Tuesday, April 29, 2003

Ja, ég er hetja, eða það sagði og sagði og skrifaði Árni a.m.k.
Enda ekki á hverjum degi sem einhver verður á undan honum upp!

Held javnvel að ég hafi endurrheimt einhvern hluta gleði minnar og sjálfstrausts með þessu. Náði upp á vel innan við klukkutíma en hélt áður en ég lagði af stað að ég væri orðinn gamall og slappur.

Fékk síðan staðfest að ég er og hef alltaf verið ferlega vanþroska. Núna var það hjartað sem kom upp um sig. Fór nebblega með púlsmæli upp [já, eitt sinn verkfræðingur, alltaf nörd] og hann kom upp um hjartað. Miðað við hefðbundnar kokkabækur um hámarkspúls þá á hjartalufsan í mér ekki að geta slegið nema 184 slög á mínútu. Mitt blessaða gamla hjarta fór upp í heil 191 slög og stóð sig bara vel þar. Var reyndar ekkert lengi í 191 slaginu en var svona aðeins að skemmta sér í um 190 slögin. Ég er líklega ekki alveg kominn á grafarbakkann! ennþá ...

Annars, þá má sjá okkur Árna
hér þegar við vorum að bíða eftir hinum göngugörpunum!

Monday, April 28, 2003

Ég er auðvitað gleraugnastrumpurinn

Loksins kom svona testruggl sem klikkaði ekki á mér!

Find your inner Smurf!

Sunday, April 27, 2003

Texti dagsins
Sumir blogga stundum texta dagsins. Billeg leið til að búa til langt blogg. Ég ætla að prófa. Mitt uppáhald með Bubba:

PARANOIA

Hvernig er að vakna, sjá skugga líða á brott?
Það er einhver á bak við dyrnar, þú finnur að á þig er horft.
Draumarnir eru flúnir, úr hvítu skálinni.
Hvenig er að vakna upp með fingraför á sálinni?

Úti hamast vindurinn, þú kúrir þig undir sæng.
Á glugganum hamast stúlkan þín eins og hrafn með brotin væng.
Þú þorir ekki að opna, í augunum sérðu blóð.
Fyrir utan heyrirðu fæturna traðka paranoiunni slóð.

Angurværir tónar nálgast ofur hægt.
Barnið í hjarta þínu, löngu orðið hrætt.
Búkar með engin andlit, stjórnlaust líða um,
ó, ef þú aðeins aftur gætir náð ljúfu draumunum.

Þú manst eftir konunni á horninu sem seldi mönnum tár,
mönnum sem voru dofnir, höfðu ekki grátið öll sín ár.
Hún er hætt að koma, þurr augun laugar ei meir,
uppsprettan er þurausin en það vita ekki þeir.

Hvernig er að vakna, sjá skugga líða á brott?
Sugga sem ekkert eftir skilja, samt krefjast að á þá sé horft.
Draumarnir eru flúnir úr hvítu skálinni.
Ó, segðu mér hvernig er að vakna upp með fingraför á sálinni

Fáránlegt

NickGuiding
Nick McHenry: Thu ert adal toffarinn! Toffari i hud og har (bokstaflega) Ert med adal gellunni i
baenum, ert vinsaell rannsoknarbladamadur og hefur oft lent i aevintyrum i frettaleit thinni. Ther eru allir vegir faerir! I stuttu mali lifir thu mjog spennandi lifi!


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla


Geta þessir aular sem gera þessi prófa aldrei látið þau virka! Hvílíkt bull. Þetta er náttlega bara grín. Mitt spennandi líf í dag var t.d. aðallega fólgið í því að undirbúa fyrirlestur um umhverfis- og gæðastjórnun fyrir lífræna vottunaraðila og undirbúningu fyri aðalfund skógræktarsamtaka fyrir utan aðal númer dagsins sem var dadadada ... spennan vex: Fara í fermingarveislu!!!! Já, hmmmm myndi e.t.v. bara fitta ágætlega inn í leiðarljós. Ég lifi kannski í þessum þáttum og er alveg óvart aðal töffarinn án þess að nokkur hafi sagt mér frá því. Hvernig eru hinir eiginlega???

En mikið ofboðslega eru þetta yndislega hallærislegir þættir og þetta aðaltöffarinn!!!

Horfir annars einhver á undir sjötugu á leiðarljós. Ágætt að hafa eitthvað til að kvíða fyrir [eða hlakka til ef þannig ber undir] að horfa á eftir eitt stykki annað eins af æfi og búið er!

Saturday, April 26, 2003

Leikhúsferðir og geitungar
Yfirleitt bloggar maður ekki um allt sem gerist í lífi manns og ekki ætla ég að fara að taka upp á því fyrstur bloggara ....

