Lítill strákur
Það var einu sinni lítill strákur sem fékk þúsundkall í jólagjöf sem voru alveg rosalega miklir peningar fyrir lítinn strák. Strákurinn hugsaði um allt sem hann gæti keypt fyrir þúsundkallinn en ákvað að byrja á að fá sér flotta leikfangabílinn sem hann hafði langað til í langan tíma.
Og strákurinn fór í leikfangabúðina til að kaupa bílinn. Hann tók bílinn úr hillunni en gleymdi að skoða hvað hann kostaði. Síðan þegar hann kom að búðarborðinu og komst að því að bílinn kostaði eiginlega allan þúsundkallinn þá varð strákurinn alveg miður sín en hélt að hann gæti ekki skilað bílnum af því að hann var kominn með hann að búðarborðinu.
Þegar strákurinn kom heim til sín var hann eiginlega hágrátandi og sagði mömmu sinni frá því að bíllinn hefði kostað alla peningana hans og núna gæti hann ekki keypst sér neitt af öllu þessu hinu sem hann ætlaði að kaupa sér.
Mamma hans varð foxill og sagði honum að hann þyrfti aldrei að fá sér neitt sem hann vildi ekki fá sér og hann gæti alltaf skilað því sem hann væri ekki búinn að kaupa. Síðan hefur strákurinn ekki keypt sér neitt sem hann vildi ekki fá sér.
No comments:
Post a Comment