Friday, March 30, 2007

Að standa á tímamótum...

... þegar allt gerist í einu!

The Happy Couple



....

Sunday, March 25, 2007

Tveir skógarpúkar ...

... fóru á flakk

we call it nestispása
Eftir að álfarnir í Álakvíslinni höfðu slafrað í sig morgunmatinn og appelsínurnar kláraðar og unnið smá eða jú bara fullt þá urðu þeir að fara smá út og hvað annað en að fara í göngutúr um Elliðaárdal.

Reyndar átti þetta fyrst að verða skokktúr enda ekki vanþörf á að ná af einhverju af mörnum sem virðist ætla að fara að hlaðast utan á mann en einhvern veginn varð skemmtilegri hugmynd að fara bara í göngutúrur og það var gert með nesti og alles. Vorum með prímus og pönnu til að brasa okkur skonsur og stefnan tekin á bekk og borð í Elliðaárda.... Til upplýsingar þannig að sá sem les þetta haldi ekki endanlega að við séum að verða brjáluð þá voru þetta sko eiginlega tilbúnar skonsur, keyptar á okkar eðalfínu Essósjoppu en bara mikið betrari eftir að hafa verið hitaðar svona örlítið á pönnu.

Þetta gekk nú svo ekki alveg þrautalaust fyrir sig. Bekkurinn og borðið fannst bara alls ekki sama hvað var leitað og loks var sest einhvers staðar út í skóg og kveikt bál á prímusnum. Pönnuskömmin var svo eitthvað að hrekkja oss og brenndi allt við eins og henni væri borgað fyrir það. Með þrautseigju og lagni tókst okkur samt að hita þetta svona eitthvað, eftir að hafa smurt allar hliðar skonsnanna og voru þær auðvitað alveg eðalfínar.

Ég fæ annars einhvers konar nostalgíukast í hvert skipti sem ég kem þarna í Elliðaárdalinn. Fór þangað ósjaldan hérna einu sinni. Svamlaði í ánum, þar var líka einhver dularufllur volgur lækur og hver veit hvað. Hellisskútar og alls konar. En alveg makalaust hvað skógurinn hefur elst hratt undanfarin ár. Trén eru einhvern veginn orðin gömul og draugaleg.

Svo var eitt óvænt sem við sáum. Á milli Elliðaánna er gamall farvegur þar sem áin rann einhvern timan, reyndar ekki fyrir svo löngu og þar er lítil tjörn sem var einu sinni hylur við foss sem hét Skötufoss og viti menn... í vorleysingum núna þegar mikið er búið að vera í ánni þá rann vatn í Skötufoss sem aldrei fyrr!
Skötufoss




....

Bara svona alls konar

sem er varla í frásögur færandi

We had breakfast this sunday morning
Við sýndum af okkur hreysti og dugnað og komumstumst fram úr rúminu fyrir hádegi á sunnudegi og meira því það var gerður morgunmatur og aukinheldur þá var hann borðaður fyrir hádegi líka.

Annars vorum við enn duglegri í gær því þá fórum við út að skokka fyrir hádegið en hins vegar eitthvað minni afrek með morgunmatinn, a.m.k. hjá mér. HK fór reyndar á aðra bæi til að fá eitthvað í svanginn og kom ekki heim fyrr en seint og síðarmeir búin að fara í verslunarleiðangur og alles. Enda ekki hægt annað en að fá sér nýja flík þar sem maður er bjóttur í ammimælisveislu forstjórans þar sem jafnvel forsetinn sjálfur var meðal gesta. Ekki amalegt það. Fín veisla hjá Þórólfi.


....En jú annars... það er eitt í frásögur færandi. Þennan sama viðburðaríka morgun voru verslaðir flugmiðar til Þjóðverjalands. Það skal leggja haf undir flugvélg og heimsækja þýðverska í dymbilvikunni en reyndar aðallega Guðrúnu og Kristoff. Það verður gjemoni!

