hliðina á grillinu (NB aðeins fyrir neðan grillið sjálft helst) og hendi eldspýtunni síðan á grillið. Þá heyrist svona "VÚFF" og upp gýs rosalegur eldur. En samt ekki nema í svona eina sekúndu. Ég veit hins vegar af eigin raun að svona eldur getur brennt augabrúnirnar á mér.

Síðan er hent einhverju kjöti á þetta, kartöfflum og einhverju góðgæti. Sem síðan brennur þar næstu mínúturnar og endar á að verða óætt. Allt reyndar nema sveppirnir með flotta ostinum sem ég átti alveg óvart í ískápnum. Kjötið varð reyndar ætt en ekkert meira en það.

Ég held að ég sé ekkert sérlega góður grillkokkur. En það kemur kannski bara...

PSSS
Verð að hætta núna. Íþróttafréttinar voru ekki nógu langar. Skamm skamm!


....

Thursday, April 21, 2005

Gleðilegt sumar allir saman

Happy summer every body
Ég og gírafari gáfnaljós, við óskum öllum gleðilegs sumars. Það er nefnlega í dag sko... eða það ætla ég rétt að vona. Annars er ég að skrópa í vinnunni minni.

Wednesday, April 20, 2005

Skafrenningar eða hugrenningur... um eða uppi á "okkar hrúgu"

Í dag keypti ég mér Morkinskinnu en það er svona mest kúl minnisbók sem fæst á Jörðinni. Í hana skrifaði ég


Svona bók er dálítið til að að skrifa hugrenningar sínar í. Hugrenningar eru annars svona renningar sem renna um í hausnum á manni. Allt öðru vísi en t.d. skafrenningur sem er ólíkt hugrenningunum alltaf í eintölu. Enda hver í ósköpunum hefur heyrt um að það hafi verið miklir skafrenningar einhvers staðar. Nei annars, það er varla núna því það er ekki eftir nema svona tveir tímar af þessum vetrinum. Hann hefur nefnilega einhvern veginn runnið eitthvað út í buskann og sést varla meira úr þessu.


Ég ætti kannski bara að halda mig við þessa bók og ekki sína hana nokkrum manni úr því að hugrenningarnar sem komast þangað eru ekkert nema bull.

Talandi um sumar þá:
Svona mála menn klósettin sín þar sem alltaf ríkir sumar:

in need for colors
Þeir sem þar búa hafa ekkert orð yfir skafrenning og varla fyrir snjó. Hann er samt ennþá uppi á Kilimanjaró þó bráðum verði hann allur bráðnaður, þökk sé gróðurhúsinu sem við erum að búa til hér á jörðinni.

Svo telst það líklega til tíðinda
En það er farið að tala um það í fúlustu alvöru að næsta háfjall til að plampa á sé í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Argentínu. Ég man ekki alveg hvernig það er skrifað en það eru einhver C og/eða Q í því og hef ég aldrei alveg náð að segja nafnið á því almennilega en það hljómar dálítið eins og okkar hrúga. Mun ég taka það upp sem löglegt gælunafn á hæsta tindi Suður-Ameríku þegar hann hefur verið sigraður en það er mögulegt að slíkt gerist innan árs.

Það gæti samt hugsast að það væri einhver skafrenningur þar...

Sunday, April 17, 2005

Árshátíð afstaðin

Ætla ekki að blogga mikið um Skýrrárshátíðina en hún var í gærkvöldi. Hafði sínar sterku hliðar og var svo sem ágæt. Var samt af einhverjum ástæðum meira gaman á árshátíðinni í fyrra. En hvað um það, þessi var ágæt og skemmtinefndin sem skipulagði hana stóð sig vel. Já, smá hrós ef einhver úr skemmtinefndinni færi að lesa þetta.

Djammið endaði annars á Rex og þar sem mér hefur alltaf fundist leiðinlegt á Rex þá entist ég ekki lengi þar og rölti bara heim.

Saturday, April 16, 2005

Djöfulins rigning

Ég sem hélt að það væri komið sumar! Nei öðru nær, það er ekkert nema rok og rigning. Hárgreiðslan er öll komin í rugl og ég veit ekki hvað og hvað. Hvernig endar þetta eiginlega?

Já, hmmmm... sumar og rigning... einhvern veginn passar það alveg saman. Hjálp það er komið rigningarsumar. Er ekki eitthvert flugfélag sem getur bjargað mér héðan.

Samt kannski ekki fyrr en á morgun eða hinn því minnn er að fara á árshátíð núna í kvöld. Vona að það verði ekki minna gaman á árshátíðinni en var í fyrra en þá var alveg roslega gaman. Lifði á því í margar vikur.

