Sunday, October 14, 2018

Sporðamælingar

Í gær var farinn árlegur könnunarleiðangur að Hagafellsjökli eystri, núna með Haraldi Gunnarssyni. Breytingar á jöklinum eru gríðarlegar síðasta áratuginn. Þar sem jökulsporðurinn er slitróttur er erfitt að gefa eina tölu um hop en er líklega á bilinu 55m til 706m eftir því hvaða jaðar á að miða við. Breytingar síðustu 11 árin á meðfylgjandi mynd tala sínu máli! Heildar hop jökulsins á þessum tíma er mælt 1834 metrar. Hafa þarf hér í huga að Hagafellsjöklar eru í eðli sínu framskriðsjöklar sem eiga ekkert ósennilega eftir að fara í tímabundið framskrið aftur. Núverandi staða er að nálgast það sem hann er þekktur með sína hæstu stöðu frá 1972 áður en hann hljóp fram þá.
Fleiri myndir hér.

Og úr ferðinni til að mæla vestari jökulinn, sem var í september.