Stundum verð ég svaðalega glaður
Yfir því hvað sumir eru eitthvað viljugir að setja komment við færslurnar mínar. Ég er svo glaður núna að ég þarf eiginlega ekkert að blogga lengur sjálfur því kommentin gætu bara dugað ein og sér!
Ég hef síðan orðið aðeins var við að sumir blogga undir undarlegum dulnefnum eins og ..., einhver og dáin systir. Veit reyndar nokkurn veginn hvernir sumir af þessum leynigestum eru en hef ekki guðmund um aðra. Það eina sem ég ætla af veikum mætti að banna er að fólk fari að senda inn komment undir nöfnum einhverra annarra. Og þá btw, Snatamyndin og Kalli Bjarna í kommentakerfinu eru eiginlega fráteknar. Skal bæta við fleirum mjög fljótlega fyrir fasta kommentapenna!
En svo þarf maður að koma prívatbloggfærslum á framfæri s.s. eins og þegar Ragga biður sérstaklega að heilsa Gústa, bjargvættinum sínum.....
hmmm ætli það komi einhver spennandi komment á þessa færslu, hvur veit.
No comments:
Post a Comment