Hver er munurinn á pepperoni og gömlu bjúga?
Fyrir ógisslega mörgum árum gekk einhver kjaftasaga að Tommahamborgarar (já fyrir ykkur fædd eftir 1980 þá var það fyrsti og aðal hamborgarastaðurinn í gamladaga) væru einhver stærsti kaupandi að hrossaketi á Íslandi. Auðvitað út af því að þeir væru ekki að nota ammilegt naut í hamborgarana heldur bara gamla hesta.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér áðan þegar ég var að borða Devitos pizzu með pepperoni. Ég held að þeir séu ekki með pepperoni á pizzunum sínum heldur gamalt bjúga og til að bæta gráu ofan á svart þá var þetta á bragðið eins og hrossabjúga! Ógeðið gekk eiginlega svo langt að ég endaði á því að skafa "pepperoníið" ofan af pizzunni til að geta komið seinustu bitunum ofan í mig, eftir að hafa fengið algjört ógeð en ennþá hálf svangur. Skil ekki hvaðan öll þessi matarlyst kemur í magann á mér.....
No comments:
Post a Comment