Tuesday, September 23, 2008

Brúðkaup í Þórsmörk

Arna og David að giftast hvort öðru í Þórsmörk


Svaðilför í Þórsmörk

Rútan öslar Krossánna á leið í brúðkaupið

Það gekk mikið á. Maður þekkir ekkert venjulegt fólk að gifta sig í Þórsmörk þegar allt er ófært þangað vegna vatnavaxta. Það var nú bara samt. Þetta var hið stórkostlegasta brúðkaup með gestum íslenskum og erlendum og allsherjargoði að gefa þau saman eða reyndar sjá til að þau gætu gefist hvort öðru.

Síðan veisla fram undir morgun þar sem slett var vel og hressilega úr klaufunum.

Á heimleið kom minn við í Fellsmörk þar sem allir vegir eru meira og minna ónýtir eins og stundum áður.


....


Í kvöld var síðan HSSR eitthvað fundur. Ég ætlaði að sýna mig og sjá aðra en endaði á að láta ekkert sjá mig þar. Ætlaði nú reyndar en þurfti eiginlega líka að undirbúa námskeið fyrir morgundaginn. Veit ekki með þetta hjálparsveitarstarf. Er einhvern veginn lentur þar utan allra flokka og einhvern veginn að flosnast út úr því. Ekki nógu gott en kemur í ljós hvað verður.

Friday, September 19, 2008

Starandi

augnaráð


determined

Hann var þekktur fyrir starandi augnaráð. Það hafði gerst nokkrum dögum fyrr að hann rétt rak augun í borð með glösum á og það kostaði eitt eða tvö brotin glös. Maðurinn er samt látinn ganga með gleraugu til að draga úr þessari voðalegu störu sem hefur hertekið aumingja manninn


....

Wednesday, September 17, 2008

Sinnep

four species

Það voru heilar fjórar tegundir af sinnepi í kvöldmat. Svo sem ekki í frásögur færandi nema að það var notað til að bragðbæta tvær pólskar pulsur sem fengust í Hagkaup eða einhvers staðar í einhverri búð sem ég man ekki lengur.

Vildi bara koma á framfæri gagnslausum upplýsingum því ég þarf að vera að undirbúa námskeið sem ég hefði þurft að undirbúa um síðustu helgi.


....

Monday, September 15, 2008

svona bara

... eitthvað

nothing in the news...

Í fréttum var ekkert helst fyrir utan manninn í speglinum en hann var bara að raka sig í framan...


Það var rólegt. Haustráðstefnan Skýrr á föstudaginn. Ég veikur heim af henni um kvöld með hita og magakveisu. Það er víst eitthvað að ganga. Þetta eitthvað er núna búið að ganga í gegnum mig.

Ekkert að gerast og ég fór að setja dót ofan í kassa dálítið einsamlaður. Hringt bjöllu og einhver kominn með Jökul (sem er ársrit JÖRFÍ) handa HK... jú, ég get tekið við því. Tek blaðið eitthvað annars hugar og sé ekkert framan í þann sem afhendir sem snarast burt en segir bless einhvern veginn eins og hann þekki mig. Það heyrist brúúúmmm þegar bíllinn fer í burtu. Ætli sportbíllinn hans Eiríks sé rauður. Mér dettur það bara svona í hug. Hann átti þá nú samt að segja eitthvað líka.

Ég er síðan sem betur fer allur að verða batnaður. Umgangspestin er farin í gegnum meltingarveginn, vörtuskrímslin (eða reyndar bardagi minn við vörtuskrímslin um yfirráð yfir il hægri fótar)sem gerðu mig ógangfæran í síðustu viku eru höldum við hún nafna mín læknirinn bara horfin og brákað marið rifbein sem hefur hrekkt mig fer að teljast vera ágætlega gróið.

Svo fer ég að renna út á tíma að finna mynd í bókina hjá Ljósmyndakeppni.is. Þar fór annars allt í háaloft um helgina, jé en ég er þokkalega ánægður með myndina hér að ofan.


....

Tuesday, September 09, 2008

Það er...

night - rain - reykjavik
Rigning og bærinn er fullur af pilsklæddum útlenskum karlmönnum.
Það verður fótboltaleikur á morgun.
Ég eiginlega ógangfær.
En það er allt í lagi því það batnar og ég er bara nokkuð ánægður með þessa mynd :)



....