Samt fór ég í leikhús í gærkveldi og eru núna að hefjast alvarlegir leikhústímar í mínu lífi því ég fer aftur í leikhús í kvöld, aftur um næstu helgi er mér sagt og einnig helgina þar á eftir. Áskriftarkort eru stórhættuleg ef maður hefur ekki vit á að nota þau tímanlega. Er sem sagt með áskriftarkort í Borgarleikhúsinu sem hefur ekki verið notað nándar nærri nóg ennþá. Verður núna gert átak í leikhúsferðum.

Í gær var annars farið í Þjóðleikhúsið séð hið stórbrotna verk "Allir á svið" sem er reyndar ekki neitt sérstaklega merkilegt stykki en fyndið samt. Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi ekki verið neitt sérstaklega góður fyrir Ragga þá tókst mér nú samt að kreista upp hlátur nokkrum sinnum og jafnvel svo að eftir var tekið.

Á eftir var sest að pizzu-kók-snakk-bjór-popp-kaptein-viskí drykkjuáti heima hjá mér þar sem önnur öldurhhús miðbæjarins voru helst til of þétt setin fólki sem við vildum í sumum tilfellum helst ekkert sitja hjá.

Í morgun lenti ég svo í fyrsta alvöru bardaga þessa vors. Fyrir nokkrum vikum kom fyrsta vinkonan mín í heimsókn. Bústin, loðin og sæt og hafði vit á að flögra út um svaladyrnar. Í morgun komi hinn illskeytti frændi hennar allsber, langur og mjór, suðandi og fljúgandi í sínum taugaveikluðu rykkjum og skrykkjum. Ég sver það að geitungshelvítið var á fjórðas sentimetra á leng og grannur eftir því bæði hvað varðaði ummál og vit. Hamaðist endalaust á öllum lokuðum gluggum en gat ekki álpast til að finna opnu gluggana eða svaladyrnar. Sveif síðan upp undir rjáfur, beið þar í 4 metra hæð eins og til að undirbúa árás á mig al saklausan sem var bara að reyna að borða brauð með drulli ofaná. Eftir um kukkutíma fyrirsát og skæruhernað hvarf hann allt í einu sjónum mínum. Liggur annað hvort í öngviti á bakvið einhvern ofninn eða þá að hann fór loksins út um gluggann og er þar líklega kominn í óða önn við að reisa sér bústað. Vona bara að hann taki sér ekki bólfestu í bílnum mínum eins og eitt geitungsgrey gerði í fyrra.

Friday, April 25, 2003

Í dag er ekki góður dagur til að vera raggi
Kannski ætti ég að prófa að verða eitthvað annað?
- Nei varla úr þessu.

Thursday, April 24, 2003

Jibbí, það er löglega komið sumar
Reyndar skil ég ekkert hvernig stendur á því að mér finnst að sumarið sé löngu komið ef það kom þá á annað borð einhvern tíman "vetur" í vetur. En núna er sumarið víst orðið löglegt eða þannig. Til hamingju með það.

Og er búinn að vígja sumarið með að fara á línuskauta á því. Reyndar m.a. í þeim erindisgjörðum að sækja bílinn minn út í Öskjuhlíð þar sem ég alveg óvart gleymdi honum í gærkveldi við keiluhöllina. Fór nebblega í keilu seinasta vetrardag með hressa liðinu sem ég vinn með og keppti í keilu. Svaka gaman, ég fékk verðlaun og allt, var alveg svakalega kátur með það alveg þangað til einhver benti mér á að verðlaunin fyrir "bestu tilþrifin" væru sko bara skammarverðlaun. En ég tók reyndar gleði mína á ný þegar ég komst að því að ég fékk sko skammarverðlaunin því minnstar líkur voru taldar á því að ég færi í fýlu út af þeim. Svo var líka minn verðlaunadiskur langflottastur, með sundirlimaðri barbídúkku og flautu sem virkaði þetta líka fínt. Sigga Vala sem varð vinsælasti keppandinn fékk t.d. ekki næstum því jafn flottan verðlaunadisk og ég! En Dabbi var hins vegar lang bestur og er honum óskað hér með til hamingju með að vera keilukóngur Skýrr.

Þegar ég sótti bílinn þá komst ég líka að því að ég var aldrei þessu vant ekki síðastur. Eitthvað kunnuglegur grár Póló var nebblega við hliðina á mínum eðal Ventó, híhí! sumir greinilega enn meiri letingjar en ég! Reyndar var minn eðal Ventó kominn langleiðina með að svíkja mig endanlega í tryggðum með að neyta að fara í gang. Þarf greinilega að fara að drífa í því að fara með drússluna á verkstæði.

En um línuskautaferðina mína. Ég verð nú eiginlega að segja að það err þörf á að stofnaður verði sérstakur þrýstihópur til að láta laga almennilega reykvískar gangstéttar, sem eru algjör hörmung verð ég að segja. Meira og minna mölbrotin steypa, misgengnar hellur sem skauarnir festast í og síðan til að kóróna það þá virðast einu lagfæringarnar sem hafa verið gerðar á þessari öld vera þær að setja svakaflottar smáhellur á öll götuhorn svona alveg sérsniðnar til að setja mann á hausinn.