Tuesday, March 20, 2007

Frækiferð var farin hin mesta

Sem er í frásögur færandi

sunday afternoon
Hvað er hroðalegra en að vera vakinn af vekjaraklukkuóféti klukkan sex að morgni... nema ef vera skyldi að vakningin væri á laugardagsmorgni. Já, það er margt sjálfskaparvítið sem maður kemur sér í.

Það skyldi mætt á ónefndarn stað klukkan 7:00 hvorki meira né minna og til að það tækist var klukkan stillt á 6:00 en þar sem letinginn hann ég lá í rúminu þangað til tíumínutúryfirsex eitthvað þá mætti maður auðvitað aðeins of seint. En það var nú samt allt í lagi þar sem einhverjir aðrir innan fjölskyldunnar voru enn slakari við að mæta á tilsettum tíma.

Það var enn beygur í manni og manns konu eftir útafakstur seinustu helgar þegar Cesari leiddist að aka á vegum og ákvað upp á sitt einsdæmi að kanna vegkantinn. Til að minnka líkur á stórslysum var úðað tjöruleysi á hjólbarða og svo var haldið af stað yfir ísilagða Hellingsheiðina í skafrenningsbyl. Cesar fór nú hálfpartinn bara fetið og slapp til því hann var fyrstu í halarófu hinna þriggja.

Svo fór þetta hvíta vaxandi en áfram var halt. Fyrirheitna landið var enn langt undan og svo fór að hvessa og svo var komið rok. Lýst var frati á lokaðar sjoppur suðurlandsins og hvergi neinn drukk að fá. Á skógum var spáð í spilin og nokk ljóst að fyrirheitnalandið á Sólheimajökli væri nokkuð snjói hulið en samt var haldið áfram.

þar var allt á kafi í snjó og eftir engan barning var hætti við og plani A breytt í plan B sem breyttist loks í plan C þegar öll hersingin fór í Fellsmörk.

Þar var líka snjór en þar var hægt að fá sér kaffi og það var gert stórsvikalaust. Og að endingu farið upp á heiði eða þannig einhvern veginn.....



Iceland - Two men waiting


....

Thursday, March 15, 2007

Lasagna

Eldamennska telst eiginlega til tíðinda


Það var eldað lasagna núna áðan. Reyndar er ekki enn alveg vitað hversu gott eða vont það er en ef miðað er við reynsluna þá er það vel ætt. Svo undarlegt sem það er þá er þetta þriðja bloggfærslan sem ég minnist eitthvað á þennan ítalska eðalmat.

Einhvern tíman í nóvember á síðasta ári var eldað lasagna á Laugaveginum. Svo var eldað lasagna fyrir martlöngu og þar var reyndar uppskriftina að finna. En þetta var víst líka í nóvember ... hmmm ... en það var 2003... mikið svaðalega hlýtur að vera langt síðan!


....

Sunday, March 11, 2007

Að læra um snjóflóð


Það var björgunarsveitast núna um helgina. Reyndar ekki farið neitt langt en samt alveg frábært. Bláfjöll voru það, nánar tiltekið skáli Frammara. Heil helgi í Bláfjöllum... undarleg útilega það!

Það var lært alls konar um snjó og hvernig á að finna einhvern týndan í snjó.
On an avalance course (11)
Skemmtanin hófst fyrst með því að prófa snjóflóðaýla. Leitað lárétt til að finna ýlaskammirnar. Leifur klikkaði ekki á því frekar en aðrir. Enda hét nú anna leiðbeinandinn líka Leifur þannig að þeir nafnar gátu nú ekki gert hvor öðrum skömm til!

On an avalance course (4)
Maður hefði getað haldið að um einhverja skemmtiför væri að ræða en því var nú ekki að heilsa. Þetta var algjört þrælapúl. Hér erum við að grafa snjóprófíl af miklum móð. Grafa, moka, skafa og skoða. Já, ekki mikið helgarfrí fólgið í því!

On an avalance course (1)
Svo var spáð og spökúlerað í hvaða kristallar væru þarna á ferð og hverjum kemur það svo sem við? Jú ef maður vill vita hvort snjóskaflarnir séu nú líklegir til að renna af stað!