Friday, April 15, 2005

Geisp og gap

Fer á morgun að sýna einum Kilimanjaró styrktaraðilanum myndir úr ferðinni. Er ekki enn búinn ganga frá þessum 2000 myndum. Jæja, fólk úti í bæ vill hvort sem er ekkert sjá svo rosalega margar myndir held ég. Þessar 400 sem ég tók til handa þeim veður bara að duga.

Þetta eru svona kisumyndir og bara alls konar...

the king

En geisp og gap... best að fara að koma sér í háttinn!

Wednesday, April 13, 2005

Heldða sé að koma sumar

Fékk þá eitursnjöllu hugmynd áðan að grilla. Það var nebbla sól í dag. Nei það varð ekkert eitrað heldur bara smá brennt en svaka gott. Með heilu kílói af kartöfflusallati var þetta bara ágætt.

Þar sem ég þurfti að hætta mér út á svalirnar til að komast að grillinu þá sá ég mér til mikillar undrunar að þar er allt að verða grænt. Svona aðeins í stíl við litinn há húsinu. En fuglakornið sem ég ætlaði snjótittlingunum í vetur og þeir bara fúlsuðu við er að breytast í þennan fína úthaga. Úr því að það gekk ekki að bjóða fuglunum í mat núna í vetur þá er hér með auglýst eftir geðgóðri geit til að bíta grasið.

Tuesday, April 12, 2005

Sknjór - ég hélt ég væri að verða vitlaus í morgun

Hmmmmm verða vitlaus..... Það er ekki hægt nema maður sé óvitlaus fyrir. Ætli ég lifi í einhverjum blekkingarheimi? Er ég ekki fyrir löngu orðinn vitlaus.

En hvað. Fyrir svona viku eða kannski 10 dögum þá var sólin beint fyrir ofan hausinn á mér einhvers staðar 100 km fyrir sunnan miðbaug. Núna skín hún bara beint framann í mig þegar ég er að keyra og það er frost og það er rok og það er snjór á bílnum mínum. Ætti maður ekki bara að flytja til hennar Afríku þar sem enginn á ekki neitt en allir eru samt svaka glaðir bara. Eða svona flestir eða að minnsta kosti margir.

Er annars ennþá að velta mér uppúr heimsfrægðinni sem hefur komið í kjölfar Afríkuferðarinnar. Var í viðtali í dægurmálaútvarpinu á Rás 2 í síðustu viku, auglýsingamyndataka og síðan viðtal í Fréttablaðinu sem Lilja blaðamaður tók í dag. Mjá henni finnst örugglega ekki slæmt að vera kölluð Lilja blaðamaður. En það má sem sagt lesa eitthvað um afrekin seinna í vikunni ef blaðaguðinn, ritstjórinn og prentsmiðjan lofa. Já þau hljóra öll að lofa.

Fór annars í gær og ætlaði að massa einhverja ljósmyndakeppni sem snýst um að taka myndir af eyðibýli - eða einhverju yfirgefnu húsi. Ég er með svona uppáhalds eyðibýli hér rétt hjá Reykjavík og fór þangað. Vildi ekki betur til en svo að þegar ég ætlaði að blása ryku af skynjaranum í myndavélinni minni að þá slefaði ég bara inn í hana. Ónýtt drasl. Verð að fara með hana í viðgerð eða eitthvað þaðan af verra. Vona að hún sé bara ekki ónýnd. Reyndar er hún ekki ónýtari en svo að afraksturinn var bara ágætur.

old abandoned house

Vandamálið er reyndar að þessi er ólögleg í keppnina þar sem ég notaði ólöglegar aðferðir til að dramatísera hana og reyndar líka til að slefhreinsa hana. Reyndar var ekkert að því sem ég gerði við myndina. Það eru bara reglurnar sem eru asnalegar. Sbr. umræður um þetta á ljósmyndakeppni.is.

Monday, April 11, 2005

Var rétt í þessu að vinna milljón dollara!!!

Mér var að berast þessi ánægjulegi tölvupóstur.
Já, maður er stundum heppinn!

