Verður líklega að blogga þar sem maður er ekki í neinni yfirlýstri bloggpásu. Annars gæti fólk farið að halda að það sé eitthvað að!
Gæti t.d. bloggað fullt um golfmótið sem ég gerðist kylfusveinn í á föstudaginn en ætla bara að vísa á myndina sem ég tók þar og skellti á fotologgið mitt. Annars var þetta ekkert venjulegt golfmót heldur hin sérstæða bændaglíma og gengdi ég eiginlega frekar hlutverki áfengissveins heldur en kylfusveins. Fannst annars ekkert mikið til þessa golfs koma enda vann ekki einu sinni rétta liðið, þannig að þetta var tómt rugl.
Gæti líka bloggað um allt djammið sem fylgdi á eftir á Pleiers eða allan hausverkinn sem kom daginn eftir en er að hugsa um að sleppa því. Látum ímyndunaraflið bara ráða för.
No comments:
Post a Comment