Friday, December 26, 2014

Jólabókin lesin: Þrír sneru aftur

"Bók þessa má ekki selja"

Fékk bók í jólagjöf. Hafði reyndar sjálfur gefið mér Öræfin hans Ófeigs en fékk Guðbergs Bergssonar, Þrjá sem sneru aftur frá foreldrunum. Held að ég hafi aldrei lesið heila bók eftir Guðberg Bergssonar, bara einhver brot eða stuttsögur. A.m.k. ekki neitt sem ég man almennilega eftir. Hélt að það væri alltaf eitthvað erfitt að lesa Guðberg en það var líklega bara Tómas Jónsson metsölubók sem var erfitt að lesa. Þessi var lesin með skíðaferð, útsofelsi, jólamat hjá foreldrum og skíðatúr í Heiðmörk á jóladegi.

Bókin að vissu leyti ágæt og lýsir vel því sem stendur á vefsíðu útgefandans: "Höfundur dregur upp hárbeitta mynd af samfélagi á tímamótum; af eilífri baráttu manneskjunnar fyrir tilveru sinni, glímunni við fáfræði og fásinni, sannleika og lygi, heimsku og græðgi." en þar við situr finnst mér. Megnið af bókinni fer í að segja frá þessari glímu fólks við fáfræði og annað upp talið og það er bara gott en seinasti fjórðungurinn af bókinni fer einhvern veginn í að loka söguþræðinum og láta þá þrjá snúa aftur. Kannski var ég orðinn syfjaður í lok búkarinnar en ég held að höfundurinn hafi þá líka verið orðinn syfjaður. Það var hlaupið allt of hratt yfir og bókin einhvern veginn eins og það hafi verið ákveðið að klára hana sama hvað tautaði eða raulaði fyrir einhvern ákveðinn tíma eða áður en blaðsíðurnar yrðu orðnar of margar.

Sem sagt, hin ágætasta bók þangað til höfundurinn ákvað að klára hana. Undirtitill hennar hefði svo mátt vera: "Bók þessa má ekki selja"

Jólin

Kúnstskreyttir jólapakkar með Tíger skrauti utan á en skíðaskóm innaní

Já, merkilegt nokk, þau komu! Eftir dálítið mikið vesen var ákveðið að gefa litlum systrum frænkum manns skíði í hjólagjöf. Það verður nú eitthvað. Reyndar urðu þær ekkert sérlega kátar þegar þær sáu að þær væru bara að fá einhverja kuldaskó í jólagjöf. Barbí trekkir meira. En það voru jú skiði þarna líka. Man sjálfur að þegar ég fékk skíði í jólagjöf þá varð það ein af svona aðal jólagjöfunum sem ég hef fengið um dagana. Kannnski verður það þannig hjá þeim líka en kannski ekki. Það kemur bara í ljós.

Afin og amman og barnabörnin á jólunum í Fagrahjallanum.

Sunday, December 21, 2014

Bakarinn sem rústaði eldhúsinu sínu

Líklega geta talist vera komnar þrjár og hálf sortir. Hálfa sortin er að baka eina sort en setja svo eitthvað annað ofan á en ráð var fyrir gert. Þá er það hálf sort. Seinna í dag verð ég kannski kominn með þrjár heilar sortir og tvær hálfar ef það bætist súkkulaði ofan á eitthvað af þeim sem áður höfðu ekkert til að státa af ofan á sér.

Í gær var bakað, bakað meira og klárað að baka í bili alveg þangað til bakað verður meira. Það eru nú einu sinni að koma jól. Í dag á ég ennþá of saddan smákökumaga sem vill frekar fara að borða almennilegan mat og ég á eða átti í morgun eldhús sem var einfaldlega ein rúst.

Í dag verður tekið til og helst farið á skíði arkandi einhvern hring til að losna við þessar smákökur úr maganum... og geta þá bætt við fleirum í staðinn! Og jú líka tekið til því það þarf að vígja nýja ryksuguhausinn sem ég verslaði af Emil í Elkó í gær. Þurfi reyndar að sjóða gamla hausinn sundur og saman í bókstaflegri merkingu þess orðs til að koma þeim nýja fyrir!

Saturday, December 20, 2014

Frábær skíðagöngutúr og að villast í íslenskum skógi

Gengin var tvílita línan, þ.e. blá og bleik í kantinum. Cyan lituðu línurnar eru gamlar slóðir sem hafa verið gengnar, hlaupnar eða hjólaðar áður.

Eitt stykki frábær skíðagöngutúr í Heiðmörk með Gunnanum þar sem afsannað var í eitt skipti fyrir öll að ekki væri hægt að villast í íslenskum skógi. Ákváðum að hafa bara nútímaleiðsögubúnað í vasanum. Gengið var eftir minni og hentugleikum. Stjörnurnar helst hafðar að kennileyti. Gekk ágætlega þangað til við villtumst. Komumst á vegarslóða sem við höfðum ekkert ætlað að fara á. Gengum eftir vegarslóðanum og týndum honnum aftur en fundum hann aftur á endanum í bókstaflegri merkingu þess orðs. Tókst svo að halda okkur á stígnum á bakaleiðinni svona algjörlega að mestu.

Mikið rætt um segulsvið og hugsanlegar jólagjafir um leið og plampað var.

Tuesday, December 16, 2014

Öxlin, hveitipöddur og allslags

Minn ætlaði sé rað vera heldur myndarlegur í vikunni og baka edilons dallas kökur eftir uppskrift Hjördísar. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Byrjaði á að kaupa eitthvað af hráefnum. Tímdi ekki að kaupa allt því eitthvað átti ég frá í fyrra og sumt nýrra líka. Allt gekk ágætlega nema það gekk ekkert að ná deiginu saman. Einhvern tímann um daginn heyrði ég að ekkert venjulegt fólk hefði lengur fyrir því að búa til deig frá grunni... heldur hvað... kaupa bara eitthvað tilbúið drasl. Ekki ég. Ég geri þetta ekki bara frá grunni heldur eru hnetur muldar með stórum hnífi og engar hrærivélar notaðar heldur allt hnoðað í höndunum. Það var einmitt það sem alls ekki ætlaði að ganga. Deigið varð ekki að neinu degi heldur var bara eitthvað skrambans duft og kögglar. Svo fattaði minn að ef það eiga að vera egg í köku þá er líklega best að setja eggin í kökuna. Eftir það gekk allt saman vel. Datt svo í hug að bæta smá hveiti í deigið og öðrum þurrefnum þar sem mér fannst það enda helst til of blautt. Rakst ég þá ekki á einhverja andskotans pöddu í hveitiu mínu. Mér sortnaði fyrir augum og svo hófst hin blóðugasta tiltekt. Hveitinu var hent, alls kyns annarri kornvöru var hent. Sumt af því var útrunnið en ekki allt... og loks var helítitis deiginu bara hent líka. Ég sá fyrir mér einvherja kornskemmu í Húsinu á sléttunni þar sem rottur dreifðu taugaveikipöddum í hveiti. Er búinn að endurnýja bökunarefnin en ekkert hefur verið bakað ennþá.

Það hefur hins vegar verið farið á skíði, heldur betur. Heiðmörkin gengin þver og endilöng og út í Kaldársel líka. Öxlin er að koma til og ég er að ná einhvejrum gráðum í aukna hreyfingu einmitt núna. Þarf að fara að finna mér ný viðmið því ég sé varla lengur hvert ég er að ná henni. Þetta er sem sagt allt að koma. Enda ég búinn að fara í badminton - en reyndar með Gunnanum sem er ekkert of góður í þeirri íþróttinni.

Af masterverksraunm er það að frétta að þar er farið að gerast eitthvað aftur eftir að hafa ekkert verið að sinna því síðan í sumar má segja... fyri utan hina all góðu feltferð.

Hér bar annars helst til tíðinda í dag fyrirutan óveður að aumingja Ventó er kominn til Vöku og mun ekki eiga afturkvæmt!

Monday, December 08, 2014

Magnaður staður, góð helgi og eitt annað til afreka unnið!

Fellsmörk í desember 2014

Hún Fellsmörk er magnaður staður!

Bræður fóru í Fellsmörk um helgina. Helst reyndar til að skoða hvort bjálkakofinn væri uppistandandi eftir stórðiðri við upphaf vikunnar. Það hafi hvesst verulega nokkurn veginn beint undir þakskeggið á húsinu sem stendur opið. Við óttuðumst báðir að allt hefði farið á hinn versta veg en það reyndist vera ástæðulaus ótti. Ef til vill hafði ekki hvesst jafn mikið og við héldum - kannski vorum við í skjóli á bak við Fellið að einhverju leyti. Það hafði í öllu falli ekki neitt haggast.

það var annars dálítill snjór þannig að það sem var til afreka unnið var að fara gönguskíðandi inn í Krók og til baka aftur. Ekki lengt og ekki merkilegt en fatlafól samt aftur komið á skíði!
Fellsmörk í desember 2014

Bjálkakofinn með sín opnu vindaugu



Fékk síðan annars einu einkunnina sem ég fæ þetta haustið. Ætti ekki að kvarta en líklega er metnaðurinn að gera út af við mann þega maður verður ekkert of sáttur við einkunn sem er næst hæsta mögulega einkunnin og allir aðrir með lægri einkunn. Öðru vísi mér hér áður brá!

Fékk svo póst frá Leó. Þó það hafi ekki komið fram í póstinum þá er hann væntanlega orðinn rasandi á því að ég skuli ekkert gera í þessu mastersverkefni mínu. Hann vill bara fá dótið sitt aftur - sem er líka hið besta mál því ekki er get ég notað það núna þegar veturinn er kominn.

Fellsmörk í desember 2014

Búrfellið magnað sem endranær

Thursday, December 04, 2014

Til persónulegra afreka má telja að axlarfatlafól fór í badminton í dag

Ekki mikið skrifað í manns blott þessar vikurnar en í dag er samt fært til bókar að það var farið í badminton. Fékk þessa held ég ekkert svo slæmu hugmynd að það væri hægt að draga Gunnan í badminton og ég með öxlina í lamasessi gæti þá spilað eitthvað badminton við hann sem hefur ekkert verið að stunda slíkt svo mikið. Það gekk ágætlega og það sem á að reyna að gera næst er að draga stærri hluta af stórfjölskyldunni í badminton og spila tvíliðaleik með Gunnanum, Ragnhildi og Kristjáninum. Það hlýtur að verða eitthvað!

Annars þá á að reyna að fara í Fellsmörk um helgina eftir að búið verður að fara fyrst með Ferðafélaginu á Helgafell, hafa þar myndasýningu úr ferðum vetrarins og fara í afmæli Hrefnu Völu.