REF NUMBER: OSL/653/029/03
BATCH NUMBER: AT-040-SB06-03
We are pleased to inform you, THAT AS A RESULT OF OUR
RECENT LOTTERY DRAWS HELD on the 4Th of April 2005.
Your e-mail address attached to ticket number
27522465896-532 with serial number 652-662 drew lucky
numbers 7-14-18-23-31-45 which consequently won in the
2nd category. you have therefore been approved for a
lump sum pay out of 1,000,000 (DOLLARS) (ONE MILLION
DOLLARS).
Note that All participants in this lottery program
have been selected randomly through a computer ballot
system drawn from over 20,000 companies and 30,000,000
individual email addresses from all search engines and
web sites. This promotional program takes place every
year, and is promoted and sponsored by eminent
personalities like the Sultan of Brunei, bill gates of
microsoft inc and other corporate organisations. this
is to encourage the use of the internet and computers
worldwide.
For security purpose and clarity, we advise that you
keep your winning information confidential until your
claims have been processed and your money remitted to
you. This is part of our security protocol to avoid
double claims and unwarranted abuse of this program by
some participants. . We look forward to your active
participation in our next year USD50 million slot.
You are requested to contact our clearance officer
below to assist you with your winnings and subsequent
payments. all winnings must be claimed not later than
one month After the date of this notice.
Please note, in order to avoid unnecessary delays and
complications, remember to quote your reference number
and batch numbers in all correspondence. Furthermore,
should there be any change of address do inform our
agent as soon as possible.
To enable us file in your name for payment,please do provide the
following
informations:
1,YOUR FULL NAME...............
2,YOUR SEX:....................
3,YOUR ADDRESS:................
4,.YOUR TELEPHONE NUMBER:......
5,.YOUR FAX NUMBER:............
6,.YOUR OCCUPATION:............
7,.YOUR COMPANY'S NAME:........
8,YOUR AGE:....................
9,.YOUR REF NUMBER:............
Please I'd like to know how you want to receive your prize won of
US$1Million,choose
from the following medium.
1,By Cheque/Draft
2,Cash
3,Bank Wire Transfer.
Provide the following immediately so we can start processing your
payment.
Once again congratulations.You are given one week more to claim your
winning.
To file your claim, please contact our fiducially agent:
MR.JOHNSON ROBERTH
Email address:johnsonroberth@yahoo.co.in
NOTE: YOU ARE AUTOMATICALLY DISQUALIFIED IF YOU ARE
BELOW 18 YEARS OF AGE.
Yours sincerly,
MR.JOHNSON ROBERTH


___________________________________________________________

Book yourself something to look forward to in 2005.
Cheap flights - http://www.tiscali.co.uk/travel/flights/
Bargain holidays - http://www.tiscali.co.uk/travel/holidays/


Þegar ég verð búinn að fá þetta inn á reikninginn minn þá mun ég sko halda partý!!!!!!!!!

Það er reyndar dálítið undarlegt að adressan sem sendi mér þetta virðist ekki vera til eða er orðin yfirfull af svörum þeirra sem unnu þetta með mér!

Sunday, April 10, 2005

Það var bara að rifjast upp fyrir mér

Að það er stórhættulegt að elda mat. Núna er ég með heila tvo brunna putta. Nei ekkert alvarlegt. Það vantar bara svona eins og einn sentimeter framan á tvo putta á vinstri hendi. Já, getur varla skipt miklu máli þar sem ég er hvort sem er ekki örfhentur. En kannski er bara betra að treysta á Devitos og halda sínum puttum... Nei annars, þeir kunna ekki að gera ammilegan kjúkling eins og ég er að gera núna. Já auðvitað, ég get þá bara farið á Ben Tai. Það er ekki amalegt að hafa alla þessa veitingastaði hér við hendina... þessa bruntu sko.

Reyndar alveg hreint ótrúlegt hvað kokkurinn hér á heimilinu er seinn að elda. Núna er að koma miðnætti og ég er rétt nýfarinn að borða. En þetta er ágætt á bragðið hjá honum svo sem, það vantar ekki. En hann mætti taka þessar tímasetningar eitthvað til endurskoðunar. Síðan er hann meira og minna úti að aka í því að átta sig á hvað einn maður getur borðað mikið. Það eru nefnilega takmörk fyrir hvað einn maður getur látið ofan í sig.

Annars var reynt í fermingarveislunni að binda endi á einstæðingsskapinn á manni með að breyta veislunni í deitþjónustu. Virkaði reyndar ekkert sérlega vel þar sem hitt fórnarlambið var farið þegar tilburðirnir hófust. Hitti þá konu annars síðast þegar foreldrar fermingarbarnsins urðu þrítugir held ég og það eru næstum því átta ár síðan. Þau ættu að halda oftar upp á afmælið sitt segi ég bara. Annars voru þau þá þarna fyrir átta árum að halda upp á þrítugsafmæli hvors annars, brúðkaupið sitt, nýju íbúðina og jafnvel skírn einhvers barnsins. Annars furðulegt að það hafi verið hægt að halda heila veislu bara út af fermingu. Mikil eru áhrif gjafanna!