Búinn að vera ferlega dúlegur

Eitt og annað komist í verk

New light

Fyrst var það ljósið í svefnherberginu sem ég féll gjörsamlega í stafi yfir. Og síðan þá hefur verið stríð í gangi. Stríðið við rússnesku ljósakrónurnar. Á íbúðarhæðinni er bara ein slík eftir. Kannski spurning um hvort hún verði vernduð sem minning um forna tíð. Kannski - enda er hún eiginlega bara frammi á gangi einhvers staðar. Og reyndar er önnur þarna í einhverri kompu. Hún fær nú að vera áfram. Það heyrir svo sem kannski ekki til algjörra tíðinda þetta með ljósin en hitt er stórmerkilegra að það er komin gardínulufsa fyrir einn glugga. Veit ekki hvort hún nái neitt að fjölga sér og kannski verður hún bara send eitthvað í burtu til stríðshrjáðra landa eða hvur veit hvað.

Svo af því að ég nota þetta blogg stundum sem mína eigin dagbók. Þá er fært til bókar að Ragna nokkur skóf í annað sinn fót minn að neðanverðu og lýsti yfir mikilli ánægju með árangur sem náðst hefur.

Nóg um það. Kvef er á undanhaldi og marið rifbein að gróa. Þetta er því allt að gerast hér!


....

Saturday, September 06, 2008

Mig langar til að blogga eitthvað

persona

Já þetta er víst greppitrýnið hann ég sem á þetta blogg með grán lubbann sem gránar bara meira með að vera gerður svarthvítur - já svei því!


Eitthvað langaði manninn til að blogga en hann var eitthvað ekki að koma sér að því almennilega. Og kannski tekst honum að blogga eitthvað meira en seinast þegar það kom bara ein mynd af honum af háaloftinu. Hann segir annars ekki farir sínar allar alveg sléttar.

two halves makes one whole or notÞegar verið var á háalofti átti reyndar að finna svart karton til að taka einhverjar roslega menntaðar kyrralífismyndir. Það tóks ekki að finna neitt í hinu annars ágætlega skipulagða háalofti. En svo er reyndar búið að útvega svona svartan kartón og búið að gera einverjar misheppnaðar myndir af eplum og appelsínum en hvað um það.

Seinast var bloggað á föstudegi fyrir viku. Þá var svona hópeflisallskonarstarfsdaguyr í vinnunni hjá honum. Sem vera ber tók hann þátt í því öllu saman. Af miklum móð sem síðan bara endaði með því að hann fékk brákað eða að minnsta kosti marið rifbein. Er búinn að vera svona hálf vesældarlegur síðan. Ekki bætti síðan úr skák þegar kvefóféti gerði sig heimankomið í líkamanum hans svona í hálsi og nefi aðallega.

New lightSvo er minn búinn að vera roslega duglegur að gera eitthvað sem hefði átt að vera búið að vera gert fyrir margtlangalöngu. Til dæmis hafa svokallaðar rússneskar ljósakrónur verið nokkuð áberandi innan dyra. Á því er nú að verða breyting því mölbrotnar stássljósakrónur eru að taka öll völd. Einhvern tíman í vikunni gerðir ég svo djarfur að kaupa pappírsljós til að setja í svefnherbergið. Það gekk bar vel og ég hefði átt að halda mig við pappírsljósin því þau brotna ekki og svo var þetta líka svo odýrt að það hefði ekki tekið því að gera sér rellu út af því þótt það hefði verið ónýtt. Það var nefnilega fína ljósið sem fór í stofuna og er með innbyggðri sjálfseyðingarkvöt. Svaka flott ljós en þegar ég var að setja það upp sá ég að alveg hroðalega fínir postulínskeramikseitthvað skermarnir á því voru hannaðir þannig að þeir gátu dottið í gólfið. Einn vildi nú ekkert hanga eitt né neitt uppi en svo annar sem var kominn á sinn stað allt í einu púff-sjúff og niður hann datt krasshj og hann bara ónýndur!

Já, ég ætlaði bara svona að blogg um æfintýrin sem maður getur lent í!


....