Monday, December 29, 2003

Sknjór og stórrhríð ... jibbííí


Á dauða mínum átti ég von en ekki því að verða veðurtepptur heima hjá mér í miðbæ Reykjavíkur þegar til stóð að fara á stúfana í skíðaleiðangur. Miðað við hrakfarirnar sem ég sá að nágranni minn lentí í úti á bílastæði þá sýnist mér að ef ég ætli í umræddan skíðaleiðangur þá þyrfti ég að fara á gömluskíðunum til að kaupa þau nýju. Ég myndi svo láta skrúfa gömlu bindinarnar af á meðan ég biði eftir því að þær nýju væru skrúfaðar á. Síðan færi ég til baka nýskíðaðaður!

En núna er líklega rétti tíminn til að vera bara heima, éta dálítið af hangikjöti og fara yfir próf!

No comments: