Monday, July 09, 2007

Ég þarf að sofa í nótt

En það var ekki gert síðustu nótt

In the no-where
Búinn að fá nóg af því að gera ekkert skemmtilega kreatíft. HK á fjöllum en ég einn heima í kotinu. Hugmyndin að vinna eitthvað en lítið úr verki fyrir utan svona þetta endalausa að koma sér fyrir í nýrri íbúð og reyndar hjálpa Ralldign og Krstján svona smá að mála. Var reyndar ekki mikið duglegur verður að játast en þetta var nú reynar líka hálfpartinn eiginlega búið hjá þeim.

Síðasta nótt var seint og um síðir ákvörðuð dauð og ómerk og haldið út í myndatökuleiðangur. Það var farið í Hvalfjörð og ekki gert mart merkilegt á ljósmyndasviðinu annað en að komast að því að nýja fína fjarstýringin er alls ekki að gera sig þar sem hún neitar að taka amyndir á á Bulb tíma. Það var svo ekki fyrr en uppi á heiði sem eitthvað þolanlegt myndefni fannst einhverst staðar í þokunni. Fyrst eitt hús, svona frekar yfirgefið einsamalt á heiðinni og svo þetta undarlega skilti til að láta mann vita hvað býr í þokunni!
What to expect...

Svo í dag [eða gær miðað við dagsetninguna eftir miðnætti] þá ætlaði minn að vera fram úr hófi skófi duglegur og fara út að skokka. Eins og hafa má fyrir satt að þá verður sívaxandi bumbunni á mér allt að vopni. Haldiði ekki að það hafi allt verið heitavatnslaust hér hjá manni og því ekki hægt að fara í sturtu og þá skokk eiginlega ekki mjög fýsilegt. En minn sá við þessu og skokkaði bara í Laugardalnum með viðkomu í sturtuklefa þar og reyndar heitum potti líka. En það þarf að fara að taka á honum stóra sínum ef ekki á bara illa að fara með vaxtarlag Raggans!

Friday, July 06, 2007

Kominn frá besögelsi til Dana- og Svíaveldis

Það rigndi


cykling with an umbrella
Í Danmörku er það orðið til siðs að hjóla undir regnhlíf. Ekki vanþörf á þar sem þar á slóðum á það til að rigna all hressilega!

En sum sé. Eftir messuna hans Jóns var haldið til Danaveldis. Það var reyndar svo mart í mörgu að snúast í hringi í krinum ekki neitt áður en ég fór að næstum var ég búinn að missa af flugvélinni. Var svona nokkurn veginn við það að missa vitið þegar ég var aftastur í röðinni í Leifstöð og eitthvað fólk eitthvað að fara sem var eitthvað að öllu, farmiðanum eða eitthvað og tók líklega svona kortér að afgreiða. [Segir mar annars ekki kortér, eða er það bara einhver Laxneska hjá mér, skiftir líklega aungvu máli þar sem það les þetta hvort sem er enginn eða hvað... það má sko skilja eftir sig einhver skilaboð finnst mér].

En ég var sem sagt kominn á síðasta séns með að fá að tékka mig inn í flugið en mátti það samt og komst um borð og fékk að borða svona næstum því æta eggjaköku með hins vegar algjörlega óætum kartöfluteningum. En svo var komið til danaveldis. loksins og þar beið HK eftir mér og við bara nokkuð rétt rúmlega sátt með að hitta hvort annað!


Enda var skundað á Strikið þar sem kauptur var ís oní svanga maga. Eða þannig. Ég annars ekkert mikið fyrir ís svona síðustu tvo eða þrjá áratugina eftir að ég lauk við meðal lífstíðarísát Íslendingsins þegar ég var svona 10 ára eða eitthvað þannig.

Me myself
Samt var maður bara þokkalega sáttur með þetta allt saman og nokkuð sposkur á svipinn en næstum því með puttann upp'í sér. Hvað er það eiginlega að fullorðinn maður þurfi að hafa puttann upp'í sér. Hefur maðurinn ekki fengið neitt uppeldi gæti einhver spurt. Jújú, hann er bara svona samt. En mikill snillingur er HK að taka myndir verð ég nú að segja!

Það var svo farið í heimsókn á Strandveginn þar sem Katrín og Harry tóku á móti okkur með kostum og kirnum, kóki og kartöfluflöuskrúfusnakki.

Svo var farið heim í káetu að sofa. Hótél Cabinn allt svo var það heillin.

Það var verið einn dag ef ekki tvo en svo var förinni heitið til Svíþjóðarveldis. Það var haldið á brautarstöðina og þar var reynt að ná einhverri lestarskömm.

