Monday, June 29, 2009

Pödduvitlaust í Fellsmörk

neinei, ekkert pöddufullur heldur bara í náttúrulegum rannsóknum



Snigill sem sniglast áfram... yfir sóleyjarblað

Snigillinn sem sniglaðist áfram á ullarsokknum mínum en þarna kominn upp á borð og farinn að valta yfir saklaus sóleyjarblöð!

Bræður tveir fóru í Fellsmerkurferð um helgina. Annar meira að gróðursetja en hinn meira að þykjast vera í líffræðilegum sérfræðistörfum. Út frá karakter mælingar heimsins er nokkuð verðugt byrjandaverkefni að skrá allt lífræns eðlis sem þrífst í Brúalandi og á Músastöðum í Fellsmörk. Snigillinn að ofan fannst ullarsokkurinn minn frekar forvitinlegur og vissi síðan ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann var orðinn fyrirsæta uppi á matarborði. Líklega hefur farið um hann þar sem einhvern tíman hafði hann heyrt um Sniglaveisluna. Tók hann því á rás og forðaði sér hið snarasta (les á 23 mínútum, 18 sekúndum og 2 sekúndubrotum) niður á jörðina aftur. Skeytti ekki um eitt né neitt sem á vegi hans varð og æddi yfir sóleyjarblöð sem honum voru gefin í fæðuskyni.

Kanínan

Stökkbreytta músin sem er orðin á stærð við kanínu



Reyndar bar kannski einna helst til tíðinda að á Músastöðum birtist allt í einu stökkbreytt mús. Það eru ekki ýkjur en hún var á stærð við kanínu!

Fellsmörkin lítur annars alveg ljómandi vel út eins og sjá má á panoramamynd efst á landi Músastaða og Brúalands.
Lúpínur yfir Hlíðarbraut í Fellsmörk

Panorama - smella á myndina til að fá hana flennistóra alveg hreint!



Svo gróðursetti ég smávegis með brójanum en var líka með vatnslitasett og tók sig upp gamall sjukdómur þegar ég slubbaði Búrfellinu á blað!
Búrfell í vantslitum

Búrfellið í vatnslitum

Sunday, June 21, 2009

Þá eru 300km að baki


Bara alveg nokkuð ánægður með sig eftir 30 km

Þokkalega sáttur kominn í mark eftir 300km



Það var búið að reyna að undirbúa svona eitthvað eftir bestu getu

vattern umhverfi

ERS_5707

Spáð í staðhætti Motola


ERS_5714

Bræður dálítið sposkir á markaðnum




......


ERS_5722

Garpar á Eurosport






ERS_5762

Að fara að leggja í'ann




IMG_2923

Íbygginn í upphafi ferðar




IMG_2926

Með dropann á nefinu




IMG_2928

Gunni að gófla í sig pulsur með kartöfflumús og finnst það ekki leiðinlegt!




IMG_2931

Bergur og Dosti mættir og bara nokkuð brattir




IMG_2932

Byrjaðir að sjá fyrir enann á þessu öllu saman




ERS_5791

Komnir :-)




ERS_5786

Ekki alveg búnir!




......






í FERJUNNI

Á leið yfir Ermasundið í ferjunni þar sem við vildum fá tilbreytingu frá brúnni ógurlegu... Eyrarsund eða eitthvað :p



Rok í Danmörku

Fánar skulu hafðir til sannindamerkis um rok






ERS_5799

Brosandi bræður á Ráðhústorgi, þrátt fyrir verðlagið og veðurlagið





IMG_2950

Með Ástu og Litlu Hafmeyjunni úti á Löngulínu







... ÆTLA AÐ BÆTA EINHVERJU MEIRA VIÐ ÞEGAR OG EF TÍMINN GEFST.
HÉR ER ANNARS AUGLÝST EFTIR TÍMA TIL SÖLU!

Monday, June 08, 2009

Nostalgíurnar leynast víða

Herðubreyðarlindir, Askja og sumarið 2006

DSC_4428

Séð yfir Öskjuvatn frá Dyngjufajallaklasanum miðjum


Fyrir einhverjum dögum fékk ég símtal að Norðan úr Mývatnssveitinni. Gísla Rafn eða hann Gilla vantaði myndir til að not í bækling. Jú hvort ég átti ekki eitthvað. Í dag komst ég loksins í að fara yfir hvað ég átti til. Hvort ég á nákvæmlega það sem vantaði veit ég ekki alveg en það var gaman að rifja upp þetta ár nokkuð stöðugrar fjallmennsku þegar fari var um á honum Cesari.

En myndirnar sem ég tók til eru hér.

Já Cesar... það minnir mig á það. Ætli Patrollinn sé ekki kominn með nafnið "Tarfurinn". Held það hæfi honum ágætlega. Það má einhver giska á afhverju hann fékk það nafn en gæti verið erfitt. Er dálítið mikið langsótt held ég. En tarfur skal hann heita þangað til hann festist... þá gæti hann fengið nafnið Naut í flagi.


....

