Saturday, October 11, 2014

Bloody sunrise - blóðrauð sólarupprás

Bloody sunrise - blórðauð sólarupprás
Það var vaknað snemma. Svaf reyndar hálf illa, var með einhveja jarðeðlisfræðilega martröð og fattaði um leið að þegar ég ætla að vera að sjá um einhverja stóra HSSR æfingu verð ég að taka jarðeðlisfræðilegt próf. Tómt klúður. Æfingin verður víst að víkja. En ég fór snemma á fætur til að taka myndir af sólarupprásinni.

Gosmengaða loftið er nefnilega ekki alslæmt þar sem það hefur gert sólina frekar flotta eða a.m.k. sérstaka ásýndar þegar hún skín þar í gegn. Við sólarupprás þurfa geislarnir að fara í gegnum allt gosloftið meðfram jörðinni áður en þeir ná til hennar Reykjavíkur þar sem stefnan á sólarupprásina núna er nokkurn veginn í áttina að gosstöðvunum - sem eru auðvitað bara langt í burtu.

Þettta var eiginlega dálítið sérstakt að þrátt fyrir að sólin væri komin alveg sæmilega hátt upp á himininn (vel nokkrar gráður sko) þá var hún ekki farin að skína neitt. Var bara eins og einhver appelsína, frekar flott en skein ekki neitt og hitaði ekki neitt sem maður fann. Varð hugsað til móðuharðindanna þegar þetta ský var yfir öllu landinu í marga mánuði ef ekki ár.
I woke up early to capture the sunrise with my camera. The sunrise for the last days has been rather special because of gases in the air from the Holuhraun eruption in the north-east part of iceland. During sunrise, the sun-rays have to go through the eruption polluted air before reaching Reykjavik. That leads to rather redish sun in the morning as seen on those photos. No photoshop effects - more or less just as the photos came out of the camera.


Bloody sunrise - blórðauð sólarupprás
Sun and moon the very same morning Sólin og tunglið á sama tíma eða þar um bil. Tunglið hátt á lofti. Sólin af annarri mynd höfð stór á bakvið - svona upp á punt.

Thursday, October 09, 2014

Sund sem sjúkraþjálfun

Er líklega búinn að fara fjórum sinnum í sund á síðustu fimm dögum. Það er líklega persónulegt met. Árangurinn með öxlina er eiginlega finnst mér frábær í þessum sundferðum. Fyrst synti ég bara 200 metra og gat ekki tekið nein almennileg sundtök. Núna er ég farinn að geta synt bara alveg þokkalega. Rétti svo sem ekki alveg úr hægri handleggnum en nálægt því.

En svo er það fólkið sem er í sundlaugunum - sumt skil ég ekki alveg. Hjá mér er það þannig að ég fer á milli nuddpotts og laugarinnar þar sem ég syndi. Í nuddpottinum sem er með frekar kraftmikið nudd þarf ég að koma mér fyrir þannig að ég nái að nudda veiku öxlina. Það gengur ekkert of vel því af einhverjum ástæðum er þetta einn vinsælasti potturinn á svæðinu. En í mínum huga er hann meira svona eins og lækningatæki og þá frekar óþægilegur. En það er eitthvað sem heldur í fólkið til að vera þarna. Lætin í nuddkerfinu eru svo mikil að það er á mörkunum að það sé hægt að tala almennilega saman í pottinum. Þegar ég er búinn að nudda nóg forða ég mér yfirleitt uppúr honum - nema kannski ef sæta stelpan frá Fjallaleiðsögumönnum er í pottinum - en það er aðallega af því að ef hún er þá er meira verið að spjalla í pottinum

Svo voru það unglingsstrákarnir sem voru komnir í boltaleik í djúpu lauginni. Ég var eitthað að hugsa um að benda þeim á að það væri sniðugra að vera í boltaleik í grunnulauginni. Hefði kannski betur gert það því þá hefðu þeir e.t.v. sloppið við að vera reknir í burtu með hátalarakerfinu.

Svo hélt ég að Íslendingar kynnu að fara í sund. En þeir einu sem ég hef séð ekki kunna að fara í sturtu fyrir sundið voru einhverjir íslenskir unglingskeppir. Veit ekki hvaðan þeir eru en þeir hneiksluðust á því á Íslensku að þurfa að mega ekki vera á sundskýlunum litskrúðugu í sturtunni

Hvað er þetta svo með sundfatnað. Af hverju er sundfatnaður karlmanna einhverjar fyrirferðarmiklar hnébuxur sem eru yfirleitt fullar af lofti og eiginlega vonlausar til sundiðkana. Af hverju er bara kvenþjóðin í almennilegum sundfötum - fyrir utan einhverja gamla kaddla sem fylgjast ekki með tískunni - og svo eitthvað æfingalið í keppnisskýlum.