ERS_7367
HK var með stjórn á öllu og gáði nokkuð ört á klukkuna en eins og sjá má þá var hún bókstaflega ekki neitt. Samt kom lestin og við um borð. Þar sem ég var að fara á milli landa var ég við öllu búinn, með passann tilbúinn og allt en þetta var bara eins og að fara með strætó upp á Akranes. Það var ekkert vegabréfalandamæra eitt né neitt. Maður var ekki einu sinni spurður um farseðilinn. En samt annars. Það voru einhverjir grimmir tollgæslumenn þarna með vakra hunda sem voru líklegast með það hlutverk í leikrintinu að góma smyglara. Það var sem betur fer ekki mikið um glæpona og við brátt komin til Malmö.

Þar biðu okkar leigubílar í hrönnum og við gengum að þeim fyrsta og sögðum deili á voru erindi. Við ætluðum ekki langt og það var búið að segja okkur að við gætum sem best gengið. En við vorum sein og það var rigining Þannig að leigubíll virtist vera nokk góð hugmynd. En á dauða mínum átti ég von frekar en því að leibubílar í Svíþjóð nenntu ekki að keyra mann stutt. Þeir bara hlógu og þóttust ekkert vita hvar þetta væri og kannski vissu þeir það ekkert. Helst vildu þeir bara keyra okkur til baka til Köben eða kannski til Lundar þangað sem reyndar förinni var heitið en ekki strax. Fyrst skildi haldið til Maríönnu og þangað örkuðum við. Þetta var nú reyndar ekki langt heldur hroðalega stutt en það var samt nóg. Svo fengum við kálkjöt að borða og það var gott og svo tók ég mynd af fjölskyldunni sem við vorum að heimsækja...
David, Mariana and the twins
Lúðvík Lúkas, Davíð, Maríana og Elín held ég sé.

Svo var farið á lestarstöðina og þar var heillangt í næstu lest þannig að hið bestasta gætifæri gafst til að sinna netlægum áhugamálum okkar. Ég bloggaði smá og líklega þessa undarlegu Malmö færslu hér neðar á skjánum...
Me myself writing a blog entry I guess
... en svo var haldið til Lundar þar sem gist var í íbúð Siggans frændans. Það var alveg endilonsfínt og hreinasta snilld verður að segjast. Þar var meirasegja hægt að ráðast í lausnir alls konar þrauta og skín hér einbeitingin út úr öllum mínum kroppi... eða kannski aðallega samt hausnum á mér.
The pussle
Ef annars einhver getur leiðbeint mér hvernig er hægt að leysta þessar þrautir eftir að þær eru komnar af léttasta skeiðinu þá væri sú hjálp vel þegin.

Lundur var síðan hinn ágætasti. Þar var mart að sjá frá því HK var einu sinni þar. Þar var húsið hennar alveg firnafínt þó það hafi verið búið að skemmileggja það með einhverri nýrri útidryrahurð og svons einhverju. Það var víst mjög orginalt þarna fyrir fimm árum eða hvað það nú var.
HK and the house
The house

Svo var haldið aftur til Málmeyjunnar og Maríana hitt aftur og hennar tvíburar.
Mariana and the twins

En eitthvað urðum við tvö undarleg þegar við vorum orðin tvö einsömul aftur í útlandinu.
In the good mode

En æji - geysp. Það er allt of mikið maus að skrifa alla ferðasöguna hér inn.

Við reyndar svo maður muni sjálfur heimsóttum Vilberg og Önnuu Maríu sem eru í Lundi og það var reyndar alveg mjög gaman að koma til þeirra, skemmtilegt fólk er alltaf skemmtilegt heim að sækja.

Og svi í Köben. Þá leigðum við hjól sem hafi ekki tekist þarna í Lundi. Og það er auðvitað ferðamátinn sem virkar í Kaupmannahöfn. Það var svo líka farið í þennan fína túr um Íslendingaslóðir með Guðlaugi Arasyni eða heitir hann það ekki karlinn þarna. Reyndar fannst okkur eftirá að hyggja mart undarlegt hvernig hann lýsti Dönum fyrri tíma. Að allir bæjarbúar hafi verið útúrdrukknir alla daga jafnvel við slökkvistörf þegar bærinn var að brenna. Og svona eitt og annað en góðir sögumenn færa auðvitað alltaf eitthvað í stílinn.

Svo var verslaður einhver heill hellingur og farið á netkaffið aftur og svona alslags!
HK at the netcafé in Köben

Það var líka farið til hennar Stínu sem er söm við sig þó þar sé ekki selt lengur dóp úti á götu. Og svo svona alles eins og að slappa af á Ráðhústorginu næstum um miðja nótt að lesa bók í algjöru afslappelsi. Eitt og annað í þessu fríi einhvern veginn svona eins og frí eiga að vera!
HK at rathusplatsen... reading while I was taking some photos

En svona lox. Fyrir þá sem vilja eitthvað meira vita þá er vísað á dagbók sem var handfærð af mikilli natni og elju þá þegar við því nenntum. Sérstök athygli þarna er vakin á verklýsingu góða hirðisins á Ráðhústorginu sem var búinn að besta ferðalög sín um staðinn í tæmingu sorpílátanna.

The diary at the rathusplats in Köben


Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri og þá er úti æfintýri!