Alveg er ég bit, þeir náðu Saddam
Ég verð að játa að ekki átti ég nú von á þessu. Áður en þeir náðu ómenninu Saddam þá voru tvö vandamál sem Búss og Bler stóðu frammi fyrir. Að ná Saddam og finna öll gereyðingarvopnin, nú já fyrir utan það að það er allt í klessu og kaldakoli þarna eftir þá sjálfa.
Vonandi verður þetta þá til þess að þeim tekst að koma ástandinu í landinu eitthvað fram á við eða helst hætt að skipta sér af því. Að minnsta kosti þá hlítur það að vera jákvætt að Saddam kemst varla aftur til valda úr þessu. Það skiptir væntanlega mestu máli í þessu að það takist að koma Írak úr þessu kaldakoli sem landið er í eftir þá alla þrjá, Búss, Bler og Saddam.
Núna fer kannski að vera spennandi að vita hvort þeir finna þessi gereyðingarvopn sem þeir eiga ennþá eftir að finna. Það hefði reyndar átt að vera auðveldara að finna gereyðingarvopnin heldur en einn mann sem felur sig í holu ofan í jörðinni og getur látið fara lítið fyrir sér. Enda hef ég aldrei haft mikla trú á því að þessi vopn séu þarna neins staðar.
No comments:
Post a Comment