Monday, November 10, 2003

Latur bloggari en samt ekkert svo latur held ég
Búinn að vera ferlega latur að blogga og kemur svo sem ekkert til af góðu. Allt of mikið að gera á öllum vígstöðvum og því miður eru allir vígvellirnir eitthvað vinnutengdir. Var svo ofboðslega gáfaður að taka að mé kennslu hjá Endurmenntun, 40 klst námskeið sem hefst á hinn daginn. Ætlaði að undirbúa það alveg ofboðslega vel í sumarfríinu mínu. Finna góða kennslbók og hvaðeina. En það var einhvern veginn allt of mikið að gera við að stússa í hinu og þessu í sumar þannig að það varð eitthvað minna úr því en efni stóðu til. Er þess vegna búinn að sitja með sveittann skallann við að finna eitthvað gáfulegt og held bara að það hljóti að takast.

En með öðrum orðum þá hef ég haft allt of mikið að gera við eitthvað sem er ekkert skemmtilegt að blogga um en tókst samt að hafa ágætan mánudag til matar núna í kvöld, þriðja kvöldið í röð. Kannski tekst mér að gera þetta að endanlegum vana. Yrði a.m.k. gaman. Ef einhver vill komast í mat hjá mér þá er sko helst að treysta á mánuagana! Núna var eldað Lasagna eftir þessari uppskrift hér, sem varð einhvernveginn svona í mínum meðförum:

Grænmetislasagna
Olívuolía
2 stk laukar (miðlungi stórir)
1 stk eggaldin (í stærri kantinum)
2 stk paprikur (í stærri kantinum)
4 stk tómatar (miðlungs)
2 stk risasveppir, þessir brúnu sem ég man ekki hvað heita en eru rosalega góðir
hálfur hvítlaukur (það eru alvarleg mistök í matargerð að telja hvítlaukinn endalaust í rifjum)
1 rauður chili pipar án fræanna
1 stk dós niðursoðnir tómatar
1 stk dós tómatpurre (svona frekar litlar dósir)
1 msk oregon og svo aðeins meira líka
1 msk basil
1 msk Creola kryddblanda
1 msk Cumin
Slatti af paprikukryddi
Ristaðar furuhnetur
Soyasósa, Blue Dragon
Slatti af grænmetissalti (svona til að sýnast)
2 stórar dósir af kotasæla
250 g ostur
9 lasagna plötur

Allt grænmetið og kryddið steikt á pönnu. Soyasósan líka en kannski ekki paprikuduftið.
Sveppirnir steiktir sér.
Steikt þangað til þetta verður sæmilega lint.

Tekið eldfast mót og það er sett í þessari röð:
Lasagna plötur yfir botninn
Grænmetisjukk
Kotasæla
Ostur
Lasagna
Sveppir
Grænmetisjukk
Kotasæla
Ostur
Lasagna
Grænmetisjukk
Furuhnetur
Ostur

Síðan er stráð meira oregano yfir og góðum slurk af paprikudufti. Ef vill má gusa smá meiri soyasósu yfir. Og loks bakað í 30-40 mín við 180 gráður.

Atthugið einnig að allar stærðir í þessari uppskrift skulu ætíð skoðast eftir smekk hvrju sinni. Og það má líka alveg nota eitthvað annað sem er til í ískápnum ef það er eitthvað til ... í skápnum ... úti í glugga ... eitthvað hlýtur að vera til! [gáta: úr hvaða leikriti er þetta? Reyndar man ég það ekki en það var samt frábært. Og þó ég muni það ekki þá er ekkert að marka það því ég man aldrei hvað leikrit heita. En er sáttur ef ég man eftir að hafa séð þau. Og þetta var eitt af þessum góðu - það man ég þó]


En eins og einhvern tímann var sungið í vísunni um hestinn að "það var sem mér þótti verst að þurfað étaða hrá-átt". Samt var það bara ágætt

Og PS
Ragga, ef þú lest þetta, þá varð mér nú hugsað til þín og Þórhildar. Þín þegar ég var að berjast við að elda þetta og Þórhildar þegar við vorum að borða þetta!

og PSS
Ef einhver sér uppskriftina á síðunnu minni og reynir að elda hana þá er algjörlega nauðsynlegt að setja inn athugasemd um hvernig til tókst!

No comments: