Það er nú fátt frábærara en snjór
Hvað er nú eiginlega frábærara en það að þurfa að paufast í hálkunni út á næstu bensínstöð til þess að kaupa sér torfærusköfu þannig að maður geti brotist í gegnum klakabrynjuna utan á blílnum. Nema kannski það að sitja heima yfir sjónvarpinu og vera að hugsa um það hvort ekki sé ráð að bregða sér á skíði og skoða hvort hringurinn í Heiðmörkinni sé orðinn skrönglfær og vera þá truflaður með dyrabjöllunni þar sem pósturinn er kominn með bókastaflann frá Lonely Planet sem maður pantaði sér á Amazon. Kannski ætti ég að drífa mig á skíðin og taka bókarskruddurnar með og láta mig dreyma í kuldanum í Heiðmörkinni um hitann í henni Afríku.
No comments:
Post a Comment