Sunday, June 07, 2009

Seinasta hjólaæfing og ljósmyndabíltúr út á Reykjanes

Hjólatúr og ljósmyndabíltúr


Mér fannst hjólatúrinn ekkert svo stuttur en hann var samt styttri en ljósmyndabíltúrinn sem mér fannst frekar stuttur. En það stafar líklega af því að annað farartækið var pedalaknúið af sjálfum mér en hitt var díselknúið af einhverjum haug af hestöflum.

hjolatur 18.5.2009

Hjólatúrinn var stórfínn. Farið umhverfis Reykjavíkur - Kópavogs - Garðabæjar - Hafnarfjarðar - Mosfellsbæjar - Seltjarnarness svæðið. Eitthvað rétt tæpir 100 km. Gekk eins og í sögu kannski fyrir utan þegar ég fór einhvern smá malarkafla þar sem tenging á milli stíga var ekki frágengin. Skipti engum togum en framdekkið grófst niður og ég flaug á hausinn. Hraðinn samt ekki svo mikill svo mér tókst að fá mér bara sæmilega þægilega lendingu.
Just after I fell off my bike!

Hjólið þar sem það lá eftir



En þetta var bara nokkuð góður dagur því eftir að ég hafði legið í sólbaði í Laugardalslauginni í svona klukkutíma var farið út á Reykjanes til að taka myndir. Nokkuð sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð að gefa mér tíma til að fara bara eitthvað svona bara til að taka myndir. Batnandi manni er best að lifa. Þetta varð nú reyndar ekkert mjög langur bíltúr. Lét mér nægja að taka einhverjar Garðskagavitamyndir og reyndar eitthvað fleira líka sem var svona bara la la.

En þetta er svona nýi og gamli vitinn... já ég veit, óttalegar klisjumyndir en myndir samt!

Garðskagaviti - The new lighthouse

Garðskagaviti

Thursday, June 04, 2009

Enn einn hjólatúrinn

Um Reykjavík og nærsveitir

17,8 km/h

Bara einhver sem maður mætti



Æfingar fyrir 300km Vatnarúntinn halda áfram. Eftir 123 kílómetrana á sunnudaginn var bara nokkuð ljúft að fara alls tæpa 90 kílómetra.

Við fórum á bakaleið fram hjá gömlu Umbúðamiðstöðinni. Mikið ofboðslega var undarlegt að koma að einhverjum stað sem virkaði á mig eins og eyðibýli.

Monday, June 01, 2009

Hjólað á Mýrunum

122,8 km taldist hraðamælinum til (lengdarmetrar sko... ekki hraði)


Using cruise control by the wind

Með Cruise Controlið við völd ...



Eftir að hafa þegið loft í boði Vatnamælinga les Veðurstofunnar við Grensásveg var okkur ekkert að vanbúnaði en að leggja af stað. Augnablik... mig langar í appelsín og prinspóló! Stoppað í Select en þar var allt of mikið af fólki og biðröð út úr dyrum þannig að það var bara next stop Hyrnarn í Borgarnesi. En augnablik aftur. Núna hafði prinspólóið breyst í pulsu en það skipti ekki máli því það var enn meira af fólki í Hyrnunni í Borgarnesi. Getur þetta fólk ekki verið heima hjá sér. Það mætti halda að það væri einhver sérstök ferðahelgi. Það var síðan sjoppa númer tvö í Borgarnesi sem reddaði málinu fyrir okkur. Pulsan í magann og svo var keyrt eitthvað rúma þrjátíu kílómetra út á Mýrar.

Rauða Eldingin

Rauða Eldingin aðeins að slaka á áður en ætt var inn í Borgarnes



Það gekk vel að keyra og svo líka vel að hjóla. Ég og rauða eldingin vorum að bonda þvílíkt vel saman í gegnum nýju hjólaskóna.

Have something to eat

Snickers úti í vegakanti!



Eitthvað snakk í Olís í og svo var bara farið til baka aftur og náð í bílinn. Þar var étið eins og eitt brauð með túnfisksallati. Nei ekki ein brauðsneið heldur heilt brauð eða þarumbil. Og áfram var haldið lengra út á Snæfellsnes. Eitthvað var nú Rauðu Eldingunni farið að mislíka þetta og ákvað að slíta einn tein svona í mótmælaskyni. En ég hlustaði ekki á þetta röfl í hjólinu og ekki var snúið við fyrr en hraðamælar sýndu 95 km.

Point of return

Breiðablik... þar sem bræður snéru við eftir 95 kílómetra



Það var mikil léttir að sjá álengdar yfirgefinn bíl úti í vegarkanti og ekki sálu neins staðar að sjá. Ég með bíllykil og fljótlega var Gunninn kominn líka og við á heimleið. 122,8 km lagðir af baki. Ég með meðalhraða 24,7 held ég á meðan hjólið var stigið. Ætli það sé ekki bara þolanlega ágætt eða hvað?


Vegalengd: 122,8km
Meðalhraði á meðan hjólað var hjá mér 24,7km/klst eitthvað
Mesti hraði: 62 km/klst líklega í brekkunni inn að Borgarnesi