Sunday, November 27, 2022

Foss í Lambárgili á Fellsmörk

Það var svona dagur í dag... leitað að fossum sem almennt enginn hefur séð nema fuglinn fljúgandi... af þeim útsýmisstöðum sem ég fann... sést sá flottasti fannst mér best þarna...

Það var sem sagt farið í Fellsmörk. Svona eftirá (skrifað 4. febrúar 2023) þá var það sem ég ætlaði aðallega að gera að finna foss sem ég sá úða frá þegar ég var að þvælast þar síðasta haust. Foss sem ég er ekki alveg viss um að ég hafi séð áður - og raunar hef ég grun um að það hafi afar fáir séð þennan foss því það er mjög erfitt að komast að honum almennilega - ef ekki bara nær ómögulegt. ......

"Útsýnisstaðurinn" að fossinum... ofarlega í þessu gljúfri má sjá örlítið í eitthvað hvítt friss... og það er fossinn. Áin heitir Lambá. Þetta sjónarhorn sem ég kreisti þarna fram var svona með þeim háskalegri sem ég hef lagt mig í... það mátti ekkert mikið út af bregða þar sem ég sat þarna þannig að ég fengi ekki að kynnast ánni frekar harkalega,



Séð yfir gljúfrið þar sem fossinn er. Þar sem ég sat þarna á gilbrúninni hafði ég enga möguleika á að sjá í fossinn. Heyrði aðeins í honum en sá ekki neitt. Sá reyndar varla ofan í gilið þarna án þess að hrapa fram af.
Það má samt líklega sjá kindagötur þarna hægra megin við ána og þar hefur eflaust einhver farið einhvern tímann.



Hvernig er að komast að fossinum sést á þessari mynd. En ég held að eina leiðin til að sjá fossinn almennilega án þess að vera fljúgandi sé að fara að honum upp gljúfrið en þá þarf að komast upp neðri fossinn sem sést á þessari mynd. Það er eitthvað brölt að komast að honum, þ.e. þeim neðri en það er væntanlega vel gerlegt. Hugsanlga hef ég komið þangað einhvern tímann fyrir löngu síðan. En til að komast áfram þarf að klifra klettinn við fossinn eða eiginlega bara í honum.
Hugsanlega er þó einhver möguleiki að komast að honum í brekkurnar líklega frekar hægra megin á myndinni.

Facebook færsla 27.11.2022