On an avalance course (2)
Svo tókum við svona skóflupróf... annars urði þetta svo stórir kögglar hjá okkur að það væri nú eiginlega betra að tala um Piloder próf!

On an avalance course (3)

Svo kárnaði nú gamanið þegar skall á vitlaust veður. Hópurinn hálf fokinn einhvers staðar á brúnum Bláfjallanna en það var bara stuð þar sem enginn fauk nú alveg fyrir björg þarna!

On an avalance course (5)
Svo komumst við heim í skálann og sumir dálítið veðurbarðir...

On an avalance course (6)
En leiðbeinendur og skipuleggjarar klikkuðu ekki. Svava grillaði átta lappa eðal lamb handa okkur. Brenndi næstum skálann en allt má bæta og lambaskankarnir voru góður vel niðurskornir af Leifi og alls konar jukk í meðlæti!

Eftir óveðursnóttina kom þessi líka fíni sunnudagur. Alls konar leitarbrögð æfð. Látið sem einhverjar töskur væru fólk í flóði og leitað út um allt. Stöngum beitt upp og niður.

On an avalance course (7)

Svo fékk minns að vera smá svona aðal og þykjast stjórna sem gekk nú bara allt í lagi enda frábært lið með manni.
On an avalance course (9)

Og Þorvaldur ekki slæmur með flögg í allar áttir, tilbúinn að merkja hvað sem fyrir yrði!
On an avalance course (8)

Þetta gekk líka allt vonum framar og hér kemur eitt fórnarlambið úr flóðinu, leiðbeiandinn Jón Gunnar sem þóttist vera skíðandi um allar brekkur en skömmin hann Gúndi hvergi sjáanlegur og grafinn niður í brekkuna einhvers staðar.

On an avalance course (12)

On an avalance course (10)

Svo var þetta allt saman bara búið og kominn tími til að halda í bæinn sem var gert með stæl og útafakstri en svo sem ekkert til að færa í annála þó Cesarur ákveði að skoða vegaxlirnar eitthvað pínulítið meira en venjan er!



....

Sunday, March 04, 2007

Það var haldið upp á ammimæli

Það var mikið um dýrðir

my birthday party
Loksins var famiglíunni bjótt til að gleðjast yfir að minn er orðinn gamall, gráhærður, tann-, heyrnar- og minnislausur kallur. Já aldurinn fer með mann sko!

Það voru eldaðar dýrindissteikur matvunnar af nemendum HK sem klikkuðu ekki frekar en við HK sem kokkuðum þetta. Notuðum meirasegja hina stórvarasömu pönnu frá henni kokku. Það var pati af hreindýri í forrétt og svo bæði meme og mumuuu í aðalrétt en aðallega súkkulaði í eftirrét með kaffi sko. En aðalið var auðvitað að taka upp pakkana eða kannski frekar pakkann. En jú annars. Það voru víst tveir pakkar þó gjöfin hafi bara verið ein. En það var ekkert bara því minin er núna orðinn stjörunskoðunarmaður. Jahjá - barsta komið nýtt áhugamál eða þannig. Fékk sko nefnilega stjörnukíki í ammimælisdöf. Ekki slæmt að fá svoleis þegar það er tunglmyrkvi í algleymingi þarna úti. Notaði náttlega tækifærið og myndaði hann en notaði þá nú reyndar bara stóru myndavélalinsuna mína.
Eclipse - Skuggi jarðar
Stjörnukíkirinn góði er enn í umbúðunum en verður afpakkaður sem allra fyrst og svo er bara að bíða eftir að það létti dálítið til!




....

Sagan af pönnunni góðu!

Henni Önnu Pönnu sko

The Pan Project
Það er ekki lítið vandaverk að gefa okkur skötuhjúum jólagjafir þar sem við eigum ekki svo fátt en það var ekki slæm hugmynd að gefa okkur glansandi nýja wok könnu þar sem sú gamla var orðin eitthvað hálf beygluð og var svo sem aldrei neitt sérlega merkileg. En það var sú nýja, enda þegar flutt var af Laufivegi þá fékk sú gamla ekki að koma með einu sinni og endaði bara hjá Sorpu!