Einhvern tíman á næstunni þarf ég að fara rúnt um borgina og mynda herlegheitin og senda borgarstjóranum eða einhverjum sem getur gert eitthvað í þessu.

Wednesday, April 23, 2003

Stína fær eftirtektarverðlaun dagsins
Fyrir að vera fyrst til að taka eftir að ég er búinn að láta klippa af mér næstum allt hárið. A.m.k. fyrst til að minnast á það. Hvort það var eitthvað flott er síðan allt önnur saga og lengri. Samt ekki lengri en hárið á mér því það er frekar stutt. Þó það sé nú langt því frá jafn stutt og á sköllótta stráknum. Hárið ofan á hausinum á honum er nefnilega yfirleitt minna en hárið framaná hausinum á mér. Að minnsta kosti stundum.

Monday, April 21, 2003

Er núna pólitískt greindur
Og niðurstaðan þarf kannski ekkert að koma á óvart. Er svona bland Samfyllking og Frjálslyndir. Segir kannski mikið um þessa flokka að geta skorað hjá mér hvor fyrir sig heil 69%. Vinstri grænir eiga síðan auðvitað líka uppá pallborðið enda vil ég ekki sjá þessa virkjanahörmung þarna fyrir austan. En merkilegt nokk, Sjálfstæðisflokkurinn var mér enn fjær heldur en Framsóknarflokkurinn, eða með einungis 23% skor. Framsóknargreyin náðu þó 38% hjá mér.

Annars skondið að ég get ekki betur séð en að ég sé langt fyrir ofan meðal samfylkingarsinnann í samræmi við skoðanir samfylkingarinnar og líka frjálslyndra. Það væri kannski ekkert svo erfitt fyrir mig að fara út í pólitík. Ég get bara valið úr úrvali flokka sem eru sammála mér!

Annars var þetta eitthvað málum blandið hvor er fyrir ofan hvorn Samfylking eða Frjálslyndir hjá mér. En ég þarf að minnsta kosti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kjósa Dabba digra!

Er nú ekki alveg samt viss um að ég kjósi í samræmi við þetta. Prinsippinn eru nebblega svo mörg að ég er ekki viss um að ég geti kosið nokkurn skapaðan hlut! En það er samt ljóst að þetta próf féll ekki algjörlega á að póligreina mig.

Ef þú vilt póligreina þig, þá er það gert á frammaravefnum: afstaða.net
Djöfulins er ég heppinn að vinna ekki þarna!!!

Eða kannski óheppinn ?
Eða þannig.

Sunday, April 20, 2003

Þá eru bara komnir páskar og málsháttur dagsins er:

Að hika er sama og tapa.

Það munar ekki um það. Allt hik verður sem sagt bannað næsta árið. Ef mér tekst að lifa eftir þessum málshætti þá held ég að sumir verði nú varir við einhverja persónuleikabreytingu hjá manni. Jafn óákveðið og hikandi fyrirbæri og undirritaður oft á tíðum er, held ég að erfitt sé að finna!

Saturday, April 19, 2003

Ekki slæmt, ég er Þórey Edda




Þórey Edda Elísdóttir. Þú ert frjálsíþróttahetja sem stekkur hærra og
lengra en aðrir. Hreysti landsmanna er þitt hjartans mál.


Taktu "Hvaða frambjóðandi Vinstri - grænna ert þú" prófið





Reyndar held ég að þetta hafi nú aðallega orðið niðurstaðan því ég hef alltaf haft undarlega áráttu til að vilja stöttkva yfir húsmæna, eða þannig!
Nei ekki síðasta bloggið mitt

Verð að stæra mig af því að hafa í gær farið í heilar tvær grillveislur og þá seinni uppi við Elliðavatn. Reyndar skylt að taka fram að sú fyrri var mjög í anda dagsins þ.e. með fiski en ekki kjöti,föstudagurinn langi sko.

Og er ekki minna stoltur af því að hafa farið bæjarleið daginn eftir úr sollinum í miðbænum og alla leið þarna upp að Elliðavatni til að sækja bílinn minn og það á línuskautum. Ekki slæmt að vera farinn að geta notað línuskauta sem samgöngutæki á gamals aldri.
Ágæt þessi endalausu test á internetinu
Núna var það Led Zeppelin testið. og var ég:
tangerine



You Are

Tangerine



You are a beautiful person, in a wistful kind of way. If you could, you would spend all your time daydreaming and writing poetry. You are a tragic beauty.

You are sensitive and caring, and you don't take insults well. You don't smile much, but when you do, you really mean it.

People like to be around you because you are a calming influence. You have an appreciation for all things beautiful, and you probably have some potted plants. You also most likely own a cat.

You like Sundays and hot tea. You will spend your entire life yearning for quiet beauty, which is a rarity in this world, so you read a lot.

Everyone you know thinks you're "nice."

