Saturday, November 30, 2013

Sannleikanum er hver sárreiðastur

Í vikunni sem er að líða spurðist allt í einu út að það ætti að segja upp svo og svo mörgum á Ríkisútvarpinu - útvarpinu okkar eða a.m.k. útvarpinu mínu. Mér þótti það miður og það þótti útvarpsstjóranum líka miður sem kallaði einn starfsmann öllum illum nöfnum þegar starfsmaðurinn lét að því liggja að uppsagnirnar væru leikur í einhverri skák útvarpsstjórans við stjórnvöld. Skák þar sem óbreyttir starfsmenn væru bara peð.

Einu sinni var ég þátttakandi í framkvæmdastjórn í stóru þekkingarfyrirtæki, reyndar ekki alveg jafn stóru þá og útvarpið er - þó það sé reyndar orðið stærra núna og það var ekki í fjölmiðlun heldur upplýsingatækni - sem er eiginlega næsti bær við fjölmiðlana. Það kom hrun og það þurfti að hagræða og einhverjum en sem betur fer fáum var sagt upp. En þegar starfsfólki var sagt upp þá var hugsað um alla hagsmuni eins og hægt var. Bæði út frá starfsmanninum og út frá fyrirtækinu. Ef starfsmaðurinn var stjórnandi var ekki álitið líklegt að hann gæti sinnt starfinu sínu af nokkru viti eftir uppsögnina og því var þá yfirleitt miðað við að stjórnendur myndu láta strax af störfum. Þegar um starfsmenn sem voru að sinna mikilvægum verkefnum var tekið mið af því að hægt yrði að sinna verkefnunum áfram - enda var yfirleitt ekkert að verkefnunum en það þurfti hins vegar að spara og það var gert með að draga saman seglin. Því var það þannig að fyrst var fundin út leið sem tryggði það að verkefnin héldu áfram áður en uppsögn átti sér stað og það var tryggt í öllum tilfellum að uppsagnir kæmu ekki beint fram í þjónustunni við viðskiptavinina.

Þar sem RUV er annars vegar þá lít ég aðallega á mig sem viðskiptavin. Þegar ég vaknaði í morgun var klukkan rétt að verða 9. Ég er reyndar oft dálítið ruglaður á morgnanna og ekki hvað síst um helar. Flítti mér að kveikja því ég ætlaði að heyra í Ævari Kjartanssyni - en eftir að hafa hlustað í korter á endalausa klassíska tónlist. Hvur fj... hugsaði ég, ráku þeir Ævar Kjartansson. Svo áttaði ég mig á því að það var laugardagur og Ævar ekki fyrr en á sunnudegiu. Hvur fj... þeir ráku þá Steinunni Harðardóttur... og það til að spara peninga! Núna hef ég orðið vitni að því hvernig Steinunn Haðrardóttir vinnur þegar hún býr til ferðatengda þætti á íslenskum fjöllum. Hún fer í ferð sem er ókeyps af hálfu RUV og er með upptökutækin með sér í bakpokanum og dregur svo bara upp hljóðnemann þegar einhver býr sig undir að segja eitthvað gáfulegt. Ég kem því ekki heim og saman hvernig það er hægt að spara mikla peninga með að segja henni upp!

Það að þátturinn hennar var ekki í morgun fæ ég ekki skilið öðru vísi en að henni hafi verið sagt upp. En af hverju hún vinnur ekki út uppsagnarfrestinn og getur þá gengið frá efni vetrarins því ekki er þetta í beinni útsendingu hjá henni er algjörlega óskiljanlegt. Af hverju fólki er sagt upp á þennan hátt út af fjárlagafrumvarpi sem er ekki einu sinni búið að samþykkja og bara hætt við þætti á dagskránni fyrirvaralaust er mér algjörlega óskiljanlegt. Það er að minnsta kosti ekki verið að hugsa um að reyna að draga úr áhrifunum á þjónustu við viðskiptavini.

Ég bíð spenntur eftir að vita hvort Ævar Kjartansson hafi verið rekinn, vona ekki en það kæmi mér ekki á óvart. Ég er hins vegar farinn að skilja af hverju Páll Magnússon varð svona reiður við Helga Seljan. Sannleikanum verður nefnilega hver sárreiðastur.

Thursday, November 21, 2013

Bloggfærsla á blogginu sem líklega allir voru búnir að afskrifa ...

... og kannski eitthvað fleira afskrifað en þó vonandi ekki alveg

Það er líklega bara búið að vera of margt að gera til að blogga nokkurn skapaðan hlut en allt gengið sinn vanasta gang. Kannski það sem ég vildi færa til bóka á þessu bloggi þar sem það er víst líka mín dagbók sem ég á að það bar til tíðinda á föstudag fyrir einni viku að ég dröslaði mér út í Öskju í HÍ til að láta eitthvað gerast með þetta mastersverkefni mitt. Á að halda fyrirlestur í næstu viku um það og líklega betra að vita eitthvað í minn haust um hvað verkefnið raunverulega er.

Í Öskju var fyrst MTG upptekinn að á fundi með Hregganum og þá var rölt áfram nokkra metra og ræskt sig og sagt góðan dag... hmmm... ég held að það standi eitthvað til að þú verðir mér eitthvað innan handar í mastersverkefni... kannski var þetta ekki svona orðrétt eins og það kom út úr mér en held að það hafi varla hljómað neitt skárr samt. Jújú, Leó kannaðist eitthvað við það en samt ekkert allt of mikið. Lofaði að tína til einhver sérprent og láta mig hafa og senda mér kynningarfyrlesturinn sem hann flytur í almennri jarðfræði fyrir Hreggvið. Samtalið var ekki neitt mjög langt en ég ætlaði að koma eftir helgina og fá hjá honum eitthvað til að lesa þá sem hann hefði tekið saman fyrir mig.

Svo um helgina á eftir þá fékk ég pósta frá honum og sótti bunka á mánudeginum. Var svo eftir hádegið í dag að fá kynningu á mælitækjum misfornun - sum hver bara svona 10 ára gömul en önnur á aldur við mig sjálfan.

Ætli það sé svo ekki nokkuð góðs viti að núna þegar ég á annað hvort að vera að reikna út eitthvað dót í haffræði í verkefni sem á að skila á morgun eða helst að fara yfir kröfur í ISO 27001 staðli fyrir fund í fyrramálið - þá var ég allt í einu sokkinn í að gera fyrirlestur um duarfull mælitæki til að henda reiður á ennþá dularfylltra segulsviði jarðarinnar!