Tuesday, September 08, 2009

Mosfellsheiðarhjólatúr

Ekki seinna vænna!

the one

já, það var ekki seinna vænna. Ég er víst skráður í HSSR-hjólaferð Eyþórs sem verður um helgina. Veit ekkert hvort ég geti eitthvað þegar á íslensk fjallahjólafjöll kemur. Ákvað að fara Mosfellsheiðarrúnt. Fattaði á leiðinni í bílnum að það vantaði líklega smurningu á keðjuna. Allt var farið að ískra frekar óþægilega. N1 rokkaði ekki feitt en það gerði hins vegar strákurinn hjá Olís sem gaf mér smurolíudreitil í kaffimáli. Það er hægt að nota kaffimálin í ýmislegt sko.

Nú svo var keyrt langleiðina yfir Mosfellsheiði og byrjað að hjóla þar sem eldgamli vegurinn endar eða byrjar... svona eftir því hvorum megin maður er það og það skiptið.

Vegurinn var svona misvondur en allt í lagi í heildina. Veðrið var sól og ég var búinn að skipuleggja hjólatúrinn þannig að vinurinn væri í bakið. Ekki slæmt skipulag það! Enda gekk þetta svo vel að niðurstaðan varð sú að með góðri aðstoð var hægt að bjarga Tarfinum og Gráu Þrumunni heim strax um kvöldið.

Ætli maður verði ekki að fara í þessa HSSR hjólaferð. Nógu gaman var bara að þvælast einsamall þarna yfir Mosfellsheiðina!