Annars var það skondnasta þegar sundlaugavörðurinn fór að hafa orð á því hvað ég væri orðinn feitur. Ég varð dálítið sár en hefði orðið meira reiður ef þetta hefði ekki bara verið hann Leone!

Monday, October 06, 2014

Óttalega slappur og nýr pínubekkur

Í dag fór ég á aðal pínubekk Ragnars sjúkraþjálfara. Held reyndar að hann hafi strekkt svo lítið á mér að það hafi lítið svo sem gerst. Var samt nógu fjandi óþægilegt þegar leið á. Verkur í liðnum og ég hálf ómögulegur. Nafni minn greip held ég til hvítrar lygi þegar hann sagði að ég væri samt með al besta mótinu. En það að ég hafi verið settur í pínubekk tvö er a.m.k. áfangi.

Fór svo aftur í sund. Eftir að hafa skokkað um laugardalinn. Þar var ég slappur en drottinn minn. Ég vissi ekki að það væri svona margt fólk í henni Reykjavík sem kynni að hlaupa. Ég fékk algjöra minnimáttarkennd út af öllu þessu fólki sem hljóp í loftköstum út um allan dal og var að æfa alls kyns kúnstir. Ég með hálfgert blóðbragð í munninum á bara mínum 10km/klst hraða og tæplega það að skrönglast einhverja vesæla 3km.

Synti svo heila 300 metra í þremur áföngum reyndar með heitum pottum á milli. Strax farinn að sjá fólk sem er í lauginni á hverjum degi... sem sagt... a.m.k. ein stelpa sem fór í laugina báða dagana. Veit ekkert um gömlu kaddlana.
-------------------------------------------------------
Svo í fréttum RUV um miðnætti komst ég af því af hverju ég var svo slappur. Búinn að vera hóstandi í allt kvöld og ekki liðið allt of vel eftir skokkið. Áttaði mig svo á hvernig á öllu stóð í fréttunum. Brennisteinsmengun í Kópavogi mældist um 700 ppm líklega eða eitthvað. Held að miðað sé við að 300 sé í heilsufarsmörkum. Ég er því búinn að standa á öndinni í allt kvöld út af of mikið innbyrtum brennistseini ofan í lungun mín. Vona bara að mér verði ekki meint af þessu en nokkuð ljóst að í framtíðinni þegar ég ákveð að taka eitthvað á því, verður fyrst skoðað hver staðan er á brennisteinsmenguninni. Velti því annars fyrir mér hvort þetta hafi bara verið ég eða hvort fleiri af þessum rosalega fjölda skokkara í Laugardalnum hafi fundið fyrir einhverju líka.

Sunday, October 05, 2014

Og tvennt nýtt á sunnudegi

Það var gert við reiðhjól í dag. Búið að vera loftlaust afturdekkið á fjallahjólinu síðan einhvern tíman í vor eða snemmsumars. Mig minnir reyndar að ég hafi hjólað á því tvisvar eftir að ég tók nagladekkin undan í vor - og þá var allt í einu allt loft út afurdekkinu og þar sem ég er stundum bara latur þá lét ég mér duaga að hjóla á einhvejrum af hinum hjólunum. Núna er komið haust og þó það sé ekki komin nein hálka ennþá, þá geri ég ráð fyrir að hún komi mjög fljótlega og því voru nögladekkin bara sett undir strax.

Svo var farið út hjólandi. Ekkert mjög langt og farið svona frekar varlega því ekki stendur til að fara að detta eitthvað. Annars alveg ótrúlegt hvað laufblaðastígarniru eru hálir. Það að halda í stýrið teygði nokkuð vel á axlarliðnum. Lýsir kannski ágætlega hvað hreyfigetan er takmörkuð!

En það seinna sem var gert nýtt var að fara í sund og það var ánægjulegt á margan hátt. Fyrir það fyrsa þá ætlaði ég að fara að byrsta mig við fólkið í afgreiðslunni í Laugardalnum því kortið mitt með fyrirframkeyptum ferðum átti að vera orðið útrunnið - eða frekar ferðirnar útrunnar. Ég spurði með hálfgerðum þjósti hvort það væri ekki til eitthvað kvörtunarblað því ég ætlaði að kvarta. Það kom eitthvað á fólkið og kona sem var að vinna þarna lét mig ekkert komast upp með þetta nöldur, heldur lét mig bara fá fríferðir á kortið sem því nam sem ég hafði átt þar inni. Fór því bara þokkalega sáttur í laugina.

Ekki held ég nú að sundstíllinn hafi verið mikill en ég skrönglaðist 200metra í tveimur áföngum með heitum pottum á milli - ekki aðallega fyrir föðurlandið heldur meira fyrir sjálfan mig. Reyndi að koma veiku hendinni áfram og gekk það að minnsta kosti eitthvað. Ég synti í öllu falli og notaði hendina þó það væri bæði vont, veikburða og frekar vesældarlegt.