Take the Which Led Zeppelin Song Are You? Quiz


Reyndar held ég að það hafi verið brögð í tafli þar sem ég get ekki betur séð en að ég hefði átt að fá hina hlálegu "Stairway to Heaven" niðurstöðu:




You Are

Stairway To Heaven



You're probably really satisfied at this result. Why? Because it's the only Led Zeppelin song you've ever heard. You are a Top 40 junkie, although you probably think you're hip because you listen to "underground", "cool" bands like Dave Matthews and Radiohead. Frankly, my dear, you are a fad.

You wear Old Navy. You follow all the trends. You answered all the quiz questions with the most boring, uninspired choices. You are probably really popular. People who know nothing will always consider you really cool, but the people who really matter will not care much about you because there are way more people out there who are more interesting than you are.


Hmmm... annað hvort klikkaði þetta próf á mér eins og flest próf virðast gera eða ég er bara ekki jafn boring og ég stundum held að ég sé. Eða kannski að þeir sem fá Stairway niðurstöðuna séu bara enn meiri aular en ég. Vá!!!

En by the way: Stundum þoli ég ekki ýmislegt eins og þegar ég spyr einhvern í sms hvort hann hafi farið eitthvað og fæ bara aulalegt "HA" til baka sem svar. Aulinn hann ég fer síðan bara í bíó en ekkert partí. SMS, ha? Fæ síðan seint og um síðir að vita að ég hafi misst af einhverju rosalegu djammi. Ég þoli þetta ekki. en éesv gæti ég trúað.
BLESS.
Kannski er þetta síðasta bloggið mitt.

Wednesday, April 16, 2003

Málsháttur dagsins er fínn
Gömlum vin ei gleym fyrir nýjan.

Sunday, April 13, 2003

Búinn að vera nokkuð öflugur á digitalmyndavélinni minni
Ótrúleg flónska hjá mér að hafa ekki fengið mér svona digitalundur fyrir lifandis löngu. Ef einhver vill skoða afraksturinn sem er ætlaður hverjum sem er þá er hann að finna á fotolog.com.
Ég held að það sé bara komið vor ef það er þá ekki komið sumar!
Fór í sveitina mína austur í Mýrdal í gær og ég verð bara að segja það að grænkan á túnunum var eiginlega eins og um hásumar þarna undir Eyjafjöllunum. Reyndar lítið farið að spretta en þá voru túnin bara eins og það væri nýbúið að slá!

Beljurnar spígsporandi úti á túnunum og vantaði reyndar bara kiðlingana og lömbin.

Síðan í morgun á Laugaveginum þá gerði einn vorboðinn vart við sig. Ég veit ekki hvort þetta er met en allt í einu heyrði ég gamalkunnungt dálítið ergilegt suð. Og viti menn. Var ekki komin ein af þessum bústnu pattaralegu vinkonum mínum af hunangsflugugerð sem vildi fá að komast út í gegnum gluggarúðuna á svölunum hjá mér. Var það reyndar auðsótt mál að opna fyrir henni og flögraði hún fljótlega út í góða veðrið.

Síðan svona til að fullkomna þetta (eða reyndar eyðileggja þetta allt sman) þá er ég sjálfur með kvef og vesöld en það hlýtur að batna fljótt úr því að sumarið er komið.

Versti gallinn við þetta allt saman er síðan snjóleysið. Mér sýndist að það yrði ekki um auðugan garð að gresja að fara á skíði neins staðar um páskana nema þá uppi á hájöklum. Já, fyrir þá sem ekki þekkja mig, þá er skíðaferð hjá mér um páska ekki fólgin í því að hanga í skíðalyftu heldur felst það í æfintýraför um hálendi á tveimur jafnlöngum, brunandi á þessu hvíta (sem vantar illilega núna).

Ég blogga svo fljótlega væntanlega um fyrsta geitunginn sem ræðst á mig þetta vorið. En miðað við reynslu mína héðan af Laugaveginum í fyrra þá verður þess ekki langt að bíða....

Friday, April 11, 2003

Í dag er góður dagur fyrir .... endurskoðendur
Nú höfum við öll tækifæri til að fagna með endurskoðendum því dagurinn í dag er nefnilega hinn árlegi endurskoðendadagur!
Hjálp, ég á víst yfir höfði mér málsókn út af blogginu mínu
Ég álpaðist til að segja eikkurrn þjófstolinn brandara á blogginu mínu sem er víst höfundarverndaður by ms Lillja Gnarr.

Það verður líklega bið á því að maður reyni að vera fyndinn hérna aftur. Verður líklega ekki fyrr en eftir Hraun.

Thursday, April 10, 2003

Æ, minni slitni bilaði fattari

Hvað er einn undir pari?

hmmmm......
Minn lélegi fattari kemur fljótlega með svarið og þyki nú bara nokkuð góður með mig, greinilega farinn að fylgjast svakavel með í golfi: Nú er það ekki fugl?

Neinei, þá átti minn fattari auðvitað að vera eitthvað kinkí og segja þrír! Jú dörtí mænd jong lædí! Æm nó dörtý óld man

Núna veit ég hins vegar alveg hvað þrír undir pari er. Það er sko ekki mínur einn, ómögulegt eða ekkert högg. Nei það er bara orgía held ég!