Svo var þessi fermingarveisla dálítið kúnstug. Yfirleitt svona í fermingarveislum þá þekkir maður helminginn af gestunum alveg sæmilega þ.e. skyldulið þess foreldrisins sem maður er skyldur sjálfur. En þar sem almennt allir í mínum ættum eru löngu búnir að gefast upp á að bjóða mér í fermingarveislur [ekki skil ég nú af hverju, hefur örugglega eitthvað með grænu skóna mína að gera] þá eru þetta bara mínir undarlegu vinir sem enn kunna ekki við annað en að bjóða mér. En það er þá yfirleitt þannig að ég þekki ekkert þá sem eru í veislunni nema kannski eitthvað annað svona vinalið. Ja fyrir utan fermingarbarnið sjálft og foreldrana. Foreldrarnir eru hins vegar meira og minna auðvitað eitthvað uppteknir en fermingarbarnið er löngu búið að skilgreina mig sem gamlan kaddl sem þýði ekki mikið að púkka uppá [þrátt fyrir grænu skóna sko]

Ég mætti því svona klukkutíma of seint þannig að það yrði einhver kominn sem ég þekkti. En það dugði ekki til. Ég var þarna eins og illa gerður hlutur og ég með mína félagsfælni á hástigi þorði auðvitað ekki að tala við nokkurn mann. Líklega héldu einhverjir ættingarjarnir að ég hefði svindlað mér inn til að fá einhverjar kökur, sem voru auðvitað ekki skornar við nögl.


Svo kom nú einhver sem ég þekki og meira að segja bloggheimafólk og þetta varð stórfínt.





....

Óttalegt

Er búinn að vera á haus. Kominn fyrsti myndaskammtur og ferðasaga frá Afríku. Er hér.

Reyndar nær þessi aumingjalega ferðasaga enn sem komið er ekki nema til ferðarinnar til Tanzaníu, þangað til göngutúrinn hófst. En þetta stendur til bóta. Núna þarf mar hins vegar að haska sér í fermingarveislu. Já manni er ennþá boðið eitthvað, merkilegt nokk.

Annars held ég að í morgun hafi ég verið að hugsa um að blogga eitthvað voðalega sniðugt núna í dag. Man bara ekkert lengur hvað það er þannig að ég blogga bara eitthvað sniðugt einhvern tíman seinna. Já það er sniðugt!

En best að fara að raka sig og eitthvað þannig að maður verði í húsum hæfur í þessari fermingarveislu. Ég held að ég eigi að vera mættur núna og þetta er einhvers staðar langt langt úti í sveit.

Best að haska sér.

Saturday, April 09, 2005

Ætli það hafi tse-tse fluga stungið mig í Afríku

Þá væri ég e.t.v. kominn með hina hroðalegu svefnsýki. Miðað við syfjuna sem hefur stundum herjað á mig eftir að ég kom heim frá Afríku þá gæti ég svo sem vel trúað því. Er annars að tapa vitinu yfir öllum þessum myndum sem ég er að gramsa í endalaust frá Afríkunni. Nei nei, það fær enginn að sjá þær strax nema kannski svona eina og eina.



Já, já, haltu því bara fram
að ég hafi fundið þetta
á netinu...


Eins og þessa hér sem er af ljóninu sem örugglega beit mig ekki í rassinn. Enda væri ég þá ekki með neinn rass lengur. Ljón eru svona þægilegar skepnur. Maður veit alveg hvort þau hafa bitið mann eða ekki. Flugnaskammirnar eru verri. Enda er ég enn japlandi á malaríupillum og á víst að halda því áfram fram yfir helgi. Eða það eru a.m.k. einhverjar pillur eftir. Og þær eru rauðar. Hjálp, af hverju er allt orðið gult og grænt hérna í kringum mig... Hvað er eiginlega í þessum pilluskömmum sem ég er að éta????

Thursday, April 07, 2005

Er að verða vitlaus á öllum þessum myndum frá Afríku. Jú þær birtast á netinu einhvern tíman. En ég vil hafa þær eins og ég vil hafa þær og það tekur smá tíma. Myndir innan úr tjaldinu á Kilimanjaró koma út svarthvítar. Þar eru meira að segja hroðamyndir af manni sjálfum...

Kilimanjaro - inside the tent (1)

Annars eru myndirnar eitthvað að birtast alveg óvart á Flickr síðunni minni.

Tuesday, April 05, 2005

Out of Afrika

Kominn heim frá Afríku. Byrjaður að kíkja á myndirnar og þessi verður ein af þeim sem maður mun muna for ever.
On Uhuru Peak Kilimanjaro 5895m
Ég hægra megin og Gunni bróðir minn vinstra megin. On top of Afrika.

Það verður einhver vinna hjá mér að vinna úr þessum upp undir 2000 myndum sem ég kom með heim frá Afríkunni en þetta kemur allt saman.



....

Friday, April 01, 2005

Nairobi - Fairview Hotel....

Kominn til baka til Nairobi ur aefintyraferdum i Kenia og Tansaniu. Komumst 8 saman a topp Kili og erum nuna bunir ad skoda ljon og giraffa i Masai Mara. Sja nanar her.

Meira blogg og myndir eftir nokkra daga. Kem heim a isalandid a manudagskvold.