Þarna í sundlauginni skyggði síðan aðeins á að vigtin þeirra þarna laug einhverri þriggja stafa tölu upp á mig. Þarf líklega að fara að gera eitthvað róttækt í því!

Svo þegar ég kom heim og tók eina örstutta æfingu á járnröri þá komst hendin lengra aftur án mikilla vandkvæða en áður. Þetta er því kannski bara að fara að koma. Annars undarlegt að hann sjúkraþjálfari minn er ekkert sérstaklega að leggja að mér að fara í sund eða neitt slíkt. Sigrún sem gekk með mér í gær hafði sjálf verið með axlarvesen og hún mælti rosalega með sundinu. Mér sýnist að hún hafi alveg þokkalega rétt fyrir sér í því.

Saturday, October 04, 2014

Fyrsta skipti í marga mánuði - first time for several months

selfportrait while hiking

Ætlunin að ganga á hana Trönu

Allt í einu er eiginlega bara kominn vetur. Það snjóðai örlítið í henni Reykjavík í gærkvöldi. Reyndar enginn snjór í morgun en smá krap einhvers staðar sem náði ekki að vera slabb. En það var farið í smá fjallgöngu. Það telst reyndar líklega fjallganga þegar ég fór áleiðis á Hlöuðufell í sumar til segulmælinga en var núna í hlutverki gædsins. Og jú annars, það var líka gengið yfir Rauðufossafjöll og Háöldu á Fjallabaki með allt á bakinu - það verður víst að fást að teljast með. En dálítið einkennilegur gæd í dag að hann þurfti hérumbil stuðning til að komast upp á einfalda göngubrú.

Það sem ég annars hafði mestar áhyggjur af var að detta og skemma öxlina mína aftur, meira eða enn frekar. Var dálítið kvíðinn því það var útlit fyrir talsverða hálku á göngunni. Ég ekki með neina hálkubrodda heldur bara alvörubroddana sem er ekki gott að nota nema það séu alvöru broddaaðstæður. Hefði þurft þá í eitthvað öðrum aðstæðum en þetta slapp til þar sem það var ofankoma allann tímann sem var gengið og því ekki um neina alvöru hálku að ræða.

Hiking guide with Ferðafélag Íslands

Suddenly the winter had arrived - we call it sometimes Winter, the king - "vetur konungur". Hikng to day as a guide for first time since my first injury at Eyjafjallajökull in June. I Have not been so much to mountains since then and nothing to speak of since the accident in end of July. So it was nice to be back as a guide although I was not able to do everything I used to do as a guide. Was not able to help the people in diffucult conditions - but I was at least present.

I was mot worried of falling on my bad arm because of slippery conditions. But luckily we just had bat weather with wet snow all the time - weather not leading to slippery condition. So I did not fell nor did any of the passengers fell down or anything.
Hiking to Trana... Svinaskard

The group were we turned back

Wednesday, October 01, 2014

Þríhnúkahellirinn og eithvað fleira

Þríhnúkagígshellir

Til að ná öllum hellinum þurfti ekkert minna en fiskaugalinsu - eða kanski frekar maður segi, ekkert meira. Sem sagt ein af frekar fáum myndum sem ég á úr ferðinni.

Það var hópeflist í björgunarsveitinni minni um síðustu helgi. Farið í Þríhnúkahellinn. Auðvitað mjög gaman en samt dálítið súrt. Ég á öxlinni gat ekkert farið þar sem ég vildi og það endaði með því að einn félaginn varð svo elskulegur að halda á myndavélinni fyrir mig. Hann svo bara fór og skildi mig eftir myndavélalausann þannig að myndatökur mínar urðu eitthvað af skornum skammti. Eiginlga verulega fúlt. Hellaskoðunin var síðan dálítið þannig að það var líklega svo margt að skoða að ég bara snérist í hringi og sá ekki neitt.

Grill Svörtu svipunnar á eftir klikkaði ekki og það var bara gaman. Hópeflið reyndar ekkert alveg fullkomlega að gera sig þar sem maður var nú mest að spjalla við fólkið sem maður þekkir hvort sem er mest en það bættist einn ágætur vinur við á Fésbók eftir þetta. Örugglega skemmtilegur vinur, en hvað veit maður! Reyndar frekar áhugaverð manneskja sem væri gaman að kynnast meira.

Handleggurinn er síðan í áttina réttu. Fer reyndar ekki nándar nærri alla leið upp en ég er búinn að prófa að hjóla og get það - þó ekkert mikið meira en svo.

Fékk borð til að sitja við í Öskju Háskólans. Veit annars ekki hvenær ég á að nota það borð. Búinn að hafa það í heila viku en ekki enn farinn að nota það. Hef ekki einu sinni sest við það ennþá, vona að ég muni hvar það er!