Alveg er hann Hjörleifur makalaus
Fór í kvöld á myndasýningu þar sem Hjörleifur nokkur Guttormsson sýndi myndir frá Vatnajökli og nágrenni. Alveg er það makalaust hvað hann hefur verið duglegur að ferðast karlinn og hvað hann er fróður um svæðið og hvað mig er farið að langa mikið á fjöll.

Annars er það bæði synd og skömm hvernig þjóðin skiptist í tvennt. Annars vegar þá sem vilja þjóðnýta hálendið til hagsbóta fyrir minnihlutahópa og aðallega erlenda álframleiðendur og svo hins vegar þá sem vilja bara eiga landið sitt af því að þeir telja sig hafa efni á því. Það var síðan auðvitað þannig að þeir sem voru á þessari myndasýningu voru fyrirfram væntanlega allflestir í seinni hópnum. Þ.e. fólk sem vill fá að eiga sitt land áfram. Þeir sem allt vilja virkja og skemma hefðu kannski ekki skipt um skoðun þó þeir hefðu mætt á eina myndasýningu en þeir hefðu kannski skilið okkur hin betur og a.m.k. hefðu þeir þá séð hvaða land er um að ræða.

Amen.

Sunday, April 06, 2003

Lágmarksríki.is
Fór annars aðeins inn á þennan lágmarksríkisvef sem bloggið hér að neðan er um. Þetta er hinn athyglisverðasti vefur. Þarna sýnist mér að sé uppspretta skoðana sem fólk getur ýmist verið með eða á móti. Getur veitt mikilvæga hjálp við mótun stjórnmálaskoða og lífsskoðana almennt. Algjör snilld eins og sést t.d. hér. Annnars ber ég alltaf ákveðna virðingu fyrir fólki sem er trútt sínum skoðunum hverjar sem þær svo sem eru, svo framarlega sem það eru bara skoðanir. Fólki á að finnast það sem því finnst réttast að finnast og ekkert að því að láta alþjóð vita af því!
Lengi lifi frelsið í Írak
Alveg er það dásamlegt að frelsið sé að hefja innreið sína í Írak, sbr. mjög fræðandi umfjöllun á lagmarksriki.is.


Frelsi er ánægjulegt [23. mars 2003]
Það er vægast sagt ánægjulegt að sjá almenna borgara í Írak dansa og syngja til heiðurs herdeildum bandamanna sem keyra í gegnum hvert þorpið á fætur öðru á leið sinni til Baghdad. Að sjá börn og fullorðna rífa niður risastór veggspjöld af Saddam eða brenna áróðursmyndir af leiðtoganum er einnig ánægjulegt.

Að sjá hermenn í tugþúsundatali gefast upp strax og færi gefst og ganga í halarófum í hendur bandamanna þar sem þeir fá vatn, mat og lyf. Lýsandi því yfir að þeir séu loksins frjálsir og þurfi ekki að óttast um líf sitt og ættingja sinna.

Þetta sé ég á CNN og Sky News en báðar stöðvarnar eru með fréttamenn og tökumenn í þeim herdeildum sem fyrstar fóru inn í Iraq og eru komnar sem næst Baghdad.


Auðvitað er það gott að fólk í Írak sé að losna undnan harðstjóranum honum Saddam en ég er bara ennþá að hugsa um alla þessa 3000 sem voru drepnir í gær.

Og svo verð ég reyndar að játa það að ég hef ekki séð neina einustu mynd af fagnandi borgurum Íraks. Þeir einu sem ég hef séð fagna voru einhverjir tindátar Saddams sem keyrðu líklega um Bagdad og þóttust vera búnirað vinna stríðið, hvernig sem þeim tókst að telja sjálfum sér trú um það.

En mér finnst með ólíkindum hvernig fréttir sem ég kalla áróðursfréttir hafa áhrif á fólk sem á að heita upplýst.

Og hvað ég kalla áróðursfréttir. Það er þegar fréttastofur Búss segja að innrásarliðið hafi tekið Bagdad, drepið 1000 óvinahermenn og kannski einn úr þeirra eigin liði fengið skrámu. Þannig voru fréttirnar í gær frá CNN held ég á sama tíma og fréttastofa Íraks lýsti því yfir að Írakar væru búnir að ná aftur flugvellinum og hefðu stráfellt hermenn úr innrásarliðnu. Skv. fréttum í dag sýnist mér að hið sanna sé að innrásarliðið hafi farið í könnunarleiðangur inn í borgina og drepið einhverja 3000 menn og einnig að Írakar hafa líklega náð að drepa einhverja í staðinn. En báðir aðilar almennt með ýktar áróðursfréttir sem maður á ekki að éta upp hugsunarlaust.

