Sunday, December 28, 2003

Aumingjablogg


Ég er að hugsa um að fara að þróa bloggið mitt í aumingjablogg. Núna er heil vika síðan ég setti ukkvað hérna inn síðast og næst þarf ég að láta líða eitthvað lengrí tíma. Já svona rúma viku. 10 daga eða kannski 11 daga, það væri enn betra. Síðan gæti ég sett eitthvað inn rétt eftir það svona kannski eftir hálfan mánuð héðan í frá. Þá væri komið lang fram í janúar. Síðan læt ég ekkert heyra í mér fyrr en í lok mánaðarins þegar allir verða farnir að halda að ég sé alveg hættur að blogga. Já þetta verður alveg svakalega spennandi. Nei annars ætli það. En jólin voru fín.

Þorláksmessa
Mjög hefðbundið. Keypti einhvern helling af jólamat. Hnakkreifst við Ralldiggni systur mína. Hætti að rífast við hana og svo var farið í bæinn að klára að kaupa jólagjarnar. Allt svakafínt!

Aðfangadagur
Ennþá meira hefðbundið. A.m.k. hjá mér. Hin árlega íslenska messa hjá prestinum sem tónaði að venju eins og ég veit ekki hvað. Síðan var snædd hin árlega gæs sem endaði reyndar á því að vera svolítið mikið elduð. En góð samt.

Fékk kynstrin öll af bókum í jólagjöf en verð líklega að grípa til þess óyndisúrræðs að nota einhverja bókina í klæði til að ég fari ekki í jólaköttinn því aldrei þessu vant fékk ég enga mjúka pakka. Jú annars, ætli ég geti ekki notast við svuntuna sem ég fékk frá vinnunni minni til að forðast kattarófétið.

Jóladagur
Óttalegur letidagur. Hangikjötsát og bóklestur.

Annar í jólum

Alveg frábært að þessir dagar heiti allir eitthvað. Eitthvað annað en svona venjulegur fimmtudagur sem heitir ekkert sérstakt. Hvernig væri nú að fara að kalla alla daga eitthvað héðan í frá. T.d. gæti dagurinn á morgun heitið Jónatan.....


Fór fyrst á skíði og tjaldaði síðan því sem til var og hélt mína árlegu lundalegu jólaveislu. Annars skil ég þetta eiginlega ekki. Ískápurinn var sneisafullur af mat þegar ég byrjaði að elda. Ég held að ég hafi tekið allt út úr honum og eldað það með tilþrifum. Síðan sá ég ekki annað en allir hefðu étið á sig gat. Samt voru afgangarnir sem ég henti jafn miklir og það sem ég eldaði. Síðan þegar ég var búinn að ganga frá nýtilegu afgöngunum í ísskápinn þá var hann ennþá úttroðnari en hann var þegar ég byrjaði að elda.


Já og auðvitað, gleðileg jól

No comments: