Monday, March 27, 2017

Þegar hjólin hrundu af bílnum en betur fór en á horfðist

Óhapp á leiðinni heim með tvö af hjólunum manns. Hjólafestingin ákvað að opna sig á hraðahindrun en hjólin virðast sem betur fer hafa verið nógu sterk til að þola þetta!

Er ekki oft með tvö hjól á króknum. það kom til af góðu eða þannig. Hafði græjað mig með hjól á bílnum kvöldið áður í vinnuna því það átti að verða herjarinnar vínsmakk í Turni á 7. hæð. Svo varð úr að það var bara farið í bæinn á eftir og svo bara farið heim með leigara. Svo þurfti auðvitað að fara hjólandi á öðru hjóli til að sækja bílinn.

Á bakaleiðinni vildi ekkert betur til en svo að á hraðahindrun á Réttarholtsveginum, samt bara í rólegheitunum ákvað hjólafestingin að opna sig og all hrundi af. En held að bæði hjól séu óskemmd eftir.

Sunday, March 19, 2017

Ný skíði... Fischer E99 Crown - par nr. 3

Við Lyklafell í góðum eins manns túr í góðu veðri, 19. mars. Hælsærið að byrja að myndast líklega.
Skíðaskórnir höfðu verið að gefa sig lengi eftir að hafa fengið táviðgerð einhvern tímann líklega fyrir allt slas. Svo hafði ég séð við einhverja skoðun á skíðunum fyrir líklega Landmannalaugaferðina að þau voru orðin vel slitin og en verra að stálkanturinn var farinn í sundur á einum stað og svo var annað skíðið orðið klofið að aftan. það var því komið að endurnýjun. Eftir að hafa fengið nýtt par af Fischer E99 riffluskíðum í afmælisgjöf - þá var farið á stúfana með að kaupa skó eftir að þeir gömlu gáfust endanlega upp í fannferginu sem kom eina helgina í lok febrúar.

Í Elliðaárdal - 51cm jafnfall skv. Veðurstofunni en 55cm í Hæðargarðinum mælt af mér
Eftir einhverjar hellingspælingar var ég kominn með rauða Alpina skó í stærð 45 fyrir NNN bindingu af því að mig langaði til að prófa þá bindingu og það var ekki til nr 44 í þeim skóm - hélt að 45 væri allt í lagi. Við prufutúr eftir 100metra skíðalabb sá ég að þetta var ómögulegt. Skilaði skónum og eftir enn meiri pælingar var ég kominn með Alfa skó nr 44 verslaða fyrir slikk í Noregi af Gunnanum sem var alveg óvart þar að vatnamæla.

Skórnir
Þeir pössuðu eitthvað og virkuðu fínt fyrir utan að þeir hafa reynst hinar verstu hælsærisbomsur. Sköpuðust eitthvað undarlegar umræður um það á Fésbók þar sem ég hafði velt því upp hvar væri hægt að versla skíðaskó.

Tröll hraunar á Fésbók

Veit ekki hvort ég sé bara of viðkvæmur en mér leiðist svo svona umræða að ég endaði á að hætta að fá fram það sem umræddur Árni skrifar á fésbókina.

Síðan líka skondið að einhvers staðar fær maður einhver komment um að maður sé núna kominn á góð skíði - og ráðleggingar um að þetta séu svo og svo góð skíði. Eða ráðleggingar um hvernig á að velja skíðin. Eitthvað frekar undarlegt þegar maður er búinn að vera á þessu sama dóti í meira en tvo áratugi. Það er kannski frekar spurning um að fara að prófa eitthvað annað!

En er búinn að fara margar skíðaferðirnar á skónum og hef oftast komið heim með eitthvað blöðrótta hæla. Veit ekki almennilega hvað skuli til bragðs taka því þetta hér er síðan á dagskrá þegar kemur fram í júní!

Stórskemmtileg og stórgóð ferðasaga Watts yfir Vatnajökul lesin en í fótspor hans stendur til að fara þegar kemur fram í húní.