Það sem mér finnst annars undarlegast við allt þetta stríð er allt fólkið sem lítur út fyrir að vera venjulegt fólk í Írak og virðist vera reiðubúið að berjast fyrir sinn Saddam eða gegn hinum Búss. Sem ég reyndar skil eiginlega alls ekki. Borgarar Íraks hljóta að hata Saddam en þeir virðast svona sumir a.m.k. hata Búss og BNA eiginlega ennþá meira.
Allir svaka líbó í sturtu í World Class
Í dag er rigning og því góður dagur til að blogga og reyndr kíka af því ég þarf bæði að gera eitt stykki skattskýrslu og helst líka skrifa eitt stykki fræðilega grein um stjórnun af öllu mögulegu! Skatturinn hlýtur að verða ánægður með það að ég bloggi svolítið, ætli ég geti ekki fengið einhvern frádrátt út á það. Vona bara að ég þurfi ekki að fara að borga virðisaukaskatt af blogginu mínu eða reikna mér endurgjald sem ég þarf að borga af tekjuskatt. Þeir sem þekkja þá hlið skattsins sem snýr að fólki í sjálfstæðum aukabisness skilja hvað ég á við.

Stundum heyri ég furðusögur um almenningssturtur og bíningsklefa í útlöndum þar sem annað hvort allir eru svo spéhræddir að þeir klæða sig í sundskýluna heima há sér þegar þeir fara í sund og eru í skýlunni líka í sturtu. Al fáránlegasta slík saga sem ég hef heyrt var það sem mig minnir að Ingólfur Margeirsson hafi haft eftir konunni sinni að í Bretlandi færu konur í sturtu íklæddar handklæði. Er eiginlega svo kinkí að það flokkast eiginlega undir pervertisma. Svo eru allir svo líbó annars staðar að það eru bara sameiginlegir búningsklefar og sturtur fyrir bæði kynin. Náttúrlega mikli betra að öll fjölskyldan geti farið saman í sund og svona.

En ástæðan fyrir þessari pælingu hjá mér eru eiginlega búningsklefarnir í World Class. Einhvern tíman var systir mín að velta því fyir sér að einhver sem var að vinna í búningsklefa kvennanna væri alveg ótrúlega mikið eins og karlmaður. Mér fannst það nú frekar ótrúlegt alveg þangað til á föstudaginn þergar ég var kk klefanum eins og ég ramba yfirleitt á kemur þá ekki bara einhver kona askvaðandi inn í klefann og fer að tæma ruslafötur og gera þetta svona aðeins snyrtilegra hjá okkur strákunum. Ég held annars að ég sé hvorki spéhræddasti né feimnasti maður á jörðinni en mér fannst þetta einhvern veginn mitt á milli þess að vera skrýtið og óþægilegt. Er annars að velta fyrir mér að fá að vinna svona aðeins við þrif í kvennaklefanum í aukavinnu!
Gaman hjá Mogganum í stríðsfréttunum
Alveg finnst mér stríðsbannerinn á innrásarsíðu Moggans ótrúlegur.

Það voru líklega álíka margir drepnir í gær í Bagdad og fórust í árásinni 11. september og þeir eru með svona banner eins og til að auglýsa bíómynd. Er þetta kannski bara bíómynd allt saman. Mér ofbýður sko bara stundum og þá get ég ekki á mér setið.

Friday, April 04, 2003

Dilbert alltaf góður







Thursday, April 03, 2003

Heiðarleg tilraun til bachelorette's áhorfs sem tókst svona 40%
Til að verða viðræðuhæfur í föstudagskaffinu í vinnunni minni þá gerði ég heiðarlega tilraun til að glápa á þátt allra þátta, lágkúru allrar lágkúru, nebblana bachelorettu. Annars er hún eflaust ágæt sjálf, svona án allra gauranna sem eru að reynda að deita hana.

Þar sem ég horfði á svona megnið af þættinum en bara með öðru auganu þá reiknast mér til með verkfræðilegri nákvæmni að hafa kannski náð svona 40% af öllum herlegheitunum. Það sem kannski er verst eða e.t.v. best er að þegar ég gafst upp á að horfa þetta þá fór ég að leita aðeinhverjum gömlum gíróseðlum til að borga. Gat meiraðsegja losað mig við einhverja gamla kunningja frá því í febrúar. Kannski er þetta dulinn tilgangur með þáttunum að fá mann til að borga reikninga. Einhver svona mjög dulbúin handrukkun!

Annars er ég nú kannski ekkert marktækur í að gagnrýna deitþætti þar sem ég var mjög nýlega sakaður um deitfóbíu og kannski ekkert að ófyrirsynju.
Ég veit síðan ekki alveg af hverju en einhvern veginn fannst mér þetta ekki jafn frámunalega hallærislegur þáttur og Bachelor þátturinn sem ég reyndi að horfa á. Kannski af því að mér fannst bachelorinn sjálfur eiginlega svo hrikalega hallærislegur að ég vorkenndi gellunum sem voru að reyna við hann. Gat ekki ímyndað mér hvað var hægt að sjá við manninn annað en það að hann væri ríkur. Ég meina, ég man t.d. eftir einhverjum halelúja viðtölum við foreldra aulans um það hvað hann væri nú dásamlegur piltur, vel innrættur og alveg dásamlega huggulegur. yack. Vona að það verði ekki farið að blanda foreldrum hennar bachelorette í þetta. Þetta á nú einu sinni að vera um að para saman gaur og gellu en ekki að einhver finni sér álitlegt tengdósett!!!