Svo kom loksins að því að eldað var á þessari merku pönnu og það gekk alveg þetta líka ljómandi vel. Við byrjuðum á að hita einhvern olíugraut á pönnunni samviskusamlega skv. leiðbeiningunum og svo var eldaður kjúlli af lífsins móð og það gekk allt saman glimrandi vel alveg þangað til farið var að skoða pönnuna eitthvað betur. Þá var hún orðin eitthvað hálf undarleg öll. Einhver dularfull húð á henni sem var að flagna af. Svo sem ekki í frásögur færandi nema að þessi helmingur sem var flagnaður af var líklega kominn ofan í okkar maga og einhver staðar las maður að
slíkar húðflögur flokkuðust ekki sem sértök hollusta.

Ekki leist okkur meira en svo á málið en að matarafgöngum var hent og pönnunni varpað inn í innstu myrkur eldhússkápanna og þar fékk hún að dúsa í nokkrar vikur. En svo kom að því að elda þurfti aftur einhvern mat því ekki lifur maðurinn á Subway, skonsum, hamborgurum og pizzum til eílífðarnóns svo er líka eldamennska á pönnukö0kupönnu til lengdar hálf þreytandi!
The pancake used for mushrooms

Nú, það var loksins farið á stúfana í fínubúðina Kokku sem seldi herlegheitin og jú, við áttum víst bara eftir að vinna pönnuna almennilega. Það átti víst að hita hana meira með olíu, setja salt á hana og maka hana alla út. Það var og gert en lítið gekk. Þetta húðarógeð hékk ennþá í flyksum á pönnuskrattanum og við orðin frekar súr. Aftur var hringt í búðina og þá kom annað hljóð í skrokkinn. Sá sem varð fyrir svörum hafði aldrei heyrt um að kúnninn hefði alltaf rétt fyrir sér og benti okkur á að við værum bara aular eða eitthvað þaðan af verra því það væri engin húð á þessari pönnu og hefði aldrei verið. Við ættum bara að fara að elda á henni og hætta þessum óhemjugangi.

Ekki leist okkur meira en svo á þetta að endirinn varða að HK fór með pönnnuna í búðina og enda meðgengu sölumennirnir þá alveg að það væri þessi dularfulla húð þarna sem er víst meira svona eins og upp á punt á meðan verið er að selja pönnuna. En við skyldum bara hita hana betur, maka á hana olíu, salti og kannski tómatssósu sem og var gert.

Húðin fór loksins eitthvað að láta á sjá og að endingu var eldað á henni í gærkvöldi vegna ammimælisveislu sem gekk svo sem en húðin var ekki alveg farin. Endirinn varð að juða yfir hana edikssýru, skrapa hana með stálull og láta hana fá hina herfilegustu meðferð. Loksins lét húðarskömmin sig og varð pannan húðarlaus og svona alveg hin sæmilegasta. Þegar þetta er svo skrifað þá er pannan komin í sérlega eftirmeðferð við innbrennslu olíu og stendur á eldavélinni í góðum olíupolli.

En sem sagt. Þeir sem eignast svona pömnnu frá Kokku þurfa að hafa töluvert af: Olíu, salti, tíma, tómatssósu, stálull, tíma, edikssýri, góðu skapi, jafnaðargeði, síma, tíma og helst eitthvað smá hugmyndaflug ef ekkert gengur!

En pannan er hins vegar að verða hin fínasta heldur égur.


....

Thursday, March 01, 2007

Um miðja nótt... við Kleifarvatn

A night by the lake...
Það var undarleg tilfinning einn úti í tunglskininu við Kleifarvatn... að fanga norðurljósin sem voru reyndar eitthvað hálf lasin. Myrkur en tunglið á sínum stað. Gekk niður að vatninu og sá ekki lengur bílinn. Kalt.

Það er einhvern veginn svo oft eitthvað svona sem maður síðan man eftir.