Að lokum þá held ég að þessi tilraun mín hafi reyndar mistekist algjörlega þar sem ég á ekki von á að ég geti lagt mikið til málanna um þáttinn í fyrramálið í föstudagskaffinu. Mun annað hvort þegja þunnu hljóði ellegar segja einhverja góða brandara um þá félaga megabæt og gígabæt -- verst að ég skil þá brandara yfirleitt ekki sjálfur, en það kemur yfirleitt ekki að sök því ég er þekktur fyrir að geta hlegið að bröndurum sem enginn, hvorki ég né aðrir geta skilið!

Wednesday, April 02, 2003

Ekki á hverjum degi sem maður getur lýst eftir bankaræningja á blogginu sínu!

Ef þú hefur séð þennan hérna:


Láttu þá lögguna í Hafnarfirði vita!

Og ég sem var eiginlega viss um að þetta hefði bara verið aprílgabb á mbl.is í gær til að plata Hafnfirðingana til að hlaupa út um allt til að finna einhvern bankaræningja!
Vel heppnuð aprílgöbb
Hvað er það annað en snilld þegar einhver fer að gera það að umræðuefni að það sé undarlegt að það hafi bara engin aprílgöbb verið í gær. Fer svo að tala um hvað hann sjái eftir að hafa misst af því að fá ódýra flugvélabensínið hjá Orkunni, hvað þetta sé nú mikið ruggl með að hafa eróbikksal í tónleikahúsinu og hvað það verði gaman að sjá Bjarna Ármanns að syngja bakraddir með Bubba.

Heyrði síðan um eina sem bað hvern einasta mann sem hún hitti um að koma við í bakaríinu fyrir sig og taka brauðið sem hún hefði látið taka frá fyrir sig. Þegar menn fóru í grandaleysi að streyma í bakaríið þá var bara hlegið og þeim sagt að þeir væru númer 10, 11, 12 o.s.frv. Af hverju detta mér aldrei svona sniðug aprílgöbb í hug? Nei ekki segja það ég veit það, ég er örugglega ekki nógu sniðugur. Skamm, ekki segja þetta. Ég held bara fyrir eyrun, horfi í aðra átt og loka nefinu.
Bréf frá Gabriel Garcia Màrquez til Bush:

Gabriel Garcia Màrquez beinir orðum til Bush.
Hinn heimsfrægi rithöfundur Gabriel Garcia Màrquez hefur ritað George Bush Bandaríkjaforseta áhrifamikið bréf sem ég birti hér í lauslegri endursögn Gunnars Grettissonar en þannig vill þýðandinn í hógværð láta orða snörun textans yfir á íslensku. Gabriel Garcia Màrquez hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1982. Hann er fæddur í Kolumbíu 6. mars árið 1928, lögfræðingur að mennt, stundaði blaðamennsku heima og heiman (Róm, París, Mexíkó og víðar) en bókmenntastörf hóf hann á fimmta áratugnum, fyrst sem smásagnahöfundur og síðar skáldsagnahöfundur. Ekki leikur nokkur vafi á að Gabriel Garcia Màrquez er einhver áhrifamesti rithöfundur heims og þykja orð hans jafnan vega þungt í þjóðfélagsumræðu. Ekki þarf frekar vitnanna við því eftrifarandi bréf ber þessu vott.


19.3.2003



Hvernig er tilfinningin? Hvernig líður manni að sjá hryllinginn æða af stað
heima í garðinum hjá sér en ekki hjá nágrannanum? Hvernig líður manni með ugg í brjósti, skelfingunni sem ærandi hávaði fæðir af sér, taumlausum hrópum, byggingum sem breytast í rústir og þessum hræðilega ódaun sem nær alla leið niður í botn á lungunum og hinum saklausu sem fara hjá með augun blóði drifin og rykug? Hvernig þraukar maður af einn dag í húsi þínu óöryggið vegna þess sem yfir dynur? Hvernig kemst maður út úr því ástandi sem er taugaáfall? Í losti reikuðu þeir sem lifðu af í Hiroshima 6. ágúst 1945. Ekkert var uppistandandi í borginni eftir að bandaríska flugvélin Enola Gay hafði látið sprengjuna falla. Á fáeinum sekúndum dóu 80.000 karlar, konur og börn. Önnur tvöhundruð og fimmtíu þúsund dóu á næstu árum vegna geislunar. Reyndar var þetta fjarlægt stríð og enn var sjónvarpið ekki komið til sögunnar.

Hvernig er líðanin þegar hryllingurinn sem hinar hræðilegu myndir sjónvarps segja þér að þetta sem gerðist hinn örlagaríka dag 11. september gerðist ekki í fjarlægu landi, heldur í þínu föðurlandi? Annan 11. september, raunar fyrir 28 árum síðan dó forseti sem hét Salvador Allende þegar hann leitaðist við að verjast stjórnarbyltingu sem þínir herstjórar höfðu skipulagt. Einnig þá voru tímar hryllings en þetta átti sér stað langt frá þínum landamærum í lítt þekktu lýðveldi í Suður-Ameríku. Mannlæpurnar í þínum ranni, sem þóttust lýðræðissinnar og þú,- þið voruð hvorki áhyggjufullir né daprir þegar hermenn þínir fóru um með blóðugum brandi til þess að sýna hvað það væri sem þið vilduð.

Veistu að á árabilinu milli 1824 og 1994 hefur land þitt staðið fyrir 73 innrásum í löndum hinnar latnesku Ameríku? Fórnarlömbin hafa verið Puerto Rico, Mexíkó,Níkaragúa,Panama,Haiti, Kolombia, Kúba, Honduras, Dóminíska
lýðveldið,Jómfrúreyjar, El Salvador, Guatemala og Grenada. Það er nærri því öld sem stjórn þín hefur átt í stríði. Frá byrjun 20. aldar er varla nokkurt
stríð sem herstjórar þínir í Pentagon hafa ekki átt beina aðild að. Það er ljóst að sprengjurnar hafa alltaf fallið utan þinna landamæra og er Perluhöfn þar eina undantekningin þegar japanski flugherinn gerði sprengjuárás á sjöunda flota Bandaríkjanna. Raunar var hryllingurinn alltaf fjarri.

Þegar tvíburaturnarnir hrundu huldir rykskýi, þegar þú horfðir á myndirnar í sjónvarpi og hlustaðir á skelfingarópin, af því að þennan morgun varst þú á Manhattan hugsaðir þú þá eitt andartak um það sem bændur í Víetnam máttu þola mörg löng ár? Á Manhattan féll fólk til jarðar úr mikilli hæð úr skýjakljúfunum rétt eins og leikbrúður í sorgarleik. Í Víetnam glumdu við skelfingaróp fólks vegna þess að óslökkvandi napalm hélt áfram óstöðvandi að brenna hold fórnarlamba og dauðinn var skelfilegur, eins skelfilegur og
dauði þeirra sem stukku í örvæntingu út í hyldýpið.

Flugher þinn hefur komið því til leiðar að í Júgóslavíu er ekki ein verksmiðja uppistandandi né heldur brú. Í Írak var fjöldi þeirra sem létust 500.000. Hálf milljón manns lét lífið í herförinni sem nefnd hefur verið ,,Eyðimerkurstormur". Hversu margt fólk hefur látist, blætt út, er limlest, hefur brunnið, burthrakið frá heimilum sínum og í stöðum fjarlægum og framandi á borð við efrirfarandi lönd: Víetnam, Írak, Íran, Afganistan, Líbíu, Angola,Sómalíu, Kongo, Níkaragva, Dóminíska lýðveldið, Kambódíu, Júgoslavíu og Súdan. Er upptalningin ekki endalaus? Í öllum þessum löndum hafasprengjurnar sem sprungu verið framleiddar í þínu landi og það voru synir lands þíns sem vörpuðu þeim og þeir voru á mála hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þess eins að þú gætir haldið áfram með þinn AMERICAN WAY OF LIFE. Það er næstum því öld sem land þitt hefur átt í stríði við allan heiminn. Og það skrýtna er að stjórn þín hefur ávallt sleppt lausum hinum skelfilegu riddurum opinberunarbókarinnar í nafni frelsis og lýðræðis. Reyndar þyrftir þú að vita að fyrir margar þjóðir heims (á þessari reikistjörnu deyja daglega 24.000 manns úr hungri eða ólæknandi sjúkdómum) eru Bandaríkin ekki tákn frelsis, heldur tákn skelfilegs fjarlægs óvinar sem sáir hvar sem hann kemur fræjum stríðs, hungursneyðar, ótta og eyðileggingar. Stríð hafa alltaf verið þér fjarlæg, en þeim sem þar búa eru þetta raunverulegar og nálægar þjáningar, stríð þar sem byggingar hrynja undan sprengjunum og fólk hlýtur hræðilegan dauðdaga. Níutíu prósent fórnarlamba eru óbreyttir borgarar, konur, gamalmenni og börn.

Og svo eru það hliðarverkanirnar. Hvernig líður þér þegar skelfingin knýr dyra hjá þér þó að það sé aðeins einn dag? Hvað hugsar maður
þegar fórnarlömbin í New York eru ritarar, starfsmenn í kauphöllinni eða ræstitæknar sem alltaf hafa borgað skattana sína og hafa ekki drepið svo mikið sem flugu? Hvernig skynjar maður þá hryllinginn? Hvernig skynjar maður hryllinginn þarna hjá þér yankee vitandi það að langt stríð frá 11. september er komið heim til þín til að vera?